Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Blaðsíða 20
Frétta- og auglýsingasíminn 481-3310 * Fax 481-1293 Þorstinn sagði til sín hjá syni Öddu Sigurðar eftir leik ÍBV og KA FLUTNINGAR ■ VESTMANNAEYJUM DagktmMUrhmtikmdmmtr. Vöruafgreiðsla Mdldlngavegl 4 Siml 481 8444 Vöruafgreiðsla ■ Reykjavík TVO Höðinsgata 1 - 3 Slml 881 3030 Rútuferðlr-Bustours Öll móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttaliópa odvkvsnkos11 kin\iiv.n y Formadur Kennaratélagsins segir samninginn viðunandi: Ekki ergert ráð tyrir hækkun útsvarsprósentu Bæjarstjóri segist ánægður með að samningur við kennara sé í höfn. Oljóst er hvað útgjöld bæjarsjóðs muni hækka í kjölfarið. Formaður Kennarafélagsin segir samninginn viðunandi en finnst samningstíminn of langur. „Við höfum ekki endanlega hvemig þetta muni koma við bæjarfélagið en ég hef trú á að einsetningu grunn- skólans muni verða frestað um eitt til tvö ár. Starfsaldur kennara er misjafn, þannig að þessar hækkanir spila misþungt að því leyti. Ég á ekki von á hækkun útsvars vegna samninganna. Það verður ffekar dregið úr útgjöldum til framkvæmda. En langt verkfall hefði gert illt verra. Við setjumst nú niður og reynum að meta áhrif samningsins á fjárhagsdæmið," sagði Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri. Bryndís Bogadóttir formaður Kenn- arafélags Vestmannaeyja segir samn- inginn viðunandi, að svo miklu leyt sem hún haft kynnt sér hann. „Mér finnst samningurinn hins vegar til of langs tíma miðað við þær hækkanir sem gert er ráð fyrir. Þetta er nauðlending í deilunni." Bryndís segir mjög skiptar skoðanir um samninginn meðal þeirra kennara sem hún hefði rætt við. Samningurinn færi nú undir atkvæði félaga í Kenn- arasambandi íslands, en hægt yrði að greiða atkvæði til 17. nóvember. Sigurður Símonarson skólamála- fulltrúi Vestmannayjabæjar segir að ekkert sé farið að huga að út- reikningum né hugsanlegum heild- arútgjaldaauka bæjarins fyrir allan samningstímann. „Fyrst er að sjá hvort kennarar samþykkja samninginn, svo menn eru ekkert að leggja í kostnað við mikla útreikninga ef samningurinn verður svo felldur.“ Hann nefnir þó sem dærni að núna væri talað um hámarkskennslu í dagvinnu, og þá miðað við að dagvinna kennara sé 45,77 klst., en áður var talað um kennsluskyldu. „Það vantar hvemig á að reikna út og samræma yfir allt landið hvaða leiðir verði famar í útreikningum," segir Sigurður. Það er Ijóst að, ef tekið er tillit til aldurs, launaflokka og launaþrepa verður að taka hvern kennara fyrir sig. I fyrstu lotu er samt um um 4,5% til um 9% útgjaldaauka að ræða sem kemur ofan á laun eins og þau vom fyrir.“ Okkur er hálfvegis att saman -Ég held að tap Vinnslustöðvarinnar sé ekki að kenna launum fólksins sem eru engum til hróss, segirJón Kjartansson Þau orð, sem Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, lét falla á aðalfundi félagsins hafa vakið talsverða athygli. Þar sagði hann að bæta þyrfti nýtingu vinnuafls í vinnu- tímanum frá því sem nú er. Yrði ekki breyting á, blasti stöðvun við í bolfiskvinnslunni, annaðhvort í öðru eða báðum frystihúsum fé- lagsins, í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn. „Mér finnst þetta svoh'tið skondin aðferð við að hala niður kaup starfs- fólksins,” sagði Jón Kjartansson, for- maður Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja. „Ég held að tap fyrirtækisins sé ekki að kenna launum fólksins, þau em engum til hróss, hvorki þeim sem sömdu um þau né þeim sem borga þau. Að sjálfsögðu erum við reiðu- búnir til að ræða við menn um þessi mál. En það verður þá að vera af einhverri skynsemi. Þá hefði mér þótt eðlilegt að talað væri við okkur áður en hlaupið er með hlutina í fjölmiðla,” sagði Jón. ,,Ég neita því ekki að ég hef orðið var við bæði reiði og ótta hjá starfsfólki vegna þessara ummæla. Eins og því sé stillt upp við vegg. Annaðhvort gefið þið eftir af laununum eða þið missið vinnuna. Ég held að það hafi ekki verið ætlunin hjá forráða- mönnum Vinnslustöðvarinnar að þetta liti þannig út en óneitanlega gera þessi ummæli það. Ég býst við að félögin þrjú, Verkalýðsfélagið, Snót og Boðinn í Þorlákshöfn, ntuni mæta sameiginlega í þessar viðræður. Það er hálfvegis verið að etja okkur saman með þessum ummælum, jafnvel eins og verið sé að hóta að loka öðru hvoru frystihúsinu,” sagði Jón Kjartansson að lokunt. Á þriðjudag var haldinn fundur hjá stjóm og trúnaðarmannaráði Verka- kvennafélagsins Snótar. Þar var eftir- farandi ályktun samþykkt: Stjórn og trúnaðarmannaráð Snótar telur að ekki hafi staðið á félaginu að ganga til samninga við Vinnslustöð Vestmannaeyja. Það sanna nýgerðir kjarasamningar. Stjóm og trúnaðarmannaráð Snótar frábiður sér ásakanir sem komið hafa fram unt að ekki sé nóg nýting á starfsfólki VSV og telur að forsvarsmenn fyrirtækisins ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar þeir kenna starfsfólki um tap á bolfiskvinnslu fyrirtækisins. Stjóm og trúnaðarmannaráð Snótar telur að eigi að ganga til viðræðna og samninga, verði það að vera á réttum vettvangi en ekki í fjölmiðlum. „Ég held að ég hafi engu við þetta að bæta,” sagði Linda Hrafnkelsdóttir, formaður Snótar. „Þessi ályktun skýrir alveg okkar afstöðu til málsins.” Sprönguskellur / næslu viku í næstu viku, fimmdaginn 6., föstudaginn 7. og laugardaginn 8. nóvember efnir Félag kaupsýslu anna í Vestmannaeyjum til Sprönguskells. Á Sprönguskelli bjóða kaupmenn nýjar vömr á sérstöku tilboðsverði, tvo eða .þrjá vömflokka hver. Sprönguskellur hefur verið fastur liður í bæjarlífinu nokkmm sinnum á ári undanfarið. Sigurbjörg Axelsdóttir, formaður félagsins, segir að fólk hafi yfirleitt verið ánægt með þetta framtak, sem er liður í að halda verslun í heima- byggð. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir jólin. Ég vil líka vekja athygli á að opið til klukkan tjögur á laugar- daginn," sagði Sigurbjörg. Newman’s örbylgjupopp 144;- 21 LÍfrarpylsa ósoöin 10 stk. s poka pr. kg. 435.- 5* BlÓðmÖr 6soóin5stkípokapr.kg. 339,- 4i Saltkj0tpr.kg. 4l / 239,- 5’ 5pk. kexípoka 239,- 4! Doritos snakk fylgir öllu Egils gosi 2 Itr. utsir.iANHniYiur.i

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.