Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Síða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Síða 20
Ágúst Hreggviðsson Simi: 481-2170 Trésmiðaverkst: Miðstræti 23 - 481 2176 GSM: 897 7529 Kór Hamarsskóla og Kór Bamaskóla héldu sameigmlega tónleika í samkomusal Bamaskólans sl. laugardag. Efnisskráin var fjölbreytt og voru tónleikamir hin besta skemmtun. Kóramir komu fram hvor í sinu lagi og sungu einnig saman auk þess sem eldri og yngri kórar Hamarssskóla sungu hvor í sínulagi. Kórar Hamarsskóla hafa verið starf ræktir tmdir stjóm Bám Grímsdóttur tónlistarkennara í þrjá vetur og hefur myndast þar góður og öflugur kjami. Kór Bamaskóla undir stjóm Michelle Gaskell tónlistarkennara er að ljúka sinni fyrstu önn. Er ánægjulegt tál þess að vita kórstarf er að eflast í grunnskólum bæjarins og vonandi sjá fleiri nemendur gildi þess að taka þátt í slíku starfi. Skoöunarterðír Veisluferðir , Gríllftrðir Iþróilahópferðír. Ódvr og góð þjónusta. GÍSLI MAGNÚSSON Brekastíg 11 sími 481-1909 Teikna og smíða: Sólstofur, útihurðir, glugga, utanhúss- klæðningar, þakviðgerðir og mótauppsláttur. FRÉTTIR . . ! ....... .. , / Fréfffl- og auglýsingasíminn 481-3310 • Fax 481-1293 FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM » 1-----I—IL L---1 /- I 1 —__ VBJNyw IWW HTWT B IBIQ JVD7 Wi Vöruofgreiðsla Sidldlngavagl 4 lími 481 3440 Voruafgreiðsla ■ Reykjavík TVO Héðlosgntn 1-3 Simi 581 3030 DóHursonur Bjöms ú Burnum é tindi Everesi Einn þremenninganna, sem náðu upp á topp Mount Everest í gær- morgun, fyrstir Islendinga, á ættir sínar að rekja til Vestmannaeyja. Það er Björn Ólafsson en hann er dóttursonur Björns heitins Guð- mundssonar (Bjössa á Barnum) og Jónu heitinnar Ólafsdóttur; sonur Kristínar Björnsdóttur og Ólafs G. Sigurðssonar, endurskoðanda en þau eru búsett í Reykjavík. Bjöm er þrítugur að aldri, stundar nám í tölvunarfræðum við Háskólann en hefur unnið mikið með unglingum, bæði í Félagsmiðstöðinni í Arbæ og Hinu húsinu. Hann hefur m.a. skipu- lagt ferðir með unglingum yfir hálendið og stjómað þeim. Þá hefur hann starfað hjá Landsbjörgu við kennslu. Fréttir náðu tali af Ólafi, föður Bjöms, til að fræðast nánar um þennan Vestmannaeying sem hefur komist hærra upp en aðrir Vest- mannaeyingar eða 8.845 metra en sú er hæðin á tindi Mount Everest. Ólafur sagði að Bjöm hefði fengið áhuga fyrir fjallgöngum fyrir u.þ.b. tíu ámm. Hann væri lengi búinn að vera í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og væri þar svonefndur undanfari en það eru þeir sem eru ræstir fyrstir út ef mikið liggur við. Alls væri hann búinn að fara í fimm svona leiðangra, sá fyrsti hefði verið á Mt. Kinley í Alaska og tvær ferðir hefði hann farið í Himalaya-fjallgarðinn Rússlands- megin. Fyrir tveimur ámm kleif hann ásamt félögum sínum fjallið Choyu sem er nokkru vestar í Hima- layafjöllum og er 8300 m á hæð. Ólafur sagðist telja að það hefði orðið kveikjan að því að sigrast á sjálfum risanum, Mount Everest, þar hefði hugmyndin orðið til. Alla vega byrjuðu þeir strax eftir heimkomuna að undirbúa þá för. „Þetta er búinn að vera langur og strangur undirbúningur,” sagði Ólafur. ,JÞað er ekki nóg að menn séu líkamlega sterkir, andlega hliðin verður líka að vera í lagi, það er ekki síður þýðingarmikið. Og strákamir hafa legið yfir þessu verkefni sínu allan þennan tíma og fátt annað komist að á meðan. Ég held að þeir kunni fjallið algerlega utan að, hvem tind og hverja syllu. Ég er hér um bil viss um að þeir hefðu komist þetta án leiðsögumanna svo vel voru þeir búnir að kynna sér alla staðhætti. Ólafur sagði að það leiddi af sjálfu sér að fátt kæmist annað að í áhugamálum þegar menn væm bæði á kafi í fjallgöngum og starfi með hjálparsveit. Það væri hreinlega ekki tími til annars. Fréttir gátu ekki stillt sig um að spyrja Ólaf hvort Bjöm Everestfari hefði klifið Heimaklett, hæsta fjall í Vestmannaeyjum, 283 m á hæð. „Ja, nú er ég ekki viss,” sagði Ólafur og hló við. „Það er þó ekki ósenni- legt. Hann var oft sem strákur hjá afa sínum og ömmu í Vestmannaeyjum og fór víða um, hefur alla tíð verið einkar athafnasamur og lítið fyrir kyrrsetur. En ég skal minnast á þetta við hann þegar hann kemur heim. Það náttúrlega gengur ekki að maður. sem rekúr ættir síriar til Vestmanna- eyja og hefur klifið Mount Everest, íiafi ekki klifið Heimaklett. Að sjálfsögðu verður hann líka að vera með í safninu.” Björn og félagar hans eru vænt- anlegir til íslands 3. júní næst- komandi. Enginn spoHi í Spröngunni Maður, sem starfar við móttöku ferðamanna, vakti athygli blaðsins á því að spottinn í Spröngunni hefur verið slitinn í tvær til þrjár vikur. Hann sagði að þetta væri mjög bagalegt núna þegar stórir hópar skólabama heimsækja Vestmannaeyjar. „Það er hálf leiðinlegt að geta ekki leyft þeim að spreyta sig á þessari þjóðaríþrótt okkar Eyjamanna," sagði hann. Þegar hatt var samband við Guðmund Þ.B. Ólafsson sagðist hann kannast við málið. „Björgunarfélagið á að sjá um Sprönguna og er ég að leita að einhverjum þar til að kippa þessu í liðinn,“ sagði Guðmundur. Samkvæmt því ætti nú að vera kominn heill spotti í Sprönguna. mím Pjk, /4 1

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.