Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 8

Selfoss - 22.05.2014, Blaðsíða 8
8 22. maí 2014 Reyndist mjöðmin sannspá? Þannig spáði Þráin Bertelsson 2007 um alþingiskoningar sem voru framundan: „SJÁLFUR hef ég þá tilhneig-ingu að taka meira mark á mjöðminni á mér en skoðana- könnunum enda hefur hún reynst vera næm á bæði veðurbreytingar og rafmagnaða strauma í þjóðarsál- inni. . . . HVERNIG þetta endar er ómögulegt að segja. En mjöðmin í mér spáir: Frjálslyndir 5%, Fram- sókn 10%, Samfylking 26%, Sjálf- stæðir 38% og VG 21%. Svo á eftir að koma í ljós hvort meira er að marka skoðanakannanir vandaðra fjölmiðla eða mjöðmina á mér.“ Mjöðmin hans Þráins skilaði ekki öllum atkvæðum í hús. Mestu munaði um niðurstöður Frjálslynda flokksins sem hlaut 7,3% og VG sem hlau 14,3% (en ekki 21%). Framsókn hlaut 11,7%, Sjálfstæð- isflokkurinn 36,6% og Samfylking 26,8%. Ungir kjósendur Þegar ég var lítill þá ætlaði ég að kjósa Borgaraflokkinn af því að pabbi minn gaf mér svoleiðis merki. Ég í sjálfu sér vissi ekki neitt um þann flokk eða að þetta væri flokkur, ég vissi að það voru kosningar og ég var stundum inn á þessari kosningaskrifstofu og þar voru Andrésar andarblöð, reyndar á dönsku en allt er hey í harðindum á leiðinlegri kosninga- skrifstofu. Nú í lok maí eru margir kjós- endur að fara að kjósa í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum. Fyrir skemmstu bauðst mér að sitja ung- mennaþing Pakkhússins og ræða málin við mikið af því fólki sem er að fá að kjósa í fyrsta sinn. Greini- legt er að mörg málefni brenna á þeim, allt frá samgöngum innan sveitarfélagsins til hins almenna kosningarréttar. Áherslumál okkar Samgöngumál í Árborg þarf að taka til endurskoðunar og við í Bjartri Framtíð höfum skýra stefnu þegar kemur að samgöngumálum. Laga þarf þær að þörfum notenda. Al- menningssamgöngur eru fyrir al- menning en ekki almenningur fyrir samgöngurnar. Laga þarf tímatöflur að þörfum þeirra sem nota þær bæði varðandi vinnu og tómstundir, góð- ar almennings samgöngur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins ættu ekki að vera lúxus heldur sjálfsagður hlutur. Við viljum líka skoða í því sambandi svokallaðan „frístunda- bíl“ en hann myndi ganga milli byggðarkjarnanna í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna og þannig tryggja jafnt aðgengi allra. Ennfremur ætti frístundabíll líka að hjálpa til við samvinnu þvert á skólana þrjá og bæta samstarf þeirra á milli. Við viljum efla samstarf grunnskólanna þriggja meðal annars með því að skoða hvort hægt sé að bjóða upp sameiginlegt val í elstu árgöngun- um. Í tengslum við sameiginlegt val viljum við líka auka samstarfið við Fjölbrautaskóla Suðurlands og kanna til hlítar möguleika á að val í 10. bekk flæði inn í FSu, sérstak- lega í verknámi á borð við málm- smíði, rafvirkjun og smíði. Þessar hugmyndir eru aðeins lítið brot af því sem við munum leggja áherslu á ef við fáum tækifæri til að koma okkar hugmyndum í framkvæmd. Ein róttækasta hugmyndin okk- ar og sú sem við leggjum höfuðá- herslu á að koma á framfæri er að við viljum hlusta á ykkur íbúana í sveitarfélaginu. Hver rödd skiptir mál og þá skiptir aldur, búseta, kyn eða reynsla engu. Ég vil því hvetja alla íbúa sveitar- félagsins til að spyrja spurninga, ganga á frambjóðendur, fáið að vita hvar þeir standa þegar kemur að þeim málefnum sem skipta ykkur máli. Við í Bjartri Framtíð mun- um hlusta og við mun svara ykkur eins vel og við getum. Við erum í framboði fyrir ykkur. Ekki kjósa af því að þið fenguð einu sinni gefins barmmerki eða gátuð lesið Andrés Önd á kosningaskrifstofunni. Kjós- ið af því málefnin skipta máli. Már Ingólfur Másson, í framboði fyrir Bjarta Framtíð í Árborg. Kammerkór Suðurlands á Listahátíð í Reykjavík á laugardag Frumflytur verk á Íslandi. Félagar í Kammerkór Suður-lands og stjórnandinn Hilmar Örn Agnarsson gera víðreist um þessar mundir. Framundan eru tónleikar á Listahátíð í Reykjavík nk. laugardag, 24. maí. Og stefna tekin á alþjóða listahátíð í Salisbury á Englandi 2. júní. 17. – 21. júní er svo alþjóðlegt kóramót í Umeå í Svíþjóð. Lokapunkturinn á þessari tónleikarispu verður á Sumartón- leikum í Skálholtskirkju helgina 12 og 13. júlí. Listahátíð í Reykjavík Á tónleikunum á Listahátíð Reykja- vík 24. maí kl. 16 flytur kórinn Þrjár Shakespeare-sonnettur eftir breska tónskáldið Sir John Tavener, verk- ið Islands (Ynysoedd) eftir annað breskt tónskáld, Jack White, og Heilsa þér Kjarval eftir Pál Guð- mundsson frá Húsafelli í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar. Um er að ræða frumflutning verkanna á Íslandi. Sérstakur heiðursgestur og vel- unnari Kammerkórs Suðurlands verður hin heimsþekkta sópransöng- kona Patricia Rozario, en hún hefur frumflutt fjölda verka eftir Tavener og heillaðist af flutningi Kamm- erkórs Suðurlands á tónleikunum í Southwark-dómkirkjunni sl. haust. Tvö fyrrnefndu verkin voru frumflutt á tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Southwark-dómkirkj- unni í Lundúnum í nóvember síðastliðnum, sem óvænt urðu að minningartónleikum um Sir John Tavener, sem lést skyndilega þrem- ur dögum fyrir tónleikana. Tónleik- arnir vöktu heimsathygli og hlutu afburðadóma í breskum fjölmiðlum. Verk Páls frá Húsafelli verður einnig frumflutt nú, en það samdi hann við ljóð nafna síns og afa, Páls Guðmundssonar frá Hjálmsstöðum. Verk sitt samdi Jack White fyrir kór- inn árið 2013 en hann var valinn til þess af bresku tónlistarsamtökunum Sound and Music sem ein skærasta unga stjarna Breta á sviði tónsmíða um þessar mundir. Tónskáldið, sem már Ingólfur másson. Ein róttækasta hugmyndin okkar og sú sem við leggjum höfuðáherslu á að koma á framfæri er að við viljum hlusta á ykkur íbúana í sveitarfélaginu. Hver rödd skiptir mál og þá skiptir aldur, búseta, kyn eða reynsla engu. Leikskólinn er fyrsta skólastigið „Við eigum að viðurkenna leik-skólann sem fyrsta skólastig. Þess vegna þurfa sömu reglur að gilda um leik- og grunnskóla. Undirbún- ingstími leikskólakennara á að vera eftir hádegi eins og í grunnskólanum,“ segja Íris Ingþórsdóttir og Hrefna Magnúsdóttir, leikskólakennarar á Hulduheimum á Selfossi. Þær segja leikskólakennara hafa rætt þessar hugmyndir. Og þeim lítist mjög vel á. Leikskólinn yrði gjaldfrjáls á sama tíma og grunnskólinn eða til klukkan 13. „Kostirnir eru augljósir. Leikskóla- kennarar væru þá með börnunum alla morgna í því flotta starfi sem leik- skólinn og Aðalanámskrá leikskóla segja til um,“ segja Íris og Hrefna. Opið bréf til allra frambjóðenda til sveitarstjórna 31. maí 2014. Samtökin Landsbyggðin Lifi – LBL vekja athygli á áherslum í byggðamálum. Meða þess er að móta heildstæða byggðastefnu fyrir landið allt og nýtingu þess. Gerum landið sjálfbært á öllum sviðum. Jafnrétti er lykill að velmegun íbúa og eykur búsæld um land allt. Íbúalýðræði í ákvörðunum verði aukið og áhrif á hag eigin byggðar verði tryggð. Sameiginlegar auðlindir verði í eigu þjóðarinnar og nýttar í byggðum eins nálægt upptökum sínum og hægt er. Fyrir afnotarétt auðlinda greiðist gjald. Byggðastefna er ekki skrifuð fyrir dreifbýlið á Íslandi heldur landið allt og þá sem byggja landið. Heimasíða samtakanna er www.landlif.is Þar má m.a. finna Byggðastefnu LBL sem send var út í mars 2014. ELDHEIMAR nýja gosminjasafnið í Vestmannaeyjum opnar um næstu helgi Mikill metnaður hefur verið lagður í safnbygginguna og sýninguna, en safnbyggingin er byggð utan um hús sem grafið var undan vikri fyrir skömmu. Húsið hvarf undir vikur í Heimaeyjargos- inu 1973. Nú er það til sýnis til minningar um hvernig gosið fór með eigur fólks. Á sýningunni er farið yfir atburðarrás Heimaeyjargossins, en einnig lífið í Eyjum fyrir gos. Á safninu verður einnig Surtseyjar- stofa, sem segir frá myndun Surts- eyjar og stöðu rannsókna í Eynni.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.