Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 30. janúar 1997 GLERVEBKSMin.iAu ^GLER Samvefk ehf. [jpj] Elsta glerverksmiðja ó íslandi Söluumboð í Eyjum (Erum með einfalt gler á lager) Drangur ehf. Strandvegi 80 Gengici inn aö norðan Sími 481-3110 og 481-3120 • Fax 481-3109 Heirnas. Kristján 481- 1226 og 481-1822. Þórólfur481-2206 Glugga- tjöld Rúllugardínur Rimlatjöld Strimlatjöld Plíseruð tjöld Gardínubrautir Harmonikuhurðir HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA rr Tvær skýrslur á fjórum árum um að brunavarnir í Safnahúsinu séu í molum en ekkert aðhafst: „Ekkert viðhald faríð fram innandyra í 20 ár" - segir forstöðumaður Sókasafnsins. Strangt til tekið ætti ekki að leyfa fólki að vinna í byggingunni Nanna Þóra, forstödumadur Safnahússins, lengst til vinstri, ásamthluta af starfsfólki sínu. „Þetta er önnur skýrslan sem við fáum inn á borð um að brunavörn- um sá stórlega ábótavant í Safnahúsinu. Ekkert var gert í málinu þegar fyrri skýrslan kom fyrir nokkrum árum en ég vona að þessi verði til þess að hreyfa við mönnum," segir Nanna Þóra Askelsdóttir, forstöðumaður Safna- húsins, um skoðunarskýrslu Bruna- málastofunar sem var gerð opinber í menningarmálanefnd í síðustu viku. Þar kemur fram að bruna- varnir í Safnahúsinu eru í molum. Sérstaka athygii vekur að skýrslan er frá því 15. mars á síðasta ári en svo líða tíu mánuðir áður en hún fær efnislega meðferð í menningar- máianefnd. Nanna Þóra segir að ekkert í skýrslunni hafi komið sér á óvart, hún haft margoft bent bæjaryfirvöldum á að brunavamir Safnahússins séu óvið- unandi. „Annað hvort eiga brunavamir að vera í lagi eða hreinlega að sleppa því að reka svona starfsemi. Síðan við opnuðum hér fyrir tuttugu árum hefur ekkert viðhald farið fram hér innandyra, ef frá er talið að eldhúsið var málað í fyrra. Málningarpensill hefúr að öðm leyti ekki komið hér inn fyrir dyr. Viðhald hefur verið í molum. Ég geri mér grein fyrir þvf að viðhald er kostnaðarsamt ef við ætlum að halda úti þessunt stofnunum en við verðunt að sinna því. Ekki má gleyma því að safnahúsið er byggt fyrir gos þótt það hafi ekki verið tekið í notkun fyrr en 1977. Líklega stafa spmngu- skemmdirnar af því. Þá má geta þess að það var annar staðall í bmnavörn- um þegar húsið var hannað á ámnum 1960-65," segir Nanna Þóra. Bókasafnið er metið á annað hundr- að milljónir samkvæmt bmnabóta- mati og listasafnið yfir 30 milljónir, að sögn Nönnu Þóm. Skjalasafnið í kjall- ara er talið ómetanlegt og sömu sögu er að segja urn Byggðasafnið á efstu hæð. I Safnahúsinu er ein eldtraust geymsla. Hún er reyndar ekki eld- traustari en það að samkvæmt skýrslu Brunamálastofnunar er gerð athuga- semd við að geymslan skuli vera hlaðin en ekki steypt, og er því ekki nógu eldtraust fyrir vikið. „Hér hefur ekki verið keypt inn ný hilla í tuttugu ár. Því hafa haugamir af bókum safnast í bókasafninu í kjall- aranum. Þar er án efa að finna mest eldmat bæjarins," segir Nanna Þóra. I bréfi Péturs Valdimarssonar hjá Bmnamálastofnun til Elías Bald- vinssonar, slökkviliðsstjóra í Eyjum, segir að hann haft skoðað Safnahúsið fyrst í desember 1992 og gert alvar- legar athugasemdir. Hins vegar hafi ekkert verið gert í málinu. I nýju skýrslunni gerir Pétur aðallega kröátr um neyðarútganga á I. og 2. hæð og húsið verði gert eldtraust á milli hæða. Strangt til tekið segir Pétur að ekki ætti að leyfa starfsfólki að vinna í byggingunni þar sem útgönguleiðir vantar. Pétur dregur ekkert undan í bréfi sínu sem er alvarleg áminning til bæjaryfirvalda að taka bmnavamir í Safnahúsinu til gagngerrar endur- skoðunar. Eins og venjulega voru Eyjamenn snemma í þorrablót- unum enda vaninn að leyfasjó- mönnum að takaþáttí þorragleðinni áðuren vertíðin hefst fyriralvöru. Hérmásjá úrvalið af þor- ramatí KÁ- Tanganum einsogtd. súrsaðan sundmaga, svínasultu, grísatær, bringukollur, sundmaga Búningsaðstaða fyrir Hósfeinsvöll rís fyrir sumarið í burðarliðnum er að byggja bún- ingsaðstöðu fyrir Hásteinsvöll með vorinu og að hún verði tilbúin fyrir keppnistímabilið sem hefst seinni hlutann í maí. Samkvæmt upplýsingum frá knattspymuráði hafa bæjaryfirvöld eymamerkt 10 milljónir til byggingar búningsaðstöðunnar samkvæmt samkomulagi sem gert var í fyrra. Tvær hugmyndir em í gangi. Annars vegar að byggja aðstöðuna austan við núverandi íþróttasal, hins vegar að byggja norðan við Týsheimilið og samnýta þá aðstöðu sem fyrir er í félagsheimilinu. Auk búningsaðstöðu er ráðgert að þarna verði salemisaðstaða fyrir áhorfendur, sjoppa og tækjageymsla fyrir vellina. Tannlæknaþiónusta meðaldýr - Kostnaður ó hvern íbúa í Vestmannaeyjum 1995 var 3.454 kr. Samkvæmt staðtölum almanna- trygginga fyrir árið 1995, sem Tryggingastofnun ríkisins gefur út, kemur fram að kostnaður vegna tannlæknaþjónustu í Vestmanna- eyjum er 3.454 kr. brúttó á hvern íbúa. Þar af er kostnaður Trygg- ingastofnunar ríkisins 2.595 kr. á hvern íbúa. Samkvæmt upplýsingunt frá Reyni Jónssyni, yfutannlækni Trygginga- stofnunar ilkisins, er kostnaður Vestmannaeyinga vegna tannlækn- inga í meðaltali. Á landsvísu er kostnaður vegna tannlæknaþjónustu 3.490 kr. á hvern íbúa landsins. í samanburði við nokkra staði á landinu má geta þess að tannlækna- þjónustan er ódýrust á ísafirði eða 2.265 kr. á hvem íbúa. í næsta nágrenni, Bolungarvfk, er kostnaður hins vegar 6.407 kr. á hvern íbúa. Á Patreksfirði er kostnaðurinn 3.665 kr.. á Sauðárkróki 4.092, á Egilsstöðum 6.105 kr„ í Keflavík 4.825 kr. og á Akureyri 4.662 kr. Að sögn Reynis er unnið að nýrri reglugerð hjá stofnuninni þar sem stefnt er að spamaði hvað varðar hlut rikisins í tannlækningum. Hann nefndi sem dæmi að ef tannlækna- kostnaður á Akureyri og Keflavík yrði lækkaður í landsmeðaltali myndi það spara stofnuninni 30 til 35 milljónir á ársgrundvelli. Kostnaður sjúklings er að meðtaltali 60-70% í dag en stefnt að því að hann verði 80- 90% í framtíðinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.