Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 12
1 2 70 ARA PrIlÍunarafmæli Einars SiglrðssonaR Fimmtudagurinn 17. nóvember i 994 Ævintýrið um Einar ríka hófst fyrir 70 árum í Boston við Heimatorg: B yrj aði með 500 krónur í vasanum -en mjór er mikils vísir. Stiklað á stóru í verslunarsögu Einars Sigurðssonar. Einar Sigurðsson á verslunarskoiaarum sinum. Myndin er tekin árið 1922, en tveimur árum síöar útskrifaðist hann frá skólanum. „I>að var í mér óyndi fyrstu dagana eftir heimkomuna, kannski mest fyrir það, að ég hafði ekkert fyrir stafni. Ég gat að sjálfsögðu gcngið í að vaska fisk og þurrka, setja niður í garðana og fara í landsferðir og róðra. En mér fannst til lítils barist, ef ég ætti nú að taka til við það, sem fyrr var frá horfið. Það var ekki af því að mér féllu þessi störf illa. Mér þótti gaman að vinna og bcita mér við vinnu, þar sem þess þurfti við, og ég hafði alltaf gert ráð fyrir að verða sjómaður. En nú hafði skólagangan breytt viðhorfi mínu til þcssara hluta og ég kinokaði mér við að hverfa aftur að hinum fyrri verkum. Það var heldur enginn, sem skipaði. Látið var af- skiptalaust þó að nóg væri að gera, að ég rölti einförum út um eyju, lægi í bókum og færi mínu fram að eigin geðþótta." Teningunum kastað Þannig lýsir Einar Sigurðsson fyrstu dögunum í Eyjum eftir að hann kemur heim til Eyja nýútskrifaður úr Verslunarskólanum. Hann hafði leitað fyrir sér um atvinnu í Reykja- vík án árangurs og ekki var útlitið bjartara í Eyjum ef menn vildu ekki fara í fisk eða á sjó. Þetta er vorið 1924 og 18 ára unglingurinn varekki meó á hreinu hvað hann ætlaði sér að námi loknu. En þann 27. maí er teningunum kastað en þá skrifaði Einar í dagbók sína eftir heimsókn með móður sinni til Páls Bjamasonar, skólastjóra bamaskólans. „Vomm við þar lengi og spjölluöum margt saman. Eggjaði Páll mig mjög að fara að braska eitthvað upp á mínar eigin spýtur og það sem allra fyrst.“ Ahrifunum af þessu spjalli lýsir hann á eftirfarandi hátt: „Þetta var fyrsta fræið, mér vitanlega, sem sáð var í minn sálarakur og síðar átti eftir að bera ávöxt í braski mínu í lífinu," og í dagbókina skrifar hann: „Eg var léttur og glaður og miklu hug- hraustari, þegar ég fór frá Páli, og var honum þakklátur fyrir hans góðu ráð.“ Einar lét ekki þar við sitja og 30. maí sótti hann um borgarabréf sem veitti honum leyfi til verslunar- reksturs. Bréfið var reyndar gefið út á nafn móður Einars, hann hafði ekki aldur til að fá borgarabréf á eigið nafn. Hann átti eftir að kaupa mörg borgarabréfin og áður en yfir lauk hafði Einar Sigurðsson stofnað átta verslanir í Vestmannaeyjum þannig aó fræið sem sáð var vorkvöld í maí 1924 átti eftir að bera ríkulegan á- vöxt. í samkeppni við hina stóru Eftir hálfgerða Bjarmalandsferð til Noregs um sumarið, hefur Einar ekki enn fengið vinnu, en var farinn að flytja inn ýmsan smávaming meðal annars saum. Ekki ætlaði hann að selja sauminn og fór til Einars Jóns- sonar í Garðhúsum. „Hann verslaði þá í Einarshöfn í Eyjum. Eg bað Einar um að selja fyrir mig naglana. En hann sagðist vera í þann veginn að hætta að versla og vildi leigja búöina. Við töluðum ekki meira um þetta, en þó lét ég þau orð falla, að gaman væri að fá holuna.“ Ekkert varð þó úr því að Einar hæfi verslunarrekstur í Einarshöfn því Einari í Garðhúsum snerist hugur og hélt áfram að reka sína verslun. Einar Sigurðsson gafst þó ekki upp. Fékk hann augastað á Gömlu brauðsölu- búðinni sem stóð viö Heimatorg sem var aðalverslunarsvæði bæjarins. „Þar versluðu auk Helga Benedikts- sonar Valdimar Ottesen í Vísi og Magnús Jónsson í vesturendanum. Innanbúðar hjá honum og með- eigandi var Magnús Stefánsson skáld, öðru nafni Öm Amarson. Anton Bjamasen verslaði í Dagsbrún, Páll Oddgeirsson í Þingholti, Jóhann Reykdal bakari í Tungu, Ami Sigfús- son austan við Krossgöturnar (Heimatorgi) og Georg Gíslason í Vinaminni, en Bensi skóaði í kjall- aranum. Feðgamir Þorsteinn Johnson og Jón Sighvatsson höndl-uðu í Jóns- borg, og síðast en ekki síst Gísli J. Johnsen í Miðbúðinni, öðm nafni Edinborg.“ Hrörlegt verslunarhúsnæði Þessi upptalning sýnir að nóg var um verslanir í Eyjum þegar Einar Sigurðsson er að hugsa sér til hreyf- ings í verslun. Gamla brauðsölubúóin var hrörleg en Einar áleit að hún væri á góðum stað. „Brauðsölubúðin var einn geimur, með smákompu í suð- vesturhominu. Yfir henni var lágt timburloft og kjallari undir, hvorugt manngengt. Hillur voru í búðinni og búðarborð, kolaofn og skorsteinn, sem gekk niður úr miðju búðar- borðinu. Gluggar vom þrír með sex rúðum eins og í íbúðarhúsi. Dyr vom á austurhliðinni og þrjár trétröppur upp. Búðin var klædd bárujámi. Það var rautt af ryði. Húsinu hafði lengi verið lítill sómi sýndur." Þannig lýsir Einar húsinu en hann lét ástand þess ekki aftra sér frá því að taka það á leigu undir verslun. „Leigan var til eins árs, 60 krónur á mánuði, og varó móðir mín að á- byrgjast greiðsluna, því ég var ekki nema 18 ára, vantaði þrjú ár til að vera orðinn myndugur. Eg var feginn, þegar þetta var allt klappað og klárt og ég hafði fengið afhenta lyklana að búðinni. Nú beið ég ekki boðanna. Eg dreif mig til Reykjavíkur með Esju, sem fór klukkan átta sama kvöld.“ Naut aðstoðar Eldeyjar-Hjalta í Reykjavík setti Einar sig í samband við Hjalta Jónsson, Eldeyjar-Hjalta, en hjá honum var Einar á meðan hann var í Verslunarskólanum. Hjalti hitti að máli Ólaf Johnson, meðeiganda í Johnson og Kaaber. „Ólafur vildi selja mér vömr og leyfa mér að skulda alltaf 500 krónur á reikn- ingnum. Það, sem þar var yfir, varð ég að borga. Hann sagðist einnig geta útvegað mér vörur beint frá Leith frá firmanu John James & Tod. Fyrstu árin voru þetta fyrirtæki, sem ég skipti aðallega við, Reykjavíkurfyrir- tækið með smávöm, en frá fyrirtækinu í Leith fékk ég aðallega matvömna og hana flutta beint til Eyja.“ Með 500 krónur í vasanum Fjárhæðin sem lagði grunninn að verslunarveldi Einar Sigurðssonar í Vestmannaeyjum var ekki há. „Faðir minn hafði íagt 500 krónur í spari- sjóösbók, sem hann gaf mér rétt áður en hann lést. Þetta voru einu peningamir, sem ég byrjaði minn kaupskap með. í fyrstu verslunarferð minni til Reykjavíkur, sem áður er getið, keypti ég vörur, sem komust fyrir í einu kofforti. Aðal- vamingurinn var tóbak, sælgæti og ýmiss konar bökunarefni. Þar fyrir utan var mér sent í fragt frá Ó. Johnson og Kaaber kaffi, export og smjörlíki. Auk þess átti ég von á mat- vömm frá Tod í Leith." Þegar þama var komið var Einari ekkert að vanbúnaði að opna verslun sína. Einar réð til sín Jón Stefánsson á Fagurhóli. „Jón var fyrsti starfs- maður, sem ég réð í þjónustu mína. Ekki datt mér í hug þá, að ég ætti eftir að ráða annan eins fjölda til marg- háttaðra verka sem síðar varð. Ætt °g . upprum Einar er borinri og bamfæddur að Heiði í Vestmannaeyjum 7. febrúar 1906. Að sögn móður hans vó hann 22 merkur við fæðingu. „Ég mun snemma viljað hafa mat minn og engar refjar, því að mér þurfti strax að gefa spónamat með brjóstinu. Fóstra mín hálfvegis sagði, að ég hefði étið hálfan fýl um haustið, þegar fuglinn kom,“ segir Einar í bók Þórbergs Þórðarsonar um fyrstu mánuðina eftir að hann fæddist. Einar átti einn albróður, Baldur sem fæddist árið 1908 og einn hálf- bróður, Högna Sigurðsson í Vatnsdal sem var nokkuð eldri. Foreldrar Einars voru Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri og Guð- ríður Jónsdóttir. Sigurður var fæddur á Leirum undir Austur-Eyjafjöllum Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, faðir Einars. 6. nóvember 1851. Hann var sonur Sigurfinns Runólfssonar, hrepp- stjóra og skálds í Skaganesi, prests Sigurðssonar, Ögmundssonar prests á Krossi í Reynisþingum og á Krossi í Landeyjum, Högnasonar prófasts á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, sem nefndur var prestafaðir. Hann eignaðist átta sonu, sem allir urðu prestar. Sigurður lést úr hjartaslagi 1916 en þá var Einar 10 ára. Guðríður fæddist í Káragerði í Vestur-Landeyjum, 10. júlí 1871. Guðríður var dóttir hjónanna Jóns Einarssonar bónda í Káragerði og Guðríður Jónsúóttir, móðir Einars Ástríöar Pétursdóttur. Faðir Jóns var Einar Jónsson, bóndi í Kára- gerði. Kona hans var Guðrún Isleifsdóttir, Jónssonar gamla, Is- leifssonar lögréttumanns í Selkoti undir Eyjafjöllum. Faðir Ástríðar var Pétur Magnússon, bóndi á Búðarhólshjáleigu í Landeyjum, Magnússonar, Jónssonar á Búðar- hóli. Kona Péturs var Oddný Eyjólfsdóttir, bónda í Austur-Búðar- hólshjáleigu. Guðríður lést árið 1946 en hún hafði þjáðst lengi af asthma.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.