Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Qupperneq 9

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Qupperneq 9
Fimmtudagur 22. maí 1997 Fréttir 9 ViÓ erum meistarar Vlð eri/m bestir 'eðgar a Id Traffon ■ sungu áhorfendur á Old Trafford í lokaviðureign deildarinnar sem 11 Vestmannaeyingar urðu vitni að Þaö þarf ekki að kafa djúpt í þjóöarsál Englendinga til aö skynja aö knattspyrnan er stór hluti af þeirra menningu. Aö upplifa knattspyrnuleik á við þann sem 150 Islendingar, þar af 11 Vestmannaeyingar, gerðu þar síðasta sunnudag þegar meistar- ar Manchester United lögðu West Ham aö velli - þegar 55.249 áhorfend- ur tóku virkan þátt í leiknum meö hvatningum og söng - er engu líkt. Um hádegisbilið byrjuðu áhorfendur að streyma á Old Trafford, heimavöll meistar- anna. Sumir byrjuðu á að fara á pöbbana og fengu sér bjór, byij- uðu að hita upp raddböndin og ræða væntanlegan leik. Aðrir gengu um svæðið, keyptu sér fána, húfu, trefil eða eittthvað þvíumlíkt í sölutjöldum sem eru í tugatali við leikvanginn. íslend- ingamir voru hins vegar forsjálir. þeir komu á Old Trafford daginn áður og versluðu þá í stórmarkaði United liðsins, þar sem hægt er að kaupa allt sem nöfnum tjáir að nefna. viastatto«^’ri, qóö sa.»- ýmist merkt liðinu eða stjömum þess. gö ta aÖ y •.au,Kenl'tt)9u,,’pssa,\ aíittt9u’ Jakkar, peysur, skór, treflar, klukkur, Utö- SBW nI\\n \iat teW'O a P . sem tl'c hnlir nírrhiiYiir hæknr in op hiiasið S'” . tAUháW'®'' bolir, nærbuxur, bækur já og hugsið sWtpt'- ,rw\ega ykkur, smokka t.d. merkta Cantona. seltt vat . ,:.\\ö\Wan.t_u\óVtua- fjórða ir Cat'WnaoN ha^u, Knatt vv þaðlíkaði íslendingamir 150 vom vel merktir þegar opnað var inn á leikvanginn einum og hálfum klukkutíma fyrir leik. Aðgöngumiðar höfðu verið keyptir löngu áður. Töldu menn vissara að hafa slíkt á hreinu, enda uppselt á leikinn. Miðar á svörtum markaði vom þó boðnir til kaups utan vallar. Um hádegisbilið kostuðu þeir um 40 sterlingspund eða um 4.700 krónur, en þegar stóra stundin nálgaðist hafði verðið lækkað niður í 15 pund en venjulegt miðaverð er 14 pund eða 1.650 krónur. íslendingamir vom með þeim fyrstu inn á leikvanginn, vildu fá að upplifa stemmninguna frá fyrstu mínútu. Eftir því sem áhorfendum fjölgaði magnaðist andrúmsloftið. Að vísu hafði United þegar tryggt sér titilinn og West Ham bjargað sér frá falli. en engu að síður var stemmingin gífurleg og þegar kynnirinn tilkynnti að alls væru 55.249 áhorfendur á leiknum byrjaði fjörið fyrir alvöm. Raddir tugþúsunda áhorfenda sem sungu í kór. Cantona, Beckham, Schmeichel, Keene......... Leikurinn fór hægt af stað. Meistararnir voru betri aðilinn, það fór ekki á milli mála, Scholes átti hörkuskot í þverslá og boltinn lá inni, en mark var ekki dæmt, hann hrökk út í teig og þar var Solskjaer mættur og skallaði í markið. Og þvílíkur fögnuður, þessi norski strákur er hetja í Manchester og kóngur nr. 2 á eftir Cantona. Og svo sungu Englendingamir You are my Solskjaer, you are my hero. Þeir syngja um alla leikmennina, hvem með sínu lagi og sinn texta og undir er leikið í hljóðkerfi vallarins. Meistaramir slökuðu dálítið á eftir markið. En áhorf- endurnir slökuðu ekki á, þeir sungu og trölluðu, þeir voru að skemmta sér. I hálfleik var seldur bjór og mikil örtröð á bamum, en ekki var samt áfengis- neysla til ama, öðru nær. I seinni hálfleik voru gerðar nokkrar breyting- ar á United liðinu og m.a. kom Cruyff inn á og hann skoraði seinna mark liðsins. Hann virtist ekki hátt skrif- aður hjá áhorfendum. þykir sérhlífinn og linur. Talað var um að hann hafi verið settur inn á af því að pabbi hans Johan Cruyff var meðal áhorfenda á vellinum. Þul- urinn tilkynnti önnur úrslit í leikjum dags- _sndaWa"e'öul ins. Newcastle lenti í 2. sæti 7 sam- stigum á eftir United, Liv- erpool hins pátt'en vegar í sæti, i áhor- fendunum vel, nágrannangurinn er mikill. Að leik loknum voru meistaramir krýndir, fyrirliðinn Cantona tók við bikamum og leik- mennimir vom hylltir, ekki í fyrsta sinn. Já þvílík stund. - Stand up for the Champions, United, United, United - sungu áhorfendur. Og þeir voru enn syngjandi þegar þeir komu út af vellinum. Gleðin var við völd. Enda er fót- boltadagur í Englandi ein samfelld skemmtun Ifá morgni til kvölds, sérstaklega auðvitað þegar svona stendur á. Allir pöbbar í nágrenni Old Trafford fylltust á ný og fjörið hélt áfram. íslendingamir héldu flestir heim á hótel þar sem þeir áttu „pleisið” og fögnuðu og skemmtu sér á sínn hátt. Manchester er stórborg með áþriðju milljón íbúa, ef allt svæðið er talið með. Ibúamir máttu þola gífurlega sprengingu af völdum IRA í miðborginni í júnímánuði í fyrra. Fjöldi stór- bygginga stórskemmdist eða hrundi. Enn í dag má sjá þess glögg merki. Tilkynnt var um fyrirhugaða sprengingu í tíma og var því allt nágrennið rýmt, þannig að ekki urðu dauðsföll. Manchester er mikil verslunarborg og mannlíf mjög fjölskrúðugt. í borginni em þrjú þekkt Feðgarnir Sigursteinn Marfnósson og Marínó Sigursteinsson voru í fyrsta sinn á leik í Englandi. Hér eru þeir mættir tímanlega á völlinn til að upplifa stemmninguna. Tíu af ellefu Eyjamönnum sem sáu Man. Utd. hampa Englandsmeistaratitlinum á Old Trafford. Óskar Örn Ólafsson í einni af mörgum Man. Utd. minjagripaverslunum í borginni. Bílafloti leikmanna Man. Utd. er ekkert slor! knattspymulið, þeirra frægast er United, þá Manchester City og Oldham. United ber þar höfuð og herðar yfir önnur félög. Félagið er stórveldi á heimsvísu, er hlutafélag og talið eitt af stærstu „fyrirtækjum” Bretlands hvað varðar peningaveltu og hefur þúsundir manna í vinnu. Sir Matt Busby er sá maður sem gerði United að því stórveldi sem það hefur verið til fjölda ára. Á leiknum á sunnudaginn var einmitt afhjúpuð steinmynd af honum á Old Trafford. Hin síðari ár hefur Skotinn Alex Ferguson, framkvæmdastjóri knattspymuliðsins, verið sá maður sem haldið hefur merki félagsins hvað hæst á lofti, en United hefur unnið Englands- meistaratitlilinn fjómm sinnum á 5 árum undir hans stjóm. Félagið tók nýlega í notkun nýja áhorfendastúku þannig að nú rúmar völlurinn 55 þúsund manns. Og enn ætla þeir að stækka og eftir það á völlurinn að taka 80 þúsund áhorfendur. United liðið hafði langflesta áhorf- endur enskra liða á yfirstandandi keppnis- tímabili. Ut um allan heim em starffæktir stuðn- ingsmannaklúbbar og er talið að 90% stuðningsmanna liðsins séu utan Manchester. Óskar Örn ásamt leikmanni Man. Utd., Brian McClair. Það fór vel á með þeim félögum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.