Málfríður - 15.10.2011, Side 18

Málfríður - 15.10.2011, Side 18
Nordiske Sprog og Kultur Nordplus auglýsir nýja menntaáætlun 2012–2017 Styrkir til menntasamstarfs og tungumálaverkefna Næsti umsóknarfrestur er 1. mars 2012 Fylgist með fréttum og skráið ykkur á póstlista á síðunni: www.nordplus.is 18 MÁLFRÍÐUR Út er komið annað hefti Milli mála, ársrits Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Í heftinu eru greinar eftir tólf fræðimenn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og kennara í Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda og í Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Greinarnar eru á íslensku, dönsku, ensku og frönsku. Þema ársritsins að þessu sinni er þýðingar. Í heft- inu birtast sex greinar sem fjalla á einn eða annan hátt um þýðingar og auk þess sex greinar um annað efni. Ásdís R. Magnúsdóttir skoðar norrænu þýð- inguna á frönsku riddarasögunni Perceval eða Sagan um gralinn eftir Chrétien de Troyes. François Heenen gerir grein fyrir hversu vandasamt er að þýða ósam- setta framtíð í frönsku yfir á íslensku. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir fjallar um smásöguna „Guest“ eftir Kristjönu Gunnars og Irma Erlingsdóttir skrifar um alsírska rithöfundinn Assiu Djebar. Viðfangsefni Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur eru þýðingar smá- sagna úr spænsku á íslensku. Hún fjallar einnig um frumkvöðlastarf Þórhalls Þorgilssonar, fræðimanns og þýðanda. Að lokum skrifar Þórhildur Oddsdóttir um þýðingar úr norðurlandamálum á íslensku. Í ársritinu birtast sex greinar utan þema. Andrea Milde og Ásta Ingibjartsdóttir ræða um notkun leik- listar í kennslu erlendra tungumála á háskólastigi. Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir skrifa um notkun ensku í fræðaheiminum. Pétur Knútsson gerir mörkun texta að umtalsefni og kynnir til sögunnar bendla sem vísa leiðina í völundarhúsi textans. Stefano Rosatti ber saman tvö ólík verk Galileos og beinir sjónum að málsniði og tjáningar- formi verkanna. Randi Benedikte Brodersen kynnir meginniðurstöður úr rannsókn sinni um hvernig Danir búsettir í Noregi aðlaga tungumál sitt norsku. Að lokum skoðar Kaoru Umezawa framburð á íslenskum mannanöfnum á japönsku.  Frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.