Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Qupperneq 9
Fimmtudagur 30. janúar 1997
Fréttir
9
sýndi mér skipið hátt og lágt. Varð
hann að leiða mig þó ekki væri mikill
veltingur. Ég drakk kaffi með
áhöfninni og þegar við vomm að fara
frá Þorlákshöfn var mér boðið upp á
þorramat. Þetta er allt yndislegt fólk,
sama hver er þó mér finndist Sigga
kokkur og kapteinninn standa upp úr.
Herjólfúr er fallegt og gott skip. Mikil
viðbrigði frá Stokkseyrarferðunum
sem Eyjamenn urðu að sætta sig við
áður farið var að sigla til
Þorlákshafnar."
Doddi lék sama leikinn á sex-
tugsafmælinu en þá ætlaði hann
upphaflega að fara í land í
Þorlákshöfn og fara til Reykjavíkur.
„Þá fór ég með mið-Herjólfi sem er
miklu minna skip en sá Herjólfúr sem
við þekkjum í dag. Þá var líka vont
veður og á leiðinni til Þorlákshafnar
sátum við tveir uppi í sal, ég og Oskar
Matt. Ég hafði með mér eina
vyiskýflösku en ég þorði ekki að bjóða
Oskari snafs. Hann var á bíl og konan
hans var með honunr þannig að hann
hafði ekkert með áfengi að gera.“
Þegar komið var til Þorlákshafnar
leist Dodda ekki meira en svo á. „Ég
fór upp og ætlaði í land og til
Reykjavíkur. Þegarég leit yfir staðinn
fannst mér allt svo ljótt og leiðinlegt.
Ég sagði við Lalla að ég ætlaði aftur
til Eyja. -Ertu orðinn vitlaus, sagði
Lalli en hann bauð mér frítt far til
baka. Ekki tók betra við á
heimleiðinni því þá hafði hann snúið
sér í austan eða suðaustan og vorum
við lengi á leiðinni til Eyja. Það var þó
allt í lagi því ég varð ekkert sjóveikur.
Ég vil nota þetta tækifæri til að koma
á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á
Heijólfi, Lalla skipstjóra og Magga á
Grundarbrekku fram-kvæmdastjóra.“
Fjölskyldan
Þann 23. maí 1947 gekk Doddi að
eiga Laufeyju Eiríksdóttur. Böm
þeirra eru Þorsteinn, Kolbrún, Kristín,
Eiríkur og Gunnar. Um svipað leyti
keypti hann húsið að Vesturvegi 4 þar
sem hann býr enn þann dag í dag.
„Húsið átti að kosta 30 þúsund
krónur. Ég átti þá upphæð til en þegar
á reyndi vildu þau fá 45 þúsund. Var
mér sagt að komið hefði tilboð í húsið
upp á þessa upphæð en það reyndist
ekki rétt. Eiríkur á Emmunni var mér
innanhandar við kaupin. Þegar ég
sagðist ekki ráða við að kaupa húsið
fyrir þennan pening tók hann mig
heim með sér. Þar fór hann í
peningaskáp sem var fullur af seðlum.
Tók hann eitt búntið, taldi úr því 15
þúsund krónur og lét mig hafa. Með
þennan pening fór ég og keypti
húsið.“
Árið 1953 byggði Doddi við húsið.
„Það var mikið að gera hjá iðn-
aðarmönnum í Vestmannaeyjum á
þessum árum. Ég fékk þá í Smið til að
skrifa upp á byggingaleyfið fyrir mig
og vann svo sjálfúr við bygginguna
þegar ég var í landi. Strákamir í Smið
hjálpuðu mér reyndar við að rétta af
veggi en ég sló öllu upp sjálfur. Þetta
tókst og aldrei tók ég víxil,“ segir
Doddi.
Doddi hefur fengið sinn skammt af
mótlæti í lífinu. Hann gekk undir
erfiða aðgerð á baki fyrir nokkmm
ámm. Hann var lengi að ná sér en
með miklum viljastyrk tókst honum
að rífa sig af stað. Hann á reyndar
ekki auðvelt með gang en hann lætur
það ekki aftra sér og fer allra sinna
ferða á tveimur jafnfljótum. Laufey
dó 14. desember 1992 eftir erfið og
langvarandi veikindi. Þrátt fyrir þetta
er hann sáttur við lífshlaup sitt þegar
hann lítur til baka. „Ég get ekki verið
annað,“ segir hann og þar með var
það útrætt. Doddi kallar hlutina réttu
nafni, á það líka til að verða nokkuð
orðhvatur en undir niðri er hann
drengur góður. Á hann auðvelt með
að sjá skoplegu hliðina á líftnu og
tilvemnni sem er kannski hans
sterkasta vopn þegar á móti blæs.
Ó.G.
LESENDABREF - Snorrt í Betel
Lestrar - og eða
skilningspróf
Hér að neðan færðu einfaldan texta
til aflestrar. Tilgangurinn er að
kanna fæmi þína til að finna aðal- og
aukaatriði. Þau saman móta söguna
en auðvitað máttu vísa til þeirra
atriða sem henta þér hvort sem þú
vísar til aðal- eða aukaatriðanna en
sögunni má samt ekki breyta þvf þá
því þá gerist þú sekur um brot á
höfundarrétti. Sennilega fær sá
hæstu einkunn sem lætur
ímyndunaraflið túlka söguna sem
frjálslegast og sá lægstu sem tekur
söguna bókstaflega af því að
Biblíuna má víst ekki skilja þannig.
Það er mannlegt að skjátlast og að
varðveita manngildið er mál
málanna; ég tala nú ekki um
„sannleikanrí' hann er svo afstæður
að menn hafa ekki komið auga á
hann í nokkra áratugi að ég hef
ffegnað. En lesum textann:
Jóh 8: 11 (til skýringar:
Jóhannesarguðspjall, kafli 8 og
versin 1-11)
1. En Jesús fór til Olíufjallsins.
2. Snemma morguns kom hann
aftur í helgidóminn, og allur lýður
kom til hans, en hann settist og
tók að kenna þeim.
3. Farísear og fræðimenn koma
með konu, staðna að hórdómi,
létu hana standa mitt á milli
þeirra.
4. og sögðu við hann: Meistari,
kona þessi var staðin að verki, þar
sem hún var að drýgja hór.
5. Móse bauð oss í lögmálinu að
grýta slíkar konur. Hvað segir
hann nú? (-innskot, í dag á víst að
borgaþeim!)
6. Þetta sögðu þeir til að reyna
hann, svo þeir hefðu eitthvað að
ákæra hann fyrir. En Jesú leit
niður og skrifaði með fingrinum á
jörðina.
7. Og þegar þeir héldu áfram að
spyrja hann, rétti hann sig upp og
sagði við þá: Sá yðar, sem
syndlaus er, kasti fyrstur steini á
hana. (innskot. „Hér hafa margir
sögulok þar sem menn vilja komast
undan því að svara til ábyrgðar á
gjörðum sínum, með þessu er líka
hægt að segja ayjatollunum að halda
kj.“)
8. Og aftur laut hann niður og
skrifaði á jörðina.
9. Þegar þeir heyrðu þetta, fóru
þeir burt, einn af öðrum,
öldungarnir fyrstir. Jesús var einn
eftir, og konan stóð í sömu
sporum.
10. Hann rétti sig upp og sagði við
hana: Kona, hvað varð af þeim?
Sakfelldi enginn þig?
11. En hún sagði: Enginn, herra.
Jesús mælti: Eg sakfelli þig ekki
heldur. (innskot.: Hér setja menn
sögulokin af því að öllum mönnum
verður á og best er að dæma engan
svo vér verðum ekki sjálf dæmd,
eins og þú þekkir.)
Far þú. Syndga ekki framar.
(Þettaeruhineiginlegu sögulok, en
eru þau sanngjöm? Þurfti Jesú nú
endilega að segja þetta, gat
manneskjan ekki fundið það hjá sér
í nálægð frelsarans hvað hún átti að
gera?)
Þessi saga hefur verið notuð við
ýmis tækifæri í tengslum við menn
og málefni og jafnvel á stundum
sem hálfsannleikur - hann er eins og
menn þekkja „oftast nær óhrekjandi
lygi.“. Þú getur, lesandi minn, ráðið
afstöðu þinni til sögunnar, það er
trúfrelsi. Þú getur líka hafnað þessari
sögu af því að hún hentar þér ekki.
En sem sannkristinn einstaklingur
tekurður fullt mark á allri sögunni og
fellur þá á lestarprófi þessa mannlífs
sem endumærist á lygum og farise-
isma. Sannleikann þarf aldrei að
leiðrétta en mannlífíð ávallt.
E.S. Hvað ætli hafi orðið um
konuna, skyldi hún bara hafa hætt að
syndga og drýgja hór?
Snorri í Betel.
Bingó verður í Þórsheimilinu
íkvöldkl. 20:30.
Vinningar: 7000 kr. matarúttekt frá EÁ
10.000 kr. fataúttekt frá Smart
Handryksuga, örbylgjuofnar og fleiri
glæsilegir vinningar frá Reynistað.
5000 kr. peningapottur.
HandknattleiksdeildÍBV.
Aðstoð við
SKATTAFRAMTÖL
Undirrituð stéttarfélög munu að venju aðstoða
félagsmenn sína við skattaframtöl. Félagsmenn em
beðnir að koma með eftirfarandi gögn:
Afrit af skattskýrslu fyrra árs.
Launaseðla.
Kvittanir fyrir afborgunum af lánum.
Tilkynningu um fasteignamat.
Hvaða ár fasteign var keypt.
Skattaskýrslur verða að hafa borist til skrifstofu
viðkomandi stéttarfélags fyrir lokun fimmtudaginn
6. febrúar nk. Skýrslur sem berast eftir þann tíma
verða ekki afgreiddar.
Ath! Ekki er aðstoðað við framtöl vegna
atvinnurekstrar og umrædd aðstoð er eingöngu
fvrir félagsmenn.
Gjald fyrir hverja skýrslu er 500 kr.
Sjómannafélagið Jötunn
Verkakvennafélagið Snót
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
Verslunarmannafélag Vestmannaeyja
Argangur 1952
Nú er komið oð því!
Fundur verður holdinn o Lundonum
íkvöld kl. 21.
AAætum öll.
Nefndin
Loksins
orðinn
22 ára og aðeins þroskaðri.
Innilegar hamingjuóskir með
afmælið.
Þín systir Kolla.
WSfíSBS:
Fundur
vegna
árgangsmóts
á Lundanum
6. febrúar
kl. 20:30
Amað heilla
Til hamingju
með daginn,
elsku mamma fagra.
Þín
fjölskylda.