Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Page 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 22. maí 1997
35 ára afmælismót SJÓVE:
Þokkalegvr
ártmgur í
brælunni
Veðrið setti mark sitt á
hvítasunnumót SJÓVE sem
aö þessu sinni var haldiö í
35. sinn. Bæði laugardag og
sunnudag var sterk austan
átt sem m.a. varð til þess að
fyrri daginn var ekki farið af
stað fyrr en klukkan 10 um
morguninn í stað klukkan 6
eins og venja er. Þrátt fyrir
þetta var veiði þokkaleg og
aðstandendur voru ánægðir
meö hvernig til tókst.
Ýmislegt var gert í tilefni
afmælisins en mótinu lauk
með 120 manna veislu á
sunnudagskvöldið þar sem
afmælisins var minnst og
verðlaun voru veitt.
Keppendur vom 35 að þessu sinni og
var róið á níu bátum. Keppendur af
fastaiandinu voru l4og2l Eyjamaður
dró fram stöngina. Heildaraflinn var
6.339 kg. sem er í minna lagi og mátti
kenna um veðrinu. I fyrra var veður
gott og þá losaði aflinn 13 tonn á 49
stangir sem sýnir þau áhrif sem veðrið
getur haft.
Klukkan 6 á laugardagsmorguninn
var ljóst að ekki var vit í að róa enda
hvöss austan átt. Þegar leið á
morguninn lægði og klukkan 10 var
ákveðið að ræsa bátana út og áttu þeir
að vera komnir að Klettsnefi klukkan
4 síðdegis. Morguninn eftir var farið
út á tilsettum tíma og komið í land upp
úr klukkan 2 eins og alltaf.
„Veðrið var okkur óhagstætt en
aflinn var þokkalegur miðað við
aðstæður," sagði Guðfinna Sveins-
dóttir, annar mótsstjóri Hvítasunnu-
mótsins við Fréttir eftir mótið. „Og í
Jóhann Halldórsson var þreyttur en ánægður eftir seinni dag
mótsins.
Sigurður Einarsson dró næst stærsta fiskinn í mótinu en það
var keila sem vigtaði rúm sjö kíló.
Rikki að segja Höllu mágkonu sinni frá afrekum sínum á hvítasunnumótinu.
heild tókst mótið vel. Við byrjuðum
með sérstöku afmæliskaffi þegar
mótið var sett á föstudagskvöldið og á
laugardagskvöldið vorum við með
afmælisgrill sem lukkaðist mjög vel.
Á sunnudaginn vorum við með
sérstaka makadagskrá sem er nýjung.
Heppnaðist hún ágætlega og hátíðar-
kvöldverðurinn á sunnudagskvöldið á
Höfðanunr var fjölsóttur og tókst í alla
staði mjög vel. Þar mættu um 120
manns og fylgdust með verðlauna-
afhendingu og skemmtu sér fram eftir
nóttu. Var ekki annað að heyra en að
keppendur væru tiltölulega ánægðir
þrátt fyrir að veðrið væri ekki eins og
best var á kosið,“ sagði Guðfinna
einnig.
Vestmannaeyingar voru efstir í
flestum greinum en Akureyringar áttu
líka fulltrúa í efstu sætunum. Afla-
hæstur í karlaflokki var Hafþór
Gunnarsson SJÓAK en hann dró
384,35 kg. Næstur var Ólafur
Tryggvason SJÓVE 299,35 kg. Elín-
borg Bemódusdóttir SJÓVE var afla-
hæst kvennanna með 206,25 kg.
Næstar voru Katrín Gísladóttir með
175,60 kg. og Guðrún Snæbjömsdóttir
með 124,45 kg. en þær eru einnig í
SJÓVE.
Aflahæsti báturinn á hverja stöng var
Gustur en meðalaflinn þar var 315,54
kg. Gustur var einnig einnig með
mesta aflaverðmæti á stöng, 19.179
krónur.
í sveitakeppninni bar sveit Bjarka
Amgrímssonar SJÓAK sigur úr
býtum með 978,50 kg. Næst kom
sveit Sigurðar Einarssonar SJÓVE
með 854,45 kg. og í þriðja sæti var
sveit Amþórs Sigurðssonar SJÓVE
með 753,14 kg. Aðeins ein
kvennasveit tók þátt í mótinu að þessu
sinni, sveit Guðrúnar Snæbjömsdóttur
SJÓVE, og dró hún 506,30 kg.
í sveit með Bjarka vom Hafþór
Gunnarsson, Magnús Ingólfsson og
Baldvin Baldvinsson. Sveit Sigurðar
var skipuð þeim Ólafi Tryggvasyni,
Sveini Jónssyni og Boga Sigurðssyni
auk Sigurðar. í sveit Arnþórs vom
Auðunn Stefnisson, Ámi Karl Ingason
og Sigurður Gunnarsson. í sveit
Guðrúnar voru auk hennar Elínborg
Bemódusdóttir og Katrín Gísladóttir.
Geir Bjömsson dró stærsta fiskinn,
9,25 kg. þorsk. Næstur kom Sigurður
Einarsson sem dró 7,65 kg. keilu og í
þriðja sæti var Sigurður Gunnarsson
sem krækti í 5,85 kg. ufsa. Allir eru
þeiríSJÓVE.
Hafþór Gunnarsson SJÓAK dró
flesta fiska en meðalvigt þeirra var
1,71 kg. Sigurður Einarsson SJÓVE
var með flestar tegundir og á eftir
honum komu Ámi Karl Ingason og
Sigurður Hlöðversson báðir úr
SJÓVE. Fyrri daginn var heildar-
aflinn 2.778 kg. að verðmæti 166.993
krónur og seinni daginn drógu
keppendur 3.560 kg. og var verð-
mætið 196.664 krónur.
Hávarður Bernharðsson hafði frá mörgu að segja þegar hann
kom í land.
Bogi og Diddi voru þokkalega ánægðir með árangurinn en
Bogi er með reyndari mönnum í sjóstönginni og undanfarin
ár hefur Diddi ekki látið siga vanta.