Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Page 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 22. maf 1997
SPUBT&SVARAÐ:
Nú styttist
í stóru
stundina?
Halldór Halldórsson, tenór (
Samkór Vestmannaeyja:
„Já, nú er aðeins rúm vika í
sannkallaðan stórviðburð í
Vestmannaeyjum þarsem
báðir kórarnir, Samkór
Vestmannaeyja og kór
Landakirkju, sameinast í
þessu stórkostlega verki,
Pákumessu Haydns, ásamt
Sinfóníuhljómsveit íslands.
Ég er mjög hlynntur því að
tekist verði á við fleiri
verkefni í þessum dúr í
framtíðinni. Það er virkilega
gaman og þroskandi að fá
tækifæri til að kynnast
þessum heimi tónlistarinnar.
Ekki er verra að þetta eru
góðir félagar og léttur andi
svífur yfir vötnum. Því er ekki
að neita að fiðringur er
kominn í mannskapinn en
æfingar hafa staðið yfir frá
því um áramót, tvisvar í viku,
undir frábærri stjórn
Guðmundar H. Guðjóns-
sonar. Fólk er að leggja
mikið á sig. Ég hvet alla
bæjarbúa til að mæta á tón-
leikana 31.maínk.“
Sinfóníuhljómsveit íslands
heimsækir Vestmannaeyja
31. maí nk. og heldur tónleika
ígamla Samkomuhúsinu
ásamt Samkór
Vestmannaeyja og kór
Landakirkju. Undirbúningur
er nú á lokastigi.
fil FRVFRKRMin lAK '■'gLER
■ ■ Samvebk ehf. [T??1
Elsta glerverksmiðja á íslandi
Söluumboð í Eyjum
(Erum með einfalt gler á lager)
Drangur ehf.
Strcmdvegi SO Cengið inn að norðan
Sími 481-3110 og 481 -3120
• Fux 481-3109 Heimas. Kristján 481-
1226 og 481-1822. Þórólfur 481-2206
LAMEIi
&
HUSEY
rr
HÚSEV
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
VESTMANNAEYINGA
Ráðningarsamningur bæjarstjórans í Eyjum og laun í samanburði við aðra bæjarstjóra:
Hefvr um 400 þús, kr, á mánuði
- Blaðinu neitað um lista yfir nöm og laun 20 launabæstu starfsmanna bæj-
arins og hefurþað vísað málinu til úrskurðmnefndur upplýsingamála
Að undanfórnu hafa verið úbcrandi
í fjölmiðlum laun og ráðningar-
samningar bæjarstjóra í landinu.
En hvernig er ráðningarsamningur
bæjarstjórans í Eyjum, Guðjóns
Hjörleifssonar í samanburði við
koliega hans á landsbyggðinni?
Fréttir fengu afhentan hjá bæjar-
ritara ráðningarsamning bæjar-
stjóra og laun hans og þar kemur í
ljós að laun bæjarstjóra eru um 400
þúsund kr. á mánuði. Auk þess fór
blaðið fram á að fá lista yfir nöfn og
laun 20 launahæstu starfsmanna
bæjarins auk ráðningarsamninga
þeirra sem hafa gert slíka sanminga
við bæinn og eru á meðal 20 launa-
hæstu starfsmanna bæjarins. I svari
bæjarritara er þeirri beiðni blaðsins
hafnað og vísað í samþykkt bæjar-
stjórnar frá 1992 um að ekki skuli
birta laun einstakra starfsmanna
bæjarins opinberlega. FrÉttir hafa
vísað málinu til úrskurðarnefndar
upplýsingamála til að fá úr því
skorið hvort blaðið eigi rétt á
þessum upplýsingum.
I ráðningarsamningi við bæjarstjóra
kemur fram að laun bæjarstjóra skulu
miðast við launaflokk T-13 sam-
kvæmt viðmiöunartöflu auk 43 klst.
yfirvinnu á mánuði. Bæjarstjóra skulu
greidd sömu laun fyrir fundasetur eins
og kjömum bæjarfulltrúum í bæjaiTáði
og nefndum. Verði ekki urn endur-
ráðningu að ræða að loknu ráðn-
ingartímabili, sem ertil loka kjörtíma-
bilsins 1998, skal bæjarsjóður greiða
full 6 mánaða laun, þar af gegni
bæjarstjóri störfum í allt að 3 mánuði
óski bæjarstjórn eftir því. Þá greiðir
bæjarsjóður allan símakostnað og
iðgjöld slysatrygginga. Að síðustu
greiðir bæjarsjóður bílastyrk, 860 km
á mánuði sem er 30.229 kr.
Laun bæjarstjóra eru sem hér segir:
Föstmánaðarlaun kr. 206.014,-
Föstyfirvinna, 431. ntán. kr. 96. 836,-
Orlofá yfirvinnu kr. 10.313,-
Bílastyrkur, 860 km./mán.kr. 30.229,-
Samtals kr. 343.393
Að auki fær bæjarstjóri greitt fyrir
setu á nefndafundum en það er mjög
breytilegt á rnilli mánaða. Núverandi
bæjarstjóri er jafnframt kjörinn bæjar-
fulltrúi og fær sem slíkur greitt fyrir
setu í bæjarstjóm 32.918 á mánuði og
í bæjarráði kr. 21.945.
Heildarlaun bæjarstjóra, að með-
töldum nefndarlaunum fyrir bæjarráð
og bæjarstjórn. eru þvú samtals
398.256 kr.. Auk þessa er símakostn-
aður greiddur og iðgjöld slysatrygg-
inga ásamt því að bæjarstjóri situr í
fleiri nefndum og fær því einnig greitt
fyrir það.
Samanburður við aðra
bæjarstjóra
I úttekt í Degi-Tímanum á launum
bæjarstjóra kemur fram að flestir hafa
þeir á bilinu 300 til 500 þúsund kr. á
mánuði í Iaun. Nær undantekninga-
laust er launum skipt í grunnlaun eða
dagvinnu og fasta yfirvinnu. Lang-
flestir bæjarstjórar fá greiddan
bílastyrk, nær allir fá greiddan kostnað
við heimasíma, sex bæjarstjórar af 23
fá greidda risnu en ekki í Eyjum. í
samningum við flesta bæjarstjóra er
kveðið á um 3 til 6 mánaða biðlaun.
Bæjarstjórinn á Akureyri hefur samið
um vaxtalaus lán til bílakaupa eins og
forveri hans. Bæjarstjórinn á Siglufirði
greiðir 1000 kr. fyrir síma og húsnæði
á mánuði.
Samkvæmt úttektinni eru bæjar-
stjóralaun mjög breytileg. Fer það
mikið eftir því hvort þeir fá sérstak-
lega greitt fyrir fundarsetu eða ekki.
Á toppnum á listanum trónir
bæjarstjórinn á ísafirði, með rúm 530
þúsund en hann fær ekki greitt sérstak-
lega fyrir nefndarsetu. Akureyrar-
bæjarstjórinn fær samtals 475 þúsund,
þar af 95 þúsund fyrir setu í
bæjarstjóm og bæjarráði. í 3. sæti er
bæjarstjórinn á Selfossi með 459 þús.
en ekki greitt sérstaklega fyrir nefnd-
arsetu. Bæjarstjórinn í Kópavogi er í
4. sæti með 436 þúsund þar af 97
þúsund fyrir bæjarstjórnar- og bæjar-
ráðsfundi. Síðan koma nokkrir í hnapp
eins og bæjarstjórinn í Vestmanna-
eyjum og Hafnarfirði með tæp 400
þúsund þegar búið er að bæta við
bæjarráði og bæjarstjóm. Athygli
vekur að borgarstjórinn í Reykjavík er
með 380 þús. á mánuði og fær ekki
greitt sérstaklega fyrir fundarsetu.
Sniglabandlð tekur
lagið fyrir eldri
borgara
Hinn landskunna gleðisveit, Sniglabandið, kennt við
íslensku bifhjólasamtökin, spilaði á dansleik í Eyjum um
hvítasunnuna. Einn dyggasti aðdáandi hljómsveitarinnar er
Magnea Bergvinsdóttir sem þykir nú ekki beinlínis vera
unglamb en er engu að síður ung í anda. Hún gerði sér lítið
fyrir og bauð hljómsveitinni heim í mat og bað þá um að taka
lagið fyrir eldri borgara á Hraunbúðum. Sniglabandið brást
vel við þeirri ósk og spilaði nokkur lög á Hraunbúðum við
góðar undirtektir. Magnea sagði í samtali við Fréttir að einn
hlj ómsveitarmeðlima SnigJabandsins væri kvæntur barna-
bami sínu. „Þetta eru allt vinir mínir, léttir og skemmtilegir
strákar. Fólkið var mjög lirifið af tónlistinni þeirra og þetta
var skemmtileg tilbreyting,“ sagði Magnea.
Verðkönnun Neytendasamtakanna:
Eyjaverslanir 28-35% hærrí
en Bónus í Holtagórðum
Verðmunur milli landsbyggðar- og
iágvöruverðsverslana í þéttbýli
hefur minnkað samkvæmt verð-
könnun Neytendasamtakanna og
koma verslanirnar í Eyjum þokka-
lega út
Bónus í Holtagörðum er með
lægst vöruverð á landinu en KEA
nettó á Akureyri er næst, með sjö
prósent hærra verð. KA búðimar í
Eyjum eru með 28% hærra verð en
Bónus í Holtagörðum eins og reynd-
ar KA Selfossi. Vömval er hins
vegar með 35% hærra verð. Frá því í
nóvember hefur verð í lágvöru-
verðsverslunum (stómtörkuðum) að
jafnaði hækkað um 5.2% en þar sem
áður var hæst verð, í minni versl-
unum á landsbyggðinni, hefur verð
færst niður um 2.5% að jafnaði.
Meðalverð allra vöruflokka hefur
lækkað um 1.1%. Kannað var verð í
54 verslunum og skráðir 154 vöm-
flokkar.