Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 30.10.1997, Qupperneq 4
4 Fréttir Fimmtudagur 30. október 1997 SÆLKERI VIKUNNAR: HELGA BJÖRG □LAFSDGTriR Mánudagsfiskréttur og lasagna íris Róbertsdóttir, sælkeri síðustu viku. skoraði á vinkonu sína, Helgu Björgu Ólafsdóttur að taka við sem hún gerir hér með. „Ég vil byrja á því að þakka henni vinkonu minni fyrir áskorunina og það er gott að vita til þess að maður gleymist ekki í borginni. Héðan úr Reykjavfk er svo sem allt gott að frétta en heima er alltaf best. Ég ætla að bjóða upp á „Fjölbreyttan mánudags- fiskrétt” og „Lasagna al Fomo.” Það er mjög auðvelt að elda báða þessa rétti og lasagnað má elda degi áður og geyma í ísskáp yfir nótt.. Fjölbreyttur fiskréttur 500 g ýsa eða þorskur 4 dl hrísgrjón (eða passlegt í botninn á eldföstu móti) 1 dós Heinz spaghetti 1 dós Sweet and sour sósa (Uncle Bens) 3 tómatar (má sleppa) 2 msk. fiskikrydd (t.d. frá Potta- göldrum) ostur steinselja Sjóðið hrísgrjónin í u.þ.b. 15 mínútur og ftskinn f 5 mínútur. Setjið hrísgrjónin neðst í eldfast mót og súrsætu sósuna yfir. Raðið fiskinum ofan á og kryddið. Þar ofan á kemur spaghettíið og ofan á það annaðhvort tómatar í sneiðum og ostur eða þá bara ostur. Þetta er svo hitað í ofni þar til osturinn er orðinn fallega gullinn, 10 - 15 mínútur, og skreytt með saxaðri steinselju. Með þessu er borið ferskt salat, snittubrauð og vatn eða mjólk. Lasagna al Fomo tæpur pakki af lasagnablöðum 1/2 kg nautahakk 2 laukar 1 dós tómatpuré, millistærð I pk. spaghettisósa 3/4 dl vatn salt og pipar 2-3 tsk. paprikuduft 1 -2 tsk. Season All 1 tsk. hvítlauksduft 1-2 tsk. Italian Seasoning 2 súputeningar (nauta) 1/2 dl mjólk 4 msk. hveiti 1/2 gráðostur (eða eftir smekk) smjör rifinn ostur Brytjið lauk og steikið ásamt hakkinu. Kryddið vel með salti, pipar, paprikudufti, hvítlauk og Season All. Bætið vatni, tómatpuré og súputen- ingum út í og sjóðið. Látið spag- hettisósuna út í og sjóðið með síðustu mínútumar. Lagið jafning úr mjólk, hveiti og örlitlu smjöri, kryddið með salti, pipar og Season All. Myljið síðan gráðaost út í sósuna og látið hann bráðna. Blandið síðan saman kjötsósunni og jafningnum. Setjið hluta af blöndunni neðst í eldfast mót, raðið lasagnablöðum ofan á svo aftur sósu og svo koll af kolli. Efst kemur rifinn ostur og paprikuduft. Bakið í ofni í 30-40 mínútur við 180°C. Með þessu er gott að hafa salat, snittubrauð og einhvem ískaldan og góðan drykk. Ég ætla að senda boltann aftur yfir sundið, rétt að halda sig við Eyjar, en halda honum innan fjölskyldunnar um sinn. Ég skora á Ingu Birnu Sigur- steinsdóttur að taka við sælkeranum." Fjölnota atvinnuhúsnæði til sölu Húseignin Flatir 25 er til sölu. Ásett verð kr. 12,5 milljónir Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar veita Benedikt Ragnarsson eða Þröstur Gunnarsson «Sparisjóður Vestmannaeyja Splæsa gulri málningu á skólann Stysta kennaraverkfalli sögunnar á íslandi lauk á mánudaginn var. Þaðstóð nákvæmlega yfir í einn dag. Flestir höfðu búist við miklu lengra verkfalli og sagt er að margir í hópi nemenda hafi verið mjög óhressir með hvað þetta var stutt verkfall, höfðu vænst þess að fá a.m.k. nokkurra daga frí. Formaður Kennarafélags Vestmannaeyja er Bryndís Bogadóttir og hún er Eyjamaður vikunnar í tilefni af því hve málin leystust skjótt. Fullt nafn? Bryndís Bogadóttir. Fæðingardagur og ár? 15. júní 1967. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Einhleyp (með öllum þeim kostum og göllum sem þvífylgja). Menntun og starí? Utskrifaðist úr Kennaraháskóla Islands 1991. Starfa sem kennari við Barnaskóla Vestmannaeyja. Laun? Égerkennari. Segirþað ekki allt sem segja þarf? Helsti galli? Það skulu aðrir dæma um. Helsti kostur? Það sama hér. Uppáhaldsmatur? Góð steik klikkar aldrei. Versti matur? Allur innmatur og svið. Uppáhaldsdrykkur? Sódavatn (með einhverju saman við, við hátíðleg tækifæri). Uppáhaldstónlist? Ég hlusta á nær alla tónlist. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að vera í góðra vina hópi. Hvað er það leiðinlegasta sem þúgerir? Aðþvo. Hvaö myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Eitthvað óskynsamlegt, á borð við að splæsa gulri málingu á Barnaskólann. Svo færi restin í mig sjálfa. Uppáhalds stjórnmálamaður? Mér finnst enginn skara fram úr þessa dagana. Uppáhalds íþróttamaður? ÍBV liðið í fótbolta eins og það leggur sig. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, ég er í Þroskahjálp og líka í getuskiptum saumaklúbbi. Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið Bráðavaktin. Uppáhaldsbók? Enginein sérstök. Ég les mikið og held upp á margar bækur en vil ekki tiltaka neina sérstaka. Hver eru helstu áhugamál þín? Útivist og lestur svo að eitthvað sé nefnt. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Það gagnstæða. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Áttirðu von á svona stuttu verkfalli? Nei, fyrst það skall á þá átti ég von á meiru en einum degi. Eru þetta góðir samningar? Það verður hver og einn að meta sjálfur. Þeir koma vel út fyrir suma en ekki fyrir aðra. Svo á eftir að greiða atkvæði um þá. Voru nemendur þínir ánægðir með að verkfallið skyldi leysast svona fljótt? Nei, þeir hefðu víst gjarnan viljað fá nokkurra daga frí til viðbótar. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Kennsla? Skemmtilegt starf. -Verkfall? ísland í dag. -Laun? Hlægileg. Eitthvað að lokum? Nei, ekkert sérstakt. Bara takk fyrir mig. Nýfqzddir Vestmqnnqcyingqr 9 Stúlka Þann 1. okt.. s.l. eignuðust þau Helen Kjartansdóttir og Baldur Þór Bragason stúlku sem hefur verið nefnd Elísabet Bára. Hún var 3740 gr. og 51 cm. og fæddist á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Stóra systir, Birta Baldursdóttir heldur á henni. ORÐSPOR - ORÐSPOR - Þau eru mörg spakmælin sem komafrá íþróttaáhugamönnum í hita leiksins. Um daginn heyrðist á handboltaleik. „Þessi leikur klárast ekki fyrr en hann er búinn.” - Það erýmislegt í sambandi við nýja listaskólann sem vekur mönnum furðu. Hann var vígðurfyrir bráðum hálfum mánuði. Nemendur Tónlistarskólans hafa verið að mæta í sína tíma upp í Listaskóla en ekki komist I kennslu þar, því hún fer enn fram í Arnardrangi. Myndlistardeildin hefur ekki hafið starfsemi enn og því síður leiklistardeildin. Enda herma fregnir að húsnæðið sé alls ekki tilbúið. Kosningar eru ekki fyrr en í vor og því spyrja menn sig: Hvað lá á að vígja hálfkláraðan skóla sem ekki er hægt að taka í notkun strax. Og hvað var verið að vígja? En þetta er auðvitað bara sama gamla neikvæðnin í öllum hér. Framtfðarstarf íþróttamiðstöðin auglýsir lausartil umsóknartvær 100% stöður. Um erað ræða sundlaugarvörð og einnig baðvörð í karlabúningsklefum. Unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Leitað er að starfsmönnum með góða þjónustulund sem eiga gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna. Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf sundstaða skv. reglugerð. Umsóknareyðublögð liggja frammi í afgreiðslu Ráðhúss og þangað ber að skila umsóknum. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður ísíma481 2400 og 481 1589 Iþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum Fiáreiqendur Hrútasmölun fer fram laugardaginn 1. nóvember nk. Mæting við réttina kl. 9 árdegis Fjáreigendafélagiö Húsaieiqustyrkir námsfólks Umsóknarfrestur um húsaleigustyrk á haustönn 1997 rennur út á morgun 31. október en umsóknum ber að skila í afgreiðslu Ráðhúss. Framvísa ber Ijósriti af húsaleigusamningi. Umsækjendureigi lögheimili í Eyjum og stundi starfsmenntunarnám utan Eyja, sem ekki er unnt að stunda heima í héraði. Stuðnincisfulltrúi - Atvinna Stuðningsfulltrúi óskast á Meðferðarheimilið Búhamar, þarf að geta byrjað nú þegar. Um er að ræða tímabundið 50% starf, sem felst í vaktavinnu þá viku og helgi sem skammtímavistun er á Búhamri. Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldismenntun og eða reynslu af vinnu með börn. Nánari upplýsingar gefur Ásta Halldórsdóttir forstöðumaður í síma 481 2127 eða hs. 481 3213. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Ráðhússins, jarðhæð. Umsóknarfrestur rennur út 6. nóv. nk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.