Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Qupperneq 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 03.05.2013, Qupperneq 4
4 3. maí 2013 HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR / vogAR 10. TbL. 3. ÁRgANgUR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@ fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@ fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.is, Sigurður Þ Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndaar: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049, Þórður Ingi Bjarnason, sími 822 0068, Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Veffang: fotspor.is Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / ÁlFtanesi / Vogum Þá eru þær afstaðnar, blessaðar kosningarnar. Ljóst er að ekki eru allir á alls sáttir með niðurstöðurnar og telja þeim allt til foráttu, kjósendur séu heimskir, þjáist af minnisglöpum og siðferði þeirra sé verulega ábatavant. Að minnsta kosti var slík gífuryrði víða að finna á fésbókinni á sunnudagsmorgun er (sumir) vinstri menn á Íslandi vöknuðu upp við vondan draum. En svona virkar lýðræðið, meirihlutinn ræður og hinir verða bara að sætta sig við niðurstöðurnar. Áberandi var í ræðum forystumanna stéttarfélaganna 1. maí að krafa sé gerð um að kosningaloforðin verði efnd. Kjarasamningar margra stétta renna út næsta vetur og vænta má þess að mikil pressa verði á verulegar kjarabætur almennings sem hefur tekið á sig launa- skerðingar og aukinn framfærslukostnað síðustu árin. Öruggt er að landinn bíður þess nú í ofvæni að kjörin verði leiðrétt og við taki betri tíð með blóm í haga. Almenningur hefur beðið eftir nauðsynlegum leiðréttingum og það er nú eða aldrei að standa við stóru orðin. Eins furðulegt og það nú er þá er liðið hátt á annað ár síðan Hæstiréttur skar uppúr með að ekki væri heimilt að krefjast vaxta afturvirkt á gengistryggð lán. Samt eru lán þessi innheimt af fullum þunga og ekkert gefið ekkert. Ein þeirra mistaka sem fráfarandi ríkisstjórn gerði var að setja ekki lög um að öll sambærileg lán skyldu falla í sama flokk. Það tækifæri var ekki nýtt og þess í stað eru dómstólar landsins fullir af fólki sem eru að reyna að sækja rétt sinn með ærnum tilkostnaði og tímasóun. Þess er óskandi að næsta ríkisstjórn láti það vera eitt af sínum fyrstu verkum að setja lánamálin í forgang og eyða óvissu sem þessari sem allra fyrst. Lifið heil Hólmfríður Þórisdóttir Betri tíð með blóm í haga? Leiðari Hvað veistu um bæinn þinn eru laufléttar spurningar um Hafnarfjörð og sögu hans. Svar á bls 14 HVAÐ VEISTU UM BÆINN ÞINN? ?Spurningin í þessu blaði er:Hvað heitir lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar og hvenær er hún haldin? Ástjörn Hafnarfirði: Öll umferð óheimil 1. maí - 15. júlí Frá og með miðvikudeginum, 1. maí til og með 15. júlí er öll umferð gangandi fólks óhemil um friðlandið kringum Ástjörn í tengslum við fuglavarp á þessum tíma við tjörnina. Þetta er árviss lokun en friðlýstum svæðum er almennt lokað yfir varptímann. Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið. Ástjörn er einstætt náttúrufyr- irbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Í tjörninni er mikið smá- dýralíf sem er þó lítt rannsakað. Dimmisjón í Flensborg Furðuverur sáust á sveimi um Hafnarfjörð í síðustu viku þegar nemendur dimmiteruðu frá Flensborgarskólanum og þá var gleðin við völd. Nú hefur alvaran hinsvegar tekið við en vorprófin hófust í skólanum í gær. Hreinsunardagar Hafnarfjarðar byrja á mánudaginn Árlegir hreinsunardagar í Hafnarfirði standa yfir dagana 6.-7. Maí og eru allir hvattir til að leggjast á eitt og gera bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið. Þá fara starfsmenn þjónustumið- stöðvar Hafnarfjarðar um bæinn og fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Að hreinsunardögunum loknum þurfa bæjarbúar sjálfir að sjá um að koma garðaúrgangi til endurvinnslu- stöðva SORPU og Gámaþjónustunnar. 550 kepptu í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumadaginn fyrsta, á Víðistaðatúni. Keppendur voru tæplega fimm- hundruð og fimmtíu í 14 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum. Birgir Gilbertsson var fyrstur í mark í flokkum 15 ára og eldri karla. Margrét Rósa Hálfdanardóttir var sjónarmun á undan systur sinni Sylvíu Rún Hálfdanardóttur í flokkum 15 ára og eldri kvenna. Á meðan á hlaupinu stóð var kalt veður og vindur. Frjálsíþróttadeild FH sá um framkvæmd hlaupsins. Verðlaun voru gefin af Hafnar- fjarðarbæ allir keppendur fengu verðlaunapeninga og fyrstu í mark í hverjum flokki fengu verðlauna- bikara. Keppni var hörð og góð í öllum flokkum, fyrstu í hverjum flokki voru eftirtalin: Karlar 15 - 20 ára Ólafur Tryggvi Magnússon 13:00 Gabríel Óskar Halldórsson 13:18 Konur 15 - 20 ára Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9:06 Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9:06 Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir 9:18 Birgitta Lind Karlar 21 árs og eldri Birgir Gilbertsson 9,02 Þorvarður Jónsson 10:31 Ásbjörn Jónsson 10:33 Hjörtur Howser Konur 21 árs og eldri Alma Brown Eyrún Ósk Jónsdóttir Piltar 13 - 14 ára Hinrik Snær Steinsson Stúlkur 13 - 14 ára Þórdís Eva Steinsdóttir Andrea Anna Ingimarsdóttir Hrafnhildur Ólafsdóttir Piltar 11 - 12 ára Friðleifur Kristinn Friðleifsson Baldur Sverrisson Tómas Bragi Starrason Stúlkur 11 - 12 ára Helena Ósk Hálfdánardóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Birgitta Rún Árnadóttir Piltar 9 - 10 ára Dagur Þór Hafþórsson Auðunn Gauti Auðunsson Baldur Örn Þórarinsson Stúlkur 9 - 10 ára Vigdís Pálmadóttir Arna Sigurðardóttir Andrea Marý Sigurðardóttir Hnokkar 7 - 8 ára Andri Classen Dagur Óli Grétarsson Sigfús Hrafn Þormar Garðarsson Hnátur 7 - 8 ára Elísa Lana Sigurjónsdóttir Sól Mixa Alexía Mixa Hnokkar 6 ára og yngri Egill Jónsson Baldvin Viðarsson Arnar Valur Valsson Hnátur 6 ára og yngri Rakel Eva Bjarnadóttir Rut Sigurðardóttir Sandra Logadóttir Þær vermdu fyrstu sætin í stúlknahópnum 13-14 ára : Þórdís Eva Steinsdóttir 1. sæti andrea anna Ingimarsdóttir 2. sæti og Hrafnhildur Ólafsdóttir 3.sæti Sigurvegarinn í 13-14 ára hópi pilta: Hinrik Snær Steinsson. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2012 lagður fram Hagnaður bæjarsjóðs 192,2 milljónir króna Rekstrarniðurstaða A hluta bæjarstóðs reyndist jákvæð um 179,8 m.kr. samkvæmt endurskoðuðum ársreikn- ingi sveitarfélagsins. Þetta er mun betri staða en áætlun gerði ráð fyrir, en hún hljóðaði upp á neikvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 36,3 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 192,2 m.kr., en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu uppá 24,8 m.kr. A-hluti er starfsemi sveitarfélagsins sem byggir nær eingöngu á skattfé en til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð starfsemi. Hin bætta rekstrarafkoma bæj- arsjóðs ræðst fyrst og fremst að áhrifum fjárhagslegrar endurskipulagningar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. sem lauk í upphafi árs 2013. Leig- ugreiðslur voru leiðréttar aftur í tímann, auk þess sem uppgreiðsluverðmæti eigna lækkaði umtalsvert. Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins (A og B hluti) 2.432 milj.kr. í árslok, skuldir og skuld- bindingar samtals eru 1.470 m.kr.. Bókfært eigið fé í árslok er 962 m.kr. Eiginfjárstaða sveitarfélagsins batnaði um 192 m.kr. á árinu og hækkaði úr 31% í 40% borið saman við árið 2011. Samkvæmt sjóðsstreymi var veltufé frá rekstri jákvætt um 28,7 m.kr. í A-hluta, en 54,8 m.kr. í A og B hluta. Mynd: Þórður Ingi

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.