Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Side 2
2 Fréttir Fimmtudagur 22. maí 1997 Fréttir Hæsta einkunn Þessi hvítasunnuhelgi var einhver sú rólegasta sem lögreglan man et'tir. „Algjör lúxus,” sagði lögreglumaður sem blaðið ræddi við. Raunar voru 127 færslur í dagbók lögreglunnar, sem er í meðallagi, en ekkert af því var í alvarlegri kantinum. „Þaðerekki vafamál að breyttar reglur urn opnunartíma skemmtistaða eiga sinn þátt í þessu,” sagði lögreglu- maðurinn. Nú má hafa opið til kl. þrjú aðfaranótt hvítasunnudags og þar með erum við laus við „götumenninguna” sem áður einkenndi þessa helgi. Þá voru samkvæmi í heimahúsum einnig algeng áður með því ónæði sem oft fylgdi slíku en nú hefur tnjög dregið úr því. Bæði Vest- mannaeyingar og allur sá fjöldi aðkomufólks sem hér var um helgina fær bestu einkunn hjá okkur fyrir prúðmennsku,” sagði lögreglumaðurinn að lokum. Reiðhjólastuldir Alltaf eru lögreglu að berast tilkynningar um að reiðhjólum haft verið stolið. Á timmtudag í síðustu viku bárust þrjártilkynningar þess efnis. Lögregla beinir þeim tilmælum til hjólaeigenda að þeir læsi farkostum sínum og haft þá helst innandyra að næturlagi. Arekstur Að morgni annars í hvítasunnu var lögreglu tilkynnt að árekstur hefði orðið við Sjúkrahúsið. Ekki var hann þó alvarlegur, engin rneiðsl á fólki og skemmdir ekki miklar á bílunum. Illa gengið um Nemendur Franthaldsskólans efndu til skemmtunar í Herjólfsdal á laugardagskvöld. Þar fór allt friðsamlega frarn og stóð skemmtunin styttra yfir en áætlað hafði verið þar sem hrollkalt var í Dalnunt. Áftur á móti þótti illa gengið um svæðið og mikið drasl sem skiliö var eftir. Það er þó eitt af skilyrðum þess að leyft sé að standa fyrir skemmtunum af þessu tagi að fólk þrítl eftir sig. Þá voru unnar skemmdir á einni flöt á golfvellinum og flaggstöngin á flötinni fjarlægð. Samstarfssamningur Þróunarfélags Vestmannaeyja og Stjórnunarfélagsins: Auðveldar Eyjamönnum aðgang að þjónusHi Sljórnunarfélagins IJm helgina undirrituðu Þróunar- félag Vcstmannaeyja og Stjórnun- arfélag íslands samstarfssamning sent á að auðvelda Vestmanna- eyingum að nýta sér þjónustu Stjórnunarfélagsins. Hér verður boðið upp á styttri og lengri námskeið og aðgang að efni um stjórnun Itæði í Bandaríkjununt og Evrópu þar sem Stjórnunarfélagið er í samstarfi við virtar stofnanir. Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og Bjarki Brynj- arsson, framkvæmdastjóri Þróunarfé- lagsins, undirrituðu samninginn og sagði Árni við það tækifæri að nteð samningnum hefði Þróunarfélagið tekiö að sér þjónustu Stjórnunar- félagsins íEyjum. „Hér verður boðið upp á námskeið um rekstur og stjórnun. Einnig er hægt að bjóða fyrirtækjum í Eyjum hagstæð kjör að námsstefnum með heimsþekktum fyrirlesurum,” sagði Ámi. Þróunarfélagið mun einnig leita inn á ný svið í námskeiðahaldi og er ráðgert að hér verði haldnir styttri fyrirlestrar sem gætu hentað mismunandi fyrirtækjum. „I fyrirtækjum þar sem starfsmenn em fáir getur verið erfitt að komast frá til að sækja námskeið en hér ætlum við að bjóða mönnum upp á að taka þau á lengri tíma. Þá geta menn sótt námskeiðin fyrir utan venjulegan vinnutíma. Þetta er nýjung hjá okkur ef hún gengur vel gæti hún orðið fordæmi fyrir allt landið.” Arni og Bjarki undirrita samninginn. Þriðji möguleikinn sem opnast Vestmannaeyingum er aðgangur að svokölluðum Stjómunarklúbbi sem er hugsaður fyrir stjómendur og áhugafólk um stjómun. „Með þessum samningi er Þróunarfélagið komið í samband við Berkley báskólann í Bandaríkjunum sem er einn virtasti skóli á þessu sviði í heiminum og Mangament Centre Europe í Brussel sem eru stærstu endurmenntunar- samtök fyrir stjórnendur í Evrópu." sagði Ámi. Bjarki segir að samstarf við Stjóm- unarfélagið verði til þess að nú sé námskeiðahaldi stjómað héðan. „Nú ráðum við ferðinni og samstarfið gefur okkur möguleika á að taka þátt í starfi sem hefur verið óaðgengilegt til þessa. Stjómunarklúbburinn er' vettvangur þar sem félögum gefst tækifæri til að kynnast nýju efni, t.d. á mynd- bandsspólum og á styttri fundum,” sagði Bjarki. Henry Mörköre Kristjánsson: Neiið kom fímm mánuðum efíir að hann hætti í síðasta blaði greindum við frá því að Henry Mörköre Kristjánsson, sem framleitt hefur fiskibollur í neytendaumbúðum, hefði fengið nei við ósk um afslátt af gjöldum bæjarins og stofnana hans. Rökin fyrir neituninni voru þau að ekki væri um nýsköpun að ræða. Nú kaupa allir Álfinn Hin árlega fjáröflun SÁÁ verður um næstu helgi og er þetta áttunda skipti sem samtökin leita til landsmanna um stuðning við starfsemi sína með aðstoð Alfsins góða. Undanfarin ár hafa tekjumar af Álfasölunni runnið til þess að efla forvamastarf SÁÁ í þágu bama og unglinga. Þessar tekjur hafa dugað til að koma á fót öflugri forvamadeild, sem hefur á sinni könnu mjög umfangsmikla starfsemi um allt land. Meðal verkefna SÁÁ síðustu misseri eru útgáfa fræðsluefnis sern dreift er til foreldra og unglinga, námskeið fyrir kennara og annað skólafólk, þemavikur í grunnskólum og námskeið fyrir forystumenn og þjálfara íþróttafélaga. SÁÁ hefur tekið upp samstarf við nokkur sveitarfélög um að virkja alla sem koma að málum unglinga f að taka á málum unglinga hver í sínu sveitarfélagi. Vestmannaeyjar eru aðili að þessu samstarfi. Þá má minna á að langir biðlistar em eftir að komast í meðferð hjá SÁÁ og er ekkert lát á þörfinni. I Vestmannaeyjum munu félagar í Fimleikafélaginu Rán selja Álfinn og er það von SÁÁ að Eyjamenn taki þeim vel og styrki gott málefni. Fréttatilkynning. En neitunin hafði lítið að segja því Henry hætti bolluframleiðslunni í janúar sl. „Fyrir rúmu ári sótti ég um að fá afslátt af gjöldum bæjarins þar sem ég taldi að um nýsköpun í atvinnulífmu væri að ræða. Þrátt fyrir að ég ræki á eftir svarinu dróst að það bærist. Kom það ekki fyrr en um daginn en þá var ég hættur,” sagði Henry. Hann sagði að drátturinn hefði ekkert með það að gera. „Mér gekk vel að selja en hráefnið var of dýrt. Ég ætlaði að kaupa mér bát til að afla hráefnis sjálfur. Mér stóð einnig til boða húsnæði en þá sá ég að það krafðist of mikils og var of dýrt. Ég seldi talsvert á stórmarkaðina en þeir eru arabamarkaðir; það er reynt að prútta veðrið niður úr öllu. Þetta varð til þess að ég ákvað að hætta og gerði það í janúar.” Að lokum sagðist Henry vera með frétt handa blaðinu. „Húsið mitt, Miðstræti 21 eitt er til sölu. Það er sko frétt,” sagði Henry. FRÉTTIR TREGT A SILDINNI ■ Eftir góðan kipp í síldveiðunum í síðustu viku hefur lítið verið um að vera á miðunum síðustu daga. Heildaraflinn er kominn í 100 þúsund tonn og eru því eftir um 130 þúsund tonn af þeim kvóta sem kom í hlut íslendinga. Á fimmtudaginn kom Kap VE með 1250 tonn til Eyja. Siglingaleiðin af miðunum var 490 sjómílur þannig að Kap hafði lagt um 1000 mílur að baki þegar hún kom á miðin aftur. Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: fretor@eyjar.is. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tyistinum, Amigo, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getíð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.