Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 2
2 22. maí 2014 Börn og fjölskyldur eiga að vera í 1.sæti í Árborg! Hlutverk sveitarfélaga er að hlúa að velferð íbúa sinna og gæta að félagslegu rétt- læti. Þar getur Árborg orðið í forystu með því að standa vel að þjónustu við fjölskyldur, svo hér sé gott að búa með börn og gaman að vaxa upp. Vellíðan fólks felst í samfélagi þar sem fólk stendur saman og sýnir hvert öðru virðingu og umhyggju. Í Árborg er margt sem þarf að bæta til þess að við getum boðið ungum barnafjölskyldum samb- ærileg lífskjör og annars staðar. Við erum með lægstu endurgreiðslurnar til foreldra sem nota þjónustu dag- mæðra. Samfylkingin vill hækka endurgreiðslurnar í 40.000 kr. ásamt því að vinna að fjölgun leikskóla- plássa svo börn komist yngri inn á leikskóla. Í Árborg þarf að bjóða for- eldrum fatlaðra barna upp á öflugri stoðþjónustu. Foreldrar eiga ekki að þurfa að sækja þessa þjónustu á höfuðborgarsvæðið eins og nú er. Íþrótta- og tómstundastarf fyrir öll börn óháð efnahag Virk þátttaka í félagsstarfi er hluti af lífsgæðum barna. Árborg hefur gott tækifæri til að verða í forystu á því sviði með samstarfssamningum við fjölbreytt félög í bæjarfélaginu á sviði menningarmála, frístunda- og íþróttastarfs. Þar má nefna öflug félög á borð við ungmennafélög, hestamannafélag, skáta, golfklúbb, leikfélag, skákfélag og björgunar- sveitir. Samfylkingin ætlar að halda áfram markvissri uppbyggingu á að- stöðu til íþróttaiðkunar og forgangs- raða þeirri uppbyggingu í samráði við íþróttafélög í sveitarfélaginu. Frístundaskóli og frístundastrætó Við viljum bjóða upp á frístunda- strætó sem jafnar aðgengi barna til þátttöku í frístundum allsstaðar í sveitarfélaginu því ekki geta allir foreldrar staðið í stanslausi skutli. Auk þess þarf að bæta almennings- samgöngur innan sveitarfélagsins. Við viljum koma á frístundaskóla í samfellu við skólastarf í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög, þar sem börn geta stundað fjölbreytt áhugamál, hvort sem það eru íþrótt- ir, félagsstarf eða skapandi greinar. Við viljum hækka frístundastyrki í 26.000 kr. á ári fyrir barn til þess að stuðla að því að öll börn geti tekið þátt óháð efnahag foreldra. Frí námsgögn næsta haust Árborg er í lykilaðstöðu til þess að bjóða upp á framúrskarandi þjón- ustu í leik- og grunnskólum sín- um. Samfylkingin ætlar að leggja grunnskólabörnum til frí námsgögn frá og með hausti 2014. Slíkt jafn- ar aðstöðumun og léttir foreldrum lífið. Við ætlum að efla móður- málskennslu fyrir börn sem eiga annað móðurmál en íslensku og viljum bæta tölvukost og upplýs- ingakerfi skólanna. Við þurfum jafnframt að standa þétt við bakið á fjölskyldum ung- menna sem eiga erfitt með að fóta sig í námi og veita þeim strax úrræði til að fá verðug hlutverk í samfélaginu. Með samstarfi milli Árborgar og FSu er hægt að auka samfellu í námi. Við eigum að gefa nemendum í 9.og 10. bekk grunnskóla kost á að hefja einstaklingsbundið list- eða verk- greinanám til þessa að minnka líkur á brotthvarfi og auka vægi slíks náms í samræmi við áhuga nemendanna og menntunarþarfa atvinnulífsins. Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfull- trúi og í 2.sæti S-lista í Árborg. Morgunblaðið greinir frá því 12. maí sl. að af 12 fjölmennustu sveitarfélögum landsins hafi 3 verið rekin með halla á síðasta ári (2013). Eitt þeirra er Árborg, hin Reykjanesbær og Mosfellsbær. Mogginn minntist ekki á að þessi sömu þrjú sveitarfélög hefðu öll verið rekin með halla undir meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Það hefur mátt skilja á máli Eyþórs Arnalds, fráfarandi oddvita sjálfstæð- ismanna í Árborg að hér væri allt á uppleið. „Við teljum að við séum að auka gæði samfélagsins og þar með muni fasteignaverð hækka,“ sagði hann á fundi flokksráðs Sjálfstæðismanna í apríl sl. En hvað hefur gerst? Sama Morgunblað segir frá því 16. maí sl. að fasteignaverð hafi lækkað á tveimur stöðum frá seinni hluta árs 2008 til fjórða ársfjórðungs 2013. Mest hafi lækkunin orðið í Árborg eða um 10,2%. Það virðist ekki fara saman gæði og gjörvileiki. Þannig fer um fleiri tölur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið fram úr pússi sínu í Árborg. Þar hefur ríkt forsendubrestur. Réttar tölur sem gefa glögga mynd af stöðu mála í Árborg snúa á allt annan veg. Það hefur vissulega tekist að greiða niður skuldir. Það lá alltaf fyrir að yrði að einbeita sér að því. Það er ekki rekstur bæjarins sem hefur stjórnað því heldur miklu fremur auknar „álögur“ á íbúa. Skuldir á hvern íbúa hafa ekki lækkað. Jákvæðar tölur úr rekstri eru allar fengnar að láni hjá fráveitum og vatsnveitu bæjarins. Peningum sem ekki eru á lausu skv. sveitarstjórn- arlögum. Í fyrra voru t.d. tekjur af fráveitum og vatnsveitu 462 milljónir króna. Og sáralitlar framkvæmdir. Framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur stórum aukist og nemur nú um 20% af heildartekjum sveitarfélagsins. Á uppgangstímum sveitarfélagsins fjölgaði nemendum í leik og grunnskól- um gífurlega. Það varð til þess að byggja varð tvo grunnskóla og nokkra leikskóla á þeim vöktum. Þá var fólk spennt að flytja inn í sveitarfélagið. Fasteignaverð varð hærra á Selfossi en á Akureyri. Það sagði nokkuð um samkeppnishæfni sveitarfélagsins. Nú hefur fasteignaverð lækkað á allri vakt Sjálfstæðisflokksins. Það segir sína sögu. Nú fjölgar nemendum í grunnskólum ekki neitt. Nákvæmlega jafn margir nemendur eru í grunn- skólum í Árborg á skólaárinu 2013-2014 og voru í fyrra. Íbúasamsetning gefur ótvírætt til kynna að ungum foreldrum fækki sem hlutfall af heild. Því miður. Það hefur ekki verið uppgangur á vakt Sjálfstæðisfloksins í Árborg. Framkvæmdir hafa verið næstum engar. Það er rétt núna á síðustu metrunum sem kosningavíxlar líta dagsins ljós. Hvað er þá til ráða? Ekki skortir framboð á flokkum í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Og ekki vantar spennuna í skoðanakannanir þar sem sáralitlu munar milli Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Fram- sóknar þegar kemur að því að álykta hvaðan síðasti fulltrúi til bæjarstjórnar muni koma. Minnihlutinn í bæjarstjórn Árborgar var afar kurteis síðasta kjörtímabil. Andmæltu fáu og sýndu sjálfstæðismönnum yfirmáta um- burðarlyndi. Nú er það spurningin hvað kjósendur hugsa sér að gera í kjörklefanum annan laugardag. Veltur síðasta atkvæðið úrslitum um hvaða meirihluti verður myndaður í Árborg? Þorlákur Helgi Helgason Hvað tekur við? LEIÐARI Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-58 Flugsögusafn og samgöngumiðstöð! Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinn- ar viðraði þá hugmynd í ávarpi á flugdegi Flugklúbbs Selfoss að byggja upp samgöngumiðstöð í Bjarkarlandinu rétt við flugvöllinn. Eggert Valur taldi margt mæla með samgöngumiðstöðinni. Það myndi rýma vel við flugsögusafnið sem nú yrði að raunveruleika. Bjarkarlandið væri ákjósanlegt. Landrými væri nægt, landið væri í eigu sveitarfélagsins. Bein tenging og örstutt í flugvöllinn myndi styrkja reksturinn. Rútu- og strætóstoppistöð væri í örskots fjarlægð. Íbúabyggð þegar skipu- lögð allt í kring. Góð tenging við suðurstrandarveg. Skipulagt tjald- stæði innan seilingar. Taldi hann engan vafa á því að hraða bæri endurskoðun skipulags. Hygðist hana kynna hugmynd sína um samgöngumiðstöðina strax í bæj- arstjórninni. ,,Við eigum að taka flugið,“ segir Eggert Valur í við- tali við Selfoss-Suðurland. „Bæði munu vekja athygli, verða aðdrátt- arafl fyrir sveitarfélagið og skapa atvinnu beint og óbeint í tengslum við ferðamennsku. Æfingaflugið kemur líka austur, trúi ég. Þetta er aðeins spurning um tíma og tíminn vinnur með okkur.” Fyrr um flugdaginn höfðu full- trúar Íslenska flugsögufélagsins, Sveitarfélagsins Árborgar og Flug- klúbbs Selfoss sammælst um að stofna flugsögusafn á Selfossi. Og undirritað vilja yfirlýsingu því til staðfestingar. Rætt er um að flug- sögusafnið fái aðstöðu í þrjú þúsund fermetra nýbyggingu sem muni rísa á flugvallarsvæðinu. Flugklúbbur Selfoss hélt upp á 40 ára afmæli sl. laugardag. Með fjöl- breyttri flugsýningu sem fjöldi fólks gat fylgst með. Mynd: ÞHH Samfylkingin ætlar að leggja grunnskólabörnum til frí námsgögn frá og með hausti 2014. Slíkt jafnar aðstöðumun og léttir foreldr- um lífið. Við ætlum að efla móðurmálskennslu fyrir börn sem eiga annað móðurmál en íslensku og viljum bæta tölvukost og upplýsingakerfi skólanna. arna ír Gunnarsdóttir. Bæjarfulltrúarnir Eyþór arnalds og Eggert Valur Guðmundsson undirrituðu viljayfirlýsinguna ásamt Sigurjóni Valssyni, formanni Flugsögufélagsins og Helga Sigurðssyni, formanni Flugklúbbs Selfoss. margir lögðu leið sína út á flugvöll á Selfossi. Þær stöllur voru ekki síst forvitnar að sjá þyrlu Landhelgisgæsl- unnar með eigin augum.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.