Fréttir - Eyjafréttir - 17.11.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagurinn 17, nóvember 1994
ORÐSPOR
Ugluspeglar
Maður er nefndur
Ólafur Erlendsson
netagerðarmaður í
Net. Hann er
tvíburi en hinn
helmingurinn er
Stefán og þykir
enginn hægðar-
leikur að þekkja þá í sundur. í
getraunakeppninni í Týsheimilinu
eru þeir saman í liði og kalla sig
Speglana. Þykja þeir báðir
sannkallaðir ugluspeglar.
Um daginn barust til tals á vinnu-
stað Ólafs, unglingavandræði
íslendinga. Voru flestir sammála
um að til væri unglingavandamál og
var það rætt frá ýmsum hliðum. I
framhaldi af umræðunum stakk
Ólafur upp á því að
Unglingaheimili ríkisins verði í
framtíðinni kallað Vandræðaheimili
ríkisins!
TOPP 10:
10 vinsælustu myndböndin vikuna
8.-15. nóvember á KLETTI:
1. Serial Mom
2. Mrs. Doubtfire
3. Striking Distance
4. The Beverly Hillbillies
5. Grumpy Old Men
6. Sister ^ct 2
7. Blue Chips
8. Jurassic Park
9. Beethovens' 2nd
10. Blink (Leiftursýn).
Sœlkerí vikunnar - Óskar Ólafsson
Humarsúpa að
hœtti prentarans
Raggi rakari skoraði á félaga sinn
Oskar Olafsson prentara sem sælkera
næstu viku en aö sögn er Oskar mikið
fyrir spænsk rauðvín og er kokkur
góður.
Það var Oskari sönn ánægja að
taka áskoruninni og gefur hann les-
endum FRÉTTA uppskrift að
humarsúpu.
HUMARSÚPA:
Soð (humarskel, klær, smjör, 1/4
laukur, 1 gulrót)
Picanta-krydd
Salt
Cayenne-pipar (lítið)
Paprikuduft
Tómatpurre
Rjómi
Rjómaostur
Humar(rækju)-smurostur
Smjörklípa
Humarsoðið er best að búa til úr
humarklóm ef hægt er, annars úr
humarskel. Brjótið skeljamar
(klæmar) í pott og brúnið létt í smjöri
ásamt lauknum, gulrótinni og salt.
Setjið síðan vatn á og sjóðið í u.þ.b. 1
tíma.
Sigtið soðið og þá hefst súpu-
gerðin. Setjið rjómaost og smurost
fyrst, síðan tómatpurre, síðan.rjóma,
picanta-krydd, cayenne-pipar (lítið)
og salt eftir smekk. Gott er að setja 1
matskeið af smjöri í súpuna. Þá er
paprikuduftið sett í og þá fær súpan
faliegan bleikan lit. Þykkt með sósu-
jafnara. Rétt áður en súpan er borin
fram em skellausir humarhalar settir
út í. Þeyttur rjómatoppur settur á
hvem disk.
Erfitt er að gefa nákvæmt magn af
hverju fyrir sig, þetta verður að spi-
last nokkuð af fingrum fram. Best er
þó að vera ekki of stórtækur í byrjun,
heldur bæta smátt og smátt í súpuna
og smakka hana til á milli.
Gott heimabakað súpubrauð er við
hæfi og drekkið það meó sem hver-
jum líkar. Hvítvín er ekki slæmt.
Ég skora á Jónu Gunnarsdóttur í
FOTO til að vera næsta Sælkera
vikunnar. Við höfum komið saman
reglulega og borðað saman og hún er
stórfínn kokkur.
Eyjamaður vikunnar:
IKristján Egiíssari/ forstöðumaður:
Fiska- og núttúrugripasafnið
fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu
ári. í tilefni þess verður á sunnu-
daginn sérstök afmælisdagskrá í
boði menningarniálanefndar, sem
verður í saininu og hefst kl. 15.
I>ar verða flutt ávörp og erindi og
bpðið upp á kaffi. Hróður safnsins
hefur borist víða cn Friðrik
jesson veitfi því forstöðu fyrstu 26
árin eða til 24. janúar 1990. For-
stöðumaðúr safnsins í dag er
Kristján Egilsson en á afmælis-
fagnaðinum á sttnnudaginn nuin
hann flytja erindi um framtíðar-
sýn Náttúrugripasafnsins.
Fullt nafn? Kristján Egilsson.
Fæðingardagur og ár? 5. júlí
1939.
Fæðingarstaður? Vestmannacyjar,
Hvanneyri við Vestmannabraut.
Fjölskylduhagir? Kvæntur Ágústu
Friðríksdóttur og við eigum tvo
syni, Þröst Egil og Loga Jes.
Farartæki? Toyota Corolla árgerð
Menntun og starf? Pípulagninga-
meistari og starfa sem forstööu-
maður Náttúrugripasafnsins.
Laun? Samkvæmt launaflokki
Starismannafélags Vestmannaeyja-
bæjar en þau mættu vcra hærri.
Hclsti galli? Ég læt aðra dæma uiti
það.
Helsti kosfur? Ekki dómbær á það.
Uppáhaldsmatur? Ég er ekki
mikill matmaður en þaö er jólagæs
að hætti Dúddu.
Versti matur? Ég er ekki mat-
vandur.
Uppáhaldstónlist? T.d. Shadows,
þessir gömlu og góðu, ásamt léttri
klassik á rólegu nótunum.
Uppáhalds íþrótfamaður? Báöir
synimir eru góðir íþróttamenn.
Hvaða stjórnmálamanni/konu
hefur þú rnestar mætur á?
Sveiflast dag frá degi. Met menn
el'tir störfuni, sama í hvaöa fiokki
þeirem.
Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið
þitt? Núttúrulífsmyndir og íþróttir
ásamt góðum kvikmyndum.
Hvaða sjónvarpsefni er leiðin-
legast? Þar sem tveir fréttamenn eru
aö ftlósóíera.
Uppáhaldsleikari? Gísli Halldörs-
son.
Uppáhaldsmynd? Vitnið meö
Harrison Ford.
Uppáhaldsbók? Engin sérstök sem
stendur upp úr.
Hvað gerir þú í frístundum
þínura? Ég hef mjög gaman af því
að taka ljósmyndir og faru í göngu-
túra mcð Dúddu.
Hvað metur þú niest í fari
annarra? Heiðarleika, hreinskilni
ogglaðværö.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í
fari annarra? Ranghverfan á hinu.
Hvernig fínnst þér best að siappa
af? Mér gengur vel að slappa af
heima hjá mér.
Fallegasti staður sem þú hefur
komiðá? Skaftafcli, sem dæmi.
Hvað myndir þú gera í Eyjuni ef
þú yrði allsráður í einn dag? Ég
myndi laga það scm snýr að safninu,
aó láta samþykkja að byggja nýtt
Náttúrugripasafn sem væri stórt og
mikið meö selaþró og stórum fiska-
búrum upp á 30-40 tonn þar sem
hægt væri að hafa stærri fiska og
. torfufiska.
Uppáhalds félag sem þú hefur
starfað með? Kiwanisklúbburinn
Kristján Egilsson.
Helgafell.
Hvað ertu hræddastur við? Eld.
Hver er franitíðarsýn þín varð-
andi Náttúrugripasafnið? Þótt
okkur sé vel vió þá á slökkvstöðinni
viljum við fá þá út á ncðri hæðinni
og fá allt húsið. Þá er hægt að gera
nokkuð stóra hluti, byggja ný og
stærri ker níðri. Það værí hægt að
rýmka um þá náttúrumunt sem hér
eru o.s.frv.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir orðin:
- I>orskur? Fallegur og skemmti-
legur fískur, sérstaklega i ástardansi.
- Náttúrugripasafnið? Þrengsli.
- FramtíðEyjanna? Björt.
Eitthvað að lokum? Eg vil þakka
Vestmannaeyingum fyrir þeirra
góða hug til safnsíns í 30 ár og hvet
bæjarbúa til að koma á afmælisdag-
skrána á sunnudaginn.
Skemmtanalrfið í Eyjum:
Biðröp á
SSSOL
Talið er að á milli 500 og 600 manns
hafi verið að skemmta sér sl. laugar-
dagskvöld. SSSÓL hafði að
sjálfsögðu mesta aðdráttarafiið á
Höfðanum og Verslunarmannaballið
var einnig ágætlega sótt þrátt fyrir að
flestir hafi síðan farið á SSSÓL.
Fróóur aðili í veitingabransanum
segir að síðasta helgi hafi verið
dæmigerð fyrir skemmtanalíf Eyja-
manna. Allir hafi hrúgast á einn
skemmtistaðinn þar sem var biðröð
langt út á götu. Á meðan stóðu hinir
staðimir hálftómir. Og allir fara út að
skemmta sér á á sama tíma, milli kl.
eitt og hálf tvö. Er þessi aðili ekki
einn um þá skoðun að Islendingar
mættu temja sér að mæta fyrr á
staðina því það tekur því varla að fara
út í einn til tvo tíma. Skýringin er
væntanlega sú að mörlandinn vill
hella sem mest í hárið áður en haldið
er á dýra skemmtistaði.
Það er ekkert grín að reka
skemmtistaði hér í bæ. Þessi bransi er
nokkuð dyntóttur og lítið á hann að
treysta. Veitingahúsamenn þurfa að
standa á skil á vínveitinga- og
skemmtanagjöldum sem nema um
hálfri milljón á ári og þess utan þurfa
þeir að borga STEFgjöld sem eru þó
nokkur. „Það er alls staðar veriö að
naga í mann“ sagði ónefndur
veitingahúsaeigandi.
En það var Höfðinn sem hafði
vinninginn um síðustu helgi enda
ekki við öðru að búast þegar vin-
sælasta hljómsveit landsins, SSSÓL,
tröllríður næturlífinu. Var fullt út úr
dyrum og myndaðist biðröð fyrir
utan sem hefur ekki gerst á almennu
balji í mörg misseri.
Á Calypso var þokkalegasta að-
sókn að sögn Dodda bryta, miðað við
að SSSÓL væri í bænum. Skútamenn
tóku í sama streng.
Verslunarmannaballið var ágæt-
lega sótt en nýja Eyjasveitin, VSOP,
sá um fjörið.
Um næstu helgi veróur önnur stór-
hljómsveit á HB PÖBB/Höfðanum
á feró þrátt fyrir að það séu rokkarar
sem eru komnir með gráa fiðringinn.
Hin sívinsæla Mannakorn verður á
HB PÖBB á föstudagskvöldið og ef
aðsókn verður þess eðlis á laugar-
deginum verður fjörið fært yfir á
Höföann. Mannakom á tryggan
aðdáendahóp hér og skemmst er að
minnast þess að allt fylltist bæði
kvöldin þegar hljómsveitin var hér
síðast á ferð.
Þess má geta að annan laugardag,
26. nóvember, verður auka Loga-
kvöld á Höfðanum vegna fjölda
áskoranna. Mikió hefur verið pantað
og vildi Rabbi skemmtanastjóri
benda áaðpantaítímaísíma 11515.
Kóngurinn sjálfur, Bubhi
Morthens, verður á Skútanum
föstudags- og laugardagskvöld og
verður hann með tónleika sem hefjast
kl. 23:00. Hann byrjar reyndar í
kvöld í Framhaldsskólanum kl.
21:00. Bubbi er að kynna nýju plö-
tuna sína sem settist strax á topp
vinsældarlistanna.
Á Calypso lofaði Doddi bryti
miklu fjöri fimmtudags-, föstudags-
og laugardagskvöld en ekki var á
hreinu hver myndi troða upp.
Nóg er úrvalið af skemmtikröfum
og verður því hart barist um þær sálir
sem gera sér dagamun um næstu
helgi. En engum ætti að leiðast.
Dancin' Mania í hljóðveri. F.v. Sveinn, Jórunn, Rósa og Ingólfur.
Dancin’ Mania
á geisladiski
Eyjahljómsveitin Dancin’ Mania á
eitt lag á safndisknum Trans Dans
3 sem kom út fyrir skömmu.
Lagið heitir I believe in you sem er
eftir hljómborðsleikara hljóm-
sveitarinnar Ingólf Ámason og
textinn er eftir Ingólf og Svein
Waage.
Sveinn sagði í samtali við
FRÉTTIR að lagið hafi fengið ágætar
viðtökur og er það mikið spilað á FM
og fieiri útvarpsstöðvum í Reykjavík.
vSvo verðum við á tónleikum á Hótel
Islandi 24. nóvember. Sjónvarpið
tekur hljómleikana upp og þar koma
fram ásamt okkur helstu trompin hjá
Skífunni, Spori, Smekkleysu og fleiri
útgáfufyrirtækjum," sagði Sveinn.
Auk Sveins og Ingólfs eru í hljóm-
sveitinni þær Jórunn Lilja Jónasdóttir
og Rósa öuðmundsdóttir.
Dancin' Mania á framtíðina fyrir
sér.
3“