Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 10
10 17. Október 2014
Stenst allar kröfur
Í sumar birti vefsíðan BabyCentre lista yfir vinsælustu barnanöfnin í
Bretlandi. Þótt þessi listi sé auðvitað langur eru ekki birt nema hundrað
vinsælustu nöfnin. Listinn er gefinn út árlega og fátt í sjálfu sér sem breytist
frá ári til árs. Það bar hins vegar til tíðinda í sumar að eitt nafn hafði tekið
gríðarlegt stökk upp listann –um 243 sæti. Þetta er kvenmannsnafnið Elsa,
sem nú er í áttunda sæti. Vinsældir þess eru raktar til þess að aðalsöguhetjan
í Disneymyndinni Frosin heitir einmitt Elsa.
Vinsælasta teiknimynd
allra tíma
Frosin er ein allra vinsælasta kvik-
mynd sem nokkurn tíma hefur verið
gerð. Engin teiknimynd hefur halað
inn viðlíka tekjum –jafnvirði um 140
milljarða króna samkvæmt tölum
frá í júní. Þá er ótalið allt það sem
tengdur varningur, leikföng, töskur,
litabækur o.þ.h. hefur skilað í buddu
framleiðanda. Frosin er fimmta tekju-
hæsta kvikmynd sögunnar og er enn
sýnd í kvikmyndahúsum sums staðar
í heiminum. En það er líka búið að
gefa hana út á DVD. Diskurinn náði
því að slá öll sölumet á Amazon – bara
með forsölunni. Myndin varð semsagt
mest selda barnamynd á þessari stærstu
verslunarvefsíðu heims, áður en hún
kom út.
Hefur rakað
inn verðlaunum
En það er ekki bara myndin sjálf sem
rakar inn peningum. Tónlistin ein og
sér hefur líka skilað sínu, með a.m.k.
milljón seldum geislaplötum og sjö
milljón niðurhölum á tónlistarvef-
síðunni Spotify. Þá hafa bæði myndin
og tónlistin halað inn fjölmörgum
verðlaunum, Óskar, BAFTA, Golden
Globe og svo mætti lengi telja. Mynd-
skeiðaáhorfin á myndbandavefsíðunni
Youtube eru talin í hundruðum millj-
óna. Svo eru lögin úr Frosin auðvitað
sungin í kórum, á leikskólum, skólum
og í afmælisveislum um alla veröld.
Fellur foreldrum í geð
Myndin byggir á sögu H. C. And-
ersens um ísprinsessuna. Í henni er
hvorki að finna alvarlegt ofbeldi eða
annað sem foreldrar reyna að forða
börnunum sínum frá því að sjá. Stelpur
eru í stærstu hlutverkum og eru hetjur
myndarinnar. Aðalpersónur myndar-
innar, Elsa og Anna, eru flóknar og
mannlegar og kannski skiptir það líka
máli. Myndin stenst hið svokallaða
Bechtel próf, en það gefur vísbendingu
um stöðu kynjanna, en grunnforsenda
prófsins er að tvær (nafngreindar)
kvenpersónur tali saman, um eitthvað
annað en karlmenn. Flestar myndir
falla á prófinu.
Svo er ekki með þessa mynd og því
hafa jafnréttissinnar um allan heim
tekið myndinni opnum örmum.
Opnar leið að hjarta
barnsins
Vinsældirnar eru semsagt gríðarlegar.
Flest börn hér á landi hafa séð myndina
og margir foreldrar líka, þ.m.t. undir-
ritaður. Hún er ágæt skemmtun, vel
íslenskuð og talsett - framleiðendunum
og þeirra fólki hér á landi til sóma. En
slíkri velgengni fylgir líka mikil ábyrgð.
Allt sem tengist Frosin kvikmyndinni
á greiða leið inn í huga og hjörtu millj-
óna barna um allan heim. Vegna þess
hversu vel þessi mynd er úr garði gerð
og barnvæn – eru varnir flestra foreldra
líklega stilltar á lægstu stillingu þegar
kemur að myndinn sjálfri og afleiddum
vörum. Þar af leiðandi er ábyrgð þeirra
mikil sem búa til þennan varning.
Ábyrgð útgefanda
Nú er komin út Frosin matreiðslubók
á íslensku. Útgefandi er Edda. Bókin
mun líklega eiga jafn greiða leið inn
að kjarna hvers íslensks barns og aðrar
vörur, tónlist og fleira sem tengist
myndinni. Líklegt er að bókin skauti
hæglega fram hjá vörnum foreldra sem
einbeita sér frekar að vernda börnin
fyrir ofbeldi og klámi á alnetinu og í
tölvuleikjum – frekar en að hafa varann
á varðandi þær Elsu og Önnu. Fólk
treystir því – út frá því sem á undan
er komið, að það sem tengist kvik-
myndinni sé í lagi. En standa Disney
og Edda undir þessum væntingum?
Matarblaðamaður náði sér í eintak af
Frosin matreiðslubókinni og kannaði
málið.
Titillinn lofar góðu
Matarblaðamaður rekur strax augun í
að ekki er búið að íslenska vörumerkið,
það stendur Frozen en ekki Frosin. En
þar með eru mínusarnir nánast upp
Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær
Sími: 554 4300 | www.solskalar.is
hf
Sólskálar
Svalaskjól
Gluggar og hurðir
Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær
Sími: 554 4300 | www.solskalar.is
hf
Sólskálar
Svalaskjól
Gluggar og hurðir
matarsíða svavars