Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 11

Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 11
UltraGrip 8UltraGrip Ice+ UltraGrip 8 Performance Ultragrip Ice Arctic Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is NÝTT DEKKJAV ERKSTÆÐI BJÓÐUM EINNIG: 1117. Október 2014 taldir. Strax á forsíðunni er greint frá því í undirtitli að í bókinni sé að finna 63 girnilegar og hollar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna. Hollar eru hér lykil- orð! Strax á blaðsíðu 6 til 9 er að finna ávarp frá Steinari B. Aðalbjörnssyni næringarfræðingi hjá Matís. Þar fer hann stuttlega yfir það sem gerir mat hollan, varar lesendur (börnin) við því að þau láti plata sig til að borða óholl- ustu með auglýsingapráli. Á innsíðu má svo sjá að það er enginn annar en sjálfur Siggi Hall sem á heiðurinn af uppskriftunum. Manni verður strax rórra. Bókin er líka skemmtilega upp- sett með persónum úr Frosin og fall- egum ljósmyndum Gassa af matnum. Falleg og vel uppsett bók Efnisyfirlitinu er raðað upp eftir viku- dögunum, kjötlausir mánudagar, léttir og auðveldir þriðjudagar o.s.frv. Við hverja uppskrift er svo gefið upp erf- iðleikastig, undirbúnings- og eldunar- tími, hver eru nauðsynleg áhöld og . . . kaloríur, prótein, kolvetni og fita í hverjum skammti. Þetta er til fyrir- myndar! Mikið er um skemmtilegar fiskiuppskriftir - ávextir og grænmeti sýnist matarblaðamanni vera í hverjum rétti. Svo er líka einstaklega gaman að því að íslenska lambinu er gert hátt undir höfði. Af því að réttirnir eru svo sannarlega fjölbreyttir og hollir, gæti það haft jákvæð lýðheilsuáhrif að sem flest börn eignist þessa bók. Stendur fyllilega undir væntingum . . . og rúmlega það Frosin matreiðslubókin stendur fylli- lega undir væntingum . . . og rúmlega það. Í henni má sannarlega finna 63 girnilegar og hollar uppskriftir fyrir alla fjölskylduna. Uppsetning, umbrot og allur frágangur er til fyrirmyndar. Frosin matreiðslubókin er frábært hjálpartæki fyrir okkur foreldra í því að fá börnin okkar til að borða hollan og fjölbreyttan mat. Aðstandendur bókarinnar standa svo sannarlega undir þeirri ábyrgð að búa til vand- aða matreiðslubók í nafni vinsælustu teiknimyndapersóna heims! Bókin er heiðarleg, falleg og skemmtileg og að- standendum til sóma! Svavar Halldórsson svavar@islenskurmatur.is Galdur hinnar fullkomnu eldunar – Sous Vide Margir kannast við vand-ræðaganginn sem getur fylgt því að reyna að elda nautakjöt eins og maður vill hafa það. Oft er það annað hvort of mikið eða of lítið eldað. Þetta á auðvitað við um aðrar gerðir af kjöti og ýmsan annan mat. Hver getur soðið ekk þannig að það sé fullkomlega linsoðið í hvert skipti? Ekki ég. En á veitingastöðum er eldunin hins vegar oft í nánd við fullkomnun. Hvert er leyndarmáli? Leynibragð matreiðslumanna Í fyrsta lagi skiptir menntun, reynsla og þekking matreiðslumannana sköpum. Við Íslendingar búum svo vel að eiga matreiðslumenn á heimsmælikvarða. Okkar menn ná gjarnan langt í alþjóðlegum keppnum og þykja framarlega. Einhverju sinni var sagt að franskur matur væri eins og venjulegur matur – bara með meiri rjóma og smjöri. Veitingastaðamatur er líka eins og venjulegur matur, nema hvað betur eldaður og framreiddur. En matreiðlumenn kunna líka ýmis brögð til að elda góðan mat. Eitt þeirra er að elda Sous Vide, eða í lofttæmi eins og þetta franska hugtak myndi íslenskast. Hárnákvæm vísindi Frá því á áttunda áratugnum hefur Sous Vide eldamennska verið að ryðja sér til rúms. Aðferðin gengur út á vatn er hitað upp í ákveðið hitastig, með mjög nákvæmum hætti. Hálf gráða til eða frá skiptir máli. Hitastigið er mismunandi eftir því hvað skal elda, oft á bilinu 50 til 90 gráður. Svo er matnum pakkað í sérstaka þar til gerða poka sem eru lofttæmdir og innsigl- aðir (vacuum sealed). Pokinn er svo settur ofan í vatnsbaðið. Til þess að hitastigið sé nákvæmt og vatnið allt jafn heitt þarf sérstakar græjur í þetta, annað hvort tæki með lítilli skrúfu og hitara sem sett er á brúnina á venju- legum potti, eða sérstakan Sous Vide vatnsofn. Mýkri og safaríkari matur Með því að elda mat á þennan hátt, með mikilli nákvæmni við vægari hita í lengri tíma í lofttæmdum og innsigl- uðum poka, næst einstaklega góður árangur. Maturinn verður mýkri og safaríkari og það er nánast ekki hægt að ofelda. Góða steik má t.d. elda við 55,5 gráður í einn til tvo tíma. Þótt hún sé í þrjá eða fjóra tíma í Sous Vide baðinu gerir það ekkert til, hún ofeld- ast ekki af því hitastiginu er stýrt. Svo er hún tekin úr pokanum og snögg brúna á sjóðandi heitri pönnu. Með þessu næst eintaklega góður árangur, steikin er safarík og girnileg eins og að var stefnt. Þetta er auðvitað ástæða þess að þessi aðferð hefur verið notuð í vaxandi mæli síðustu áratugi á bestu veitingastöðum heims. Eignað frönskum Michelin kokki Þótt aðferðin hafi verið komin fram nokkrum árum fyrr er Sous Vide eldun oft eignuð franska Michelin kokkinum Georges Pralus sem fór að nota hana í kringum 1975. Hann vildi reyna að elda hina fullkomnu frönsku gæsalifur (foie gras) með stöðluðum og einföldum hætti. Í kjölfarið fengu farþegar á fyrsta farrými Air France nú fullkomlega eldaða gæsalifur í flug- ferðum. Sumir telja að maturinn hafi skipt sköpum varðandi vinsældir og afkomu flugfélagsins Aðferðin varð strax vinsæl meðal fagmanna sem þróðuðu hana áfram svo nú er orðið hægt að elda allan mat Sous Vide. Nú orðið einfalt heima Það eru nokkur atriði sem þarf að var- ast í Sous Vide eldamennsku. Ekki má nota hvaða plastpoka sem er, heldur eingöngu poka úr sérstöku plasti sem gefur ekki frá sér nein eiturefni. Búið er að rannsaka þetta nokkuð ítarlega bæði austan hafs og vestan, og óhætt að nota poka sem gefnir eru upp fyrir Sous Vide eldamennsku (að minnsta kosti þá sem eru á markaði hér). Svo er auðvitað ákveðin slysahætt af því að vera með stóra potta með heitu vatni uppi á borði í langan tíma. Við þessu hefur verið brugðist með því að smíða og framleiða sérstaka fasta og stöðuga Sous Vide potta fyrir veitinga- staði. Nú eru þessir pottar hins vegar líka komnir á markaðinn fyrir okkur hin – til að nota heima. Hver sem er getur núeldað meinhollan mat af vís- indalegri nákvæmni með lágmarks fyrirhöfn. Matarblaðamaður er búinn að prófa. Árangurinn er stórkostlegur – hin fullkomna steik!

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.