Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Qupperneq 13
Fimmtudagur 30. janúar 1997 Fréttir 13 - Hafa matarvenjurnar sigrað þig og ertu tilbúin(n) til að reyna allt til að öðlast frelsi frá binu hræðilega hömlu- leysi í ofáti? Þá gæti 0A verið svarið. Hefur þú ekki lengur stjóm á því hvað þú borðar mikið? Ertu hömlu- laus ofæta? Borðar þú í felum? Ferðu í ofát og ælir? Skiptist þú á þvi að vera í ofáti og svelti? Ertu rekin(n) áfram af öflum, sem þú skilur ekki, til að borða meira eða minna en þú þarfnast, og borða matinn á þá vegu sem er ekki eðlilegt? Hafa matar- venjumar sigrað þig og ertu tilbúin(n) til að reyna allt til að öðlast frelsi frá hinu hræðilega hömluleysi í ofáti? Þá gæti OA verið svarið. OA er skamm- stöfún fyrir Overeaters Anonymous og er samtök fólks sem þarf að tak- marka við sig át og hefúr ekki lengur stjóm á því hvað það borðar mikið. Uppbygging samtakanna er með svipuðu mynstri og AA nema hvað í OA er verið að taka á ofáti. OA hefúr starfað í Vest- mannaeyjum í nokkur misseri. Þar er tryggð nafnleynd og þess vegna kemur enginn einn fulltrúi samtakanna fram undir nafni. Hér á eftir verður gerð grein fyrir starfsemi OA samtakanna til þess að sýna þeim sem eiga við ofát að stríða að þeir em ekki einir með sitt van- damál heldur geta átt sinn stuðning í OA, ef þeir skil- yrðislaust viðurkenna sjúkdóminn ofát. Þessi samantekt er unnin upp úr gögnum frá OA. Flestir kannast við þá hörm- ungarsögu að hafa reynt við hvem megrunarkúrinn á fætur öðmm, en kílóunum að lokum fjölgað í takt við kúrana. OA er þeirrar skoðunar að hömlulaust ofát sé illvígur sjúkdómur, sem ekki er hægt að lækna, eins og margir sjúkdómar, en hægt sé að halda í skeíjum. Áður en hömlulausar ofætur koma í OA finnst mörgum að þeir séu átvögl, félagsleg viðrini í útliti eða bara veikgeðja. Hugmyndafræði OA byggist á því að hægt sé að halda þessum sjúkdómi í skefjum ef maður er tilbúinn að íylgja einföldu kerfi sem hefur reynst mjög vel fyrir óteljandi ofætur. OA lítur á ofát sem þríþættan sjúkdóm. I fyrsta lagi er hann líkam- legur, þ.e. sést utan á okkur. Með því að sveiflast í áraraðir milli græðgi og svelti höfum við stöðugt verið að eyði- leggja heilsu okkar. í öðm læti er sjúkdómurinn tilfmningalegur. Sér- hverri tilfmningu, frá þjáningu til fúllnægingar, er mætt með því að flýja í huggun og algleymi matar og þetta grefur undan tilfmningalegri heilsu okkar. Margir koma í OA vonlausir, þunglynd og jafnvel í sjálfsmorðs- hugleiðingum. OA gerir fólki hins vegar kleift að takast á við lífið eins og það er. f þriðja lagi er sjúkdómurinn andlegur. Andleg veikindi ofætu felast í þeirri blekkingu að þær séu sjálfum sér nægar. í OA er hins vegar lagt til að ofætur viðurkenni vanmátt sinn gagnvart mat. OA er ekki megrunarklúbbur Líklega gleður flestar ofætur að heyra að OA er EKKI megrunar- klúbbur. Margir koma til OA og vænta megrana, vigtana og fyrirlestra um mat og þyngd. Svo er ekki. Matur og þyngd em einungis einkenni vandamálsins. OA tekur ekki afstöðu með hvaða sé rétt mataráætlun hvorki til að tapa né að viðhalda þyngd. OA félagar sem hafa áhuga á að fræðast um næringu eða sækjast eftir faglegri ráðgjöf em hvattir til að ráðfæra sig við sérfræðinga. OA gefur hömlu- lausri ofætu tækifæri til að samsvara sig með öðmm sem eiga við sama vandamál að stríða. Bati er mjög persónulegur fyrir sérhvem OA félaga. Það em engar reglur, aðeins ábendingar. Þeir sem kjósa að ná bata einn dag í einu iðka sporin tólf. Með því öðlast ofætur frelsi, sem endist, frá mataráráttunni og öðlast þannig nýtt líf. Sporin tólf innihalda reglur sem, þegar þeim er fylgt, framkalla innri breytingu. Um leið og ofætur losa sig við gömul viðhorf sjá þær að þær hafa ekki lengur þörf fyrir umfram mat. OA félagar nota orðtakið „aðeins í dag" til að lýsa grundvallamálgun batans frá hömlulausu ofáti. Auk þess leggur OA áherslu á mikilvægi þriggja setninga sem heyrast einnig oft utan OA: „Taktu því rólega", „Lifðu lífinu lifandi" og „Eitt í einu". Með því að gera þessar setningar að gmndvallar- atriði til vandamála daglegs lífs, er ofætum oft hjálpað í viðleitni þeirra til að lifa árangursríku lífi án of mikils matar. En þótt OA kerfið virki einfalt er það ekki auðvelt. Að ná bata frá hömlulausri fíkn krefst eindreginnar áreynslu, sjálfsheiðarleika, opins huga og fúsleika. Þetta er lykilinn. Að ganga til liðs viðOA Enginn „gengur til liðs" við OA í venjulegum skilningi þessara orða. Það þarf ekki að fylla út neinar umsóknir um félagsaðild. OA félagar þurfa ekki að mæta á neinn ákveðinn fjölda funda yfir eitthvað ákveðið tímabil. Engin skilyrði em fyrir félagsaðild nema löngun til að hætta hömlulausu ofáti. Engar fjárhagslegar skuldbindingar em af neinu tagi, Fyrirsæturnar og tiskuheimurinn - sú ímynd sem fyrirsæturnar hafa náð að skapa um hið „ fullkomna” útlithefur fengið margt fólk tii þess að sökkva í sæ þunglyndis. Sú falsveröld sem birtist í tískuheiminum má ekki villa fólki sýn. Raunveruleikinn er alltannar, sem betur fer. Og þú, sem átt við ofátað stríða, ertekki einn íheiminum. Kannski er OA lausnin fyrirþig? aðeins er lágmarks formleg skipulagn- OA félagsskapurinn í Vestmanna- Landakirkju (gengið inn um aðaldyr). ing og sporin tólf em hjartað í OA eyjum er með fundi á mánudags- kerfi batans. kvöldum kl. 20.00 í turnherbergi SPORiU 12 1. Við viðurkennum vanmátt okkar gegn mat, og að okkur var orðið um megn að stjórna lífi okkar. 2. Við fórum að trúa að kraftur, okkur máttugri, gæti gert okkur andlega heilað nýju. 3. Við tókum Þá ákvörðun að gefa vilja okkur og líf Guði á vald, samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum rækilega og óttalaust siðferðisleg reikningsskil í lífi okkar. 5. Við viðurkenndum fyrir Guði, sjálfum okkur og trúnaðar- manni í hverju yfirsjónir okkar voru fólgnar. 6. Við urðum Þess albúin að losna við allar Þessar skapgerðarveilur með hjálp Guðs. 7. Við báðum Guð Þess í auðmýkt að losa okkur við Þessa skapgerðarbresti. 8. Við skráðum nöfn allra Þeirra sem við höfum gert miska og urðum fús til að bæta Þeim öllum skaðann. 9. Við bættum Þeim öllum brot okkar milliliðalaust hvar sem Þess var kostur, nema Því aðeins að Það hefði sært Þá eða aðra. 10. Við héldum áfram sjálfskönnun og viðurkenndum yfirsjónir okkar umsvifalaust. 11. Við leituðumst við með bæn og íhugun að bæta vitund- arsambandið við Guð, samkvæmt skilningi okkar á honum, og báðum einungis um Þekkingu á hans vilja okkur til handa og mátt til að framkvæma hann. 12. Eftir að hafa öðlast andlega vakningu með hjálp Þessara spora, höfum við reynt að flytja öðrum ofætum Þennan boðskap og iðka Þessa lífsstefnu í einu og öllu. Aðalfundur Fiskmarkaðs Vestmannaeyja hf. fyrir starfsárið 1996 Verður haldinn föstudaginn 31 janúar 1997, kl. 16.00 (Akoges við Hilmisgötu. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: I .Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningar félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðanda félagsins lagðir fram til staðfestingar 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna og endurskoðenda síðastliðið starfsár. 5. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins og aðrar tillögur ef borist hafa. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning endurskoðanda sem vera skal löggiltur endurskoðandi eða endurskoðunarfélag auk tveggja félagskjörinna. 8. Önnur mál. Stjórn Fiskmarkaðs Vestmannaeyja hf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.