Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Page 12
Fréttir
Fimmtudagur 22. maí 1997
12
I Aðeins með því að ræða ítarlega við
Imígrenissjúklinga og hlusta á sögur þeirra;
hver einkennin eru, hvernig höfuðverkirnir
Ilýsa sér, hvernig bregst líkaminn við köst-
unum, hvenær hringja viðvörunarbjöllurnar
- o.s.frv., geta læknar metið sjúklinginn og
| gefið honum góð ráð og bestu hugsanlegu
meðhöndlum sem hæfir hverjum sjúklingi
I fyrir sig.
Skilgreining á mígreni er í stuttu máli sú að
I það er viðvarandi höfuðverkur í 2 til 72 kiukku-
" stundir en þess á milli er sjúklingurinn
Ieinkennalaus. Yfirleitt fær sjúklingurinn einhver
einkenni áður en mígrenið herjar á hann.
IDaglegir höfuðverkir eru hins vegar ekki mígren-
ishöfuðverkir. Styttri höfuðverkir teljast vera sem
g endast í 2 til 4 tíma, aðallega hjá börnum, en hjá
fullorðnum eru þeir lengri, hálfan dag, en sérlega
slæm tilfelli eru 2-3 sólahringar.
Ýmis einkenni geta bent til þess að þú sért að
fá mígreni. Þar má nefna sífellda þreytu, ásókn í
vissar fæðutegundir (t.d. ýmislegt sætt), dofi í
útlimum o.fl. Veðurfar getur einnig haft áhrif.
Þegar sjúklingur fær mígreni hellist yfir hann
höfuðverkur á 30 til 60 mínútum. Yfirleitt finnst
sjúklingum dagsljósið óþægilegt, hávaði og
smellir og flestir vilja fara beint undir sæng til
þess að að lina þjáningarnar eins og hægt er.
Nauðsynlegt er að taka tillit til þessara aðstæðna
eins fljótt og kostur er. I flestum tilfellum tekur
það sjúklinga marga klukkutíma að jafna sig eftir
mígreniskast og er eftirköstunum stundum líkt
við timburmenn.
Pegar höfuðið er við þaó að „springa": |
MI6RENI
Knatlspyrnukappinn Steingrímur Jóhannesson ermeð frekar slæmt mígreni:
Fæ stundum
mígreni í
miðjum teik
Steingrímur Jóhannes-
son, leikmaöur ÍBV og
einn besti knattspyrnu-
maður landsins, er einn
af þeim sem fær frekar
slæm mígrenisköst.
Komiö hefur fyrir aö hann
fái mígrenisköst í fót-
boltaleik og hefur hann
þá þurft aö yfirgefa
leikvöllinn í miðjum
klíðum þrátt fyrir aö hafa
átt stórleik. Hafa sumir
furöað sig á því að
Steingrímur skuli hafa
veriö tekinn út af í
leikjum því hann er einn
af þeim sem leggur sig
alltaf allan fram. Hefur
þjálfaranum þar af
leiðandi verið blótað í
sand og ösku. En
ástæðan er einfaldlega
sú að þegar Steingrímur
fær mígreni verður hann
að leggjast fyrir í
myrkvuðu herbergi.
Steingrímur er einn fjöl-
margra Vestmannaey-
inga sem á við þennan
sjúkdóm að stríða.
Flestir hafa heyrt getið
um mígreni fæstir gera
sér grein fyrir því hvað
það er eða hvaða áhrif
sjúkdómurinn hefur á
fólk. Til að mynda hafa
mígrenissjúklingar á
stundum kvartað yfir
skilningsleysi atvinnu-
rekenda í þessum efnum.
Talið er að mígreni sé að einhverju
leyti ættgengt. Eldri bróðir Steingríms
er einnig með mígreni.
„Ég fékk fyrst mígreni í kringum
fermingaraldurinn. Því gleymi ég
aldrei. Ég var í boltaleik með bræðmm
mínum í ganginum lteima og fékk allt
í einu krarnpa í höndina sent dofnaði
svo upp. Ég var auðvitað mjög hrædd-
ur en mamma vissi strax hvað klukkan
sló þar sem bróðir minn hafði greinst
með mígreni. Einkenni ntín í dag eru
tvenns konar þegar ég fæ mígrenis-
köst. Annars vegar dofna ég í annarri
hvorri hendinni. Þetta er eins og eftir
deyfingu í munninum hjá tannlækni.
Hins vegar fæ ég stundum sjóntrufl-
anir og sé allt í móðu. Eftir það dofna
ég upp. Þessi doði er í tvo til þrjá tíma
og ég leggst strax fyrir. Én síðan
kemur höfuðverkurinn, eins og að
höfuðið sé að springa. Misjafnt er
hversu lengi höfuðverkurinn er að
plaga mig. Lfklega gæti ég legið
klukkutímunum saman í rúminu og
verið stanslausan með höfuðverk. En
ég passa mig á því að fara á fætur
þegar það versta er yfirstaðið og eftir
það jafna ég mig tiltölulega fljótt þótt
þetta taki vissulega á kraftana," segir
Steingrímur.
Hann gengur með sprengitöflur á
sér sem hann gleypir þegar einkennin
gera vart við sig til þess að hjálpa sér í
gegnunt kastið. Síðan fer hann beint
undir sæng.
Læri að lifa með þessu
Steingrímur er öflugur knattspymu-
maður og komið hefur fyrir að hann
hefur þurft að fara út af. Nýjasta
dæmið um það er þegar hann þurfti að
fara út af í hálfleik í leik ÍBV og
Leifturs í deildarbikarkeppninni vegna
mígreniskasts. Þá missti Steingrímur
af leik úrslitaleiks ÍB V og Vals í deild-
arbikarkeppninni þar sem hann fékk
mígreniskast fyrr um daginn. Stein-
grímur hefur verið óvenju slæntur í
vor en hann segir að vorin og haustin
geti verið viðkvæmur tími. Engin
regla er á köstunum en hann segist fá
að meðaltali eitt mígreniskast á
mánuði.
„Einu sinni hefur komið fyrir að ég
þurfti að fara út af eftir korter, í
ntiklum fallslag gegn Víkingi um árið.
Ég bað um skiptingu og fór svo beint
heim undir sæng. Eg gat auðvitað ekki
fylgst með lýsingu frá leiknum. Það
var ekki fyrr en nokkrum tímum síðar
að ég vissi að við hefðum unnið
leikinn," segir Steingrímur sem er ekki
frá því að rangt mataræði og stress geti
valdið því að meiri hætta sé á því að fá
mfgreni.
Ekki er nóg með að Steingrímur sé
viðkvæmur vegna þessa sjúkdóms
heldur er kærasta hans, Jóna Dís
Kristjánsdóttir, einnig með mígreni
þótt það teljist nokkuð vægara en hjá
Steingrímur fær oft óblíðar viðtökur í vörn andstæðinganna í fótboltanum.
Steingrími.
„Ég er nú ekki stressuð týpa en í
kringum fótboltaleiki er ákveðin hætta
fyrir hendi. Ég er alltaf með sprengi-
töflur í sjúkratöskunni til öryggis. Eitt
sinn gerðist það á æfingu hjá 1B V að
Sumarliði Amason, leikmaður IBV,
fékk tannpínu. Var honum bent á að
verkjatöflur væru í sjúkratöskunni. En
ekki lagaðist tannpínan hjá honum
heldur ágerðist frekar en hitt.
Sumarliði er einhver mesti rólegheita-
ntaður sem ég þekki en hann var alveg
að springa blessaður vinurinn og var
kominn með hjartatruflanir. Þegar
hann var spurður hvar hann hefði
tekið verkjatöfluna úr sjúkratöskunni
kom í ljós að hann hafði tekið sprengi-
töflu frá mér. Slíkt getur verið
stórhættulegt fyrir venjulegt fólk en
Sumarliði lét sér þetta að kenningu
verða. En auðvitað hlógum við mikið
að þessu, það er nauðsynlegt að sjá
björtu hliðamar á tilvemnni og læra að
lifa með þessu,“ sagði Steingrímur
Jóhannesson.
ÞoGu
Nokkur hundruð Eyjamenn glíma við mígreni
i
^ „Það er tilhneiging til að ofgreina mígreni. í
Isunuim tilfellum getur verið um að ræða
vöðvabólguhöfuðverk. Talið er að um tíu
Iprósent fólks þjáist í einhverjum mæli af
mígreni en þeir eru fáir sem fá mjög slæm
Iköst. f stuttu máli dragast æðarnar saman í
höfðinu og víkka á víxl. Flestir fá fyrst
mígreni á aldrinum 15 til 30 ára. Hjá
Ibörnum getur mígreni byrjað með uppköst-
um. Talið er að mígreni gangi að einhverju
Ileyti í erfðir,“ segir Hjalti Kristjánsson,
heilsugæslulæknir.
■ í Vestmannaeyjum eru til nokkur mjög slæm
mígrenistilfelli og er þar aðallega um konur að
ræða. En samkvæmt rannsóknum á tíðni má
áætla að nokkur hundruð Vestmannaeyingar
glími við mígreni í einhverri mynd. Gífurleg
orka fer í slæmt mígreniskast en sjúklingum er
uppálagt að hafa ávallt til taks verkjatöflur og
leggjast fyrir.
,3yhing varð í meðhöndlun á mígreni fyrir
nokkrum árum þegar nýtt lyf, Imigran, kom á
markaðinn. Þetta em sprengjutöflur sem hjálpa
sjúklingum í erfiðum köstum. Lyfið er einnig til
í sprautuformi og er fljótara að virka á þann
hátt,“ segir Hjalti.
Læknar ráðleggja mígrenissjúklingum um
mataræði en það getur hjálpað mörgum þeirra.
Áfengi er einnig á bannlista. Böm með mígreni
verða að láta sælgæti eiga sig. Aukaálag og
stress getur ýtt undir sjúkdóminn.
„Það getur verið óhugguleg sjón að sjá fólk fá
mígreni. En aðstandendur eða fólk sem verður
vitni á slíku þarf ekki að óttast neitt, enginn
hefur dáið úr mígreni. Best er að leggja viðkom-
andi á hlið og korna sem íyrst undir sæng. draga
fyrir og leyfa viðkomandi vera í friði," sagði
Hjalti Kristjánsson.