Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Side 11
Fimmtudagur 30. október 1997 Fréttir 11 Er maður ekki alltaf að þóknast öðrum í sínum störfum? En það er ekki hægt að gera alla ánægða. Auðvitað hlustar maður á vini sína og kunningja og nýtir sér eitt og annað frá þeim. verkefni og hafi tekist vel. Er hann með fleiri slík verkefni í takinu. Eins og barnið mitt „Einnig samdi ég lag fyrir kirkjuna og þótti mjög vænt um það,“ segir Sigurður. ,í>að er gaman þegar maður heyrir stóra hljómsveit eða kór flytja það sem maður hefur samið. Maður sér bamið sitt fullorðnast og þroskast og það tengist því sem maður er að gera í hugmyndavinnunni. Ég man eftir vél sem ég hafði smíðað og selt norður á Árskógssand. Mér fannst þegar ég sá hana þama í skúmum að hún væri eitthvað svo ein. Ég kvaddi hana í huganum. Maður á svo stóran þátt í þessu. Þetta er eitthvað sem maður hefur verið að vinna að í marga mánuði og kannski margra ára hugsun verður svo að veruleika. Ég bý ekki til alla hluti um leið og ég hef fengið hugmyndina að þeim. En megin- atriðin em einföld og þegar búið er að leysa meginþáttinn, þá er annað svo mikið smotterí og þarfnast ekki yfirlegu. En þótt ég hefði fulla starfs- getu til hundrað ára held ég að ég kæmi aldrei öllu frá sem mig langar að gera. f þessu verkefni í Vík fæ ég kannski fleiri tækifæri til þess að halda áfram í einhveiju svipuðu. Um leið og maður er orðinn fastur í framleiðslu og hugmyndirnar halda áfram að verða til, þá fer manni að lfða illa. Ef maður þarf að koma frá sér lagi, þá liggur það á manni og ef ég get ekki komið því frá mér vegna anna við eitthvað annað, fer mér að líða illa. Mörg lög sem ég hef búið til verða til á leiðinni í mat, eins einkennilegt og það kann að virðast. Ég get til dæmis ekki verið án þess í langan tíma að komast í hljóðfæri. Ég fór til Noregs fyrir nokkrum árum með togara í viðgerð, þá var ég alveg að verða friðlaus að komast ekki í hljóðfæri. Ég fór þess vegna í hljóðfæraverslun á staðnum og fékk að taka þar í orgel. Þetta var rétt undir lokun, og það endaði með því að ég og karlinn sem var að vinna í búðinni sátum áfram og spiluðum saman. Það er ekki víst að allir skilji hvemig þetta er. Ég hef hins vegar aldrei velt fyrir mér þessari sköp- unarþörf. Þetta er eitthvað ómeð- vitað.“ Hvíld í tónlistinni Sigurður segir að tónlistin sé hvíld frá öðm sem hann gerir, en hann telur sig nú samt ekki vera neinn músíkant. „Ég hef frekar verið að gutla við þetta og mér finnst það rosalega mikils virði. Ef ég vil til dæmis að einhver annar heyri það sem ég hef samið, þá er það ekki vegna þess að ég hef samið það heldur vegna þess að mig langar til þess að aðrir taki þátt í því að njóta þess; Þetta er engin sjálfsupp- hafning. Ég hef líka oft verið staddur neðansjávar og uppgötvað mikla fegurð, þá hefur þetta komið yfir mig; að allir gætu komið og skoðað þetta með mér. Þess vegna hef ég oft hugsað með mér þegar fólk er að frelsast í trú að þetta sé eitthvað svipað. Fólk verður heltekið og finnst að allir eigi að frelsast. Mann Iangar til að allir geti heyrt eða séð mikla fegurð. Ég hugsa að þetta sé einhver löngun til að miðla einhverju til náungans. Ég hef reyndar aldrei pælt í því af hverju þetta stafar.“ Ekki ríkur af veraldlegum gæðum Sigurður segist ekki vera ríkur af ver- aldlegum gæðum, en hann segist heldur ekki skulda neinum neitt. Hann sé hins vegar ríkur að því leyti, að hann eigi góð böm, afaböm, góða konu og meiriháttar heilsu. ,Eólk hefur ekkert að gera við aura ef það er veikt. Að þessu leyti er ég vellauðugur. Ég á nóg fyrir mig. Konan mín er, eins og ég sagði, frábær. Ég hef oft sagt að hún ætti að fá friðarverðlaun Nóbels og að margir hafi fengið þau fyrir minna. Einn vinur minn hefur sagt að ég samlagist ekki kerfinu pappírslega séð. Kannski er ég þessi mjúki maður, en ég veit ekki hvort konan myndi taka undir það. Annars sér hún um öll peningamál og pappírsvinnu, sem betur fer. Mér væri sama þótt ég sæi aldrei peninga. Þetta gengi aldrei hjá mér nema vegna þess að konan er mjög skilningsrík. Ég ber yfirleitt allt undir hana. Og til dæmis er hún fyrsti gagnrýnandi á lögin mín.“ Köfunin aðalstarfið Sigurður segir að köfunin sé hans aðal starf og af henni hafi hann haft sínar tekjur að mestu leyti. En það er frekar óregluleg vinna og vinnutíminn líka. Hann hafi unnið töluvert mikið fyrir Rarik og Vestmannaeyjabæ, sérstak- lega varðandi eftirlit með rafstrengn- um og vatnsleiðslunni milli lands og Eyja. „Þetta er tímafrekt starf. Ég er búinn að vera kafari í nærri þrjátíu ár. Af hverju ég byijaði á því veit ég ekki, þó man ég eftir því þegar ég var í skátunum þá fórum við í göngutúra á sunnudagsmorgnum og flokksforingi okkar Guðmundur Lárusson hafði þann sið að segja okkur sögur þar sem hann gerði einhvem úr hópnum að aðalpersónu hverrar sögu. Þegar kom að sögunni sem ég var aðalsöguhetjan í, þá var ég kafari. Mér er þetta mjög minnisstætt, en það hvarflaði ekki að mér að þetta ætti eftir að verða mitt starf. Fæst af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur um ævina hef ég ætlað mér. Og ég hef aldrei spurt sjálfan mig að því hvað ég fengi út úr þvf. Köfunin byrjaði sem svona draumsýn eða ævintýramennska, þegar ég var peyi. Það var Guðmundur Guð- finnsson skipstjóri sem kom mér í kynni við köfunina. Ég lét til leiðast að prófa og fór tvisvar í sjóinn þann dag. Köfun byggir á því að menn séu byggðir fyrir hana. Kokhlustin er misjafnlega opin í mönnum og svo verða menn að vera yfirvegaðir. Menn hafa stundum verið hætt komnir ef þeir urðu stressaðir. Það er hættulegast við köfun. Það er alveg sama hvað maður hefur lært, ef maður hefur ekki stjóm á sjálfum sér þá kemur lærdómurinn ekki að gagni. Níutíu prósent af köfun eru fólgin í því að hafa stjórn á sér, enda kynntist ég mönnum sem tóku bóklega námið mjög auðveldlega og það verklega með glans í sundlauginni. Um leið og þeir fóru í sjóinn komu þeir upp eftir augnablik og sögðust vera hættir. Hló undir stýri Hefur þú aldrei lent í háska við köfun? „Það fer ekkert á milli mála að það er mjög skammt á milli lífs og dauða. Það má lítið útaf bera til þess að illa fari. Þetta er í lagi í einhverju skrúfugutli á fjórum metrum eða slíkt, en þegar maður er kominn á fjörutíu metra þá breytist málið. Það hefur samt aldrei komið neitt upp á þannig að ég hafi óttast um líf mitt. Hins vegar átti ég einu sinni rússajeppa. Ég geymdi allar græjumar í honum til þess að hafa þær til taks, ef á þyrfti að halda. Þetta var að hausti til og fljúgandihálkaábryggjunni. Égkem keyrandi fyrir homið hjá Ffnu fimm. Nema að bíllinn neitar að beygja og ég sé að hann ætlar að fara í sjóinn. Þá fer ég allt í einu að hlæja og hugsa með mér hvort ég ætli að fara í sjóinn með allt draslið í bílnum og drukkna við bryggjuna. Mér fannst þetta skondið, en hann stoppaði á brúninni og ég skellihlæjandi. Já, já hann drukknaði bara við bryggjuna karl- greyið, hefði fólk sagt“ Húmor fyrir lífi og háska Er þetta spurning um að hafa húmor fyrir Iífinu og háskanum? „Það er mikið atriði að hugsa. Maður getur hitt mann og segir hvað er að frétta. Hann ekkert nema fýlan og segir allt djöfullegt. Nú hvað er að segir maður og hann segir að það hafi sprungið á bflnum hjá honum um morguninn og hann fái ekki gert við fyrr en eftir hádegi. Þetta verður rosalegt mál. Ég man það að Bjössi á Bamum kom til mín og spurði hvort ég gæti ekki híft vélina í Björgina. Nei, Bjössi, sagði ég það er bara svo mikið að gera að ég kemst ekki f þetta. Hann brást hinn versti við og sagði það agalegt. Ég sagði þá við hann: Ef þú værir uppi á spítala núna í hjólastól, þá myndir þú vilja gefa allt til að geta gengið tvö eða þrjú skref. Það skiptir engu með þessa vél í Björgina. Já, Siggi, sagði hann. Þetta er rétt hjá þér gerðu það bara þegar þú getur. Eitt sinn kom ég inn í Eyjabúð í fallegu veðri en kolsvartaþoku. Það var útgerðarmannsfrú við borðið. Og ég segi eins og ég á vanda til „Góðan og blessaðan daginn." Hún snýr sér við og spyr hvað sé svona gott og blessað við þennan dag. Nú bara allt segi ég. Ég vaknaði kátur og hress í morgun. Hún segir að það sé bara ekkert gott og blessað við þennan dag. Þessi kolsvarta þoka dregur mann svo mikið niður og er bara svekkt og sár yfir þessu öllu. Ég sagði við hana að þótt ég væri að ergja mig á þessari þoku, þá verði hún eða fari. Það hefur engin áhrif á þokuna, þannig að óþarfi er að vera að ergja sig útaf henni. Þá sagði hún: Já, þú ert örugglega öðmvísi en allir aðrir. Ég hugsaði með mér, þvf ég veit að þetta er manneskja sem hefur allt af öllu, að fólk, sem er að velta sér upp úr svona, veit ekkert hvað það er að lifa. Ef þettafólk missti nú heilsuna til dæmis. Það er fullt af fólki sem er í því allan daginn að eyðileggja heilsuna, en það er líka fjöldi sem berst við það að fá að lifa einn dag í viðbót.“ Þurfum að rífa okkur upp úr doðanum Mönnum hefur þótt vera mikil og neikvæð umræða í gangi f Vest- mannaeyjum undanfarið, vegna fólks- fækkunar og einhæfrar atvinnu. Menn virðast sjá litla framtíð í Vest- mannaeyjum. Jafnvel að þessi um- ræða neikvæðni standi Vestmanna- eyingum fyrir þrifum. Menn þurfi að taka sér tak og rífa sig upp úr doðanum með illu eða góðu. Hvemig er framtíðarsýn Sigurðar Óskarssonar. Er hann bjartsýnn. „Já, já. Eg er það. Hins vegar finnst mér margt stefna í það að héma eigi fólki enn eftir að fækka. Kannski niður í' 3500 - 4000 manns, ef ekkert verður að gert. Þetta er tiltölulega einfalt reikningsdæmi. Miðað við stækkunarmöguleikana í fiskiflotanum auk þjónustu við fólkið, skóla, sjúkrahúsið og svo framvegis, þá erum við komnir með þessa tölu. Það verður mjög gott fyrir þetta fólk sem hér verður eftir. Þetta er ekki endilega í neikvæðri merkingu. Mennverðaað horfast í augu við breyttar aðstæður. Reyndar hafði ég haft orð á þessari þróun fyrir mörgum árum þannig að þetta er ekkert nýtt. En með nýjuni atvinnutækifærum væri hægt að stemma stigu við þessari þróun," sagði Sigurður Oskarsson að lokum. Benedikt Gestsson. Sorpkassarnir góðu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.