Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Side 18
18 Fréttir Fimmtudagur 30.janúar 1997 LESENDABREF - Bjartmar Jónsson Noregi <2 __________________________________________ ^»521 Noregur ■ frábær kesfuri LANDAKIRKJA Fimmtudagur 30.1. 17:00 T.T.T. - Allir 10-12 ára krakkar velkomnir. Sunnudagur 2.1. 11:00 Sunnudagaskólinn 14:00 Almenn Guðsþjónusta - Bamasamvera meðan á prédikun stendur - Messukaffi 16.00 Messu dagsins útvarpað á ÚVaff (Fm) 104 20:30 Poppmessa! - Prelátar leiða safnaðarsönginn í léttri sveiflu. Tríó úr KFUM&K tekur lagið og Ingibjörg Jónsdóttir fiytur trúarvitnisburð sinn. Þriðjudagur 4.2. 16:00 Fenningartímar - Bamaskólinn 17.00 KIRKJUPRAKKARAR. Starf fyrir 7-9 ára. Fyrsti fundur á nýju ári. 20.00 Fullorðinsfræðslan hefur göngu sína. Kennsla fer fram í KFUM&K húsinu. Námskeiðið metið til eininga í framhaldsskóla (sjá fréttatilk.) Miðvikudagur 4.2 10:00 Mömmumorgunn 12:10 Kyrrðarstund í hádegi - Það er gott að koma! 16:00 Fermingartímar - Hamarsskólinn 20:00 KFUM & K húsið opið unglingum Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 20.30 Biblíufræðsla - Um endurkomu Jesú Krists, hvemig, táknin? Föstudagur 17.30 Krakkakirkjan fyrir öll böm að 11 ára aldri. 20.30 Samkoma fyrir 14 ára og eldri. Laugardagur kl. 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur 15.00 Vakningarsamkoma! - Stj. Guðni Hjálmarsson Þriðjudagur 18.00 Bamastarf 11-13 ára Fjölbrcyttur söngur, lifandi orð. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 18. janúar 10.00 Biblíulestur. Allir velkomnir! Baháí samfélagið Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20:30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni Biblían talar Sími 481-1585 Seinni hluti Þar er grasið einfaldlega mun grænna Eg er búinn að vera búsettur og starfandi nógu lengi í Noregi til þess að geta gert samanburð á kjörum launafólks í Noregi og á íslandi. Einnig á ég vini og kunningja víðs vegar hér í Skandinavíu, svo og eina systur sem búsett hefur verið í Danmörku um árabil. Öll hafa þau gefið mér greinargóðar upplýsingar um kjör alþýðufólks í þessum nor- rænu frændlöndum íslands og sem íslenskt þjóðfélag hefur hingað til reynt að miða við þegar fjallað er um kaup/kjör og önnur lífsgæði. Það verður að segjast alveg eins og er að ísland er orðið langt á eftir í þeim efnum. Og þegar maður hefur ljóslifandi staðreyndir fyrir augunum verða orð og yfirlýsingar íslenskra ráðamanna um hámark 28% fram- færslumun á milli landanna, aumkunarverð fyrir þá sjálfa. Þegar æðstu ráðamenn íslensku þjóðarinnar reyna að fela staðreyndir málsins og hreinlega Ijúga að sínum þegnum til að halda þeim í landinu, þá er staðan orðin vægast sagt vandræða- leg fyrir íslensk stjórnvöld og atvinnurekendur. I stað þess að horfast í augu við staðreyndir og viðurkenna misræmið/misskiptinguna og sjá sóma sinn í að leiðrétta þennan mismun sem er orðinn verulegur, eins og raun ber vitni, velja þeir strútsaðferðina og stinga hausnum í sandinn. Mín vam- aðarorð til íslenskra ráðamanna og atvinnurekenda em: „Það er of seint um rassinn gripið þegar kúkurinn er kominn í brók.“ Noregur, Danmörk og Svíþjóð hafa einfaldlega skapað betra samfélag fyrir alþýðuna, með styttri vinnuviku, launum og félagslegum bótum sem DUGA í RAUN til að framfleyta sér og sínum með góðu móti. Eg einn hef næstum jafn há laun hér í Noregi og ég plús sambýliskona mín höfðum samanlagt á íslandi. Fyrir utan það em bamabætur tvisvar sinnum hærri í Noregi en á íslandi. Skattar em mjög svipaðir í Noregi og á íslandi, nema hvað bamafólk og fjölskyldu sem þurfa að taka lán í banka fyrir húsnæði, bifreið o.þ.h. fá 28% skattafrádrátt af borgaðri upphæð árlega, sem er vemlega hærri frádrátt- ur en á íslandi. Einnig er skatta- frádráttur ef fólk þarf að sjá fyrir bömum, gamalmennum og/eða öryrkjum. Allar almennar nauðsynjar svo sem matur, fatnaður o.þ.h. kostar álíka mikið og á stór-Hafnarijarðarsvæðinu, en hafa ber í huga að launin em a.m.k. 100% hærri í Noregi en á íslandi. 100% launahækkun Ég fékk 100 prósent launahækkun við það eitt að flytja (flýja) til Noregs. Á íslandi var ég með 550 kr. á tímann en hef nú u.þ.b. 1100 kr. á dagvinnu- tímann og u.þ.b. 2200 kr. á tímann í næturvinnu. Ég er menntaður sem vélvirki en hef starfað mikið í sambandi við málmsuður. Hér í Noregi felst starf mitt nær eingöngu í málmsuðu. Það er gífurlegur skortur á jámiðnaðarmönn- um af öllu tagi í Noregi og lítið mál að fá starf fyrir þá sem þess óska. Einnig er mikill skortur á kennumm, sjúkraþjálfurum, læknum og fleirl menntuðu fólki, en að sjálfsögðu getur ófaglært verkafólk einnig fengið vinnu í Noregi, t.d. er íslenskt fiskvinnslu- fólk mjög eftirsótt í Noregi sem og annars staðar á Norðurlöndunum. Laun em 100 til 400% hærri hjá verkafólki hér í Skandinavíu og hér er ekkert bónusþrælkunarkerfi eins og á íslandi. Það sem kom mér mest á óvart í sambandi við laun fólks í Noregi er hve lítill launamunur er á milli faglærðs verkafólks og faglærðs verkafólks (iðnaðarmanna o.þ.h.), t.d. em verkamenn sem hafa tekið eitt- hvað stutt námskeið með mjög svipuð laun og þau okkar sem hafa setið nokkur ár á skólabekk. Lágmarkslaun unglinga hér em u.þ.b. 550 kr. á tímann en fara stighækkandi eftir starfsaldri og skóla/námskeiðsmenntun. Á mínum vinnustað er enginn verkamaður með undir 900 kr. á tímann. Sambýliskona mín vinnur í fiskvinnslu hér í Noregi. Starf hennar felst í snyrtingu og pökkun á laxi. Þar er ekki unnið í bónus og em byrjunarlaun hennar u.þ.b. 850 kr. á tímann. Islensk fóstra sem við þekkjum, vinnur hér á bamaheimili og em byrj- unarlaun hennar u.þ.b. 900 kr. á tímann. Fleiri íslendingar em hér á svæðinu og get ég nefnt t.d. hjón sem vinna í hurða/gluggaverksmiðju. Bæði em þau ófaglærð og em laun þeirra 900-1000 kr. á dagvinnutímann (fer eftir starfsaldri og reynslu). Svona gæti ég nefnt mýmörg dæmi en þetta sýnir í hnotskum svo ekki verður um villst hve laun em miklu hærri í Noregi en á íslandi. Noregur er ekki best launaða landið í Skandinavíu, Danmörk hefur vinninginn, og hef ég dæmi þar sem fiskvinnslufólk vinnur við snyrtingu og pökkun á síld í Danmörku, hefur yfir 100 danskar krónur á dagvinnutímann, sem er nálægt að vera 1200 ísl. kr. á tímann. Þessi laun em ljómm sinnum hærri en á íslandi. Fyrir utan það era allar nauðsynjar mun ódýrari í Danmörku en í Noregi og á Islandi. Það verður að segjast eins og er að það virkar sem brandari á okkur sem búum hér á Norðurlöndum þegar auðklíkuþjónamir sem nú stjóma íslandi reyna að finna einhverjar viðmiðunarprósentutölur til að lýsa hinu djúpa og breiða gljúfri sem orðið er á launum og kaupmætti milli íslands og hinna Norðurlandanna. „Sjokkið" Það sem var mesta „sjokkið" fyrir mig var það sama og hver einasti íslendingur verður fyrir þegar hann/hún fer að starfa í löndum sem hafa siðmenntaðan vinnutíma, þ.e.a.s. þar sem unnið er 5 daga vikunnar og hámark 8 klst vinnudagur. Hér í Noregi em samningamir virtir hvað varðar rétt til sjálfsákvörðunar, hvort starfsmaður VILL VINNA, EÐA EKKI, YFIRVINNU! Það var satt best að segja undarleg upplifun fyrst þegar verkstjórinn á mínum vinnustað kom til mín og spurði mig hvort ég vildi vinna „í kvöld“ eins og Norðmenn kalla það, þ.e. frá kl. 15.00-19.00. Ég hugsaði mér með „hryllingi", þarf ég nú að fara að vinna myrkranna á milli líka hér í Noregi eins og ég þurfti á íslandi. En svo var nú ekki, því að í Noregi geta starfsmenn neitað allri yfirvinnu án þess að þeim sé refsað beint eða óbeint, eins og raunin er á Islandi. Það er ekki nóg að hafa einhver lög og reglur á pappírum, sem svo enginn virðir í raun og vem, eins og reyndin er með stóran hluta íslensku vinnulög- gjafarinnar og reglugerðir hennar. Er það ekki merkilegt og umhugsunarvert? Að norskum atvinnurekendum finnst eðlilegt að greiða sínu starfs- fólki 50% í laun af rekstrarkostnaði, en á sama tíma halda íslenskir at- vinnurekendur því fram að ef launa- kostnaður fer fram yfir 30%, sé enginn gmndvöllur fyrir áframhaldandi rekstri. Þessari spumingu ásamt ansi mörgum vafasömum fullyrðingum forsvarsmanna íslensku yfirstéttarinn- ar þarf að fá skýrari og greinarbetri svör við, sérstaídega ef áfram á að halda launum og lífskjömm íslenskrar alþýðu niðri. Hvað skyldu árin vera orðin mörg sem stjómvöld og atvinnurekendur hafa „tuggið" þá klisju að fyrirtækin séu gmnnurinn að allri uppbyggingu og að þau þurfi að standa traustum fótum, áður en einhver gmndvöllur er fyrir launa- eða kaupmáttaraukningu til handa íslensku launafólki. Það virðist engu breyta nú þegar lyrirtækin græða orðið það mikið að þau em hætt að geta falið gróðann með kaupum á „gjaldþrotabúum“ og vöralageram af öllu tagi, svo fyrir utan þau „eðlilegu“ undanskot íslenskra fyrirtækja og annarra sprenglærðra fjármagns- glæpamanna sem notuð hafa verið á allra vitorði í áraraðir, svo sem með stofnun svokallaðra skúffufyrirtækja, skiptingu eða lítilsháttar breytingu á nafninu og kennitölu fyrirtækjanna eftir „opinbert gjaldþrot". Og svo ekki sé minnst á þjóðaríþrótt íslenskra fyrirtækja; VIRÐIS AUKASKATTS- SVIKIN, og skrattinn má vita hvað annað. Bjartmar Jónsson. Það er varla hægt að ímynda sér hve gróðinn er gífurlegur þrátt fyrir alla þá klæki og pretti sem fyrirtækin nota til að komast hjá því að borga það sem þeim ber að greiða í sjóði sam- félagsins og launafólki betri kjör. Samt reyna forsvarsmenn þeirra að halda íram öllu öðm en staðreyndum málsins, þó svo að þær blasi við. En það sem er grátlegast af öllu við þennan forarpytt er að alltof margir leggja trúnað á lygina og svo í ofanálag virðist vera að forsvarsmenn stéttarfélaganna sporðrenni lyginni í heilu lagi við gerð nýrra kjarasamn- inga. Ef svo væri ekki, væm kjör íslenskrar alþýðu í betri farvegi. Ekki fórn heldur frelsun Ég vel hvetja íslenskt launafólk að íhuga þann kost gaumgæfilega að flytjast úr landi. Að sjálfsögðu viljum við flest öll lifa og starfa á okkur fóst- urjörð. En þegar búið er þannig um hnútana að launafólk og fjölskyldur þeirra eiga enga von að komast upp úr því láglauna- og skuldafeni sem ísland er, er hreinlega ekki um annan kost að velja en að yfirgefa bananalýðveldið ísland. Það er hveijum einasta einstaklingi hollt og gott að víkka sjóndeild- arhringinn, sjá og lifa í öðmvísi umhverfi annað slagið eða um hríð og jafnvel læra eitthvað og sækja ýmsa sérþekkingu annarra þjóða heim, með því að starfa við það um hríð eða til lengri tíma litið, í framandi landi sem býður í þokkabót góð kjör, félagslegt öryggi og vingjamlegt viðmót. Þetta hefur Noregur allt að bjóða. Þó svo að einstaklingar/fjölskyldur ákveði að flytjast frá íslandi, þá er ekki þar með sagt að það þurfi að vera um aldur og ævi. Það kemur eflaust sá tími að móður afturhaldsaflanna á íslandi þverr, þá er líklegt að fljótlega skapist lífvænlegt umhverfi fyrir ísl- enskt launafólk að búa og starfa á Fróni, þ.e.a.s. ef einhver vilji verður til staðar að snúa til baka, en árið 2000 og hvað það verður, leiðir tíminn aðeins í ljós. Á meðan látum við útlag- amir bara fara vel um okkur hér í hinni nauðugu en viljugu útlegð. En eitt er víst, að EKKERT, hvorki á himni né í helvíti, getur fengið mig til að snúa aftur á láglauna og vinnuþrælk- unarsvæðið; ísland. Því ég hef fundið muninn, ekki bara á laununum heldur að gefa leyft mér að hafa tíma til að lifa lífinu lifandi í góðu og mannlegu samfélagi. Lokaorð til siðprúða meirihlutans Ég vil í lokin biðja skoðanasystkini mín, hina vel upplýstu og meðvituðu alþýðu íslands, innilegrar afsökunar á því hve hógvær ég er í skrifum mínum um siðblinda minnihlutann, sem ber ábyrgð á því óréttlæti sem viðgengst á íslandi. En þar sem ég er heiðurs- maður að eðlisfari og verð þar að auki að gæta fyllsta siðgæðis, get ég því miður ekki sagt allt það sem mér býr í bijósti. Bjartmar Jónsson Höfundur er jámiðnaðarmaður búsettur í Noregi „En það sem er grátíegastaföllu við þennan forarpytt er að alltofmargir leggja trúnað á lygina og svo í ofanálag virðist vera að forsvarsmenn stéttarfélaganna sporðrenni lyginni í heilu lagi við gerð nýrra kjarasamninga. Efsvo væriekki, væru kjör íslenskrar alþýðu í betri farvegi. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.