Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 6

Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 6
6 22. maí 2014 Blómlegt mannlíf í sátt við náttúru Z- listinn Sól í Skaftárhreppi er óháð framboð einstak-linga sem eiga það sam- eiginlegt að bera framtíð Skaftár- hrepps fyrir brjósti, um ókomna tíð. Skaftárhreppur er víðáttumikið en fámennt samfélag sem byggir á sögu náttúruhamfara og aðdáunar- verðri lífsbaráttu og útsjónarsemi íbúa þess. Af þessari arfleifð okkar og náttúru erum við stolt og teljum að á henni eigum við að byggja til framtíðar. Í dag er landbúnaður og ferða- þjónusta helstu atvinnugreinar sveitafélagsins og spila þær vel saman og styrkja hvor aðra. Gróska er innan þessara greina og hefur nýsköpun verið nokkur í afleiddri atvinnustarfsemi sem sómi er af. Vatnajökulsþjóðgarður og Katla jarðvangur eru að hluta á svæði Skaftárhrepps og fer þetta allt vel saman, styrkir og styður. En nú ríða hetjur um héruð, hetjur með stór áform og mikið fjármagn, hetjur sem sjálfar hafa fundið leið til að láta fjármagn sitt vaxa á kostnað lífríkis og mannlífs í Skaftárhreppi. Skapa störf til frambúðar Stórvirkjanir með nokkurra ferkíló- metra uppistöðulónum eru hins vegar algerlega í andstöðu við það sem fyrir er. Margir íbúar sveita- félagsins eru orðnir tortryggnir á þetta sem verðandi lausn á fjárhags- vanda sveitafélagsins, enda getur hún svo auðveldlega snúist upp í andhverfu sína og þá er ekki aftur snúið. Sveitastjórnin hefur horft til þess fjármagns sem inn kemur af fasteignagjöldum slíkra fram- kvæmda og er það að sumu leiti skiljanlegt, en við höfum önnur úr- ræði - úrræði sem eru í sátt við þá náttúru og það mannlíf sem fyrir er á svæðinu. Með því að hlúa að þeirri starfsemi skapast fleiri störf til fram- búðar en bygging á virkjun, sem mjög sennilega mun hrekja fleira fólk af svæðinu en þá sem fengju þar framtíðarstörf. Því er það ein- lægur ásetningur okkar að forðast þær framkvæmdir sem hafa víðtæk neikvæð áhrif á náttúru sveitafé- lagsins og samfélag þess og erum við þar að tala um stór uppistöð- ulón og mannvirki á viðkvæmum svæðum. Ýmislegt hefur verið gert á síðasta kjörtímabili sem jákvætt er, vonandi sér nú fyrir endann á þeim hlekkjum sem lóðaúthlutun á Kirkjubæjarklaustri hefur verið í. Þar opnast tækifæri og Þekkingar- setrið með Gestastofu Vatnajökuls- þjóðgarðs er verðugt verkefni sem vinna þarf í. Leggja þarf metnað í flokkun sorps í samstarfi við íbúa og huga að vinnslu á lífrænum úrgangi og nýtingu hans. Huga þarf vel að öllum grunnstoðum samfélagsins ekki sýst í mennta- og menningar- málum og nýta þar arfleið okkar og umhverfi á markvissan hátt. Í heilbrigðismál leggjum við áherslu á að halda vel utan um það sem við höfum og sjáum fjarheilbrigð- isþjónustuna bæði sem tækifæri og öryggi fyrir okkur íbúana og erum stolt af því að vera þar í fararbroddi. Gott samfélag byggir á jákvæðum skoðanaskiptum, gegnsærri stjórn- sýslu og góðri grunnþjónustu. Öll höfum við skoðanir þó mishávær séum og allar eru þær jafn réttháar en þær þarf að viðra og virða, því saman erum við sterk og saman sigrumst við á þeim vandamálum sem upp koma. Blómlegt mannlíf stoltra Skaftfellinga sem lifa saman í jákvæðu samfélagi í sátt við náttúru þess er okkar sýn. Jóna Björk Jónsdóttir, líffræðing- ur og situr í 2. sæti á Z- listanum. En nú ríða hetjur um hér- uð, hetjur með stór áform og mikið fjármagn, hetjur sem sjálfar hafa fundið leið til að láta fjármagn sitt vaxa á kostnað lífríkis og mannlífs í Skaftárhreppi. Jóna Björk Jónsdóttir. Samanburðarfræði sveitarfélaganna Í aðdraganda kosninga í Gríms-nes- og Grafningshreppi hef-ur verið talsverð umræða um samanburð á tölum úr ársreikningi sveitarfélagsins. Þar fara fulltrúar K lista sem er í minnihluta í sveitar- stjórn mikinn um skuldir á hvern íbúa í sveitarfélaginu án þess að skoða heildarmyndina. Til frekari glöggvunar er okkar samfélag mjög sérstakt á landsvísu ef bornar eru saman tölur beint úr ársreikningi. Sem dæmi þá eru gjöld á hvern íbúa vegna ferðaþjónustu langt umfram meðaltal á landsvísu. Á síðasta ári var þessi kostnaður um 8,5 millj- ónir króna en það er jafn mikið og í 2300 manna samfélagi. Framlag til brunavarna eru um 48 þúsund kr. á hvern íbúa í okkar samfé- lagi á meðan önnur sveitarfélög eru með á bilinu 5 til 10 þúsund. Þetta endurspeglast meðal annars af fjölda sumarhúsa í sveitarfé- laginu en brunabótamat húseigna í Grímsnes- og Grafningshreppi er sambærilegt við 2000 manna bæj- arfélag. Í nýlegri húsnæðiskönnun SASS kemur fram að 50 einstak- lingar njóta húsaleigubóta í okkar samfélagi sem er álíka margir eins og í yfir 1000 manna samfélagi. Svona má afram telja í útgjaldalið- um sem reikna má á hvern íbúa, en þess skal gætt í umræðunni að tekjurnar á hvern íbúa eru líka langt umfram landsmeðaltal og er því nauðsynlegt í umræðunni að hafa heildarmyndina til hliðsjónar. Við í meirihlua C lista sjáum ekki eftir þeim fjármunum sem fara í þjónustu fyrir okkar íbúa og erum stolt af þjónustustiginu. Á árinu 2013 er afgangur af rekstri þegar búið er að greiða af- borganir og vexti um 80 milljónir króna og eru því til ráðstöfunar til framkvæmda. Til áréttingar hefur sveitarfélagið byggt nýtt húsnæði undir starfsemi leik- og grunnskóla sem tekið verður í notkun í byrjun næsta skólaárs. Kostnaður vegna þessarar framkvæmdar er kominn í um 220 milljónir. Það hefur ein- göngu verið fjármagnað af eigið fé sveitarstjóðs. Engar nýjar lántökur hafa verið á kjörtímabilinu. Þessu vildi ég koma á framfæri kjósandi góður til frekari skýringa og er það stefna C listans að halda áfram að gera okkar samfélag enn betra. Setjum X við C á kjördag. Gunnar Þorgeirsson, oddvitaefni C listans. Til frekari glöggvunar er okkar samfélag mjög sér- stakt á landsvísu ef bornar eru saman tölur beint úr ársreikningi. Sem dæmi þá eru gjöld á hvern íbúa vegna ferðaþjónustu langt umfram meðaltal á landsvísu. Gunnar Þorgeirsson.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.