Málfríður - 15.10.2011, Side 13
áhugavert efni og hvaða efnistök þeir völdu. Einnig
var nemendum ætlað að ígrunda hvernig tiltekin verk-
efni tengdust áhugasviðum þeirra, hvað reyndist erfitt,
hvað auðvelt, hvað þeir teldu sig hafa lært af verkferl-
inu og tiltaka hvaða önnur atriði þeir töldu skipta máli.
Það verður að segjast eins og er að erfiðast var að
innheimta leiðarbókina. Til að hvetja nemendur til að
skrá hjá sér jafnóðum það sem máli skipti áttu þeir að
skila leiðarbókum sínum þrisvar á misserinu. Í allt of
mörgum tilvikum var augljóst að leiðarbækur voru
skrifaðar í flýti og alls ekki samhliða verkefnagerðinni.
Ígrundun, sem frá sjónarhóli kennslufræðinnar átti að
vera hápunktur hvers verkefnis, fór því forgörðum að
einhverju leyti þótt sumir hafi auðvitað skilað öllu á
tilsettum tíma og lagt sig í líma við að gera allt eftir
forskriftinni.
Námsmat var yfirleitt þannig samsett að efni/inni-
hald og efnistök giltu 50% en mál og málnotkun 50%.
Útbúin voru matsform, bæði fyrir ritun og tal, til að
meta helstu þætti sem reiknaðir voru til einkunnar og
þau send nemendum svo að þeir gætu áttað sig á við-
miðum. Nemendur fengu einnig beinar umsagnir og
leiðbeiningar um ýmis atriði sem mátti bæta, oftast í
nokkuð hefðbundnum stíl, annars vegar athugasemdir
við efnistök og hins vegar leiðbeiningar um málfræði-
leg og setningafræðileg atriði, ásamt orðalagi og orða-
vali. Heildarnámsmat var: 30% leiðarbók, 70% verk-
efni, munnleg og skrifleg. Ekkert lokapróf.
4.2 Unglingabækur og kvikmyndir í dönskukennslu
„Unglingabækur og kvikmyndir í dönskukennslu“
var titill námskeiðs sem stofnað var til í kjölfar þess
fyrsta og hófst í janúar 2008. Þetta námskeið átti sér
enn skemmri aðdraganda en það fyrsta, enda stofnað
til þess að beiðni nemenda úr fyrsta námskeiðinu. Átta
nemendur skráðu sig á námskeiðið og sex luku því,
þar af fimm nemendur úr fyrsta námskeiðinu.
Eins og yfirskrift námskeiðsins ber með sér átti
í því að vinna með unglingabækur og kvikmyndir.
Upphaflega var hugmyndin sú að taka fyrir nýjar eða
nýlegar bækur og kvikmyndir, ræða þær og velta fyrir
sér hvernig vinna mætti með þær í kennslu. Vegna þess
hve undirbúningstími var skammur var gripið til þess
ráðs að fá lista frá nemendum yfir bækur og myndir
sem til voru í skólum þeirra og þeir hefðu áhuga á að
vinna með. Nemendur skiluðu vænum listum og höfðu
skýrar hugmyndir um hvað þeir vildu helst fást við.
Lagt var upp með fimm skylduverkefni, þrjú úr
bókum og kvikmyndum að eigin vali auk tveggja verk-
efna úr smásögum og kvikmynd að vali kennara. Sú
hugmynd að láta nemendur vinna á hagnýtan hátt með
bækur og kvikmyndir byggðist á því að vinnan kæmi
þeim sjálfum til góða og nýttist í kennslu. Fyrirmælin
voru því í stórum dráttum þau að búa til verkefni
sem væru opin, ýttu undir tjáskipti/samskipti (í formi
para- eða hópavinnu) og reyndu hvert fyrir sig á sem
flesta færniþætti tungumálsins (lestur, hlustun, tal og
inn í tungumálakennsluna og gera hann að virku tæki
til að efla vitund nemenda um eigið nám og námsað-
ferðir. Einnig var ætlunin að fá nemendur til að taka
ábyrgð og sýna frumkvæði og sjálfstæði í náminu.
Viðmiðunarrammanum var þó ekki haldið að nemend-
um heldur voru útbúin matsviðmið8 fyrir ritun og tal.
Þessi viðmið fengu nemendur send og voru þau notuð
við mat á verkefnum námskeiðsins. Með verkefn-
unum var leitast við að efla og styrkja færni nemenda
í tungumálinu og þjálfa færniþætti (lestur, hlustun,
tal og ritun). Lögð var áhersla á orðaforða, málfræði,
setningafræði og uppbyggingu verkefna. Inntak verk-
efna beindist að því að leita efnis og velja viðfangsefni
innan ákveðins ramma með því að nýta kerfisbundið
miðla á netinu, þ.á m. fréttir, dagskrá fjölmiðla sem og
heimasíður einstakra staða, málefna og atburða.
Útbúin voru þematengd efni þar sem farið var
skipulega í gegnum ýmsa efnisflokka á netinu. Sem
dæmi má nefna:
• Bera saman fréttir af sama atburði í netútgáfum
mismunandi ritmiðla og leggja mat á viðhorf og
fréttamat miðlanna.
• Velja frétt vikunnar og rökstyðja valið.
• Þræða dagskrársíður ljósvakamiðla og velja
áhorfs- og/eða hlustunarefni fyrir ákveðna
markhópa og rökstyðja valið.
• Hlusta á útvarp, velja dagskrárliði, einn eða
fleiri, hlusta í ákveðinn tíma og endursegja efni
þess sem hlustað var á.
• Fjalla um hefðir og siði í Danmörku – frjálst val.
• Skipuleggja vikulanga ferð, tilgreina þátttak-
endur, ákvörðunarstaði, ferðamáta og heimildir
í formi netsíðna og rökstyðja valið.
• Fjalla um efni að eigin vali tengd atburðum líð-
andi stundar.
Í ljós kom að nemendur lásu og hlustuðu mun meira
en nýttist þeim beint í verkefnagerð hverju sinni.
Vikuleg skilaskylda var á verkefnum og þurfti minnst
að skila þremur þeirra munnlega (á diski, á hljóðskrá, í
tölvupósti eða í síma). Frjálst var að skila fleiri verkefn-
um munnlega og notfærðu sumir nemendur sér það.
Skrifleg verkefni áttu að vera minnst tvær A4-síður og
innihalda umræðu um efnið, rök með og á móti en ekki
bara endursögn. Í mörgum tilvikum nýttu nemendur
sér hugmyndir að baki verkefnunum í eigin kennslu
og líkaði það vel.
Til að auka vitund nemenda um það sem þeir voru
að gera og hvaða tilgangi það þjónaði að vinna einmitt
þessa tegund af verkefnum og á þennan tiltekna hátt
áttu þeir að skrifa leiðarbók. Hugmyndin var að nem-
endur skráðu hjá sér í hvert sinn er þeir glímdu við
verkefni hvernig þeim gekk að finna viðeigandi eða
8 Matsviðmið (e. rubrics), tafla með stigskiptum hæfnislýsingum á til-
teknu sviði.
MÁLFRÍÐUR 13