Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 5
Smáauglýsingar Bifreið til sölu Fólksbifreið, V-434 er til sölu. Upplýsingar S 2077 Hvolpar Tveir fallegir hvolpar fást gefins. Upplýsingar ® 2508 á kvöldin. Húsnæði til leigu Hólagata 27 er til leigu. Upplýsingar á staðnum. Lykill fannst Lítill lykill festur við stóra ró fannst hjá spröngunni. Það er númer á honum, C12332. Gæti verið af mót- orhjóh eða eitthvað þess haftar. Upplýsingar að Höfða- vegi 19. Bíll til sölu Ein best heppnaða bif- reiðategund sem framleidd hefur verið er Wolkswagen (bjallan). Ein slík af árgerð 1974 er nú til sölu. Tilboð óskast. Upplýsingar S 2375. íbúð óskast 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast til leigu, strax. Upplýsingar S 2485. Bíll til sölu Daihatzu Charide, árgerð '79 er til sölu. Góður bíll með sumar og vetrardekkj- um. Góð g reiðslukjör. Upplýsingar S 2505. Herbergi óskast Herbergi óskast á leigu, með aðgang að baði. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar S 1345. íbúð til sölu 3ja herbergja íbúð.Fífil- göta 3, efri hæð, er til sölu. Upplýsingar S 2967. Bíll til sölu AMC Concorte, árgerð '79 er til sölu. V-1216. Góð greiðslukjör. Upplýsingar S 2535 eða 1118. íbúð til sölu 2ja herbergja í búð er til sölu við Faxastíg 45. Uppýsingar ® 1839. Græjur til sölu Til sölu hljómtækja samstæða í háum gæðaflokki. Verð í lágmarki. Upplýsingar á kvöldin í síma og 2761. Radinka Hadzic stóð sig mjög vel á Meistaramóti í slands í frjalsum íþróttum 14 ára og yngri í Reykjavík. Meistaramót íslands Eftir hinn góða árangur sem náðist á innanhússmótinu í frjálsum íþróttum 12 feb. s.l. var ákveðið að senda 5 manna hóp á Meistaramót íslands 14 ára og yngri. Mótið var haldið í íþrótta- húsi Hafnarfjarðar og Laugar- dalshöll dagana 1. og2. marss.l. Fararstjóri hópsins var Árný Heiðarsdóttir sem hefur verið að þjálfa krakkana í vetur. Keppendur frá ÍBV: Hrönn Róbertsdóttir, Steingrímur og Hjalti Jóhannes- synir, Radinka Hadzic og Gyða Árnórsdóttir. Okkur til ómældrar ánægju voru krakkarnir allir mjög fram- arlega í öllum greinum og oft mjótt á munum að komast í lokaúrslit. Radinku Hadzic tókst þó að ná 2. sæti er hún stökk 1,35 m í hástökki. Á mótinu kepptu yfir 200 krakkar víðs vegar af landinu. Frábær árangur hjá okkar kepp- endum sem lofar góðu um fram- tíðina. Frjálsíþróttadeildin þakkar eftirtöldum aðilum sem styrktu okkur í þessa ferð: Samfrost, Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja, Verkalýðsfélag Vestmannaeyja, Sigurður Ein- arsson. Vert er að fram komi að nú munu vera liðin 15 ár síðan keppendur frá ÍBV tóku síðast þátt í meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum. Þá var það einmitt Árný Heiðarsdóttir, þjálfari krakkanna, sem keppti ásamt Hrönn Egilsdóttur. Þessa dagana eru börn úr frjálsíþróttadeildinni að selja bómaáburð. Bæjarbúar, vinsam- legast takið vel á móti þeim og styrkið starfsemi okkar. Með vorinu hefjast útiæfingar aftur og verður innritun auglýst síðar. Krakkar fylgist með auglýsingum í vor þegar skólan- um lýkur. Allir í frjálsar! Frjálsíþróttadeild ÍBV. Minningarkort Minningarkort Kristniboða- sjóðs Betels fást hjá: Sigurbjörg Jónasdóttir Höfðavaegi 26, S 1916. Anna Jónsdóttir Herj- ólfsgötu 11, @ 1711. Ásgerður Þorsteinsdóttir Illugagötu 33, @ 1121. Allur ágóði rennur í hjálp- ar og líknarstörf. Snixiaut'lvsin^ar Vopnabúr til sölu Þetta ætti í raun og veru að vera frétt, en málið er það að nú eru byssurnar mínar falar, Mauser 8 mm herrifill, sjálfvirk haglabyssa og BRN - mark- riffill, tilboð. Upplýsingar 2030 og 2130. Snorri í Betel. Sjálfsbjargarfélagar Fundur í félaginu Sjálfsbjörg verður n.k. sunnudag kl. 15.00 í húsi félagsins við Faxastíg. Arnmundur sér um kaffið. Stjórnin Nýjar myndir og væntanlegar M.a. Firestarter - Slick - Steaming - Catholic boys - A view to a kill - Turk 182 - Burning Bed - Glenn Miller story - Sylvester - Murder Bydeath - Shaker run - Oh god, you devil - Doc Savage - Brannigan - Aviator - Man fram snowy river - Perfect - Scalpel - Johnny dangerously - o.fl. DYNASTY kominn aftur ENGINN B ÝÐUR BETUR Allar eldri myndir á aðeins 100 kr. Takirðu myndir hér, færðu eina fría með úr eftirtöldum flokkum: Barnamyndir - Dynasty 1-36 - Falcon Crest 1-20 eða músíkmyndir. Myndbandtæki frítt, alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Og með af- sláttarkortinu er 6. hver mynd frí. Besta myndbanda- úrvalið íbænum {FKÉTTIR Í - Fjölmiðill íforystu. -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.