Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Qupperneq 19
Fimnitudagur 22. maí 1997 Fréttir 19 Athygli vakti atvik í leik ÍBA og ÍA. Ingi Sigurðsson renndi boltanum á milli fóta Ólafs Þórðarsonar og plataði hann þannig upp úrskónum. Þegar Ingi var kominn framhjá Ólafi hægði hann ferðina og hló og gerði gys að Ólafi við mikinn fögnuð áhorfenda. Sigurvin Ólafsson Eyjamað- urinn hjá Stuttgart, er kominn til Eyja. Vonast er til að hann verði löglegur með ÍBV fyrir leik ÍBV og Fram í kvöld. Hins vegar gæti brugðið til beggja vona með það því þýska knattspyrnusambandið er ekki þekkt fyrir snögg vinnubrögð þegar félagaskipti eru annars vegar. Sömu sögu er að segja af félagaskiptum Kristins Hafliðasonar, þau voru ekki klár fyrir síðasta sunnudag en vonast til þess að þau verði á hreinu fyrir kvöldið. Kristinn lék í þýsku 3. deildinni ívetur. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari, fylgdist einnig með leik ÍBV og ÍA. Logi sagði í samtali við Fréttir að sigur ÍBV hefði verið fyllilega sann- gjarn. „Eyjamenn nýttu sóknarfæri sín vel. Hvað Skagamenn varðar er Ijóst að þeir eiga eftir að finna betur hver annan. En þetta var skemmti- legur leikur við erfiðar aðstæður." Yfirnjósnari Arsenal fylgdist með leik ÍBV og Akraness. Hann kom sérstaklega til að fylgjast með Hermanni Hreiðarssyni. Njósnaran- um ku hafa litist vel á Hermann en hafði áhyggjur af því að hann væri eitthvað bundinn um fótinn og væri ekki búinn að jafna sig á meiðsl- unum. Njósnarinn sagði við Jóhannes Olafsson, formann knatt- spyrnudeildar, að sér hefði litist vel á Hermann. Einnig hrósaði hann Guðna Rúnari Helgasyni og Hjalta Jóhannessyni fyrir þeirra góðu frammistöðu. Frammistaóa Hjalta Jóhannes- sonar vakti mikla athygli í leiknum en hann lék eins og greifi í vinstri bakverðinum og virtist hafa lítið fyrir hlutunum. Hjalti hefur undanfarin ár spilað með Framherjum og svo eitt ár með Haukum. Það var að frumkvæði móóur hans sem Hjalti fór að æfa með ÍBV í Reykjavík í vetur. ÍBV hafði þá leitað logandi Ijósi að vinstri bakverði en þegar Bjarni þjálfari sá til Hjalta tilkynnti hann að leitinni væri lokið, þarna væri hans maður! Hjalti er sem kunnugt er tvíburabróðir Hlyns Jóhannessonar landsliðsmarkvarðar í handbolta og bróðir Steingríms í ÍBV. Eyjamenn yfirgáfu austanrokið um hvítasunnuhelgina og fóru í æfingabúðir á Hvolsvöll í sól og sumaryl. Sú ferð virðist hafa hrist vel upp í mannskapnum því liðið mætti vel stemmt til leiks. Jósúa Steinar, Óskarsson, ötull stuðningsmaður ÍBV sem hefur þá sérgrein að hæðast að andstæð- ingunum á leikjum, var að venju í góðu formi á hliðarlínunni um helg- ina. Hann tók Skagamenn fyrir og var m.a. að atast í landsliðsmann- inum Sigursteini Gíslasyni. Meðal annars bauð Jósúa Steinar Sigursteini að koma til sín og þiggja í nefið hjá sér. Sigursteinn þáði boðið en sagðist ætla að koma í hálfleik. Þegar hálfleiksflautan gall við var það fyrsta verk Sigursteins að fá sér í nefið hjá Jósúa Steinari... Sjóvá-Almennra deildin • IBV - IA 3-1 (O-O) IBV er ekki orðið r Islandsmeistari! Hvenær fáum við Jögn? Guðni Rúnar Helgason, til hægri, átti stórleik gegn IA í sínum fyrsta deildarleik með IBV. Alexander Högnason ÍA reynir að elta hann uppi. FRÉmmynil: Ingi Támas. Þvílík byrjun. íslands- og bikar- meistarar ÍA rassskelltir á heima- velli í 1. umferð, 3-1. En nota bene, það er langt í frá að IBV sé orðið Islandsmeistari eins og sumir bæj- arbúar virðast halda. Ekki verður af drengjunum okkar skafíð, þeir léku mjög vel og koma mjög vel undirbúnir til leiks. Líklega er þetta besta lið IBV í áraraðir. Nýir leik- menn fylla vel upp í skörðin og liðið leikur sem ein heild. A bekknum eru sterkir strákar, breiddin er í góðu lagi. ÍBV hefur alla burði til þess að stefna á toppinn í sumar. Liðið er sterkara en undanfarin ár og andstæðingarnir slakari ef marka má fyrstu umferðina. Nú reynir á þjálfara liðsins að halda drengjunum niðri á jörðinni fyrir næstu viðureign, gegn Fram í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað. Steingrímur brenndi af dauðafæri strax á 2. mín. Sigursteinn bjargaði á línu eftir skot Sumarliða, Steingrímur átti góðan skalla sem Þórður í marki ÍA varði vel. Á 36. mín. sýndi Gunnar Eyjamarkvörður snilli sína þegar hann varði skalla Ristic út við stöng með hreint ótrúlegum tilburðum. Undir lok fyrri hálfleiks var Tryggvi felldur í teignum. Vítaskytta liðsins, Bjamólfur Lárusson, var f leikbanni og Tryggvi tók sjálfur spymuna. Gantla lögmálið að „sá sem fiskar víti á ekki að taka það“, er enn í fullu gildi því Tryggvi iétverja ffá sér vítaspymuna. I seinni hálfleik tóku svo Eyjamenn öll völd á vellinum, léku undan aust- t^Vgjöf FRÉTTA Hásteinsvelli, 1. umferð ÍBV-ÍA 3-1 (0-0) Gunnar •& - Ivar Hlynur Hermann -&, Hjalti Jóh. -& - Ingi ☆ (Hjalti J.), Sverrir Guðni Rúnar ■irit - Tryggvi (Magnús), SteingLrímur-iV, Sumarliði. Mörk ÍBV: Tryggvi Ingi -fr Stoðsendingar: Ingi Steingrímur # anáttinni. Tryggvi bætti fyrir víta- spymuna á 57. mfn þegar hann fylgdi eftir skoti Inga, sem Þórður varði, og renndi boltanum í netið. Þremur mín- útum síðar kom svo fallegasta mark sem sést hefur á Hásteinsvelli síðan Ontar Jóhannsson skoraði úr auka- spyrnu gegn Fram fyrir 15 árunt. Boltinn barst út í ntiðjan vítateiginn eftir að vamarmaður IA skallaði frá. Ingi Sigurðsson var ekkert að tvínóna við hlutina heldur tók þessa líka glæsi- legu bakfallsspymu og sneiddi boltann í bláhomið. Svona mörk gera menn bara einu sinni á ævinni. Á 72. mín snéri Steingrímur laglega af sér vam- armann og lagði boltinn út í teig til Tryggva sem skoraði laglegt mark. Ekki tókst ÍBV að halda hreinu því Sigursteinn Gíslason skoraði fyrir ÍA á síðustu mínútunni úr vítaspymu. Gunnar var öryggið uppmálað f markinu. Vömin lék öll nijög vel. ívar og Hjalti Jóh. komust mjög vel frá sínu og ekki að sjá að sá síðamefndi væri að spila sinn fyrsta l. deildarleik. Hermann og Hlynur voru fastir fyrir í vöminni. Allir þessir strákar láta boltann ganga vel inn á miðjuna í stað þess að vera sýknt og heilagt að kýla fram völlinn eins hefur verið svo algengt undanfarin ár. Ingi gaf ekkert eftir að venju, Sverrir (ekki Eyjólfur) var ekki áberandi en lék vel. Hans hlutverk er mikilvægt því hann er í því að brjóta niður sóknir andstæðinganna og gerir það vel. Guðni Rúnar er ein- hver mesta himnasending sem komið hefur til Eyja. Hann stjómaði leiknunt á miðjunni og sendingamar hans vom einfaldaren áhrifaríkar. Tryggvi hefur líklega aldrei verið í eins góðu formi, barðist eins og Ijón og skoraði tvö góð mörk. Steingrímur var duglegur sent aldrei fyrr, skapaði hættu með hraða sínum og lagði upp eitt mark. Sumarliði náði sér ekki alveg á strik en sýndi góða takta inn á milli. Fyrir utan þessa stráka vantaði Sigurvin, Kristinn, Rút, Leif Geir, Bjamólf og Magnús, sem sýnir að breiddin er góð. ÍBV er með þétt og gott lið. Varnarleikurinn er öflugur og kemur til með að skipta sköpum í sumar. ÍBV er með fljóta og góða sóknarmenn og mun skora mörk. Galdurinn er að koma í veg fyrir að andstæðingarnir geri það líka, að loka fyrir flóðgátt- irnar þama aftast. ÍB V-KLÚBBURINN Orðsendíng tíl handhafa gull' og silfurkorta Upphitun fyrir leik ÍBV og Stjörnunnar nk. sunnudag hefst hálftíma fyrir leik. hjálfarinn kemur og leggur línurnar. rióg kaffi og bakkelsi á boðstólum ásamt góðu spjalli. Munið einnig kaffið í leikhléi. KnattspyrnudeUd ÍBV Fram oa IBV am og ii í kvöld Næsti leikur ÍBV er í kvöld, á úti- velli gegn Fram, á Valbjamarvelli kl. 20.00. Fram tapaði fyrsta leik sínum gegn Keflavík og sættir sig ekki við annað tap. Ingi Sigurðsson verður líklega ekki með vegna meiðsla en Bjamólfur er tilbúinn eftir leikbann. Spumingin er hvort Sigurvin ög Kristinn verða orðnir löglegir hjá ÍBV. Framarar eru með ungt og efnilegt lið og með gamlan ref við stjómvölinn. SPÁ FRÉTTA: Fram-ÍBV 1-1. ÍBV og Stjarn- an í Eyjum á sunnuaaginn Næsti heimaleikur ÍBV er á SUNNUDAGINN kl. 20.00 gegn Stjömunni. Ekki er Stjömunni spáð góðu gengi en liðið kont á óvart í fyrstu umferð með því að gera jafn- tefli við KR á útivelli. Þó nokkrar breytingar hafa orðið á Stjörnunni frá því í fyrra en liðið virðist mæta nokkuð sprækt til leiks. Stjarnan er sýnd veiði en ekki gefin. Hollt er að minnast þess að Stjaman vann viðureign liðanna í Eyjunt í fyrra! SPÁ FRÉTTA: IBV-Stjarnan 2-0. ÍBV stelpur .tyiý þriðjudag Mizunodeildin (1. deild kvenna) hefst um helgina. ÍBV fær íslandsmeistara Breiðabliks í heim- sókn nk. þriðjudag í 1. umferð. Nánar er sagt frá kvennaliði ÍBV á bls. 17. Smástund á laugardaginn 3. deildin (hét áður 4. deild) hefst um helgina. Smástund, undir stjóm Heimis Hallgrímssonar og Gísla Hjartarsonar, tekur á ntóti HB. Leikurinn ferfram á Helgafellsvelli kl. 14.00 á laugardaginn. Tölu- verðar breytingar hafa orðið á Smástund frá því í fyrra. Nýir leik- menn hafa bæst við eins og Sigurður Ingason, Friðrik Sæ- bjömsson, Kári Hrafnkelsson, Jón Bragi Arnarsson o.fl. Framherjar byrja á útivelli á morgun. Þess má geta að Eyjaliðin tvö, Framherjar og Smástund, leika nú saman í riðli í fyrsta skipti. Liðin leika 31. maí nk. og er það viðureign sent margir bíða spenntir eftir. Dómarafélogið fundar Dómarafélag Vestmannaeyja vekur athygli dómara á því að rnjög áríðandi fundur verður haldinn í kvöld, fimmtudag, kl. 20.00, ( Týsheimilinu (óskum eftir fulltrúa frá ÍBV til að sitja fundinn). Fundarefni verður kosning nýs for- manns, fyrirmæli KSÍ, framtíð dómara og önnur viðkvæmari mál. (Fréttatilkynning).

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.