Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 2
Fimmtudagurinn 17. nóvember 1994 FRÉTTIR Skákmeistarinn ættaður úr Eyjum í DV t'yrir skömmu cr rakin ætt Jóits Oskars Hafstcinssonar, myndlistarmanns, Þar kemur fram að Hafsteinn, faöir Jóns Óskars, er sonur Ingvars smiðs og útgeröar- manns í Vestmannaeyjum, Þór- ólfssonar, bróður Bríetar, ömmu Jóhanns Hjartarsonar scm í síöasta mánuðt varð skákmeistari íslands. Fór einvígið fram í Vestmanna- eyjum og atti Jóhann kappi við þá Helga Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Samkvæmt þessu á skákmeistarinn ættir aö rekja tíl Eyja. Frestur framlengdur Bæjarráð fékk á ntánudaginn bréf frá félagsmálarúðuneytinu. Þar er tílkynnt aö frcstur til aö skila inn fyrstu óskum um tilraunavcrkefni varðandi reynslusveitarfélög og um önnur ntál er varöar reynslusveitarfélög hafi veríð framlengdur til 15. janúar 1995. 173 þúsunda hækkun í fundargerð tómstundaráðs er sagt frá greinargerð um rekstr- arþætti einstakra málaflokka tómstundaráðs vcgna endur- skoóaðrar fjárhagsáætlunar. Þarkemur fram að hluti rekstrar hafi farið 600 þúsund krónur fram úr áætlun cn aörir verió 427 þúsundum lægri. Misntunurinn er 173 þúsund til hækkunar sem gera þarf ráð fyrir í endurskoöaðri fjárhagsáætlun. Æíingahúsnæði fyrir unglingahljómsveitir Tómstundaráð hcfur samþykkt að heimila afnot af húsnæði skóla- garða i Löngulág sem æfinga- húsnæði fyrir unglíngahljóm- sveitir. Gert verður skriflegt samkomulag um afnotin með ábyrgð forráðamanna hljómsveit- armeðlima. Styrkur til KFUM og K í framhaldi af beiðni KFUM og K um fjárstyrk, leggur tómstundaráö til vió bæjarráó að vcittur verði styrkur upp á 250 þúsund til framkvæmda félagsins viö hús þcss við Fífilgötu. Þetta cr gcgn því skilyrói aó sanikomulag náist við Stúkurnar, aö þær flytji starf- semi sina úr Félagshcimilinu í hús KFUM og K. Hafnarstjórn gerir tilboð í enskan hafnar- og dráttarbát: Lóðsmálið orðið stórpólitískt Á aukafundi bæjarstjórnar á sunnu- daginn var samþykkt hafnarstjórnar, um að gcra tilboö i sex ára gamlan hafnsögu og dráttarbát í Englandi eina málið á dagskrá. Samþykkt hafnarstjórnar var samþykkt með flmm atkvæðum gcgn tveimur i bæjarstjórn og áttu eigendur bátsins að svara tilboðinu í gær. Fjórir full- trúar sjálfstæðismanna í bæjarstjórn greiddu tillögunni atkvæði og það sama gerði fulltrúi H-listans. Fulltrúar V-listans voru á móti. Létu þeir bóka að þeir vildu láta rcyna á það hvort hægt væri að fá nýjan lóðs- bát sem smiöaður yrði i Skipaly ft unni áður en tekin yrði ákvörðun um kaup á notuðum bát. Báturinn seni hafnarstjóm lagði til að yrði keyptur er sex ára gantall. Fulltrúar hafnarstjómar fóm til Englands í síðustu viku til að skoða tvo báta og varð þessi, sem heitir Lady Sybil, fyrir valinu. Ekki hefur fengist staöfest hvað tilboð í hann er hátt þar sem farið er nteð tillxxJið sent trúnaðarmál. Það ntun þó láta nærri að það sé um 100 miiljónir króna. Guðntundur Þ. B. Olafsson og Ragnar Oskarsson, bæjarfulltrúar V-lis- tans, greiddu atkvæði gegn tillögunni í bæjarstjórn þar sent þeir telja ekki full- kannað hvort hægt sé að fá nýjan lóðs, sem sntíðaður yrði í Skipalyftunni, á þeim kjömnt að það íþyngdi ekki fjár- hag hafnarinnar. Einnig benda þeir á að þingmenn kjördæmisins telji ■ góða ntöguleika á að útvega nieira fjámtagn auk 40% framlags ríkisins. Segja þeir að þetta hafi komið frant á fundi sent full- trúar bæjarstjórnar áttu nteð þingmönnunt kjördæmisins. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri mót- ntælir þessu harðlega í bæjarráði á ntánudaginn og segir að því ntiður hafi þingmenn engar yfirlýsingar gefið unt að þeir ættu möguleika á að útvega meira fjármagn frá ríkinu en sent nænti fjörutíuprósenta framlaginu. I samtölum sem blaðið átti við þing- ntenn og forstjóra Byggðastofnunar kentur frant að ekki sé útilokað að útvega meira fjármagn til sntíði á lóðs- bát en þá yrði að hækka viðntiðunar- verðið, sent er 80 milljónir til 98 ntillj- ónir. Hefur santgönguráðherra sant- þykkt þá upphæð og yrði hlutur hafnar- innar 60% . Fari svo að ekki náist samningar unt kaup á enska bátnum verða menn að vinna hratt ætli þeir að fá viðmiðunarverðið hækkað því unt ára- mót hættir ríkið að styrkja kaup á lóðsbátum. Það er þó ekki útilokað og með sameiginlegu átaki þingntanna og bæjarstjórnar ætti það að hafast að mati flestra þingntannanna. Eggert Haukdal, alþingisntaður og stjórnarmaður í Byggðastofnun, sagðist ekki sjá að Vestmannaeyingar ættu ekki möguleika á auknu ríkisframlagi vegna smíði á nýjunt lóðsbát í Skipalyftunni. Skipalyftan hefði lítið fengið úr opin- berum sjóðunt og ekki notið beinna ríkisstyrkja eins og stöðvar annars staðar á landinu. „Ég hef kynnt ntálið í stjórn Byggðastofnunar," sagði Eggert en lengra er málið ekki komið þar. „Ég held að vilji sé allt sent þarf til að ná fram hærra ríkisframlagi. Þeir heinta- menn sent lofuðu því fyrir kosningar í vor að lóðs yrði sntíðaður í Skipa- lyftunni þurfa að standa við sín heit. Þá mun ekki standa á að þeint verði hjálpað til að leysa málið,“ sagöi Eggert. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, staðfesti að Eggert hefði tekið ntálið upp á stjómarfundi og greint frá því að erfiðlega gengi að útvega verkefni fyrir Skipalyftuna. „Hins vegar hefur Byggðastofnun aldrei veitt styrki til skipasnúða," sagði Guð- mundur og taldi að þar yrði engin breyting á. „Byggðastofnun hefur stutt innlenda skipasntíði nteð lánunt á eftir Fiskveiðasjóði en aldrei veitt beina styrki,“sagði Guðntundur. Árni Johnsen. alþingisntaður, sagðist hafa séð bókun Guðntundar og Ragnars í bæjarstjóm. „Bókunin er ekki ntjög nákvænt en það kemur ntér skemmtilega á óvart að í bókun G.Þ.B.O. virðist hann treysta sérstak- lega ntér einum fyrir frantgangi ntálsins á því að fara upp fyrir fjömtíu- prósentin," sagði Ámi. Margrét Frímannsdóttir, alþingis- ntaður, segir að heimild samgönguráðherra, unt 40% frantlag ríkisins, sent miðast við 80 til 98 ntilljóna króna lóðsbát, hafi aldrei komið til kasta Alþingis sem hafi loka- orðið í fjárveitingum. Því liggi ekkert fyrir um hvort hægt sé að fá frantlagið Nýtt Skátastykki I bréfi til bæjarráðs frá Skátafélaginu Faxa er kynntu framkvæmdaáform félagsins í Skátastykkinu. Er leitað eftir samþykkt bæjarstjórnar í bréfinu og óskað eftir styrk vegna framkvæntdanna. Bæjarráð fól tómstunda- og íþróttafulltrúa að kanna ntálið nánar, en erindið verður tekið fyrir í bygg- inganefnd og HUN-nefnd. Frant að eldgosinu 1973 var Skátastykkið þar sent nú em blokkirnar í Foldahrauninu en nú hafa skátamir fundið sér nýtt Skátastykki. Unt er að ræða svæðið í kverkinni milli suður- og vesturenda flugvallarins rétt hjá Þorlaugargerði. Bjarni Sighvatsson segir að Flugmálayfirvöld eigi svæðiö en þau hafi lánað það skátunum til untráða. Bjarni á ekki von á öðm en að bæjaryfirvöld leggi blessun sína yfir þetta. Ætlunin er að girða svæðið, útbúa flatir fyrir tjaldsvæði og byggja skála. „Svo verður svæðið fegrað og settar niður plöntur þannig að það verður betra og fallegra á eftir,“ sagði Bjami. hækkað eða ekki. Margrét bendir á að ekki sé útilokað að konta sntíði á nýjunt lóðsbát, sent sntíðaður yrði í Skipa- lyftunni, inn á heintild í 6. grein fjárlaga þar sent heintiluð em kaup og sala án til- tekinnar upphæðar. „Þetta er ntöguleiki vegna sérstöðu Vestmannaeyja þar sent unt yrði að ræða bát sent ætti sér ekki hliðstæðu annars staðar á landinu vegna legu Eyjanna. Á fundi þingntanna nteð fulltrúum bæjarstjómar gat ég ekki betur heyrt en að þingntenn allra flokka í kjitr- dæntinu væru tilbúnir til að standa við bakið á Eyjantitnnum þegar þeir hafa klárað sína heintavinnu. Með samstöðu allra þingntanna ætti að nást árangur og ekki ntá gleynta því beina tekjutapi sent ríki og bær verða fyrir konti til uppsagna í Skipalyftunni," sagði Margrét. Guðni Ágústsson alþingismaður, segist hafa metið niðurstöðu fundarins þannig að flestir hefðu Verið samntála um að ekki borgaði sig að leita til Byggaðastofnunar vegna ntálsins því hún hefði lítið fjámtagn á milli hand- anna. Þó gæti það gerst á síðari stigum og þá hvað Skipalyftuna varðar. „En við Iögðunt á það áherslu að Vestmanna- eyjabær og ríkisvaldið næðu saman unt að leysa þetta ntál. Að staðið yrði við þau loforð sent gefin vom og að heint- ildin yrði útvíkkuð þannig að ríkið borgaði sín 40% þrált fyrir að báturinn yrði dýrari en þær 80 milljónir sent ráð var fyrir gert. Ég er því sammála túlkun Ragnars og Guðmundar að því leyti og er tilbúinn að fara í þá vinnu en jDað er auðvitað Alþingis að taka ákvörðunina um fjárveitingar." Guðni segir að ekki hafi reynt á sant- stöðu þingntanna Suðurlandskjördæntis á fundinunt en benti á að stjómarliðar hefðu klofnað í ntálinu. Eggert Haukdal hefði viljað standa við þau loforð sent hefðu verið gefin Skipalyftunni. „Við munurn reyna að ná saman um einu leiðina sent við teljum hæfa. Oll rök hníga til þcss að hægt sé að auka frant- lagið. Allir em sammála unt að gantli lóðsinn sé úreltur. Þetta ntál snýr að lífi og starfi sjóntanna á opnu hafi við Suðurströndina þar sent nauðsynlegt er að hafa björgunarskip. Ég álít svo að fyrri hugntyndin sé út af borðinu og nú sé verið að tala um skip sem kostar ríkissjóð 10-15 milljónum nteira en ráö var fyrir gert og það sé ekki hægt að láta ntálið stranda á slíkunt smámunum," sagði Guðni. l»orsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, segir að á fundinunt hafi ntenn verið santmála unt að 40% reglan ætti að standa. „Vandinn við hana er að ntiða þarf við ódýrasta kostinn. Menn veltu fyrir sér möguleikum til annarra leiða í fjámtögnun ef kostnaður færi frant úr því sent hingað til hefur verið rniðað við. Ekkert kont frant á fundinunt sent benti til að þær væm fyrir hendi. Það var samhljómur í afstöðu þingntanna að þessu leyti. Hlutfall er alltaf matsatriði en reglan unt kostnaðarþátttöku er föst,“ sagði Þorsteinn. Afsíld ; Þessa dagana berast einhver | ósköp að af síld og cr það vcl. ! Síldin virkareins og vítamínsprauta ; í atvinnulífi bæjarins og bjart yfir j ficstum um þessar mundir. Þctta cr j orðinn árviss vióburður óg bætir ; verulega ástandiö í atvinnumálum ! sem ekki væri ýkja bcysið ef síld- ! arinnar nytí ekici vió. Svo er bara ; aö vona að þokkalega gangi að ! koma afurðunum á markað, það j hefur verið helsti höfuóverkurinn ; fram tll þessa síðan austurþlokkin ! hætti aö hafa efní á aó cta Islands- j síld. j En alltaf er eitthvað sem angrar menn, eitthvað eins og það ekki á aö vera. Eftir aö hafa kynnst reyk- lausrí fískimjölsvcrksmiöju í sumar, lcr ekki hjá því aö amí þyki af reyknum úr strontpunum í FES cnda þótt mcnn hafi búiö víð slíkt ástand um áratuga skeið. En þaö er annaö sem meira hefur farið í taugamar á skrifara og raunar fleirum í sambandi við blessaða síldina. Enn er síldinni landað á Nausthamarsbryggju og síðan ekið meó hana eftir Strand- veginum inn á vigt og svo til baka. Ekki er betur frá farminum gengið á bílnum að stanslaust lekur úr honum og Strandvegurinn hefur verió löörandí undanfama daga. Á sióustu loðnuvertíö kom upp svípað vandamál þegar loönu var landaó austurfrá og síðan ekið með hana vestur á vigt. Skrifari minntist á það þá í pistli aö hér væri um ófremdarástand aó ræða og fékk þau svör aö þetta heyrói brátt sögunni tíl, í framtíðinni yrói öll loðnulöndun inni I Frióarhöfn. Það kann rétt að vera að loðnulöndunin eigi að fara fram þar en aftur á móti ekki löndun á síld. Og skrifari skilur ekki þá speki, það er sami ó- þrifnaðurinn sem fylgir báöum tegundum þegar vinnubrögó sem þessi eru vióhöfö. Þeir sem starfa við Strandveginn hafa kvartað yfir þessu og skrifari er einn í þcim hópi. J>að sent af bílunum lekur berst meö fótabúnaói fólks inn i fyrirtæki og stofnanir og er satt aö segja heldur hvimleiður metall, auk þess sem hann lyktar ekki mjög skemmtilega. Ekki hefur gengið greiðlega að fá við því skýr svör hvers vegna þessi háttureráhafóur. Væri ánægjulegt ef þeir sem með málið hafa að gera sæju sér fært að greina frá því hvort hér er um framtíóarskipulag að ræöa eða hvort vænta megi úrbóta á næstunni. S. Jónsson FRÉTTIR Gekk á pianka Á fimmtudaginn var lögreglu til- kynnt urn slys við ísfélagið vió Strandvegi. Þar hafði gangtmdi vegfarandi rekist á planka sem stóö út af vinnupalli. Féll hann í götuna og fékk höfuðhögg. Var vegfarandinn fiuttur á sjúkrahús cn ekki reyndust mciðsli hans alvarleg því hann fékk að fara heim að læknisskoðun lokinni. Skemmdarverk á rútu SSSól Rétt fyrir klukkan fjögur á sunnu- dagsntorguninn var tilkynnt um skemntdarverk á rútu hljóm- sveitarinnar SSSól. Þar hafói einhver gert sér að leik að skera á tvo hjólbaröa á rútunni. Ekki náðist í þann cða þá sem þama voru að verkí og er máliö í rannsókn. Slagsmál Það var rétt fyrir klukkan 6 á sunnudagsmorgunínn var tilkynnt um slagsmál á Vesturvegi. Lög- reglu tókst aö stilla til friðar en hún varó að taka eínn rnann í sína umsjá og fékk hann að gista fangageymslu fram á sunnudag. Reykur í kjallara Klukkan 9:25 var lögreglu til- kynnt urn reyk sem lagði frá kjallara húss í bænum. Við eftir- grennslan kom í Ijós að reykurinn kom frá steikarapönnu. Hafói hús- ráðandi kveikt undir pönnunni en sofnað. Lögreglan braut rúðu til að komast inn. Ekki urðu aðrar skemmdir en af reyk og hús- ráðandi slapp með skrekkinn. Rúðubrot Það er vikulegur viöburður aö ein- hvers staóar séu brotnar rúður og síóasta helgi var engin undan- tekning frá þcssari reglu. Að þessu sinní voru rúður brotnar á tveintur stöóum, Skólavegi 21 og Neista viðStrandveg. Stútum fjölgar Rétt fyrir miðnætti á laugardags- kvöldið var ökumaður staóinn að meintum ölvunarakstri. Er hann sá 34. scm tckinn cr við meintan ölvunarakstur það sem af er þessu ári. Eru stútamir þegar orðnir fleiri cn allt árið í fyrra. Þá voru stútamír 27 allt árið cn unt miójan nóvember voru þeir 24. Nýr Smiður Þórður Svansson, byggingaverk- taki, hefur stofnað eínkafyrirtækið Smið trésmíðaverkstæði. Tilgang- ur félagsins er aó reka trésmíðaverkstæði, efnissölu og áhaldaleigu. Þetta kemur fram 1 Lögbirtingablaðinu. Hörður út I sama blaði kemur fram aó Höróur Jónsson hefur gengió út úr Andvara sf. sem Hörður átti með Jóhanni Halldórssyni. Um leið gengu dætur Jóhanns, Anna Dóra og Jóhanna, í félagið. Páll hættur en EgiII heldur áfram í Lögbirtingablaðinu kernur eínnig fram að Páll Ágústsson og Egill Egilsson hafa hætt rekstri Trésmíðaverkstæðis Páls og Egils. Páll tók við húsvarðarstöðu í Framhaldsskólanum i haöst en Egill mun halda áfram að smíða sjálfstætt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.