Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur 30. október 1997 AMundur Vinnslustöðvarinnar: Bláköld krafa um hagnað Það var enginn gleðiboðskapur sem kom fram í ræðum Geirs Magnússonar stjórnarformanns og Sighvats Bjarnasonar fram- kvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar hf. á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Tap var á bolfisk- veiðum og vinnslu og stendur Vinnslustöðin á tímamótum hvað þennan þátt varðar í rekstrinum sem rekinn hefur vcrið með miklu tapi á und- anförnum árum. Boðaðar eru viðræður við verkalýðsfélögin um uppstokkun á vinnutíma og að einstaklingshónus verði tek- inn upp í stað hópbónuss. Er það talin forsenda þess að hægt verði að halda landvinnslu gangandi. Geir og Sighvatur leggja áherslu á að ná samningum við starfsfólk. Aðrir kostir í stöðunni eru að þeirra mati; að loka annað hvort frystihúsinu í Eyjum eða Þorlákshöfn, loka báðum frystihúsunum og fara með alla vinnslu bolfisks út í sjó. Hver sem niðurstaðan verður er Ijóst að framundan eru sárs- aukafullar aðgerðir sem koma til með að snerta allt að 140 starfsmenn fyrirtækisins í Eyj- um og Þorlákshöfn. Eins verður bolfiskveiðiskipum fækkað á næstunni. Þrátt fyrir þetta er margt jákvætt að fínna í skýrslum þeirra og er ekki annað að sjá en að fyrirtækið standi á traustum fótum. Vonbrigði „Á síðasta aðalfundi var sameiningin við Meitilinn hf. samþykkt og við gengum af fundi fullir bjartsýni um batnandi hag félagsins. Á fundinum í dag leggjum við hinsvegar fram reikninga með tapi af reglulegri starfsemi samstæðunnar uppá 283 milljónir króna, en hagnaður ársins neniur um 99 milljónum króna," sagði Sighvatur í upphafi ræðu sinnar. Sighvatur sagði að niðurstaðan valdi vonbrigðum en kannski hati menn verið of bjartsýnir. Það blasi því við að koma rekstrinum á réttan kjöl og hann telur að allar forsendur séu til þess. Næst rakti Sighvatur helstu ástæður lélegri afkomu, sem eru: Afkoma loðnufrystingar nam um 100 milljónum króna. Afkoma bolfisk- veiða og vinnslu ákaflega slæm. Skip félagsins voru mikið frá veiðum vegna bilana sent leiddi til hráefnisskorts og þar af leiðandi til aukins kostnaðar við veiðar og vinnslu. Annar kostnaður við útgerðina hefur aukist umtalsvert. Má þar nefna olíukostnað, veiðar- færakostnað sem og viðhaldskostnað. Afkoma Þorlákshafnardeildarinnar, þ.e.a.s. frystihússins og skipanna, varð mjög slæm og olli vonbrigðum. Síðastliðið rekstrarár er það stærsta í sögu félagsins. Heildarvelta sam- stæðunnar nam um 4.451 milljónum króna sem er um 22 % aukning frá fyrra ári. Skip félagsins öfluðu 107 þúsund tonna sem er 25 þúsund tonnum meira en á fyrra ári. Alls tókum við á móti tæpum 144 þúsund tonnum af hráefni samanborið við 142 þúsund tonn á fyrra ári. „Athyglisvert er að innkaup á þorski hafa verið að aukast á nýjan leik og er það vel. Umsvitin hafa aukist jafnt og þétt á liðnum árum og útlit er fyrir frekari aukningu á næstu árum." Aldrei meiri framleiðsla Heildarframleiðsla ársins nam um 41.5ÍK) tonnum og heildarútflutn- ingurinn nam 42.3(K) tonnum á árinu, sem er svipað magn og á fyrra ári. Framleiðsla á frystum afurðum hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári eða um 14.000 tonn. Mjöl- og lýsis- framleiðsla dróst nokkuð saman vegna þess að nýting í lýsi og mjöli var nokkru lakari en á fyrra ári sökum þess hve horuð loðnan og sumarsíldin voru á árinu. Næst rakti Sighvatur nokkrar tölulegar upplýsingar um síðasta rekstrarár og bar það saman við árið á undan. „Ef litið er á afkomu ársins kemur eftirfarandi í Ijós: Heildarvelta félagsins jókst um tæp 22 % á árinu. hráefniskostnaður jókst um tæp 15 %, en vinnulaunakostnaður jókst um 34,5 %, einnig annar ífamleiðslukostnaður, þar inni íer allur kostnaður við rekstur skipanna, svo sem viðhald, veiðarfæri, olía o.s.frv. Tap af reglulegri starf- semi móðurfélags nam 213 milljónum króna en á fyrra ári nam hagnaðurinn 83 milljónum króna. Veltufé frá rekstri móðurfélags nam nú 162 milljónum króna en veltufé frá rekstri á fyrra ári nam 228 milljónum króna. Afkoma móðurfélagsins versnaði því um 66 milljónir króna. Ljóst er að veltufé frá rekstri þarf að aukast verulega og verða um 500 milljónir króna á ári ef ásættanleg skilyrði eiga að myndast í rekstri félagsins." Þá kom fram að tap varð bæði á Mel ehf. og Immanúel ehf.. dóttur- fýrirtækjum Vinnslustöðvarinnar. Tap af reglulegri starfsemi samstæðunnar nam 283 milljónum króna eða 70 milljónum króna lakari afkoma en móðurfélagsins. Veltufé frá rekstri nemur einnig um 93 milljónum króna sem einnig er 70 milljónum króna lakari en móðurfélagsins." Ástæður tapsins Helstu ástæður fyrir lakari afkomu í ár eru einkum eftirfarandi: Á liðnu ári framleiddi Vinnslustöðin 5.035 tonn af frystri loðnu samanborið við 5.049 tonn á árinu á undan en verðmætið lækkaði um 90 milljónir króna eða um rúrnar 17 kr. á kg. Ástæður þessa eru lágt gengi japanska yensins, loðnan var smærri og afurðaverð lægra en áður. Hráefniskostnaður jókst um 15 milljónir króna frá fyrra ári eða um 3 kr. kílóið þrátt fyrir íægra afurðaverð. Á móti kemur að annar framleiðslu- kostnaður lækkaði um 24 milljónir sem er bein afleiðing af fjárfestingum í aðstöðu til vinnslu á loðnu og síld. „Þetta leiddi allt saman til þess að framlegð úr loðnuvinnslu var 80 milljónum króna lægri en á fyrra ári." Á árinu gerði Vinnslustöðin út sex skip til bolfiskveiða og varð heildaraflaverðmæti þeirra 664 milljónir króna og frairilegðin einungis 38 milljónir króna. Á síðasta ári voru gerð út þrjú skip til bolfiskveiða og varð aflaverðmæti þeirra 480 milljónir og framlegð úr rekstri nam 105 milljónum króna. „Einnig má nefna að félagið greiddi 16 milljónir í veiðileyfagjald til Þróunarsjóðs á árinu en þetta eru nýjar álögur á útgerðina sem gera afkomu ársins lakari en ella," sagði Sighvatur og bætti við. „Við stefnum að því að fækka skipum á árinu og gera út fjögur til fimm skip til bolfiskveiða. Það mun lækka kostnaðinn umtalsvert frá því sem nú er. Skip félagsins hafa fengið góða yfirhalningu á árinu sem mun leiða til lægri viðhaldskostnaðar á nýhöfnu ári." Á liðnu rekstrarári var verðmæti bolfiskafurða um 1.122 milljónir króna og varð framlegðin af þessari vinnslu neikvæð unt 82 milljónir króna. Séu bolfiskútgerðin og vinnsl- an tekin saman er niðurstaðan nei- kvæð um 48 milljónir króna fyrir afskriftir, stjórnunarkostnað og fjár- magnskostnað. Saltfiskframleiðslan varð minni en á fyrri árum sem leiddi til þess að afkoma bolfiskvinnslunnar varð um 30 milljónum króna lakari. „Á fyiTa ári framleiddum við fyrir um 576 milljónir króna og varð framlegðin af því neikvæð um 50 milljónir króna. Hún hefur því batnað hlutfallslega frá fyrra ári. Á undan- förnum þremur til fjórum mánuðum má greina þess glögg merki að við höfum verið að ná betri árangri en áður.“ Ýmsir möguleikar Mikil óvissa er um framtíð land- vinnslunnar en unnið er að tillögum til stjórnar um framtíð bolfiskvinnsl- unnar og þar verður lagt til hvort unninn verður bolfiskur, hvar og þá hvað. Eiga þær að vera tilbúnar í lok nóvember nk. „Ljóst er að við eigum mikla möguleika í ýmiskonar vinnslu en taka þarf á þáttum er snúa að bættri nýtingu fasteigna, véla, tækja og síðast en ekki síst mannskaps,“ sagði Sighvatur en nefndi einnig nokkur atriði sem gætu verið vísbending um bjartari framtíð. „Fjárfesting IS á franska fyrirtækinu Gelmer munu styrkja stöðu okkar sem og annarra framleiðenda innan IS umtalsvert. Mikil áhersla verður lögð á vinnslu og sölu á ferskum flökum en með því móti getum við aukið umsvifin og bætt afkomuna til lands og sjávar." Ljósið í myrkrinu Ljósu punktamir í starfseminni eru bræðslan sem skilaði metafkomu sem og nótaskipin og vinnsla á síld. „Síldarfrystingin kom betur út en áður vegna hagræðingar í vinnslu, en verð afurða féll umtalsvert á tímabilinu og urðum við þar af urn 15 til 20 milljóna framlegð sem tekið er tillit til á síðasta ári." Þrátt fyrir það sem hér hefur komið fram að framan er Sighvatur ánægður með stöðu Vinnslustöðvarinnar hf. Eigið fé félagsins er nú um 2.500 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið er um 36 % af heildarfjármagni. „Veltufjárhlutfall móðurfélagsins er vel yfir 1,5 og fullyrði ég að áratugir eru síðan Vinnslustöðin hf. var jafn fjárhagslega sterk og í dag." 1200 milljónir í laun Heildarlaunakostnaður móðurfélags- ins nam um 1.164 milljónum króna og jókst um rúmar 270 milljónir frá fyrra ári. Ársverk vom 386 samanborið við 324 á fyrra ári. Til sjós störfuðu um 100 manns að jafnaði og námu heildarlaun til þeirra rétt tæpum 500 milljónum en 286 starfsmenn í landi skiptu með sér 664 milljónum króna. (Samkvæmt þessu hafa meðallaun sjómanna verið tæpar 5 milljónir króna en hjá fólki f landi losa þau 2,3 milljónir. Innskot Frétta) Ef dótturfélögin eru tekin með greiddi Vinnslustöðin í heildarlaun á fyrra ári rúmar 1.200 milljónir króna og fjölgaði ársverkum þá um 15, eða upp f 401. Nýta þarf vinnu- tímann betur ,Hjóst er að ef bolfiskvinnslan á að lifa af þær hremmingar, seni yfir hana hafa gengið, þarf að breyta þar verulega til, bæði í vinnutíma sem og launakjörum. Við höfurn hug á að reyna ná sáttuni nieð breyttan og styttan vinnutíma. fækka pásum og greiða þá aukalega fyrir það. Eitt af því sem háir vinnslunni hvað mest er hversu illa vinnutíminn nýtist og að bæði í Þorlákshöfn og í Eyjum er erfitt að fá kvenfólk til starfa eftir hádegi. sem gengur ekki lengur. Við höfum einnig hug á því að umbuna með einum eða öðrum hætti því starfsfólki sem skilar meiri afköstum. Á þetta sérstaklega við í snyrtingu. Flæðilínan býður upp á, með litlum breytingum, að vera með einstaklingsbónus í stað hópbónuss. Við teljum það henta fyrirtækinu og starfsfólkinu betur og viljum því leita allra leiða til þess að koma einhvers konar einstaklingsbónussfyrirkomu- lagi á í fyrirtækinu á árinu. Það gengur ekki að nýta vélar og starfsfólk svo illa sem raun ber vitni. Annars drögumst við aftur úr og vinnslan leggst af." Sighvatur vill út með pásurnar, fjölga neyslutímum en stytta þá og að einungis hluti starfsfólks taki neyslu- hlé á sama túna. Með þessu segir hann hægt að hækka launin. „Þetta tekst aðeins með samstarfi við starfsfólkið. Einnig viljum við að allir séu ráðnir á sama vinnutíma, byrjað sé fyrr á morgnanna og fólk hætti jafnframt fyrr á daginn. Viðvera styttist, tíminn nýtist betur og laun hækka. Ef við ekki náum fram betri nýtingu á vélum, tækjum og starfsfólki, getum við alveg eins lokað bolfiskfrystingunni strax. Mögulegt væri að keyra áfram vinnslu á ferskum flökum og saltfiski en keyra aðra vinnslu niður í Iágmarksmann- skap sem þarf til þess að halda loðnu- og síldarvinnslunni gangandi hverju sinni. En það getur ekki verið þetta sem við viljum og við verðum að fá starfsfólk okkar til liðs við okkur og snúa vöm í sókn,“ sagði Sighvatur. Skilyrðislaus krafa um hagnað Þrátt fyrir að Sighvatur sé bjartsýnn á framtíð Vinnslustöðvarinnar er ljóst að krafa um hagnað og um leið hag- kvæmni verður höfð að leiðarljósi, óháð fjölda starfsmanna. „Við höfum barið höfðinu við steininn í fjögur ár og tapað á því miklu af peningum. Stjómendur fyrirtækisins hafa viljað skapa sem flestum atvinnu, talið sig hafa siðferðislega skyldu við starfsfólk og bæjarfélög, og því höfum við tapað. Við höfum haft þá trú að þetta væri að koma, en niðurstaðan er alltaf á sama veg. í baráttu um hylli fjár- magnseigenda gengur það einfaldlega ekki upp. Við fáum enga umbun fyrir það frá einum eða neinum og því ber okkur, að mínu mati, að horfa blákalt á staðreyndir og skila viðunandi afkomu. Um þetta þurfa allir að vera sammála. Ágætu hluthafar, fyrir rúmurn fimm árum síðan. er Vinnslustöðin hf„ Fiskiðjan hf. og fleiri félög sam- einuðust var fyrirtækinu vart hugað líf. Áföll dundu á félaginu er gengið var fellt í tvígang. En fimm árurn síðar er félagið orðið fjárhagslega mjög sterkt. Eigið fé Vinnslustöðvarinnar hf. í dag er rúrnar 2.500 milljónir króna. Þetta hefur tekist með dyggum stuðningi hiuthafa félagsins sem lagt hafa þvf til viðbótarfjármagn. Hluthafamir verða að fá eðlilega ávöxtun á hlutafé sitt og við því verðum við að bregðast. Eg tel að Vinnslustöðin hf. sé að mestum hluta mjög góð rekstrareining. Vandamál okkar er bundið við bolfiskvinnslu eins og reyndar flest öll önnur fyrirtæki í sjávarútvegi. Við getum leyst þetta vandamál og höfum fullan stuðning stjómartil þess," sagði Sighvatur Bjamason framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar hf. -Við höfum barið höfðinu við steininn í fjögur ár og tapað á því miklu af peningum. Stjórnendur fyrirtækisins hafa viljað skapa sem flestum atvinnu, talið sig hafa siðferðislega skyldu við starfsfólk og bæjarfélög, og því höfum við tapað. Við höfum haft þá trú að þetta væri að koma, en niðurstaðan er alltaf á sania veg. í baráttu um hylli fjármagnseigenda gengur það einfaldlega ekki upp. Við fáum enga umbun fyrir það frá einum eða neinum og því ber okkur, að mínu mati, að horfa blákalt á staðreyndir og skila viðunandi afkomu, sagði framkvæmdastjóri í ræðu sinni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.