Málfríður - 15.10.2011, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.10.2011, Blaðsíða 19
Sumarnámskeið Félags frönskukennara á Íslandi var haldið í La Rochelle í Frakklandi dagana 6. – 10. júní. 15 félagar skráðu sig á námskeiðið sem verður að telj- ast góð þátttaka hjá félagi sem telur 43 félagsmenn. Í lok síðasta árs gerði stjórn félagsins, í samvinnu við EHÍ., könnun meðal félagsmanna varðandi sumarnám- skeið ársins 2011. Niðurstöður úr þeirri könnun sýndu að flestir félagsmenn vildu sækja námskeið erlendis og helst í Frakklandi. Hvað viðfangsefni varðar þá höfðu flestir áhuga á námskeiði um efni tengt máli, máltil- einkun og kennslufræði. Með þessar upplýsingar að leiðarljósi hóf stjórnin að undirbúa námskeið og óska eftir tilboðum frá nám- skeiðshöldurum víðsvegar í Frakklandi. Áhugaverðasta tilboðið kom frá stofnun sem nefnist Institude d‘études françaises (IEF) í La Rochelle í Frakklandi. IEF er stofn- un sem rekin er innan Viðskiptaháskólans í La Rochelle og hefur sérhæft sig bæði í frönskunámskeiðum fyrir erlenda stúdenta og endurmenntunarnámskeiðum fyrir frönskukennara. Námskeiðið okkar bar yfirskriftina „Méthodologie FLE“ eða „Kennsluaðferðir í frönsku sem erlendu máli“. Aðalleiðbeinendur voru þau Philippe Oguet og Frédérique Babin sem bæði hafa langa reynslu af frönskukennslu. Meðal þess sem við fengum að kynn- ast var hvernig hægt er að virkja betur nemendur og þá óþrjótandi auðlind sem þeir eru í kennslustundum. Hver nemendahópur er í raun einhvers konar „micro- cosme“ eða smækkaður heimur, og með því að gefa hverjum nemanda færi á því að tjá persónuleika sinn verður hann bæði virkari og ófeimnari við að tjá sig. Sem dæmi um þetta kom Philippe Oguet með hug- mynd að fyrstu kennslustund þar sem ísinn er brotinn með því að hver nemandi er beðinn um að fara upp að töflu og skrifa þær þrjár sagnir sem honum finnast mikilvægastar í lífinu. Þannig endurspegla nemendur lífsviðhorf sín sem síðan geta orðið tilefni umræðna og gefur nemendum færi á að kynnast betur. Auk þess geta þessar sagnir orðið viðfangsefni tungumálanáms- ins: Hvaða nafnorð má draga af þeim? Hver eru and- heiti o.s.frv. Einnig er hægt að biðja nemendur um að skrifa á töfluna þrjú lýsingarorð sem lýsa best að þeirra mati uppáhaldsdýrinu þeirra. Hinir nemendurnir eiga svo að sjálfsögðu að reyna að geta upp á hvaða dýr þetta er og hvort nemandinn eigi eitthvað sameigin- legt með þessu dýri. Auk þessa sýndi Philippe okkur hvernig hægt er að nota bókmenntatexta, dægurlaga- texta og leikræna túlkun til að virkja nemendur í frönskunáminu. Hjá Frédérique Babin fengum við að kynnast því hvernig hægt er að nýta vettvangsferðir til frönsk- unáms. Frédérique sendir nemendur sína í upplýs- inga- og könnunarleiðangra þar sem þeir eiga að leita að ákveðnum upplýsingum. Þessi leit gefur tilefni til samskipta við heimamenn. Þannig fá nemendur aukna þjálfun í samskiptum um leið og þeir fræðast um menn- ingu viðkomandi svæðis. Til dæmis fara nemendur hennar á matarmarkaðinn með það verkefni að fræðast um þær vörur sem þar eru á boðstólum og fengum við slíkt verkefni í La Rochelle. Eins fórum við í vettvangs- ferð út í eyjuna Ré sem liggur rétt fyrir utan La Rochelle og er vinsæll ferðamannastaður. Þar var okkur skipt í hópa, og fólst verkefnið í að finna svör við ákveðnum spurningum varðandi eyjuna og menninguna þar. Hljóp mikið kapp í hópana um að verða fyrstir til að ljúka verkefninu og mátti sjá íslenska frönskukennara skáskjóta sér á milli búða, hótela og veitingastaða til að finna svörin. Þó að slíkar vettvangsferðir myndu líklega ekki vera mjög gagnlegar hér heima þá hafa þær aug- ljóst gildi í námsferðum til Frakklands. Að þessu verk- efni loknu leigðum við okkur reiðhjól og heimsóttum saltframleiðanda sem sýndi okkur hvernig saltnám fer fram á eyjunni en salt er einmitt ein helsta náttúruafurð hennar. Aldargamlar aðferðir eru notaðar til að nema salt úr saltvinnslutjörnum og fengum við að kynnast öllu ferlinu við framleiðslu þess. Frédérique fór einnig með okkur í heimsókn til bóksala í la Rochelle sem fræddi okkur um nýútkomnar skáldsögur og höfunda þeirra, hvaða bækur seldust mest og hvaða bækur hefðu fengið bókmenntaverðlaun. Þetta var ákaflega gagnlegt því að það getur verið erfitt að fylgjast með því sem er að gerast í bókmenntalífinu þegar maður býr ekki í landinu og þarna fengum við góðar ábendingar varðandi bókakaup. Það var almennt álit þátttakenda að námskeiðið hefði bæði verið vel heppnað og hagnýtt. La Rochelle; „borgin hvíta“, eins og hún er oft kölluð, skartaði líka sínu fegursta og tók vel á móti okkur þessa daga í júní. Nordiske Sprog og Kultur Nordplus auglýsir nýja menntaáætlun 2012–2017 Styrkir til menntasamstarfs og tungumálaverkefna Næsti umsóknarfrestur er 1. mars 2012 Fylgist með fréttum og skráið ykkur á póstlista á síðunni: www.nordplus.is MÁLFRÍÐUR 19 Sumarnámskeið frönskukennara í La Rochelle í júní 2011 Eyjólfur Már Sigurðsson er forstöðumaður Tungumála- miðstöðvar Háskóla Íslands Eyjólfur Már Sigurðsson.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.