Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 19
Fimmtudagurinn 17. nóvember 1994 í Þ R Ó T TI R Hópakeppni Týs/Þórs/Frétta: Tipparar í vandræðum Það fór ckki á milli mála að tipparar áttu í vandræðum mcð gctraunascðilinn um síóustu helgi. Meðalskor var lágt eða á bilinu 6-7 réttir. En fyrir vikið dró til tíðinda á nokkrum vígstcjðvum. 1 A-riðli náði Munda óvænt forystunni en þarerhöfuðpaurinn Ólí Guðna með 56 rétta. Hann er í miklu formi þessa dagana. Púiaramír Biggi Sveíns og Kristó eru einnig með 56 réíta. Cantona, Wembley Kings, Babar fíla- konungí og Austurbæjargengið eru með 55 rétta, Vinstri bræðingurinn 54, Tveir á toppnum 53, Niggaragengið, Nafnamir og Kókó Mókó hans Jóshúa Steinars með 52 og Guðbrandur Stígur með 51. Þeir Birgir Hafsteinsson og Kristinn Ólafsson í Babar fílakonungur hafa kvartað yfir því að ekkert sé minnst á þá í þessum dáiki og mun það ekki verða gert nema þeir hafi unnið til þess. Þá hefur bortist kvörtun um að nafn Jóshúa Steinars sjáist of oft en hann er sem fyrr næst neðstur. í B-riðli er Snorri Rúts með Tvístana í efsta sæti sem fyrr með 60 rétta. Bullumar og Bæjarins bestu eru með 58. Þess má geta að Kári Fúsa í Bullunum var aðeins með 1 réttan um síðustu helgi og hel'ur þaó ekki gerst áóur í sögu íslenskra gctrauna. Kollcgi hans Gunnar Kristjánsson bjargaði andliti þeirra með 7 réttum. UMF. Kjartan í Djúpadal, Dubliners og Börkur em með 57 rétta, Highbury 55, Poolham 54, Krókódílamaðurinn og Silli og Valdi hf. 52,3ab 50 og Vánir mcnn (Elías Jörundur Friðriksson) rcka lcstina mcð 48. í C-riðli em Tveir meó öllu, Bjamólfur Lámsson og Markús Orri Más- son, og Sigbræðumir Ingi og Magnús, efstir með 59 rétta. Reynistaður, feðgununr Hugin og Hclga Lása, er heldur betur að fatast flugið. Líklega kunna þeir ekki við sig svona hátt uppi! Klaki og Þorskhausar eru með 56, ER, Speglarnir og Ásinn nteð 55 rétta, Bræðumir nteð 54, Leicester 52, Svcinssynir40 og Golfdúkurinn hans Sigfúsar Gunnars í FOTO 39. Þcss má geta að hinn andlegi stuðningur við Sigtusar Gunnar sem auglýst var eftir í síðastu blaði virðist hafa skilað sér því hann náði 6 réttum. Sigfús biður um áframhaldandí andlega uppörvun. í D-riðli, sem er langsterkasti riðillinn, erPalóma með Top Gun enn efst nteð 60 rétta. Pörupiltar og Agnes okkar em með 59, Ljónið og strúturinn, Man. Utd. og Klapparar með 58, Feögamir 56, Gamla skinkan, Matreiðslukl. 13 réttir og Tveir á þurum með 54, Jólasveinarnir og BG og Ingibjörg meó 51. Síðasttalda liðið skipa Guómann skipstjóri og Bergur stýrimaður á Ófeigi. Þeir mættu sncmma í Týsheimilið á laugardaginn, reyndar t fyrsta skiptið, og sátu í 7 tíma yfir seölinum. Það gaf af sér 7 rétta þannig að þaö kom einn réttur á hvem klukkutíma. Búist er við aö þeir verði enn fyrr á iérðínni í næstu viku! Góð aðsókn cr í Týsheintilinu og fcngist lausnur á ýmsum vandamálum þjóðarinnarí kat'fispjallinu þar. Týr og Þór hafa að undanfömu verið í 10. sæti á landsvisu í sölunni á get- raunum, mcð um 15 þúsund raðír. Tiþparar eru hvattir til að setja 900 á getraunaseðilínn svo umboðslaunin renni til Týs og Þórs t stað þess að fara í hítina í höfuóborginni. Þess má geta að hópur manna, sem tippar undirnafninu Týr, er í efsta sæti í hópakeppni í ítalska boltanum. Þetta er 10 vikna getraunaleikur og veró- launin eru fiugmiðar fyrir fjóra á einhvem góðan ieik. ÍBV vann Breiðablik íæsispennandi leik í2. deild karla, 30-29: IBV tU aUs líklegt í vetur - Sigurður þjálfari greinilega á réttri leió meó IB V lióió. ÍBV lagði Breiðablik 30-29 í topp- slagnunt í 2. deiid í Eyjum sl. föstudagskvöld. Leikurinn var mjög harður en fjörugur og alveg sérlega áhorfcndavænlcgur. I lokin var stiginn stíðsdans þar sem tvcir Eyjamenn og þjálfari Brciðabliks fengu að líta rauða spjaldið. Breiðabliksliðið byrjaði betur og virtist alveg sama úr hvaða færi þeir skutu, allt lá í netinu. Gunnar Berg Viktorsson hélt ÍBV á floti í sóknar- leiknum með góðum mörkum. Sóknarleikur ÍBV var mjög beittur og mörg leikkerfin mjög skemmtileg. Reyndar tóku sum full langan tíma en liðið er tiltölulega nýbyrjað að keyra þau í gegn og því tekur tíma að slípa þau saman. Eyjamenn sóttu í sig veðrið þegar leið á hálfleikinn og tókst að jafna metin. Breiðablik hafði yfir í hálfleik, 16-15 en Sigmar Helgason, markvörður ÍBV, varði vhakast þegar leiktíminn var liðinn. I seinni hálfleik tóku Eyjamenn leikinn í sínar hendur. Þar munaði mestu um frumkvæði Elliða Vignis- sonar í sóknarleiknum sem skoraði þrjú mörk í röð en var samt tekinn útaf! Þegar um 5 mínútur voru til leiksloka hafði IBV yfirhöndina með fjögurra marka forskot og allt virtist stefna í öruggan sigur. En þá kom Jón Þórir Jónsson loks inn á hjá Breiða- bliki en hann gerði garðinn frægan í hominu hjá Selfyssingum. Hann gjörbreytti gangi leiksins og það tók Breiðablik aðeins tvær mínútur að jafna metin. I lokin gekk mikið á. Zoltan Belanyi fiskaði mjög umdeilt vítakast sem varð til þess að þjálfari Breióabliks, Brynjar Kvaran, missti stjóm á skapi sínu og fékk rauða spjaldið. Belanyi skoraði úr víta- kastinu og Breiðabliksmenn brunuðu í sókn en Elliði Vignisson stöðvaði hana með bolabrögðum en samt fékk Gunnar Berg Viktorsson að líta rauða spjaldið! Enn voru þrjár sekúndur eftir og Elliði sá til þess að fá rauða spjaldið sjálfur meó því að keyra nióur Breiðabliksmann á síðustu sekúndunni en sigurinn var IBV. Greinilegt er að IBV kemur til með að eiga góða möguleika á að endur- heimta sæti sitt í I. deild miðað við þennan leik. Reyndar þarf að slípa markvörsluna til og þétta vömina en sóknarleikurinn lofar góðu. Reyndar væri óskandi að sjá fleiri mörk fyrir utan en þau voru 13 í leiknum, 7 komu úr homum, 5 af línu og 5 úr vítaköstum. Þá var vamarleikurinn full grófurá köflum. Einnig voru inn- áskiptingar mjög örar hjá liðinu og varla að sumir leikmenn næðu að hitna að þá var þeim kippt út af. En það leikur enginn vafi á því að Sigurður Gunnarsson þjálfari er á réttri leið með þetta unga og efnilega lið. Mörk ÍBV: Zollan Belanyi 8 (5 víti), Erlingur Richardsson 5, Elliói Vignisson 4, Cunnar Berg Viklorsson 4, Sigurður Friðriksson 4, Arnar Pétursson 3, Daði Pálsson 1 og Davíð HaHgrímsson 1. Gleraugnaþjón- usta frá Optik Sérfræðingur verður staddur í skóverslun Axel Ó. frá þriöjudeginum 22. nóv. til föstudagsins 25. nóv og frá miðvikudeginum 30. nóv. til föstudagsins 2. des. ÍBVgerði jafntefli við efsta liðið, Stjörnuna, 20-20 Frábær endasprettur Hvers veana tekurJón Braai Arnarsson fram handboltaskóna eftiröára hlé? Ekki að eigin ósk Jón Bragi Arnarsson, varnar- jaxlinn snjalli i vörninni hjá IBV í fótboltanum, hefur tekið fram skóna í handboltanum að nýju og mun standa í markinu hjá IBV í næstu leikjum. Jón Bragi cr enginn nýgræðingur í hand- boltanum. Hann var í mörg ár í markinu hjá Tý og síðar hjá IBV í handboltanum og lék til að mynda eitt ár sem hálfatvinnumaður í Noregi. Með handboltanum Iék Jón Bragi einnig í fótbolta en árið 1989 lét hann handboltaskóna á hilluna og snéri sér alfarið að fót- boltanum og hefur leikið þar við góðan orðstír síðan. Þess má geta að Jón Bragi mun ásamt Friðrik Friðrikssyni sjá um æfingar hjá knattspyrnuliði IBV í vetur þess á milli seni Atli Eðvaldsson er ekki í bænum. Jón Bragi er að verða 32 ára gamall, kvæntur Hclcnu Jóns- dóttur. I>au eiga tvö börn, Þorgils Orra og Margréti Steinunni. Fyrst berst talið að því hvers vegna Jón Bragi sé að hefja æfingar í hand- boltanum á nýjan leik. „Það kemur einfaldlega til af því að handknattleiksráðið hafði sam- band við mig og bað mig um það. Það var því ekki að eigin ósk að ég er byrjaður aftur en ég sló til því ég hef gaman af handbolta." - Var það út af því að þeir hafa ekki verið nógu ánægðir með markvörsluna hjá IBV í vetur? „Þetta eru ungir og efnilcgir strákar sem eru í markinu en þeir hafa ekki náð sér á strik. Ég á að koma inn í þetta og aðstoða þá og jafnvel spila ef því er aó skipta. En ég á ekki von á því að þeir vilji láta einhvem gamlan karl koma og taka stöðuna sína. Ég mun leiðbeina markvörðunum eins og ég get enda kem ég ekki alveg að tómum kofanum þar.“ - Verður þú með í allan vetur? „Það er alveg óráðið. Þetta kom upp á í síðustu viku og ég var nokkuð efins. Það eru fimm leikir fram ab áramótum og ég ætla alla vega að klára þá. Þá sé ég hvort ég á eitthvað erindi í þetta. Ef þetta gengur vel er aldrei að vita hvað ég geri en eins og staðan er núna verður þetta fram að áramótum í bili.“ - Er ekki rosalega mikið að gera hjá þér? „Alveg nóg, þakka þér fyrir. Það verða æfingar á hverjum degi næstu vikumar, í handbolta og fótbolta. Jón Bragi í markinu hjá ÍBV árið 1987, Þetta mun auðvitað rekast töluvert á en það verður að hafa það. Ég hef einnig þurft að treysta nokkuð á vin- nufélaga mína í lögreglunni til að hlaupa í skarðið og þeir hafa staðið sig frábæriega vel. Án þeirra væri þetta ómögulegt." - Kemur þctta ekki niður á fjölskyldulífinu? „Það má geta nærri um það.“ - Er ekki átak að byrja í handbolta að nýju eftir 5 ára hlé? „Jú, auðvitað eru það viðbrigði eftir að hafa verið í fótboltanum. En málið er að ég er í góðu líkamlegu formi en ég verð bara að vona að snerpan sé enn til staðar." - Þær sögur hafa heyrst að þú ætlir að Icggja skóna á hiliuna í fót- boltanum. Er það rétt? „Nei, sögur af skóleysi mínu eru stórlega ýktar. Ég ætla að vera með a.m.k. eitt sumar í viðbót en ætli ég láti það ekki gott heita eftir það.“ - Fcrðu þá ekki í handholtann á fullu næsta haust? „Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör,“ sagði Jón Bragi Amarsson í BV stelpurnar sýndu loksins hvað í þcim býr þegar þær gerðu jafn- tefli við Stjörnuna í síðustu viku 20-20 í 1. deild kvenna. Stjarnan hafði unnið allar sínar viðureignir fyrir þennan leik og tapaði því sínum fyrstu stigum. Stjarnan hafði yfirhöndina framan af og hafði yfir eitt mark í hálfleik, 9-10. í seinni hálfleik tók ÍBV frum- kvæðið en í lokin komst Stjaman í 20-18. En með ótrúlegri seiglu tókst IBV að jafna metin í lokin og átti meira að segja síðustu sókn lciksins en tókst ekki að nýta sér hana. Loka- tölur urðu því 20-20. Allt annað var að sjá leik IBV en að undanfömu og svo virðist sem Bjöm Elíasson þjálfari, hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði í síðustu viku að þetta væri allt að smella saman hjá liðinu. Gífurleg barátta var í vöminni, markvarslan mjög góð hjá Laufeyju Jörgensdóttur og sóknar- leikurinn nokkuð beittur þar scm Andrea Atladóttir fórá kostum. Hún kórónaði frammistöðuna með skondnu marki þegar hún skaut yfir hálfan völlinn eftir miðju, yfir vöm- ina og markvörðinn sem var steinsofandi. Judit lék sinn besta leik í vetur og Stefanía sýndi og sannaði að hún er góð skytta og á skilið fleiri tækifæri í sókninni en hingað til. Þessar þrjár skomðu nánast öll mörk IBV í leiknum. Homin vom ekki nógu beitt og sömu sögu má segja um línuna. Þess má geta að IBV lék án fjögurra leikmanna, Maríu Rósar Ériðriksdóttur, Vigdísar Sigurðar- dóttur, Söm Guðjónsdóttur og Rögnu Jennýjar Friðriksdóttur, sem eiga við meiðsli að stríða. Mörk ÍBV: Andrea Atladóttur 8 (1 víti), Judit Eztergal 6, Stefanía Cuð- jónsdóttir 5, Ingibjörg Jónsdóttir 1. Laufey varði 14 skot.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.