Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Blaðsíða 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 12. mars 1998
Bæjarstjómarkosningarnar 23. maí:
Undirbúningur
að komast á skrið
-Uppstilling hjá sjálfstæðismönnum og V-lista. Oákveðið með framboð H-listans
Ennþá fer lítið fyrir kosninga-
baráttunni vegna bæjarstjórnar-
kosninganna sem fram fara 23. maí
nk. Undirbúningur er þó að komast
á skrið og hafa sjálfstæðismenn
ákveðið að uppstillinganefnd fái
það hlutverk að velja fólk á listann.
Vestmannaeyjalistinn hefur blásið
af fyrirhugaða skoðanakönnun en
óljóst er hvort H-listinn býður fram
eða ekki.
Sunnudaginn 8. mars var haldinn
fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðis-
tlokksins í Vestmannaeyjum. Áfund-
inum voru ræddar komandi bæjar-
stjórnarkosningar í vor og tilhögun á
vali frambjóðenda á lista flokksins.
Ákveðið var að velja fimm manna
uppstillinganefnd sem sæi um að til-
nefna menn á listann. Að sögn
Sigurðar Einarssonar formanns full-
trúaráðs Sjálfstæðisflokksins voru
fundarmenn mjög einróma um að
fara þessa leið.
Þá kom fram á fundinum að búið
væri að tala við aðal- og varabæjar-
fulltrúa flokksins og að þeir hafi
samþykkt að sætta sig við niðurstöður
uppstillingamefndar, hvort sem þeir
væru þar á lista yfir efstu menn eða
ekki
Hjálmfríður Sveinsdóttir formaður
Bæjarmálafélags Vestmannaeyja-
listans staðfestir að hætt hafi verið við
skoðanakönnun hjá V-listanum vegna
bæjarstjómarkosninganna í vor. „Við
auglýstum eftir framboðum en það
voru svo fáir sem gáfu kost á sér að
við sáum ekki neina forsendu fyrir því
að hafa slíka könnun. Við hefðum
viljað sjá að minnsta kosti átta til tíu
manns, en það voru ekki nema þrír
eða fjórir sem gáfu kost á sér. Þess
vegna hefur verið skipuð uppstill-
ingamefnd sem skipuð er Jakobi
Möller, Sólveigu Adólfsdóttur, Stefáni
Jónassyni og Sigurgeir Scheving til
þess að vinna í þessu máli.“
Hún segir að uppstillingamefndin
muni verða búin að Ijúka sinni vinnu í
lok vikunnar og að línur fari að skýrast
í framhaldi af því. „Það þarf að koma
meiri umræðu í gang í bænum og
koma fólki upp úr þessum pólitíska
doða sem virðist vera nkjandi að
minnsta kosti opinberlega, þó menn
skrafi margt í spjallinu."
Georg Þór Kristjánsson (H) sem
fór fram í síðustu kosningum með
óháð framboð, segir að ekkert sé á
hreinu og bætir við að ekki sé búið að
ákveða neitt. „Hins vegar, ef ég fer
fram, þá fer ég fram sér og óháður
miðað við stöðu mála í dag.“
Deilt um þátttöku bæjar-
ins í Útgerðarfélagi Vm
Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn
var 5. mars sl., var tekin til af-
greiðslu tillaga sem Ragnar Oskars-
son lagði fram í bæjarráði hinn 17.
febrúar. Tillagan var þess efnis að
Vestmannaeyjabær tæki þátt í
stofnun Útgerðarfélags Vestmanna-
eyja með kaupum á hlutabréfum.
Þetta yrði tímabundið og yrði unnt
að selja hlutabréfin síðar ef efni
stæðu til.
Meirihluti bæjarstjómar bar fram
frávísunartillögu á tillögu Ragnars. í
henni var einnig lagt til að bæjarstjóra,
sem er í stjórn Þróunarfélagsins,
undirbúningsnefnd um fjárfestinga-
félag og í stjóm Útgerðarfélags Vest-
mannaeyja, verði falið að koma með
tillögu til bæjarráðs um aðkomu
bæjarins.
Þessi frávísunartillaga var sam-
þykkt með fjórum atkvæðum gegn
þremur.
Þeir Ragnar og Guðmundur Þ.B.
Ólafsson bám þá fram aðra tillögu þar
sem lagt var til að bæjarsjóður kæmi
tímabundið inn með hlutafé í fyrmefnt
almenningshlutafélag. Gert verði ráð
fyrir útgjöldum vegna þess við seinni
umræðu um fjárhagsáætlun. í
greinargerð með tillögunni telja
flutningsmenn sjálfsagt að bærinn taki
þátt í þessari tilraun með því að leggja
fram fé, tímabundið til félagsins og
sýndi með því gott fordæmi.
Þessi tillaga var felld með fimm
atkvæðum gegn tveimur og því ljóst
að áframhald þessa máls verður í
höndum bæjarstjóra, samkvæmt frá-
vísunartillögunni sem samþykkt var á
fundinum.
Fjárfesflngafélag f burðafflðnum
Eins og greint var frá í Fréttum
fyrir skömmu er áhugi fyrir stofnun
fjárfestingafélags í Vestmanna-
eyjum. Fyrir stuttu boðaði Þró-
unarfélagið til fundar með fulltrú-
um frá Lífeyrissjóði Vestmanna-
eyja, Sparisjóðnum og Islands-
banka, ásamt sérfræðingum um
það hvernig standa beri að stofnun
slíks félags.
Á þeim fundi var kjörin tjögurra
manna nefnd til að starfa að framgangi
málsins. Hana skipa þeir Bjarki
Brynjarsson frá Þróunarfélaginu,
Benedikt Ragnarsson Sparisjóðnum,
Börkur Grímsson íslandsbanka og
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri.
Bjarki Brynjarsson sagði í samtali
við Fréttir að nefndin hefði farið í
stutta ferð upp á fastalandið til að
kynna sér hliðstæða starfsemi þar. I
Reykjavík heimsóttu þeir bæði
Kaupþing og VÍB og fóru einnig í
heimsókn til Iðnþróunarfélags
Akureyrar. Bjarki sagði að þama
hefðu verið skoðaðir möguleikar á
samstarfi við þessa aðila, svo sem
víxlfjárfestingum og samvinnu um
verkefni. Einnig hefði verið athugað
hvemig bæði Kaupþing og VÍB gætu
komið að þessum málum í Vest-
mannaeyjum.
Bjarki sagði þetta hafa verið
fróðlega ferð. Nefndin myndi skila
áliti mjög fljótlega og í framhaldi af
því yrðu næstu skref stigin.
Bæþrstjórn:
Fjáiliagsáædun
lögðfram
Á síðasta bæjarstjórriarfundi var lögð fram til fyrri umræðu
fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1998.
Bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði og gerði grein fyrir forsenduni og
helstu niðurstöðum en samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum að
vísa þessum niðurstöðum til síðari umræðu sem fram fer í dag.
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs:
Niðurstaða reksturs kr. 1.124.640.000
Til eignabreytinga frá rekstri kr. 123.559.000
Gjaldfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 66.436.000
Eignfærður stofnkostnaður (nettó) kr. 57.000.000
Gjöld alls kr. 1.158.517.000
Tekjur alls kr. 1.158.640.000
Tekjur umfram gjöld kr. 123.0(K)
Niðurstöðutölurfjármagnsyfirlits kr. 119.181.000
Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs:
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 123.000.000
Gjöld kr. 108.137.000
Heildarniðurstaða: kr. 236.907.000
Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar:
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 11.167.000
Gjöld kr. 28.017.000
Heildarniðurstaða: kr. 61.517.000
Fjárhagsáætlun Sorpeyðingarstöðvar:
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 57.646.000
Gjöld kr. 49.947.000
Heildarniðurstaða: kr. 66.778.000
Fjárhagsáætlun Fjarhitunar:
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 138.472.000
Gjöld kr. 123.871.000
Heildarniðurstaða: kr. 151.394.000
Fjárhagsáætlun Vatnsveitu:
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 41.593.000
Gjöld kr. 28.772.000
Heildarniðurstaða: kr. 41.593.000
Fjárhagsáætlun Rafveitu:
Niðurstöðutölur reksturs: Tekjur kr. 210.023.000
Gjöld kr. 187.620.000
Heildarniðurstaða: kr. 210.283.000
Nú er uerið að leggja lokahönd á gerð útsýnispalls á Nýjahrauninu ofan uið
Skansinn. Hann er hlaðínn á suipaðan hátt og aðrir útsýnispallar sem gerðir
hafa uerið. Sigurður Jónsson. f rá Húsauík, hef ur yf irumsjón með uerkinu. Hér er
hann ásamt Tómasi Kristinssyni og Oddi Júlíussyni sem hafa uerið honum til
fulltingis uið uerkið.
KÁ Reykt medisterpylsa pr. kg. 488
KÁ Svínasnitsel pr. kg. 1178
KA Hangisalat 200 gr. 98
Nóa Rjómasúkkulaði 200 gr. 5 teg. 198
Family fresh Sjampo/duch fyrir born 500 ml. 229
Familý fresn Flárnáeiring 400 ml. 159
Fámily frésh Sjámpó 500 ml. 3 teg. 179
Daim súkkulaði 3 stk. 99
Daim karamellur 200 gr. 259
Daim skafís 1 Itr. 298
Daim ístoppar 4 stk. 298
Daim kúlur 150 gr. 179