Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 6
Fimmtudagurinn 17. nóvember
Prentsmiðjan Eyrún á hálfrar aldar afmæli:
Menningarsamtök á vegum
þeirra sem Eyjarnar byggja
Núvcrandi' starfsmenn Prcntsmiðjunnar Eyrúnar, f.v. Óskar Ólafsson, Guðmundur Eyjólfsson
prcntsmiðjustjóri og Ómar Einarsson.
Eitt af mcrkari fyrirtækjum
bæjarins, Prentsmiójan Eyrún, cr 50
ára um þcssar mundir. Hún spannar
því stóran hluta af prentsögu
Vestmannaeyja.
Ekki löngu fyrir síöustu aldamót
kom fyrsta prentvélin til Eyja. Var
hún keypt notuó og heföi ckki talist
tæknileg á nútma mælikvarða. En
hún prentaói það sem hcnni var
ætlað, og þar meó var tilganginum
náð. Þessi vél gekk kaupum og
sölum í bænuni og prentsmiójurek-
stur ansi skrykkjóttur. A árunum upp
úr 1940 var starfrækt ein prentsmiöa í
Eyjum og mátti heita aö hún væri
mjög svo bundin einum stjóm-
málaflokki. Það var til þess aö blöö
annarra flokka leituöu til Reykjavíkur
eftir prentun sinna blaða. Þetta þótti
mönnum í Eyjum að vonum ótækt
ástand og bundust samtökum aö
stofnun nýrrar prentsmiðju með aðild
ýmissa áhrifamanna í öllum stjóm-
málaflokkum auk verkalýðsfélagsins.
Stofndagurinn var 25. október 1944
og prentsmiðjan hlaut nafnið
Prentsmiðjan Eyrún. Húsnæði hal'ði
prentsmiöjan fengið að Heimagötu
15, á neðri hæð í íbúðarhúsi stærsta
eiganda hennar, Gísla heitins
Gíslasonar, stórkaupmanns. Prcnt-
smiðjustjóri var ráðinn Gunnar
Sigurmundsson, sem áður hafði star-
l'að scm setjari hjá Þjóðviljanum,
blaði SósíalistaHokksins, í Reykja-
vík.
Fram að gosi var prentsmiðjan
starfrækt við Heimagötuna. Þá var
allt sett í blýi, ýmist handsett eða
vélsett og prentað í flatpressu.
Blýsctningavélin var geysi mikið
tæki, þung stór og steypti letrið í blý,
scm síðan var brætt á ný, eftir notkun.
Handsetningin fór hinsvegar þannig
fram, ietur var tínt upp úr þar til
gerðum skúffum, þar sem hver stafur
átti sitt hólf og síðan varð að raða
þcim aftur á sinn stað eftir notkun.
Auðvitað var þetta seinlcgt verk, en
vanir menn voru samt ótrúlega lljótir
að handsetja og var Gunnar prentari
eins og hann var kallaóur, cinn af
þcim. Hann var auk prent-
smiðjustjórastarfans, umsvifamikill
útgcfandi, gaf meöal annars út blöðin
SOS, Bláa ritið, Rcvíuna og Bergmál.
Þessum blöðum var dreift út um allt
land og var talsveróur hluti af prentun
fyrirtækisins auk pólitísku blaðanna
sem þá komu út reglulega og voru
fimm talsins.
Húsnæði prentsmiðjunnar fór
undir hraun í gosinu 1973. Vélar
prentsmiðjunnar og nánast allar
eignir hennar fóru undir hraunið. En
eftir að m önnum þótti byggilegt í
Eyjum á ný, var prentsmiðjan opnuð
og nú í fyrrum bílaverkstæði við
Hlíðarveg þar sem hún er enn. Ný
tækni í prentun var þá farin aó ryðja
sér til rúms, svokölluð offsetprentun
og var slík vél keypt í prentsmiðjuna.
Ný blýsetningarvél vareinnig keypt,
sú tækni var þó á hröðu undanhaldi
og innan skamms var keypt tölvu-
setningarvél sem tók við mestallri
setningunni, enda mun fullkomnari
og betri tækni. Gunnar Sigurmunds-
son hætti sem prentsmiðjustjóri
nokkrum árum síðar og við tók Oskar
Olafsson sem nam fræðin hjá
Gunnari í gömlu Eyrúnu.
í riti sem prentsmiðjan gaf út í
tilcfni 30 ára afmælis hennar segir
m.a.: Nú hefur þetta fyrirtæki starfað
hér í þrjátíu ár, ekki með hagnaðar-
vonina að leiðarljósi, heldur sem
menningarsamtök á vegum þcirra
sem staðinn byggja”. Þá segir í þessu
riti, að stjóm fyrirtækisins sé bjartsýn
og trúi á framtíð þessa byggðarlags
og treystir jafnframt, að Eyjamenn
vilji ekki hverfa til baka aó því
ófremdarástandi, sem hér ríkti áður
og minnst hefur verið á, heldur muni
þeir hver og einn gera sitt besta til að
hlúa að þeim menningarverómætum
sem þeir eiga best. Það er því greini-
legt að frumherjar þessa fyrirtækis
hafa átt sér og draum og verið
hugsjónamenn.
Núverandi prentsmiðjustjóri er
Guðmundur Eyjólfsson og hjá
fyrirtækinu starfa 3 fastir starfsmenn.
Guórún Sveinbjamardóttir, ekkja
Gísla heitins Gíslasonar, er rekstr-
araðlili Eyrúnar og sú kjölfesta sem
hverju fyrirtæki er nauðsyn.
Fjölskylda hennar er eigandi
prentsmiðjunnar að mestu leyti.
Fram að gosi var prcntsmiðjan til húsa að Heimagötu 15. Það hús fór
undir hraun í gosinu 1973. Myndin hér að ofan sýnir örlög þess húss.
Gísli heitinn Gíslaon og Gunnar Sigurmundsson. Þeir báru hitann og þungann
af upphafsámm fyrirtækisins.
Atvinna
Vantar nú þegar tjónaskoðunarmann til að méta
bifreiðatjón fyrir tryggingafélögin.
Skilyrði er aó viðkomandi sé bifreióasmiður,
bifreiðavirki eó vélvirki. Þeir sem hafa áhuga á;
starfinu vinsamlega leggið inn nafn og símanúmer
hjá umboðsskrifstofu Sjóvá-Almennum tryggingum
hf. Birkihlíð 1, Vestmannaeyjum, sími 12550.
Atvinna
Okkur vantar pizzasendla, karla eða konur, um
helgar. Þurfa aö hafa bíl til umráða.
Upplýsingar í síma 12950 eða 11263 (Grétar) og
13350 (Bjarni).
Basar
Hinn árlegi basar Systraafélagsins Alfa, veróur á
sunnudaginn, 20. nóvember kl. 15:00 - 17:00, í
skóladagheimilinu við Brekastíg.
Margt góðra handunnina muna aó venju, ásamt
kökum og öðru góðgæti.
Öll innkoma rennur til liknarmála.
Systrafélagiö Alfa, Vestmannaeyjum
Basar- kökur- basar
Styrktarkúbburinn „VORIГ heldur sinn árlega
prjóna- og kökubasar sunnudaginn 20. nóvember
n.k. kl. 15:00, aó Kirkjuvegi 19 (Þinghól).
Margt góðra muna.
Styrkið gott málefni.
Styrktarklúbburinn Vorið.
Svæðisskrifstofa Suðurlands
um málefni fatlaðra
auglýsir eftir starfskrafti á sambýli fatlaóra í Vest-
mannaeyjum. Um er að ræða hlutastarf (vaktavinna).
Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun eöa
reynslu af störfum meö fötluðum.
Nánari upplýsingar gefur forstöóumaður í síma
11211 eða 12126.
Jólakortaefni
Þótt enn séu rúmar fimm vikur til jóla, er fyrirhyggju-
sömum krökkum bent á aó jólakortaaefnið er komió í
hillurnar hjá okkur.
FRÉTTIR
ÞAKKIR TIL EYJAMANNA
ÉG vil þakka frábæran studning og þátttöku í
PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆDISMANNA VEGNA NÆSTU ALÞINGIS-
KOSNINGA. ÞAD VAR STÓRKOSTLEGT I ANNARS RÓLEGRI
KOSNINGABARÁTTU, HVERNIG STÓR HLUTI KJÓSENDA í
EYJUM FLYKKTIST Á KJÖRSTAD OG TRYGGDI OKKUR GOTT
GENGI.
Barátturkvedjur,
Árni Johnsen