Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 30

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 30
Íslenskuspilið hlaut viðurkenn­ inguna European Language Label 2009. Evrópumerkið er viðurkenning fyrir nýbreytni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu. Þessari evr­ ópsku viðurkenningu er ætlað að beina athygli að frumlegum og árangursríkum verkefnum í kennslu og námi erlendra tungumála og hvetja til þess að aðferðir sem þar er beitt, nýtist sem flestum. Lögð er áhersla á að verkefnin feli í sér nýbreytni sem aðrir geti lært af og að þau séu liður í símenntun einstakl­ ingsins. Íslenskuspilið er fjölnota náms­ efni sem nota má með góðum árangri til þjálfunar í málnotk­ un við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Grundvallartilgangur spilsins er að stuðla að námi fullorðinna útlendinga í íslensku en spilið nýtist einn­ ig elsta stigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Það býður upp á fjölbreytta nálgun í hópa­ og einstakl­ ingsvinnu eða þar sem kennarinn leiðir vinnuna. Þar af leiðandi hentar Íslenskuspilið fólki á öllum stigum íslenskunáms. Markmið spilsins er að þjálfa útlend­ inga í málnotkun og auðvelda þeim þannig að tjá sig á íslensku. Viðfangsefni Íslenskuspilsins snerta persónulega færni, félagslega færni og starfsfærni fólks almennt. Með notkun á Íslenskuspilinu má æfa marga þætti tungumálsins t.d. tjáningu, lestur og hlustun. Þættir tungumálsins eru fléttaðir saman og mynda eina heild í Íslenskuspilinu en einnig er mögu­ legt að þjálfa og/eða vinna eingöngu með ákveðna þætti. Stuðst er við kröfur menntamálaráðuneytisins í „Námskrá, íslenska fyrir útlendinga – grunnnám“ um að málfræði sé ekki stýrandi þáttur heldur samofin viðfangsefninu hverju sinni þar sem mikilvægt er að nemendur geti beitt málkerfinu á réttan hátt og aukið við orðaforða sinn. Íslenskuspilið þjálfar nemendur í framburði og setningagerð sem eykur öryggi þeirra og auðveldar þeim að gera sig skiljanlega í daglegu lífi. Notkun Íslenskuspilsins auðveldar þátttakendum að taka fullan þátt í íslensku samfélagi og njóta til hlít­ ar þeirra lífsgæða sem í boði eru. Íslenskuspilið má einnig nýta á öðrum vettvangi en í íslensku fyrir útlendinga. Sem dæmi má nefna að Íslenskuspilið getur nýst fjölskyldum þar sem maki hefur annað þjóðerni en íslenskt, hvort sem fjölskyldurnar eru búsettar á Íslandi eða erlendis. Íslenskuspilið getur nýst á vinnustöðum, stofnunum og íslenskum fjölskyldum, búsettum erlendis, til að viðhalda íslenskri tungu á heimilinu. Innihaldslýsing, leikreglur og orðalisti eru á sjö tungumálum (íslensku, ensku, pólsku, litháísku, þýsku, spænsku og tælensku) til þess eins að auðvelda sem flestum notkun þess sem áhuga hafa á að læra íslensku. Nánari upplýsingar um íslenskuspilið má finna á heimasíðu Þekkingarseturs Þingeyinga: hac.is Selma Kristjánsdóttir höfundur Íslenskuspilsins tekur við viðurkenningunni European Language Label 2009 eða Evrópumerkinu 2009 frá Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, þann 25. september sl. 30 MÁLFRÍÐUR Íslenskuspilið

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.