Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 14
14 17. Október 2014 Vegna þess að ég er stelpa Í jafnréttis- og kynjafræðslu hafa nemendur 7. bekkjar í Öldutúnsskóla fengið kynningu á stöðu og réttindum stúlkna í þróunarríkjunum. Saga pakistönsku stúlkunnar Malölu Yousafzai var skoðuð sérstaklega. Saga hennar hefur vakið heims- athygli, en hún varð fyrir árás öfga- manna fyrir það eitt að vilja ganga í skóla. Malala fæddist 12. júlí 1997 og er 17 ára. Hún er úr Khyber Pakhtunk- hwa héraði í Norð-vestur Pakistan, en Talibanar sem fóru með völdin í héraðinu bönnuðu stúlkum að ganga í skóla. Hún hóf að skrifa blogg á vef- síðu BBC þegar hún var 11 ára, undir dulnefni, þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn Talibana. Fyrir tveimur árum þegar hún var á leiðinni til skóla var hún skotin þremur skotum. Hún særðist lífs- hættulega, en lifði árásina af. Hún var í kjölfarið flutt til Englands þar sem hún býr nú og les undir próf, ef marka má breska fjölmiðla. Barátta hennar hefur vakið heims- athygli og ekki síst ræða sem hún flutti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra, þar sem hún kallaði eftir því að allir fengju aðgang að menntun. Það var svo á föstudaginn var sem tilkynnt var að hún hlyti Friðarverðlaun Nóbels í ár. Óvænt tíðindi „Fréttin um Nóbelsverðlaunin kom bara á föstudagsmorgninum, þegar við vorum að ljúka verkefninu,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, kennari í 7. Bekk Öldutúns- skóla. Anna Lára segir að krakkarnir séu mjög áhugasamir um verkefnið. Í þessu tilviki hafi þau tengt sérstaklega vel við Malölu, en hún var á aldur við þau þegar hún byrjaði að skrifa um ástandið í heimalandinu. Bókin Ég, þú og við öll eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Fatimu Hossaini er notuð við kennsluna, en í henni er einmitt kafli um Malölu. En í jafnréttis- fræðslunni hefur sérstaklega verið fjallað um stöðu stúlkna í mörgum löndum heims, og segir Anna Lára að fræðsla um að stúlkur fái ekki að ganga í skóla, séu neyddar í hjónabönd eða fái jafn- vel aðeins að borða afganga, hafi vakið jafnaldra þeirra mjög til umhugsunar. Hér má sjá nokkrar myndanna úr ver- kefni krakkanna í Öldutúnsskóla sem birtar eru með góðfúslegu leyfi. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameinsfélagsins Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl!

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.