Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 30. október 1997 Fleiri færslur en venjulega Frá þriðjudegi í síðustu viku fram til þriðjudagsins í þessari viku voru skráðar 184 færslur í dagbók lögreglunnar. Það er talsvert meira en verið hefur á undanfömum vikum og bendir til þess að fleiri séu farnir að skemmta sér en verið hefur. Aðeins ein árás Um helgina var aðeins ein lík- amsárás kærð til lögreglu og var hún minniháttar. Er það hið ágætasta mál ef fólk nær að skemmta sér yfir helgi án þess að valda öðrum meiðslum og leið- indum. Gangið vinstra megin Lögregla vill minna gangandi vegfarendur á að ganga á vinstri vegaröxl, miðað við gönguátt. þar sem ekki er gangstétt við hlið akbrautar. Ástæðan fyrir þessu er sú að hinn gangandi vegfarandi getur þá séð umferð sem kemur á móti honum. Þá vill lögregla og benda gangandi vegfarendum á að bera endurskinsmerki þar sem nú er tekið að skyggja verulega og orðið skuggsýnt upp úr kl. 16 en það er sá tími sem göngugarpar og skokkarar fara gjaman á stjá. Toppar í gosnefnd í síðasta blaði sögðum við frá því að ákveðið hefði verið að skipa nefnd til að móta tillögur um hvernig þess verði minnst á næsta ári að 25 ár verða þá liðin frá eldgosinu á Heimaey. Á fundi bæjarráðs á þriðjudag var skipað í nefndina. Samþykkt var að skipa þá Guðjón Hjörleifsson, Amar Sigurmundsson og Ragnar Óskars- son til starfa. Guðjón verður formaður nefndarinnar en Sigurður R. Símonarson verður starfsmaður hennar. Eins og fram kom í síðasta blaði fær nefndin ekki langan tíma til að leggja höfuð í bleyti því að tillögum skal skila fyrir 30. nóvember nk. Klukka og hitamælir við Strandveginn? Svo virðist sem homlóðin á Strand- veginum, vestan Kiwanishússins, sé einkar vinsæll staður til hvers kyns upplýsingamiðlunar. Fyrir nokkm sögðum við frá ósk ÍBV um að koma þar upp flettiskilti til að auglýsa leiki. Nú hefur borist ný beiðni til bæjarráðs, að þessu sinni frá Kiwanismönnum en þeir vilja setja upp stand með klukku og hitamæli á lóðinni, væntanlega til hagræðis fyrir gesti og gangandi. Þess má til gamans geta að á næsta bæ við þessa lóð, í Eyjabúð við Strandveg hefur um margra ára skeið verið rekin óopinber ráðningarskrifstofa vegna starfa á flotanum. Auglýsingar um laus störf til sjós hafa jafnan skreytt gluggana hjá þeim Boga og Friðfinni og ekki verið krafist greiðslu fyrir. Þessi gatnamót virðast því vera einkar vinsæl ef koma þarf upplýsingum á framfæri. Bæjarráð vísaði þessu erindi Kiw- anismanna til skipulagsnefndar. Tæpar tvær milljónir afskrifaðar Á fundi bæjarráðs nú í vikunni lá fyrir bréf frá sýslumanni. Þar er lagt til að afskrifaðar verði óinnheimtanlegar útsvarskröfur. Bæjarráð samþykkti að afskrifa útsvarskröfur samkvæmt lista að upphæð 1.967.223 kr. Ekki mælist á Stórhöfða þóft bærínn skjálfí Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort sprengingarnar við Frið- arhafnarbryggju komi ekki fram á jarðskjálftamælum í Vestmanna- eyjum. Enda sumar hverjar mjög hressilegar. Pálmi Óskarsson í Stórhöfða segir að ekki sé að merkja neina hreyfingu á jarðskjálftamælum á staðnum. Hann segir að vel sé fylgst með mælinum og hann hafi ekki sýnt neinar óeðlilegar breytingar. Gunnar Guðmundsson á Veður- stofu Islands segir að í sumum tilfell- um geti sprengingar af mannavöldum komið frarn á jarðskjálftamælum og stundum geti verið erfitt að greina þar á milli. Hann segir þetta hins vegar geta verið athugunarefni, vegna þess að mikið er sprengt bæði á hálendinu og í ýmsum höfnum landsins. „Ör- yggisþátturinn sem jarðskjálftamælai' eiga að gæta er samt í fullu gildi. Menn eru vakandi á verðinum." Emil i Kattholti á fjalirnar í byrjun nóvember ráðgerir Leikfélag Vestmannaeyja að frum- sýna barnaleikritið Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Fimmtán ungir og efnilegir leikarar kom fram í sýningunni og sumir þeirra í fleiri en einu hlutverki. Æfmgar hafa staðið yfir af fullum krafti undanfamar vikur og geta bæjarbúar nú farið að hlakka til að kynnast skemmtilegum uppátækjum og prakkarastrikum Emils. ÁUir leikaramir eru úr unglingadeild Leikfélags Vestmannaeyja. Bæjarbú- um gefst því kostur á að sjá mörg ný andlit á sviðinu. Leikstjóri sýning- arinnarer Skúli Gautason. Fréttir Enn er reið- hjóli stolið Á miðvikudag var tilkynnt um þjófnað á reiðhjóli við Iþrótta- miðstöðina. Þar var stolið hjóli af gerðinni Trekk, 21 gírs. bláu að lit með svörtum hnakk. Lögregla óskar eftir upplýsingum um málið. Rúðu- og speglabrot Á föstudag var lögreglu tilkynnt að rúða hefði verið brotið í Ham- arsskóla. Og daginn eftir var tilkynnt að hliðarspegill hefði verið brotinn á bifreið sem stóð við Vesturveg. Lögregla óskar einnig eftir upplýsingum um þessi tvö mál. Sitthvað að í umferðinni Alls komu upp 18 umferðar- lagabrot í síðustu viku. Flest em þau vegna vanrækslu á að spenna belti eða átta talsins. Fjórir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og var sá sem hraðast ók á 90 km hraða á Strandveginum þar sem hámarks- hraði er 50 km. Önnur mál voru vegna vanrækslu á að fara í aðal- eða endurskoðun, ökuskírteini vom ekki meðferðis og of margir farþegar í ökutæki. Af óðagoti Nú á dögunum voru tvær nýjar skólabygg- ingar vfgðar með pompi og pragt. Annars vegar var um endurvígslu elsta hluta Bamaskólans að ræða og hins vegar vígslu hins nýja Listaskóla við Vesturveg. í báðum tilvikum er um hinar ágætustu framkvæmdir að ræða en aftur á móti misjafnt hvernig staðið var að verki. Flestir rnunu þeirrar skoðunar að þegar um vígslu er að ræða þá eigi allt að vera klárt og reiðubúið til notkunar. Sú var og raunin með vígsluna í Barnaskólanum. Þar var í upphafi skólaárs ekki allt reiðubúið og því var eðlilega beðið með athöfnina þar til verkinu var lokið. Það var hinn 17. október sl. og var myndarlega að verki staðið. Þessi hluti skólans hýsir nú kennslu yngstu nemendanna auk þess sem þar er tölvuver á efstu hæðinni. Daginn eftir, laugardaginn 18. október var svo Listaskólinn vígður eða, eins og það var orðað: „Listaskólinn formlega opnaður.” Upphaflega átti framkvæmdum að ljúka þann 7. september, svo sást að það tækist aldrei og var þá sett á ný dagsetning, 25. september. Þegar sýnt þótti að framkvæmdum yrði ekki lokið á þeim tírna, var enn sett á ný dagsetning, 18. október. Og hún var látin blífa. Nú hefur skrifari fylgst nokkuð gerla með framkvæmdum í húsinu. Þar eru nefnilega enn til húsa siglinga- og fiskileitartæki þau sem fylgdu Stýrimannaskólanum sáluga og tilheyra nú Framhaldsskólanum. Of kostn- aðarsamt þótti að flytja þau og varð því að samkomulagi að þau yrðu áfram þama til húsa og kennt yrði á þau þar. Þrjá daga í viku hefur því skrifari mætt þangað til kennslu og hefur því getað fylgst náið með framkvæmdum. Honum varð fljótlega ljóst að engin þessara dagsetninga myndi standast, ekki heldur sú síðasta. Engu skipti þótt þarna væri heill her góðra handverksmanna að störfum. Enda skildi skrifari ekki hvað lá á að vígja húsið formlega, einmitt þennan dag. Þarna hafa verið að störfum, síðan í ágúst- mánuði, milli tíu og sextán handverksnienn daglega, smiðir, málarar, píparar. rafvirkjar. Upphaflega stóð til að vinna f þessum áfanga fyrir 6 milljónir króna, auk þess sem ein milljón átti að fara í ýmsan búnað. Útseldur tími í dagvinnu hjá handverksmönnum mun vera nálægt 1700 krónum. Ef við gefurn okkur að tíu handverksmenn hafi verið við störf daglega í átta tíma hver, þá leggur dagurinn sig á 136 þúsund kr. Miðað við fimm daga vinnuviku hefur þá vikan kostað 680 þúsund í vinnulaunum. Átta vikna vinna gerir þá 5,5 milljónir eða nærri þeirri tölu sem upphaflega átti að vinna fyrir. Þá er eftir að reikna það efni sem unnið er með. Einhvem tíma var skrifara sagt að þumalputtareglan væri sú að vinnulaun væru 50% og efni 50%. Þar með hefur talan tvöfaldast. fer gróft reiknað í 11 milljónir. En þá kemur að því sem kannski skiptir mestu máli. Síðustu vikumar fyrir opnun var nefnilega allt sett á fullt, unnið alla daga vikunnar, oft frá kl. sex á morgnana og fram til tíu á kvöldin. Slík vinna heitir yfrrvinna og er allmiklu dýrari en dagvinnan. Nú veit skrifari ekki hver kostnaður hefur orðið vegna yfirvinnu en hann rennir í grun að þar sé um háar tölur að ræða. Að minnsta kosti er ljóst að sex milljónimar eru löngu uppumar og sennilega má þrefalda þá tölu ef ekki fjórfalda og jafnvel meira.. 1 þau skipti sem skrifari ræður hand- verksmenn til vinnu, eru þeir ráðnir til dagvinnu. Skrifari vill helst ekki borga yfir- vinnukaup. Sú mun einnig raunin með flesta þá einstaklinga sem þurfa að láta vinna slfk verk. Aftur á móti virðist raunin önnur ef vinna á verk fyrir opinbera aðila eins og dæmið um Listaskólann sýnir. Þeir sem stjómuðu þessu verki hefðu tæplega skipað svo fyrir hefði átt að vinna fyrir þá prívat og persónulega og þeir átt sjálfir að standa straum af kostnaðinum. Væntanlega verður gerð grein fyrir kostnaðinum við Listaskólann þegar framkvæmdum lýkur og þá verður fróðlegt að sjá hver þáttur yfirvinnunnar hefur verið. Það hlálega við þessa vígslu er að á vígslu- dagsmorguninn hættu handverksmenn störfum og tekið var til að þrífa og hreinsa húsið, þ.e. það sem búið var að endurbæta. Svo fór vígslan fram og strax á mánudagsmorgun vom handverksmenn aftur komnir á stjá og ryk aftur byrjað að þyrlast um. Stefnt var að því að Tónlistarskólinn færi með sfna starfsemi í nýja húsnæðið. Þrátt fyrir að búið sé að taka húsið formlega í notkun. er skólinn enn í Amardrangi og skrifara er til efs að starfsemi hans færist á Vesturveginn fyrr en á næsta ári. Skrifari hefur mikið velt því fyrir sér hvaða skynsamlegu rök hnigu að því að djöfla handverksmönnum út í nætur- og helgidagavinnu vegna ákveðinnar dagsetning- ar í almanakinu. Líka þegar sýnt var að engin listastarfsemi færi fram f húsinu fyrr en einhverjum vikum eftir vígsluna. Öllu nær hefði honum þótt að fara hægar í sakirnar, jafnvel þótt vígslan hefði dregist fram yfir áramót. Það hefði alla vega orðið meira úr peningunum þannig. Hann skiiur bara alls ekki þetta skyndilega óðagot að fara að vígja hálfkarað hús. Og kosningamar eru nú heldur ekki fyrr en í vor, ekki lá svona á þeirra vegna eða hvað? Sigurg. R Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskriftog einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum. I Reykjavík: hjá Esso.Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.