Selfoss - 13.03.2014, Page 12

Selfoss - 13.03.2014, Page 12
Vöruval góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta Opið frá 7:30-19 virka daga og 10-19 um helgar Gastækin frá AGA og HARRIS hafa þjóna› Íslendingum um árabil G A S V Ö R U R • R A F S U ‹ U V Ö R U R • Ö R Y G G I S V Ö R U R • S L Í P I V Ö R U R BÍLDSHÖF‹A 14 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 7000 • WWW.GASTEC.IS OERLIKON er einn stærsti rafsu›uvíra- framlei›andi í Evrópu. Gæ›i og gott ver›. ALLT TIL MÁLMSUÐU OG MÁLMSKURÐAR KITin 1900 HF TIG KITin 320 MIG PEARL 180 MIG/MAG AÐEINS 10 KG Úrval rafsuðuvéla frá KUHTREIBER og GYS NEOPULSE 270 MIG Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. 13. MARS 2014 Gleðin við völd í Hveragerði Í Grunnskólanum í Hveragerði var gleðin við völd eins og í flestum skólum landsins þennan öskudag. Börnin voru í margskonar gerfum. Fjöldi starfsmanna var uppábúinn í tilefni dagsins, meðal þeirra sem sást til var Pocahontas, nunnur, superwoman og svo var sjálfur Bat- man í starfsmannahópnum. Gangasöngur var sérstaklega skemmtilegur þennan dag. Nemend- ur og starfsfólk skemmtu sér stórvel við söng og svokallaða „smádansa. „ Einnig voru nemendur á miðstigi að vinna að Comeniusarverkefni með nemendum í Noregi, á Englandi og á Írlandi með aðstoð Skype. Búningar og gervi nemenda, kennara og stjórn- enda GÍH vöktu því mikla kátínu hjá nemendum ytra. Foreldarfélagið sá svo um skemmt- un í íþróttahúsi bæjarins þar sem meðal annars kötturinn var sleginn úr tunnunni. Heimild: Sævar Þór Helgason. 12 FISKUR Á LÖNGUFÖSTU Eftir bolludag og sprengidag rennur upp langafasta sem byrjar á öskudag og stendur fram að páskum. Það er gömul trú að öskudagur ætti sér átján bræður og veðurfar næstu átján daga eftir öskudag yrði líkt og var þann dag. Það var óttalegur hraglandi á ösku- dag – svo að nú er bara að bíða og sjá til. Á öskudag var gott að borða fisk eftir baunirnar. Þessi fiskréttur minnir á Miðjarðarhafið, vorið og birtuna. Hann er líka góður fyrir þá sem eru að spara kolvetnin og eru fullir af samvikubiti eftir bolluátið og baunirnar. Basilíka er mikilvæg í þessum rétti. Hún er mjög skemmtileg kryddjurt sem hægt er að rækta innandyra í góðum glugga. Hægt er að nota hana þurrkaða en þá hefur hún misst mik- ið bragð og er alls ekki sama kryddið og þegar hún er fersk. Hún passar mjög vel við tómata og hvítlauk í matargerð. Á Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu http://is.wikipedia.org/wiki/Ba- sil%C3%ADka er skemmtilegur fróðleikur um basilíku. Basilíka á mikinn þátt í menningu ýmissa landa, hvort sem hún er notuð til matar eður ei. Í upprunalandi sínu, Indland, er basílíka talin vera helg jurt. Þar er sagt að sérhver Hindúi skuli leggjast til hinnar hinstu hvílu með basilíkublað á brjóstinu sem er aðgöngumiði hans að himnaríki [2]. Í Indlandi hefur hún líka verið höfð í réttarsölum og menn látnir sverja sannleikseið fyrir framan jurtina [3]. Í Grikklandi á orðið basilíka upp- runa sinn. Það kemur af gríska orðinu (basileus) sem þýðir kon- ungleg (planta) og gegnum söguna hafa Grikkir borið mikla virðingu fyr- ir plöntunni. Sagan segir að basilíka hafi vaxið kringum gröf Jesú þar sem hann reis upp aftur. Þess vegna er basi- líka nú notuð þegar vatn er blessað við grískar réttrúnaðarkirkjur og oft eru lifandi basilíkuplöntur hafðar kring- um altarið. Í Grikklandi til forna var basilíka tákn haturs. Þjóðsaga segir að basílíka yxi aðeins ef henni væri sáð meðan sá sem sáði henni æpti og öskraði og að lokum mátti einungis höfðinginn tína plöntuna . Á Ítalíu er basilíka hins vegar jurt ástarinnar. Þar settu menn basilíku- grein í hárið til að sýna ást sýna og til að öðlast gæfu í ástarmálum. Í Róm til forna var basilía nefnd í höfuðið á dreka að nafni Basilíkus og eina leiðin að verjast árása hans var að borða basilíku daglega. Bæði í Rúmeníu og Mexíkó er basílíka einnig tákn ástar. Á fyrrnefnda staðnum gengu menn með basilíkublað í vasanum til að stefnumót yrðu gæfurík. Í Rúmeníu gengu menn hins vegar enn lengra og gáfu unnustu sinni basilíku þegar þeir vildu trúlofast henni. Ég fann þennan góða fiskrétt á einum af mínum eftirlætis matar- vefjum. http://www.tasteline.com/ Gratíneraður fiskur. 400- 600 gr. fiskur að eigin vali (langa, keila eða steinbítur passa vel í þennan rétt) 3.dl. rjómi (matreiðslurjómi) 2. msk. fiskikraftur (fond hummer frá Oscar) 2 dl. rifinn ostur 1 msk. þurrkað oregano Handfylli af saxaðri ferskri basilíku Tómatar Hvítlaukur (má sleppa) Salt og pipar Stillið ofninn á 200°C. Þeytið saman rjómann, kraftinn, kryddið og rifna ostinn. Smakkið til með salti og pipar. Skerið fiskinn í stykki og setjið í botninn á olíusmurðu eldföstu formi. Hellið kryddblöndunni yfir. Skerið tómata í báta eða kirsu- berjatómata í tvennt og raðið ofan á. Bakið í ofni í 35 mín. Best er að hafa brokkólí og /eða blómkál sem hefur verið snöggsoðið í saltvatni eða gufusoðið. Gott salat er líka nauðsynlegt með. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS βασιλευς Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is

x

Selfoss

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.