Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Qupperneq 1
H )Paskaaœtlun Herjolfs ▼▼ ....erá blaðsíðu 7 Ueriólfm bruarbilið Sími 481 2800 Fax 481 2991 25. árgangur • Vestmannaeyjum 2. apríl 1998 p Bæjarmálafélag Vestmannaeyjalisfans leggur fram lista: \ Þorgerður Jóhanns- ' dóttir leiðir listann -Ragnar Oskarsson hætti við að hætta ^ Á fundi Bæjarmálafélags Vest- É mannaeyjalistans á sunnudaginn 2 var lagður fram listi vegna bæjar- p stjórnarkosninganna 23. maí nk. Miklar breytingar eru frá núver- W andi V-lista og nýtt fólk í flestum | sætum. Oddviti listans er Þorgerð- '' ur Jóhannsdóttir, formaður Starfs- p mannafélags Vestmannaeyjabæjar. Að framboðinu standa Alþýðu- ^ flokkur, Alþýðubandalag, Fram- sóknarflokkur og óháðir. Athygli vek- ur að Ragnar Óskarsso'hbæjarfulltrúi. ■ sem skipar annað sæti V-listans á I þessu kjörtímabili, heldur sæti sínu en P hann hafði gefið út að hann ætlaði að ú hætta afskiptunr af bæjarmálum. w GuðmundurÞ.B. Ólafsson bæjarfull- É trúi, sem er í fyrsta sæti á þessu kjör- 2 tímabili og hafði einnig lýst þvf ytir að hann ætlaði að hætta, er í 11. sæti. Vestmannaeyjalistinn er þannig skipaður: 1. Þorgerður Jóhannsdóttir formaður Starfsmannafélags Vest- mannaeyjabæjar, 2. Ragnar Óskars- son bæjarfulltrúi, 3. Guðrún Erlings- dóttir formaður Verslunarmanna- félags Vestmannaeyja, 4. Lára Skæringsdóttir hárgreiðslumeistari, 5. Bjöm Elíasson grunnskólakennari, 6. Óskar Ólafsson skipstjóri, 7. Krist- jana Harðardóttir skrifstofumaður, 8. Sigurlás Þorleifsson íþróttakennari, 9. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrunar- fræðingur, 10. Rannveig Sigurðar- dóttir verkakona, 11. Guðmundur Þ.B. Ólafsson bæjarfulltrúi. 12. Bjarki Bragason verkamaður, 13. María Friðriksdóttir húsmóðir og Jóhann Bjömsson fyrrverandi forstjóri skipar heiðurssæti listans. • 13. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Efstu menn V-listans, Ragnar, Lára, Þorgerður, Guðrún og Björn. Mynd Þorsteinn Gunnarsson. Skoðanakönnun Gallup fyrir Fréttir: I Tímamót Það voru tímamót í FES í síðustu viku þegar slökkt var á gömlu þurrkurunum í síðasta sinn. Á næstu vertíð verða nýir þurrkarar teknir í notkun og þá heyrir gúanóreykurinn sögunni til. i s Vegna skoðanakönnunar sem Fréttir birtu í síðasta blaði var haft samband við Guðmund Þ.B. Ólafsson, ellefta mann á nýjum Vestmannaeyjalista, Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóra og Georg Þór Kristjánsson sem stóð fyrir fram- boði óháðra fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar og þeir beðnir um að segja álit sitt á þeim niður- stöðum sem könnunin gaf. Guðmundur Þ.B. segir að niður- stöður könnunarinnar komi sér ekki á óvart en rétt sé þó að taka henni með fyrirvara sérstaklega af því að ekki er ljóst hverjar eru tölulegar forsendur hennar varðandi spuminguna um bæjarstjórann. „Fyrri spumingin gefur hins vegar ákveðnar vísbendingar í Ijósi þess hversu úrtakið er stórt, eða 600 manns. Vestmannaeyjalistinn bætir við sig og það segir heilmikið um stöðu núverandi meirihluta." Guðmundur segir að hann eigi ekki von á nema tveimur framboðum. „Hins vegar vona ég að kosn- ingabaráttan verði málefnaleg og menn fari ekki út í ómálefnalega baráttu eins og Sjálfstæðisflokkurinn viðhafði fyrir síðustu kosningar. Að minnsta kosti munum við hjá Vestmannaeyjalistanum ekki taka þátt í slíku.“ Guðmundur bendir á að varðandi seinni spuminguna, þar sem spurt er um væntanlegan bæjarstjóra, sé of snemmt að bera hana fram þar sem öli framboð em ekki Ijós, þegar könnunin sé gerð. „Það er bara einn sitjandi bæjarstjóri og ekki vitað annað en að hann verði bæjarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins. Hins vegar ef tölur eru réttar og það sem ég les úr þeim. þá er fylgi bæjarstjórans innan við 50%, en ekki 80% eins og sagt er í fyrirsögn með greininni. En á meðan forsendur em ekki ljósari en fram kemur í könnuninni skulum við bíða með miklar ályktanir í því sambandi.“ Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir að hann geti ekki verið annað en ánægður með það að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli bæta við sig frá síðustu sveitarstjómarkosningum. „Þetta sýnir að núverandi bæjarstjóm er á réttri leið. Það er ekki búið að stilla upp lista enn þá, þannig að það eru margar forsendur óljósar þegar könnunin er gerð. Þess vegna held ég að ný könnun myndi gefa réttari mynd, þegar listar framboðanna em komnir fram. Samt má lesa ákveðnar vfsbendingar úr niðurstöðum þessarar könnunar, sem era Sjálfstæðis- flokknum í hag.“ „Varðandi seinni spurninguna er ekki hægt annað en vera sáttur með 80% fylgi í bæjarstjóraembættið af þeim sem svömðu,“segir Guðjón. „Hins vegar hefur ekkert framboð gefið út hvert bæjarstjóraefni þess verður og svörin verður að skoða í Ijósi þess. Það er eðlilegt að margir vilji fá að sjá bæjarstjóraefni flokkanna áður en þeir taka afstöðu. Það sem mér finnst einnig athyglisvert er að fleiri kjósendur V-listans vilja mig sem bæjarstjóra heldur en Ragnar Óskarsson og hlutföllin milli okkar Ragnars eru mér í hag frá síðustu skoðanakönnun en þá var ég einnig sitjandi bæjarstjóri." Georg Þór Kristjánsson sem bauð fram í síðustu kosningum lista Óháðra segir vægast sagt kjánalegt að fara af stað með skoðanakönnun, þegar ekki er einu sinni vitað hverjir eru í framboði. „Það er algert lágmark að vita hvaða listar eru í framboði og hverjir eru á þeim áður en menn fara af stað með könnun af þessu tagi. Það eina sem er í boði og vitað er með nokkurri vissu er að sitjandi bæjarstjóri ntun bjóða sig fram til þess embættis. Þessi könnun er mjög léttvæg fundin og metin í mínum huga,“ sagði Georg Þór Kristjánsson að lokunt. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Misjöfn Kiðbrögð bæjarfulltrúa

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.