Málfríður - 15.10.2009, Page 9

Málfríður - 15.10.2009, Page 9
bara orð á blaði og því þarf að æfa sig og umorða, endurrita, endurtaka og ræða fram og aftur áður en efnið er tilbúið til kynningar – munnlegrar eða rit­ aðrar. Nemendurnir nota og endurnota orð og orða­ tiltæki sem skiptir þá máli og eru „rétt“ í þeim aðstæðum sem nemendurnir vilja beita þeim í. Nemendurnir fá tækifæri til að uppgötva sjálfa sig í raunaðstæðum sem sjálfstæða notendur að dönsku (Little, 2007). Geiningin dró einnig fram að kennsla sem skipulögð er eins og hringekja eða námsstöðvar (Dam og Thomsen, 2002) virðist best mæta kröfunni um fjölþrepa kennslu2. Hún rúmar einnig alla kennslufræðilega þætti töflunnar um þátttöku nemenda, virkni, endurtekningu, vitund­ arvakningu eða ferilsritun hvort sem grunnhugsunin að baki skipulaginu er fjölgreindakenningin (Amstrong, 2000), Evrópska tungumálamappan, færniþættirnir fjórir eða áherslur í orðaforða og/eða málnotkun. Einn kennarinn tók það fram að í svona verkefn­ um væri mikil jafnvægislist að vita hvenær hún ætti að styrkja aðferðir hjá hópunum við að afla orða­ forða og hvenær hún ætti að vera aðgengileg sem „lifandi orðabók“. Dæmi um áhugaverð verkefni Hér verða gefin nokkur dæmi um áhugaverð proékt sem kennarar telja að hafi gengið vel í byrjendakennsl­ unni. Proéktin eiga það öll sameiginlegt að hvetja til nemendasjálfstæðis (Little, 1991), byggja á frumkvæði einstaklingsins í samvinnu við aðra, ná yfir nokkr­ ar kennslustundir og enda á munnlegri kynningu. Myndirnar sem hér fygja eru allar dæmi um vinnu nemenda og teknar í vettvangsathugunum. 2 Með fjölþrepa kennslu er átt við að allir nemendur í ákveðnum nem­ endahópi fást við sama viðfangsefnið en verkefni einstakra nemenda eða lítilla hópa eru ólík að þyngd og umfangi. Nemendum er ekki skipt í hópa eftir getu. Strømpeteater Proces­orienteret opgave, hvor den ene uafhængige aktivitet afløser den anden. Indhold: Skriftlig formulering og enkle dialoger 1. Hver elev laver en person ud af en gammel strøm­ pe. Tunge, øjne, næse hår bliver sat på sokken. 2. Eleverne skriver profil om sin strømpeperson i sin egen bog, hvor de præsenterer personen (skrevet i 1. person). 3. To og to arbejder sammen og laver en dialog mel­ lem de to personer ud fra det de hver for sig har skrevet i sin egen bog. 4. Dialogen indøves grundigt. 5. Eleverne opfører teater hvor elevernes strømpe­ personer taler sammen. Gevinst: 1. Fokus på hele sætninger og replikker, intonation og udtale. Processkrivning på elevens præmisser med det ordforråd man har arbejdet med i klassen. 2. Automatisering af udtale og dialoger hvor spro­ get bliver realiseret i aktuelle situationer. 3. Vækker elevens bevidsthed om sig selv og hans/ hendes behov i en bestemt situation. 4. Elevautonomi i forhold til selv at bestemme per­ sonens profil, udseende, stemme og adfærd. MÁLFRÍÐUR  Profil af strømpeperson 1 Profil af strømpeperson 2

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.