Hafnarfjörður - Garðabær - 08.08.2014, Síða 14
Bæjarlind
14-‐16
(
551-‐9031
vardan.is
-‐
facebook.com/vardan.barnavorur
14 8. ágúst 2014
Davíð Hjálmar Haraldsson,
Akureyri, orti þegar einn leik-
manna Argentínu skaddaði
hringvöðva í knattspyrnuleik.
Þar líðst ekki linkan og hopið,
ekki lagst eða setið og kropið
en hörðustu gumar
á HM í sumar
rífa á sér endaþarmsopið.
Björn Ingólfsson, Grenivík, yrkir af
sama tilefni
Það virtist oft vont að stöðv’ann
menn vissu þó hvar þeir höfð’ann,
en daginn sem hann
mætti Hollandi og vann
hann reif á sér rassgatsvöðvann.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir.
Bedína sem bjó á Krít
breiða vildi heyið
á hesjur, steig í hundaskít
og hálsbrotnaði, greyið.
Bjarki Karlsson yrkir á sömu nótum
Tyrfingur í tjóni lenti og týndi síma.
Þrýtur sögu. Þó skal ríma:
Þetta var á Iwo Jima.
Enn er von! Hjálmar Freysteinsson
yrkir.
Að finnist loks hið sanna svar
sérhver maður vonar,
í hlutlausri rannsókn Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar.
Jósefína Dietrich er hefðarlæða sem
yrkir stundum á Fésbókina.
Hún er ekki par hrifin af sumum
kveðskap sem þar birtist.
Í hund má snúnu henda roði
– held það tæpast ýfa skott –
en fylla af leir og fúlu hnoði
facebókina er miður gott.
Ármann Þorgrímsson yrkir.
Entist varla orðaforðinn
ef ég segði huga minn
nú er Hannes Hólmsteinn orðinn
helsti sögu skýrandinn.
Kristján Runólfsson í Hveragerði er
ekki hrifinn af
mannanafnanefnd.
Þessa mannanafnanefnd,
má niður leggja á slaginu,
illa bólgin, upp er þembd,
sem igla á þjóðfélaginu.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir.
Margt er það sem miður fer
meðal íslendinga,
En hátt á lofti halda ber
hróðri Skagfirðinga.
vísnastund
Pétur Stefánsson
pest@visir.is
Flórgoði á Vífilsstaðavatni
Fuglaáhugafólk hefur glaðst yfir því í sumar að flórgoðapar kom ungum á legg í friðlandi Vífils-
staðavatns í sumar. Sérstakur varp-
staður var útbúinn fyrir fuglana í vor.
Greint er frá því á vef Garðabæjar
að starfsmenn bæjarsins hafi brugðist
við tilmælum fuglafræðinga, sem hafa
fylgst með fuglalífi við vötn og strendur
í bænum, að hlúa sérstaklega að flór-
goðanum, segir á vef bæjarins.
Greinabúntum var komið fyrir úti í
vatninu strax og ísa leysti í vor í umsjón
umhverfisstjóra. Greinabúntin voru
ætluð sem búsvæði fyrir hreiðurgerð
flórgoða því þeir gera hreiður úti á
vötnum en síður á vatnsbökkum.
Þá hefur álftapar hefur komið
upp fimm ungum á Vífilsstaðavatni.
Hreiður álftanna var á suðausturbakka
vatnsins langt frá flórgoðunum.
Harpa best
Harpa Þorsteinsdóttir leik-maður Stjörnunnar var útnefnd besti leikmaður
Pepsideildar kvenna í knattspyrnu í
fyrri hluta Íslands mótsins, eftir fyrstu
9 umferðirnar í sumar.
Stjarnan á einnig þrjá fulltrúa í úr-
valsliði fyrri umferðar, Ásgerði Stefaníu
Baldursdóttur, Glódísi Perlu Vigg-
ósdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur.
Flórgoðinn á Vífilsstaðavatni. Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson (af vef Garðabæjar).
Leikjanámskeið
fyrir leikskólabörnin
Frá því að sumarlokun leik-skólanna lýkur og þar til starf grunnskólanna hefst með
formlegum hætti, eða frá 7. – 21.
ágúst, er boðið uppá fjölbreytt og
uppbyggileg leikjanámskeið fyrir
útskriftarhópa leikskólanna í öllum
frístundaheimilum í Hafnarfirði.
Mikil áhersla er lögð á útiveru,
hreyfingu og hollustu og sérstaklega
er lagt upp með að kenna „gömlu
góðu leikina“ segir á vefsíðu Hafnar-
fjarðarbæjar. Þá fái börnin á hverju
námskeiði tækifæri til að kynnast
nýja skólanum sínum og umhverfi
hans með það að leiðarljósi að auka
öryggi þeirra og vellíðan við upphaf
skólagöngu.
Námskeiðin eru fyrir 6 ára börn
fædd árið 2008 og standa frá kl. 8:00
– 17:00 en einnig er í boði að vera
hálfan daginn, fyrir eða eftir hádegi.
Skráning fer fram á vefsíðu Hafnar-
fjarðarbæjar, hafnarfjordur.is.
auglýsingasíminn er 578 1190 - netfang: auglysingar@fotspor.is