Hafnarfjörður - Garðabær - 03.10.2014, Page 2
2 3. OKTÓBER 2014
LAGNALAGINN,
PÍPARINN ÞINN
Fagmennska • Snyrtimennska • Áreiðanleiki • Traust
Kannaðu málið og bókaðu tíma núna
www.lagnalaginn.is /lagnalaginn
Sími : 774-7274 (7-PÍPARI)
Stjórnendur hótuðu starfsfólki uppsögn nýtti það andmælarétt:
Bílstjórum Strætó hótað brottrekstri
Byggðasamlagið Strætó hefur gert kröfu um að allir bíl-stjórar sem starfa hjá fyrir-
tækinu fallist á að myndbandsupp-
taka verði í vögnunum. „Starfsmenn
hafa andmælarétt en nýti þeir sér
hann leiðir það til starfsmissis, “ segir
í bréfi sem nýlega var sent til vagn-
stjóra Strætó.
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri
Strætó segir við Reykjavík vikublað
að það myndi einfaldlega ekki ganga
upp ef einhverjir starfsmenn yrðu
undanþegnir myndavélakerfinu.
„Þetta er náttúrulega mjög illa
orðað bréf svo ekki sé meira sagt,“
segir Halldór Snorri Gunnarsson,
starfsmaður Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar, sem jafnframt
furðar sig á því að stjórnendur Strætó
hafi ekki beðið starfsmenn afsökunar
á þessari framkomu, enda þótt þeir
hafi síðar fengið sendar frekari út-
skýringar frá fyrirtækinu.
Starfsandinn hjá fyrirtækinu þykir
slæmur og hefur Starfsmannafélagið
fengið fjölmargar kvartanir.
Sjá ítarlega umfjöllun bls. 10-11.
Öðlast trú á eigin getu
„Hugmyndafræði Klifsins snýst í
grunninn um það að efla hvern og einn
einstakling til að hafa trú á eigin getu.
Það geta allir lært en mikilvægast af
öllu er að nýta þá þekkingu sem hver
og einn býr yfir og virkja eigin sköp-
unarkraft. “ segir Ágústa Guðmunds-
dóttir sem ásamt Ástu Sölvadóttur
rekur Klifið, skapandi fræðslusetur í
Garðabæ. Sjá umfjöllun bls. 6.
Ríkisstjórnin sendir Hafnarfirði
60 milljóna króna reikning:
„Sláandi tölur
fyrir okkur“
Guðjón Árnason, verkefn-isstjóri á Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar segir tölur
um fjölda þeirra sem gætu lent á
framfæri bæjarins verði tímabil at-
vinnuleysisbóta stytt um hálft ár, vera
sláandi. „Þetta eru sláandi tölur fyrir
okkur, “ segir hann í tölvupósti sem
hann sendi bænum.
Fram kemur í frumvarpi til fjárlaga
næsta árs að ríkisstjórnin vill stytta
tímabil atvinnuleysisbóta um hálft ár,
úr þremur árum í tvö og hálft. Hörð
gagnrýni kom fram hjá bæjarfull-
trúum í Hafnarfirði í síðasta tölu-
blaði bæjarblaðsins Hafnarfjörður/
Garðabær.
Alvarlegar athugasemdir
Guðjón Árnason áætlar í tölvupósti
sínum að búast megi við því að 30-40
manns muni leita eftir framfærslu
hjá félagsþjónustu Hafnarfjarðar-
bæjar nú strax í janúar, verði þessar
hugmyndir að veruleika. „Svo má sjá
að á árinu 2015, ef af þessu verður
og ekkert breytist, munu 173 ljúka
bótarétti sínum en 143 ef bótatímabil
verður óbreytt, “ segir hann einnig í
tölvuskeytinu.
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar gerir
einnig alvarlegar athugasemdir við
hugmydnir ríksistjórnarinnar. „Ekk-
ert samráð var haft við sveitarfélögin
auk þess sem fyrirvari vegna þessa
er nær enginn. Beinn kostnaður
sveitarfélagsins af þessum aðgerðum
er áætlaður 57 milljónir á næsta ári.
Fjölskylduráð leggur því áherslu á að
ríkisvaldið leggi til mótvægisaðgerðir
vegna þessara aðgerða og fjármagni
þær, m.a. í formi virkniúrræða fyrir
þennan hóp en að öðrum kosti dragi
þessi áform til baka.
Aðrir tapa
María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi
M-lista fólksins í Garðabæ, segir að
ríkið sé að varpa framfærslu þessa
fólks af sér og yfir á sveitarfélögin.
„Þessari breytingu verður þó ekki
mætt með hærra útsvari til sveitar-
félaganna, heldur gengið út frá fram-
færsluskyldu sveitarfélaga samkvæmt
félagsþjónustulögum. Framfærsla
sveitarfélaga er mishá, þ. e. ekki er
bundið í lög hver upphæð framfær-
slu er, heldur ákveður sveitarfélagið
það sjálft og í flestum tilfellum er
upphæðin lægri en atvinnuleysis-
bætur, þannig að mjög líklegt er að
sú fjárhæð sem þessi hópur hefur
til ráðstöfunar lækki við þetta. Þessi
breyting er því íþyngjandi fyrir þessa
einstaklinga sem og fyrir sveitarfé-
lögin og byggir auk þess á pólitískri
hugmyndafræði eins og hún er á
hverjum tíma hjá stjórnvöldum. Sá
eini sem græðir á þessari aðgerð er
ríkissjóður – aðrir tapa. “
Flutningur Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar:
Austurvöllur vakni
af Þyrnirósardraumi
Manni sýnist augljóst að þessi byggðasjónarmið af hálfu ráðherrans standist
vart skoðun, “ sagði Rósa Guðbjarts-
dóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
umræðum um flutning Fiskistofu til
Akureyrar í bæjarstjórn á miðvikudag.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-
þykkti þá einróma að skora á sjávar-
útvegsráðherra og ríkisstjórnina alla,
að taka aftur ákvörðun um að flytja
Fiskistofu til Akureyrar.
Engin málefnaleg rök
Á fundi bæjarstjórnar voru lagðar fram
ýmsar tölulegar upplýsingar sem bæj-
arfulltrúar töldu að hefðu ekki komið
fram en væru nauðsynlegar í málinu,
auk þess sem ráðherra og stjórnvöld
hefðu engin málefnaleg rök sett fram
fyrir flutningnum.
„Þegar ákvörðun um flutning op-
inberra stofnana, og þá starfa á milli
landshluta, er tekin verður að gera þá
kröfu að fyrir liggi málefnaleg rök.
Svo er ekki um að ræða í þessu tilviki.
Þau byggðasjónarmið sem vísað hefur
verið til af hálfu ráðherra standast ekki
skoðun samkvæmt upplýsingum sem
bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar hafa aflað
sér, “ segir meðal annars í samþykkt
bæjarstjórnarinnar.
Ekki bara Hafnarfjörður
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
bæjarfulltrúi Vinstri grænna, sagði að
aðgerð ríkisstjórnarinnar væri „ógn
við fjölbreytni í atvinnulífi í bænum“.
Hún nefndi einnig lokun St. Jósefsspít-
ala og nýlegar fréttir um flutning fleiri
stofnana, líkt og Barnaverndarstofu,
af höfuðborgarsvæðinu og út á land.
Hún lagði til að þessi mál yrðu tekin
upp á vettvangi Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu, því ekki dyrði
einungis að bæjarstjórn Hafnarfjarðar
stæði ein í þessum málum. Þá óskaði
hún eftir því að ályktun bæjarstjórn-
arinnar yrði send til ríkisstjórnarinnar
allrar og allra þingmanna, ekki aðeins
þingmanna kjördæmisins „Og vonandi
verður þetta til þess að menn vakni af
þessum Þyrnirósardraumi þarna við
Austurvöll. “
Efst á dagskrá
Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, sagði að þetta væri
ekki einkamál eins ráðherra og að
málið snerist í sjálfu sér ekki aðeins um
hag Hafnarfjarðar og Fiskistofu, heldur
einnig „þá stefnu ríkisstjórnarinnar
að flytja skuli störf út á landsbyggðina
hvað sem tautar og raular“.
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri
upplýsti að hann hefði reynt að ná
fundi ráðherra í vikunni en ekki haft
erindi sem erfiði. Þá lagði hann til að
á næsta fundi með þingmönnum kjör-
dæmisins yrði þetta mál efst á dagskrá.
Hækkandi virðisaukaskattur á bækur:
Minna til fyrir bókasöfnin
„Þetta rýrnar um fimm prósent, þanng að ég reikna með að við kaupum þá fimm prósentum
minna af öllu efni, “ segir Anna Sig-
ríður Einarsdóttir, forstöðumaður
Bókasafns Hafnarfjarðar.
Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs er
lagt til að neðra þrep virðisaukaskatts
verði hækkað úr sjö prósentum í tólf.
Tillagan hefur sætt mikilli gagnrýni.
Anna Sigríður bætir því við að þetta
geti haft ýmis samfélagsleg áhrif. „Við
reynum að laða að unga fólkið og þá
sérstaklega unga drengi sem gengur
illa með lesturinn, “ segir Anna Sig-
ríður. „Kannanir sýna að börn, sem
hafa gaman af að lesa bók, eiga auð-
veldara með námið og það hjálpar
þeim oftar en ekki í lífinu almennt.
Þá er lesturinn líka samfélagslega
bætandi samkvæmt könnunum. Þeir
sem lesa mikið eiga auðveldara með
að setja sig í spor annarra og lestur
eykur greind og félagsþroska, “ bætir
hún við.
Bókasafn Hafnarfjarðar fær um
níu milljónir króna í dag til að kaupa
bækur og áskriftir. Einnig fær safnið
2,5 milljónir króna að auki til kaupa
á blöðum og tímaritum, auk þess sem
sérstök framlög fara í kaup á myndum,
tónlist og slíku. Safnið er rekið með
framlögum frá Hafnarfjarðarbæ.
Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garða-
bær óskaði viðbragða bæjarfull-
trúa í Hafnarfirði og Garðabæ við
þessum fyrirætlunum stjórnvalda.
Viðbrögð Hafnfirðinga voru birt í
síðasta tölublaði, en María Grét-
arsdóttir er eini bæjarfulltrúinn úr
Garðabæ sem hefur svarað fyrir-
spurn blaðsins.
Tölur Hafnar-
fjarðarbæjar
* Atvinnuleysi í Hafnarfirði var að
meðaltali árið 2013 4,7% saman-
borið við 3,5% á Akureyri.
* Atvinnulausir í Hafnarfirði sem
eru með háskólapróf voru 118
en 62 á Akureyri í ágúst 2014.
* Stöðugildum hjá ríkinu fækkaði
í Hafnarfirði um 126,8 á milli
áranna 2007 og 2013, eða um
20,4%. Á sama tíma fækkaði
þeim um 57,2 stöðugildi á Akur-
eyri, eða sem nemur 5,4, %.
* Stöðugildi á vegum ríkisins á
Akureyri voru 1.004 árið 2013
samanborið við 495 stöðugildi í
Hafnarfirði.
* Verði af flutningi Fiskistofu
til Akureyrar mun fækka um
57,5 stöðugildi til viðbótar við
þau 126,8 störf sem fækkaði
um milli áranna 2007 og 2013 í
Hafnarfirði.
Bæjarstjórn greiðir einróma atkvæði um að skora á ráðherra að skipta um
skoðun.