Málfríður - 15.10.2011, Qupperneq 16

Málfríður - 15.10.2011, Qupperneq 16
• Starfsmenn/kennarar hafa aflað sér nýrrar reynslu og þekkingar. Þeir hafa leitað nýrra lausna og líkur eru á að leitað verði eftir sam- vinnu við aðra í svipuðum sporum sem aftur leiðir til frekari þróunar og þekkingaröflunar. • Nemendur hafa möguleika á að stunda nám með vinnu hvar á landi sem þeir búa. Bætt mennt- unarstig í sveitar eða bæjarfélagi getur af sér atvinnuskapandi tækifæri og eykur líkur á að samfélagið blómstri. • Loks má ætla að ný nálgun í kennslu sem gefur góða raun leiði til frekari framfara og nýjunga á fræðasviðinu. Þessi grein birtist í ársriti Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur Á Milli Mála 1. árg. 2009. að ræða þar sem kjarninn var kraftmiklir nemendur, einbeittir í þeirri ætlun sinni að ljúka tilskildum ein- ingafjölda til að fá þau réttindi sem fylgdu. Ekki er gefið að jafngóður kjarni myndist í öllum hópum og þá reynir á útsjónarsemi og lagni við að halda nemendum við efnið. Hverju hafa þessi námskeið skilað? Og er ástæða til að halda áfram á sömu eða svipaðri braut? Þegar vel tekst til með nýbreytni í kennslu má ætla að ávinn- ingurinn komi fram á mörgum sviðum: • Í greininni (dönsku) hefur nýr möguleiki verið prófaður, ísinn er brotinn og reynsla fengin. Aukin breidd hefur skapast í námsframboði og greinin hefur væntanlega verið gerð aðgengileg fyrir fleiri nemendur en ella. Comeníus styrkir tungumálakennara og ýmis konar evrópsk samstarfsverkefni Endurmenntun kennara: Comeníus styrkir kennara á leik, grunn- og fram haldsskólastigi til að sækja endurmenntunarnámskeið, ráðstefnur eða námsheimsóknir til Evrópu í allt að 6 vikur. Umsóknarfrestir eru þrisvar á ári. Fyriri sumarnámskeið 2012 er 14. janúar næsti umsóknarfrestur. Evrópsk samstarfsverkefni: nemendaskipti, skólaverkefni, Comenius regio og námsefnisgerð. Undirbúningsstyrkir eru veittir til að koma verkefnum á fót. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar. Evrópsk aðstoðarkennsla – tækifæri í tungumálakennslu Verðandi aðstoðarkennarar starfa í 3-8 mánuði við skóla og þeir frá styrki frá sínu heimalandi. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2012. www.comenius.is Landskrifstofa Menntaáætlunar ESB, Háskólatorgi, 101 Reykjavík. s. 525 5853 Nánari upplýsingar teva@hi.is, 16 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.