Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Page 13
Fimmtudagur 12. mars 1998 Fréttir 13 Bless, sagði daman Frá ráðstefnu um sjávarbyggðir, auðlindanotkun og siðfræði, sem haldin var í Stamsund 18.til 21. febrúar 1998. Stamsund er útgerðarbær í Lófóten í Norður Noregi þar sem séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur Landakirkju var meðal frum- mælenda. Með honum í för voru, sr. Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Olafsfirði, sem er höfundur greinarinnar og sr. Davíð Baldurssyni prófastur á Eskifirði Hann sá hana nálgast og vissi að hún hafði áhuga. Þau spjölluðu saman góða stund. Hann bauð henni upp á drykk. Hún var sæt. Hún sagði honum frá því sem hún var að gera og því sem hún ætlaði að verða. “Hvað ætlar þú að gera,“ spurði hún svo. „Ég? Ég ætla að verða trillukarl," sagði hann. Það varð andartaks þögn og á meðan var eins og þúsund rnyndir rynnu í gegnum höfuðið á stúlkunni. Hún lauk úrglasinu sínum, seildist rólega eftir töskunni sinni og sagði. „Bleeeess“. mjórri röddu. Þetta síðasta útspil þótti víst ekki örvandi. Höfðar sjávarútvegur til unglinga? Það er annar dagur ráðstefnunnar í Stamsund og líf og fjör í tuskunum. Fundarmönnum hefur fjölgað um helming og meðalaldurinn lækkað um helming líka. Salurinn er fullur af fólki á aldrinum sextán ára til tvítugs. Það er komið til að hlusta á skólafélaga sína segja frá verkefni um ungt fólk og sjávarútveg sem unnið hefur verið í skólanum þeirra. Og rétt í þessu er ungur maður að segja frá sætu stelpunni sem hann missti af vegna þess að hann langaði til að Sigríúur og Bjarni. verða trillukarl. Þau segja okkur frá því hversu erfitt er að kaupa bát og byija að veiða. Kvótinn er svo dýr og ekki heiglum hent að kaupa sig inn í kerfið. Og síðan er öllum umsóknum og skýrslum varpað upp á glæru þannig að við getum með eigin augum séð kerfið sem við er að etja. Þau hafa safnað upplýsingum um afstöðu fé- laga og kunningja til búsetu í sjávar-byggðum. Margir vilja flytja „suður í tækifærin". Aðrir kvarta um þjónustu-leysi að það vanti billjard- hallir og aðra tómstundaiðkun í hinum dreifðu byggðum. Það vantarnæturlíf og kaffihúsalíf, veðrið er slæmt og fábreytilegri möguleikar á að mennta sig. Og svo hefur allt tengt sjávar- útvegi á sér slorstimpil og þykir ekkert sérstaklega fínt. Þurfum að losna við slorstimpilinn Þau vilja ráðleggja hinum fullorðnu að bæta menntun innan sjávarútvegs. Það verður líka að afmá „slor- stimpilinn“ af greininni og skapa jákvæða ímynd. Gera verður ungu fólki kleift að komast í sæmilega vinnu en láta ekki eldri kynslóðina hanga á öllu því besta eins og hundar á roði. Yngja verður upp bátaflotann. Vitnisburður unga fólksins er líka jákvæður í garð Iandsbyggðarinnar. Þau vilja mörg hver búa í sjávarplássi og nefna til þess ástæður. Þau vilja viðhalda hefð kynslóðanna. Margir strákanna vilja gerast sjómenn eins og afi og pabbi. Sumir eiga von á þvi að geta tekið við bát pabba, enda næstum ómögulegt að kaupa sig inn í keifið. Margir þrá frjálsræðið á hafi úti og að geta verið sínir eigin herrar. Þeim fmnst sjávarútvegur áhugaverður. Þau vilja vinna við matvælaiðnað og jafnvel eygja von um góð laun. Þau vilja halda lífi í sinni byggð, búa heima. Mörg vilja mennta sig f að hagnýta náttúruauðlindir og snúa heim með þá þekkingu. Og svo telja þau að grasið sé ekkert endilega grænna hinum megin. Fiskiguðfræöi Nefnd voru fjögur verkefni guðfræð- innar varðandi hafið. Hið fyrsta er að leggja fólki til orð og táknmál til að túlka líf sitt í ljósi siðferðilegra gilda. Annað verkefnið er að renna frekari stoðum undir ábyrga auðlindanotkun. I þriðja lagi þarf að fjalla um lífið á hafi og við haf á trúarlegum og andlegum nótum. Að síðustu hlýtur ■m íslenskir bátttakendur anda að sér fersku lofti milli fy rirlestra. guðfræðin að hvetja til heildarhugs- unar. Hafið -auðlindirnar -fólk og tilgangur lífsins verða að skoðast í samhengi úti við hið ysta haf. I can't get no satisfaction! Margir fyrirlesarar gerðu umhverfis- vemd að umtalsefni. Rættvarumað siðleysi og græðgi gætu drepið lífið í höfunum. ekki sfður en á jörðu uppi. Dregin var upp mynd í gamni og alvöru af nútímamanninum sem Homo consumens, þ.e. neyslu- manninum, sem leyst hefði Homo sapiens, hinn viti borna mann af hólmi. Neyslumaðurinn hefur á síð- ustu fimmtíu árum eyðilagt meira af jörð, lofti og hafi en allar þær kyn- slóðir sem á undan em gengnar. Neyslumaðurinn tilheyrir neyslu- menningunni. Boðskapur hennar er hið góða líf, sem aðeins er hægt að öðlast með því að eyða meiru. Neyslu- menningin viðheldur neyslunni með því að skapa endalausa þörf og spila á strengi óánægju, því að ánægð manneskja er lélegur kúnni. Einkennisstef þessarar nýju sið- menningar er Rolling Stones slag- arinn: I can't get no satisfaction (Eg fæ aldrei nægju mína). Og hver kannast ekki við þessa rödd í brjóstinu! Afleiðing þessarar nýju hugsunar er þessi: Við eigum allt, en það er líka allt og sumt sem við eigum. Hugsum á heimsvísu- framkvæmum á héraðsvísu Lögð var áhersla á að umhverfisvemd og ábyrg auðlindanotkun færu saman. Sókn í sjávarfang ætti ekki að líta neikvæðum augum, eins og róttæk- ustu umhverfisvemdarsinnar gera. Á meðan 800 milljónir manna svelta í heiminum er ekki aðeins rétt að nýta sér hverja matbjörg, það er beinlínis skylda, samkvæmt einum fyrirlesar- anna. Hann taldi fólk í sjávar- byggðum best sýna ábyrgð gagnvart heiminum öllum með því að yrkja vel sinn eigin garð. Ef hirt er um auð- lindimar með framtíðina í huga og aðstæður skapaðar til að sem flestir fái að njóta verðugs lífs, þá verður heimurinn betri. Þegar hendir sorg við sjóinn... Hafið er forðabúr og lífæð þeirra sem strendumar byggja. En hafið er ekki aðeins vinur. Hver byggð á sínar sögur af slysum, óhöppum og dauðs- föllum og hin vota gröf geymir ástvini margra. Rætt var um hinar björtu og myrku hliðar hafsins og þátt kirkj- unnar í sorginni við sjóinn. Því var haldið fram að sjóslys, hefðu enn dýpri merkingu fyrir fólk í sjávarþorpum heldur en umferðar- slysin. Slys á sjónum hreyfðu við sjálfum gmndvelli lífsins, því að haf og líf heyrðu saman í þorpinu. Sjóslys eru samfélagsharmleikur og heil byggð liggur undir þegar vinna á úr sorginni. Bent var á hlutverk kirkj- unnar í að tengja sorg, trú og sam- kennd saman í eina heild. Vinnuplagg úr Vestmannaeyjum Á síðasta degi ráðstefnunnar var lögð fram skýrsla úr Eyjum sem sóknar- presturinn sr. Bjarni Karlsson flutti. Var siðfræði sjávarútvegs gerð skil út frá sjónarhóli lífríkis, efnahagslífs og mannlífs. Rakti sr. Bjarni efni fyrir- lestranna og umræður í kjölfarið. Var góður rómur gerður að skýrslunni og efni hennar rætt í hópum ásamt öðmm fyrirlestrum. Vestmanneyingar geta verið stoltir af sínum manni og þeim sem með honum stóðu að samningu skýrsl- unnar að dómi greinarhöfundar. Að heyra til í upphafi greinarinnar sagði ungt fólk frá því sem togaði það til þéttbýlisins. Skýringamar á fólksflóttanum hringdu engum bjöllum í eyrum íslensku þátttakendanna, þetta voru allt sarnan rök sem við höfðum heyrt hér heirna. En þó svo að allar þessar skýringar eigi við rök að styðjast er vandans ef til vill að leita enn dýpra í manns- sálinni. Fólksflóttanum af lands- byggðinni verður ekki snúið við meðan fólk telur sig gallað og rúið gildum ef það býr ekki í borginni. Landsbyggðin þarf að eiga sitt gildismat, sitt stolt, sína trú á eigin getu til að komast af. Þetta gildismat erekki tengt kjamatjölskyldunni einni, heldur stöðum og samfélagi, haf- menningu í landi. Þá skoðast þráin eftir átthögunum ekki sem uppgjöf eða metnaðarleysi heldur gildi. Og er ekki verðugt líf byggt á slíkum gildum? Ef til vill geta kirkjan og strand- fólkið í samvinnu við nágranna okkar handan hafsins tekið höndum saman um að virkja og styrkja slík gildi. Og trillukarlinn tilvonandi fær nýja og betri dömu sem ekki segir bless. • v v M Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, greinarhöfundur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.