Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 17.10.2014, Blaðsíða 6
17. Október 2014 Hefðbundnir og óhefðbundnir skartgripir „Gullsmiðir vinna að margs konar verkefnum, mest er þó unnið að skarti, en nafnið Prýði lýsir vel vinnuumhverfi gullsmiða, þ. e. allt sem prýðir manninn, heimilið og umhverfi.“ segir Halla Bogadóttir gullsmiður. Á morgun opnar sýningin Prýði í Hönnunarsafni Íslands en sýningin er samtarfsverkefni safnsins og Félags íslenskra gullsmiða sem fagnar 90 ára afmæli á árinu. Smíðsgripir fátíðari Á sýningunni verða verk eftir 40 gull- smiði á öllum aldri, bæði þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og einnig nýútskrifaða. Ætlunin er að sýna þá breidd sem ríkir í íslenskri gullsmíði í dag og fengu þeir sem eiga verk á sýningunni frjálsar hendur varðandi muni sýninguna og máttu einnig velja gripi úr eigin safni. Þannig fá gestir að sjá hver eru sérkenni hvers og eins. Skartgripirnir á sýningunni eru annars vegar hefðbundnir hvað varðar efnisval en einnig má þar sjá gripi úr óhefðbundnari efnum og formum. Smíðisgripi eða korpus verða einnig til sýnis. „Korpus , stærri munir eins og kirkjumunir eru fátíðari í dag en var hér á árum áður. Ástæðan er fyrst og fremst verð á slíkum gripum og verðmætamat. Í dag er hráefnisverð á silfri hærra en oft áður og svo eru handverkið dýrara en sú verksmiðju- framleiðsla sem gullsmiðir keppa við.“ Tískan fer í hringi Halla segir miklar tískubylgjur vera í umhverfi gullsmiða sem sjáist á framboðinu á hverjum tíma. Í dag séu margir hlutir dregnir fram sem smíðaðir voru fyrr á tímum, þannig fari tískan í hringi. Aukin tækni í umhverfi gullsmiða hafi þó áhrif á hönnunina og það sem í boði er. Félag með sögu Í Félagi íslenskra gullsmiða eru um það bil 80 skráðir félagsmenn og áætlar Halla að um 50 þeirra starfi við fagið. „Þess má geta að Félag íslenskra gull- smiða er eitt elsta iðnaðarmannafélag á landinu og fundargerðir félagsins frá upphafi hafa varðveist.“ Sýningin Prýði opnar kl. 15 á morgun laugardag og stendur til 25. janúar. Rúnar Geirmundsson Þorbergur Þórðarson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Fjarðarási 25 • 110 Reykjavík • Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Fjölskyldufyrirtæki í 21 ár Þær kistur sem við bjóðum, eru framleiddar í Danmörku og hafa staðist allar væntingar um fagleg vinnubrögð og góðan frágang. Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar. 6 menningin Hildur björgvinsdóttir Helgi Björns í Bæjarbíói Helgi Björnsson fagnar þriggja áratuga söngafmæli þessa dagana og heldur upp á tíma- mótin með 30 tónleikum víðs vegar um landið. Hann kemur í Bæjarbíó í Hafnarfirði 19. október klukkan 21. Yfirskriftin er „Kvöldstund með Helga“. Þar rifjar hann upp ferilinn í tali og tónum, segir frá tilurð laganna, rifja upp einhverjar rokksögur og tekur fram gamlar poppflíkur og nokkur góð dansspor. Húsið verður opnað klukkan átta en miðinn kostar 2.990. 30 ár eru síðan fyrsta hljómplatan kom út með Helga björns, en það var Grafík - Get ég tekið sjéns. Þar voru m.a. lögin Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já. Helgi hefur einnig sungið í Síðan Skein Sól, reiðmönnum Vindanna og einnig átt sólóferil í tónlist. Fyrsta verkefni ungmennadeildar Gaflaraleikhússins: Heili hjarta typpi Framtíðin, ungmennadeild Gaflaraleikhússins, frum-sýnir nýtt íslenskt verk, „Heili hjarta typpi“ 24. október næstkom- andi. Verkið er eftir tvo tvítuga pilta en Björk Jakobsdóttir leikstýrir. Verkið fjallar um 3 stráka sem eru að reyna að semja handrit saman. Verkið tekur á skemmtilegn máta á tilverukreppu þeira eftir mennta- skóla. Hvernig á handrit framtíðar- inna að verða, segir í kynningu á verkinu. Heili hjarta og typpi eru ekki alltaf sammála og sitt sýnist hverjum. Framtíðin stefnir að því að setja upp 1-2 sýningar á ári sem samdar eru og leiknar af ungmennum. Í janúar verður svo sýnt verkið Konubörn. Höfundar eru sex stelpur, en munu gefa „drepfyndna innsýn í heim unglingsstúlkna,“ segir í kynn- ingu á framtakinu. Gaflaraleikhúsið fetar hér ótroðnar slóðir með sérstakri unglingadeild, en leikhúsið stóð á síðasta ári að metsölusýningunni Unglingnum. Verkið var gríðarlega vel sótt, en þúsundir sáu verkið á sviði og hlaut það jafnframt tvær Grímutilnefningar, auk þess sem Ríkissjónvarpið mun ætla að sýna verkið í vetur.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.