Fréttir - Eyjafréttir - 22.09.1987, Side 7
3ja ára áætlunin
Viljayflrlýsing,
sem þarf að endur-
skoða árlega
Á þriðjudaginn boðaði bæjarráð til blaðamannafund-
ar þar sem nýgerð þriggja ára áætlun bæjarsjóðs var
kynnt, en samkv. nýjum sveitarstjórnarlögum ber sveit-
arfélögum að láta gera slíka áætlun.
Arnaldur Bjarnason bæjarstjóri segir í inngangi
áætlunarinnar 1988-1990. „Rétt er að leggja áherslu á
að hér er fyrst og fremst um rammaáætlun að ræða sem
mun taka breytingum frá ári til árs, en sé engu að síður
stefnumarkandi um verkefni sem mjög hafa verið í
umfjöllun hjá kjörnum fulltrúum og stjórnendum bæjar-
félagsins. Áætlunin mun að líkindum auðvelda sam-
skipti við t.a.m. bankastofnanir og sjóði svo sem
ríkissjóð, því við samþykkt áætlunarinnar er hægt knýja
á um og undirbúa fjármögnun fjölmargra verkefna sem
áformuð eru á áætlunartímabilinu.“
í innganginum segir hann
einnig að í gerð slíkrar áætlunar
hljóti ýmsar forsendur að vera
óljósar og má þar nefna óvissu
um raunkostnað mannvirkja
sem eru í hönnun eða hönnun
ekki hafin.
Guðmundur Þ.B. Ólafsson
formaður bæjarráðs sagði að
þessi áætlun hefði þegar komið
sér vel t.d. í viðræðum við
ráðherra í síðustu viku og ætti
eftir að nýtast við gerð næstu
fjárhagsáætlunar. „Og það
kom í ljós í Reykjavíkurferð-
inni að við erum eitt fárra
sveitarfélaga sem höfum Iokið
gerð 3ja ára áætlunar og það
eina í kjördæminu.“
Páll Einarson bæjarritari
sagði að áætlunina bæri frekar
skoða sem viljayfirlýsingu.
„Við vitum þegar um margt
sem þarf að lagfæra og hnika til
á milli ára. Margt getur raskað
svona áætlun og bara það, að ef
launahækkunin sem taka á gildi
núna 1. október kemur inn
með fullum þunga eru forsend-
ur hennar brostnar.“
í áætluninni er ekki gert ráð
fyrir breytingu á íbúafjölda á
tímabilinu og gert er ráð fyrir
sömu tekjum bæjarfélagsins,
nema lítilsháttar hækkun á
lóðarleí^utekjum. Heildar-
tekjur bæjarins í ár eru
tæplega 260 milljónir og
innheimtuhlutfallið 82% og
kom fram á fundinum að ekki
er gert ráð fyrir að það breytist
meö tilkomu staðgreiðslu-
kerfisins. Þar séu svo margir
óvissuþættir að ekki sé hægt að
reikna með betra innheimtuh-
lutfalli.
Sigurður Jónsson sagðist
fagna því að sveitarfélög þyrftu
að gera slíkar áætlanir, en það
minnkaði gildi þeirra að ríkið
gerir ekki sambærilegar áætlan-
ir. Þá kom hann inn á þann
kostnað, sem bæjarfélög þurfa
að standa undir til að fá t.d.
kennara og hjúkrunarfræðinga
til starfa og sem dæmi sagði
hann að bærinn niðurgreiddi
leigu á íbúðum þessa fólks um
10.000 kr. á mánuði, samtals
120.000 kr. á ári. Ragnar Ósk-
arsson tók undir þetta og sagði
að þetta væri eitt dæmið um
það að kostnaði væri komið
yfir á sveitarfélögin, en flest er
þetta fólk á launum hjá ríkinu.
Fjárhagsvandi Sjúkrahússins
kom upp á borðið á fundinum
og sögðu bæjarráðsmenn að
þeir væru bjartsýnir á leiðrétt-
ing fengist eftir fund með ráða-
mönnum í Reykavík. Bæði að
gerð yrði ný úttekt á rekstrin-
um, en það fékkst viðurkennt
að hann er einn sá hagkvæmasti
á landinu og ríkið borgi það
tap, sem þegar er orðið. Þá
kom fram að launamunur er
orðinn óverulegur hér og í
Reykjavík, en það eru þau
laun sem ríkið gengur út frá.
Margt fleira kom fram hjá
þeim bæjarráðsmönnum og
m.a. viðurkenndu þeir að áætl-
unin er byggð á bjartsýni og
aðspurðir um hvaða verkefni
yrðu látin sitja á hakanum, ef
til kæmi, sagði Arnaldur
Bjarnason, „það hljóta menn
að meta í hverju tilfelli, en í
skóla- og öldrunarmálum verð-
um við að halda okkar striki.“
Helstu
verkefni
Lagt er til að álma C í 1.
áfanga Hamarsskóla verði til-
búin haustið 1990. Bygging
norðurálmu Barnaskólans hefj-
ist á næsta ári og unnið verði að
breytingum á gamla skólahús-
inu. Framkvæmdir við verk-
námshús Framhaldsskólans
hefjist einnig á næsta ári og
verði að hluta tekið í notkun á
árinu 1990. Þessar framkvæmd-
ir eru háðar því að lögbundið
(60%) framlag ríkisins fáist og
gert er ráð fyrir að 5 milljónir
komi árlega frá ríkinu vegna
fyrri framkvæmda.
Sótt verði um framkvæmda-
lán hjá Húsnæðismálastofnun
til byggingar leiguhúsnæðis,
starfsmannaíbúða, einkum fyr-
ir Sjúkrahúsið. Máli sínu til
stuðnings hefur verið bent á að
læknabústaðir eru ekki til í
Eyjum, en út um land eru þeir í
eigu ríkisins.
Stefnt er að byggingu öldrun-
arálmu við Sjúkrahúsið, með
sjúkralaug og aðstöðu fyrir
endurhæfingu. Sótt verðj um
leyfi nú þegar og hefja fram-
kvæmdir á árinu 1989.
Á næsta ári verði hafin
stækkun Hraunbúða og fram-
kvæmdum lokið 1989. Sótt
verði um lán hjá Húsnæðis-
stofnun og þeim sjóðum sem
tengjast verkefninu.
Sambvggt dagvistunárheim-
ili, sem í fyllingu tímans leysi
Sóla af hólmi. Þá er áætlað að
taka í notkun lokaðan gæslu-
völl á næsta ári. Nýr íþróttasal-
ur er á áætlun 1990, nýr og
fullkomin brunabíll á næsta ári,
hreinlætisaðstaða í Herjólfsdal
o.fl. eru meðal þess sem er inn
í myndinni.
Bygging 9 verkamannabú-
staða á ári og bygging leigu-
húsnæðis eru meðal þess sem
bæjarráðsmenn segja forsendu
fjölgunar í bænum og verður
áhersla lögð á fá fjármagn til
þeirra.
Helstu áhersluþættir
í áætluninni er komið inn á
ýmis stefnumarkandi atriði s.s
heildarútekt á umhverfis- og
náttúrverndarmálum, stefnt að
stórbættri umgengni.
Átak verði gert til að renna
stoðum undir traustara og fjöl-
breyttara atvinnulíf. Unnið
verði að varðveislu menningar-
verðmæta, hollu æskulýðsstarfi
og stutt verði við félagsstarf
Stjörnugjöf
Þjóðviljans:
ÍBV stjömu-
lið 2. deildar
ÍBV varð stjörnulið 2. deild-
ar í stjörnugjöf Þjóðviljans í
sumar. Hver leikur í 2. deild-
inni fékk 1-5 stjörnur og það lið
sem fékk flestar stjörnur er
Stjörnulið ársins. ÍBV fékk 48
stjörnur í leikjunum 18, að
meðaltali 2.66 í Ieik og í 2. sæti
urðu KS og ÍBÍ með 47
stjörnur, eða 2.61 að meðaltali.
f Þjóðviljanum s.I. laugardag
þar sem skýrt er frá úrslitunum,
segir m.a. „Stjörnulid 2. deild-
ar var ÍBV. Peir nádu ekki
þeim árangri sem búist var við,
en léku skemmtilega og ávallt
fjör í leikjum þeirra. “
Það var Sigurður Ingi Ing-
ólfsson knattspyrnuráðsmaður,
sem tók við verðlaununum fyrir
hönd ÍBV.
ÍBV átti einn leikmann í
Stjörnuliði 2. deildar, Tómas
Inga Tómasson.
Annars varð röðin þessi:
IBV KS iBl Selfoss etj leik mtt 48/182.66 47/182 61 47/182.61 45/182.50
|R 45/182.50
Víkingur 44/182.44
Leiitur 43/182.38
Þróttur 43/182.38
UBK 43/18 2 38
Einherji 42/182.33
• Á 3ja ára áætlun bæjarins er lagt til að álma C í 1. áfanga
Hamarsskóla verði tilbúin haustið 1990.
aldraðra. Forvarnarstarf gegn
vímuefnum og fleiri almenn
atriði, sem ekki koma við fjár-
hag bæjarins.
Svipaður
rekstrarkostnaður
Ekki er gert ráð fyrir að
rekstrarkostnaður bæjarins
lækki á tímabilinu, þó segir að
á næsta ári sé stefnt að 5%
lækkun á yfirstjórn bæjarins,
sem haldist síðan óbreytt,
en það kom fram á fundinum að
þetta sé háð minni kostnaði við
innheimtu vegna staðgreiðslu-
kerfisins, en óvissa er hvort þetta
stenst. Aðrir liðir eru nær
óbreyttir, en 'reynt verður að
ná fram hagræðingu í rekstri
Áhaldahússins úr 5,6 milljón-
um í 4,6 milljónir árið 1990.
Fjármagnskostnaður hækkar
verulega á næsta ári, úr 16
mill jónum í 19 milljónir, vegna
nýrra lána (skuldbreytinga).
Meira fé til félagsmála, er
mætt með m.a. tekjum af
hjúkrunardeild Hraunbúða,
sem í ár komst inn á fjárlög
ríkisins. Fleiri liðir hækka s.s
aukinn rekstrarkostnaður
vegna nýrra skólabygginga
forstöðu Safnahúss (6%)
æskulýðs og íþróttamála, en á
móti kemur að vallarfram-
kvæmdum íþróttafélaganna
lýkur á þessu ári, en til þeirra
hefur bærinn veitt einhverjum
milljónum.
Að lokum má geta þess að
reiknað er með óbreyttu fram-
lagi til niðurgreiðslu hitaorku
frá Fjarhitun og er það fært
sem rekstargjöld hér eftir.
• Fulltrúar Stjörnuliðanna og besti dómarinn. Sigurður Ingi
Ingólfsson, fulltrúi ÍBV, Guðmundur Haraldsson, dómari, og
Eyjamaðurinn Birkir Kristinsson fulltrúi og leikmaður með f A
sem var stjörnulið 1. deildar.
Reykjanesmótið í handknattleik:
ÍBV I 4. SÆTI
ÍBV tapaði fyrir Breiðablik í
Reykjanesmótinu, 32-27 s.l.
sunnudag í leiknum um 3.
sætið. Leikið var í Hafnar-
firði.
Jafnræði var með Iiðunum
lengst af leiknum en á loka-
kaflanum settu Blikar í fluggír
og kafsigldu Eyjamenn.
Jóhann Pétursson hjá ÍBV
fór hamförum í leiknum og
gerði 14 mörk.
Á laugardaginn lék ÍBV
æfingaleik gegn ÍR og sigraði
32-30.
Þess má geta að í lið ÍBV í
þessum leikjum vantaði Sig-
björn Óskarsson, Sigurjón
Aðalsteinsson og Jón Braga
Arnarsson.
9 Jóhann Pétursson gerði 14
mörk gegn Breiðablik.