Selfoss - 13.03.2014, Side 10

Selfoss - 13.03.2014, Side 10
13. MARS 2014 Þegar Lilla var lítil átti hún heima í stóru hvítu húsi. Þetta hús var verksmiðjuhús. Þar vann pabbi hennar, oftast á stóra rennibekknum, en stundum í steypiríinu. Núna er Smiðjan orðin að safni, það eru 100 ár síðan hún var stofn- uð. Á efri hæðinni bjó fjölskyldan, sem voru tveir bræður og mamman, sem átti fjós og hlöðu, tvær kýr sem hétu Freyja sem var stór kýr með falleg horn, sem Lilla á núna og Bú- bót sem var undan henni. Það er að Freyja var mamma hennar. Stundum voru líka tveir kálfar. Svo voru tveir hænsnakofar, sem voru mjög líkir til að sjá, eins og hús sem eru byggð í görðum handa krökkum. Það er einmitt um hænsnin sem þessi saga er. Það voru margar hænur en oftast tveir hanar, sem voru mjög fallegir. Þegar hænurnar sváfu, sátu þær á prikum. Svo voru varpkass- ar með glereggi í til að verpa við. Þegar hanarnir voru búnir að stíga í vænginn við hænurnar, í eiginlegri merkingu þá koma þeir á fleygi- ferð að hænunum sem verður þess valdandi að það geta komið ungar úr eggjunum. Svo var það ein hæna sem Lillu þótti sérstaklega vænt um. Eggin úr henni voru auðþekkt, einn daginn hættu eggin úr þessari hænu að koma. Lilla tók eftir að hún fór alltaf inn í hálfopinn bakarofn á gamalli elda- vél úr skipi, sem var undir gluggan- um á steypiríinu. Þetta gekk svona lengi, þar til Lilla fór að gá. Og hvað haldið þið að hún hafi séð, nema egg, öll alveg eins. Síðan lá hænan langan tíma á eggjunum og kom aðeins stöku sinnum til að borða og drekka. Einn daginn kom hún svo labbandi með halarófu af ungum, öllum eins og hún. 10 Einmánuður Það er alltaf gaman að velta fyrir sér gömlum tímum. Það er svo mikil speki í gömlum sögum og spádómum sem byggðu á eftirtekt, þekkingu og virðingu fyrir náttúrunni. Einnig trú á ýmsa þætti sem okkur eru framandi í dag. Nú þarf ekki að hugsa mikið – bara að gúggla það. Mér finnst skemmtilegt að skoða sagnir um einmánuð sem er næsti mánuður eftir gamla tímatalinu. Þá leitar maður á vefi eins og Vísinda- vefinn og Wikipediu. Á Vísindavefnum er eftirfarandi. http://www.visindavefur.is/svar. php?id=58565 Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239): „Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr.“ Páll Vídalín lögmaður greinir frá einmánuði í bók sinni um skýringar við fornyrði lögbókar og segir (1849– 1854: 576): „Það sýnist mér líkast, að ein- mánuður heiti svo að því, að hann er þá einn eptir vetrarins, en tví- mánuður, af því þá eru tveir eptir af sumrinu.“ Tvímánuður var fimmti mánuð- ur sumars (22.–29. ágúst). Páll Vídalín segir enn fremur (577): „Eins get eg að tvímánuður hafi sitt nafn fengið til varnaðar búmönnum, að þá væri tveir ein- ir mánuðir til vetrar, og bæri því nauðsyn til, að gæta sumarút- réttínga. Einmánuður þar í mót til huggunar í vetrarstríði bænda, að sumarið færi þá í hönd að einum mánuði liðnum.“ Á Wikipetiu er enn meiri fróð- leikur. http://is.wikipedia.org/wiki/Ein- m%C3%A1nu%C3%B0ur Einmánuður er sjötti mánuður ársins í gamla norræna tímatalinu og síðasti vetrarmánuðurinn. Hann hefst á þriðjudegi í 22. viku vetrar, eða 20. til 26. mars. Elstu heimild- ir um einmánuð eru úr Bókarbót frá 12. öld og Skáldskaparmálum Snorra Eddu frá 13. öld. Hann ásamt gormánuði, þorra og góu eru einu mánaðarnöfnin í gamla norræna tímatalinu sem koma fyrir í fleiri en einni heimild. Líklega er nafnið dregið að því að hann var síðasti mánuður vetrar líkt og orðið eindagi sem þýðir síðasti dagur. Fyrsti dagur einmánaðar er helg- aður piltum eins og harpa stúlk- um og þorri og góa húsbændum og húsfrúm og víðast kallaður yngismannadagur. Áttu stúlkur þá að fara fyrstar á fætur til að taka á móti einmánuði og veita piltum glaðning. Heitdagur Venja var að haldnar væru þrjár samkomur á ári í hverjum hrepp til að ræða sameiginleg mál eins og fátækratíund og fjallskil. Ein var að hausti önnur á lönguföstu og þriðja eftir vorþing. Á Norðurlandi var samkoman á föstunni haldin fyrsta dag einmánaðar og hann nefndur heitdagur en þá var einkum safnað heitum fyrir fátæka. Árin 1741-45 fóru þeir Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson Thorcilli- us í eftirlitsferð til Íslands að undir- lagi Jóns og með samþykki danskra stjórnvalda og í framhaldi lögðu þeir til ýmsar breytingar á helgi- dagahaldi á landinu. Var þá heit- dagur eitt af því sem aflagt var með konunglegri tilskipun 29. maí 1744 og norðlendingum skipað að flytja hann yfir á næst sunnudag er fólk kæmi almennt til messu. Var það með þeim rökum að ekki tíðkaðist þessi siður annarstaðar í Danaveldi. Norðlendingar rituðu konungi ítar- lega greinargerð og bænarskjal árið 1755 um að fá að halda deginum en því var hafnað. Nokkur skipti var reynt að endur- vekja einmánaðarsamkomu á Norð- urlandi upp úr aldamótunum 1900 og dæmi eru líka þekkt að fólk sendi fátækum nágrönnum sínum mat á þessum degi þegar harðæri var. Tími til vorverka Séra Björn Halldórsson í Sauðlauks- dal (f. 1724 d. 1794) skrifaði í riti sínu Atli sem kom fyrst út í Hrapps- ey 1780, um vorverk í Einmánuði að ef vorgott væri þá væri hentugur tími að stífla vatn, sem veitast skal yfir land svo vatnið standi þar á meðan vorleysing er mest. Það átti að vera vegna þess að það grugg, sem setur sig undir leysingavatnið á meðan það stendur yfir landinu væri betra en nokkur áburður. Eins að sá sem vill ná grjóti upp úr jörð, því sem upp úr stendur, hann géri það þá þegar jörð er hálfa alin þíð ofan til eða nokkuð minna. Þá væri það bæði lausast og ylti líka á klakanum svo erfiðið yrði minna. Veðurfar Ekki er mikið um veðurspár tengdar einmánuði utan að trúað var að ef fyrsti dagur einmánaðar vari blautur, boðaði það gott vor. Gæti það tengst ofangreindri lýsingu Björns. Er til vísubrot um það: Þurr skyldi þorri, þeysöm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. Nú er bara að sjá til hvað verður? KS Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _0 5. 03 .1 4 Ráðstefnu- og fundarstóll Tryggðu þér og gestum þínum öruggt sæti, með vönduðum og þægilegum stólum á góðu verði. Nú með 20% afslætti. Verð kr. 14.000,- m.vsk. meðan birgðir endast Veit á vandaða lausn 20% afsláttur ÖrsÖgur LiLLu í smiðju (3) Gjald – en ekki af Íslendingum Flestir Sunnlendingar eru hlynntir gjaldtöku af ferða-mönnum. Þó ekki af Ís- lendingum. Þetta hefur komið fram í könnun SASS meðal Sunn- lendinga. Landeigendur að Geysi haf a frestað gjaldtökunni þar sem fjármálaráðherra hefur lagt fram lögbannskröfu. Í henni er þess kraf- ist að bannað verði að innheimta sérstakt gjald af ferðamönnum. Landeigendur hafa árangurslaust reynt að fá fund með ráðherra um gjaldtökuna.

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.