Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Side 2
2 Fréttir Fimmtudagur 2. aprfl 1998 Mikiðaðsnúast vegnaæfingar Almannavamaæfingin, sem haldin var hér á laugardag. tók drjúgan tíma lögreglu eins og fleiri aðila sem að henni stóðu. Undir- búningur fyrir æfinguna hófst á fimmtudag í síðustu viku með fyrirlestrum og hópavinnu. Segja má að þessi æfing, og undir- búníngur fyrir hana, hafi verið aðalverkefni lögreglu í síðustu viku og önnur verkefni fallið í skuggann af þeirn sökum. Húsbrot Þegar skemmtistöðum var lokað á aðfaranótt sunnudags höfðu tveir skemmtanaglaðir ekki fengið nægju sína. Gerðu þeir sig heimakomna í húsi einu í bænum og hugðust halda skemmtan sinni áffam. Ekki var þessi óboðni gesta- gangur húsráðendum að skapi og náðu þeir að koma gestunum út eftir nokkur átök. Fer ekki sögum af fleiri húsbrotum þeirra þá nótt. Þjófnaðurog rúðubrot Einn þjófnaður var kærður í vik- unni. Stolið var reiðhjóli frá húsi við Faxastíg og fannst hjólið stuttu síðar, óskemmt. Þá var um helgina brotin rúða í dvalarheimilinu að Hraunbúðum og einnig var kært rúðubrot í bifreið. Sex í saumó í úrslit Dregið hefur verið í aðra umferð Spumingakeppni saumaklúbbanna íÚtvaipi Suðurlandi. FM 105,1 og 96,3. Fimmtudaginn 2. apríl kl. 10:00 fara fram tvær fyrstu viður- eignimar í annari umferð: I. Stazy Selfossi og Spímlaga spoosur úr Flóanum. 2. Sex í Saumó Vest- mannaeyjum og Smellurnar Sel- fossi. Fimmtudaginn 16. apríl: 1. Systumar og teygði anginn Selfossi og Brosið Selfossi. 2. Sælan Sel- fossi og Gatið og gildíir línur Sel- fossi. Fimmtudaginn 23. apríl 1. Dódó Selfossi og Krónuklúbburinn angúra. Þrír klúbbar sitja hjá í annari umferð: Matthías með fram- tennumar Hvolsvelli, Kátar konitr Eyjafjöllum og Magnús Árborg. Opíð hús fyrir 60 ára ogeldrihjáLíkn Kvenfélagið Líkn ætlar að hafa opið hús fyrir 60 ára og eldri í húsi sínu Líkn við Faxastíg 35, laugar- daginn 4. apríl n.k. frá kl. 16:00 til 18:00. I gegnum tíðina hefur íjöldi mynda verið tekinn í starfi félagsins m.a. á Nýársfagnaöinum. Viljum við gefa öllum 60 ára og eldri kost á að skoða þessar myndir og húsið okkar, og þiggja kaffisopa og konfekt. Vonumst við eftir því að vel verði mætt, bæði af 60 ára og eldri, og að félagskonur sjái sér einnig fært að koma. Fréttatilkynning frá Líkn. Dragdrottning íslands 1998 Þann 8. apríl nk. verður keppnin, Dragdrotming Islands haldin á HB- pöbb. Þátttökutilkynningar og borðapantanir eru í síma 481-1515 Börn finna sprautunálar í gám við Sorpeyðingarstöðina Nokkrir krakkar sem verið höfðu að leik við Sorpeyðingastöðina fundu þar nálar undan að- skiljanlegum lyfjum. Það var for- eldri eins barnanna, sem komst að þessu og lét lögreglu vita. Lögreglan segir með ólíkindum skuli vera að svona nálar skuli liggja í hirðuleysi. Nálarnar fundust í gámi á geymslusvæði norðan við stöðina, þar sem ýmis fyrirtæki hafa geymsluaðstöðu fyrir eitt og annað sem ekki hefur fengist aðstaða til að geyma annars staðar. Mönnum er hulið hvernig nálarnar hafa komist í téðan gám. Lögreglan kannaði hvort þessar nálar væru hugsanlega frá Heilbrigðis- stofnuninni í Vestmannaeyjum. Ekki vildu forsvarsmenn stofnunarinnar kannast við að nálamar kæmu úr þeirra lögsögu eða yfirráðasvæði, enda væri mjög strangt förgunarferli sem allur svona úrgangur lyti hjá stofnuninni. Lögregla vildi hins vegar benda á að það væri líka með ólíkindum að ekki væri meira eftirlit með umferð fólks um svæði Sorpeyðingar- stöðvarinnar. „Það þyrfti að girða svæðið af og ráða mann til þess að sjá um eftirlit á staðnum. Nálarnarsemkrakkarnir fundu skipta mörgum tugum. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegumaugum. Rækiutogarinn Andvari VE100 lelgður EisUendignum ui áramðta Rækjuskipið Andvari VE hefur verið leigður til útgerðarfyrirtækis í Tallin í Eistlandi. Jóhann Halldórsson, skipstjóri og eigandi skipsins, segir að skipið haft verið búið með kvótann hér, svo að einhvem veginn haft þurft að bregðast við. Skipið mun fara til rækjuveiða á Flæmska hattinum. „Það er miklu hagstæðara að leigja skipið út til fyrirtækis sem á kvóta heldur en að kaupa eða leigja kvóta hér á landi.“ Jóhann segir að Iangur aðdragandi sé að þessu máli, því að strax í desember hafi verið ljóst að kvótinn á Andvara myndi klárast nú um þetta leyti. Hann segir að menn haft því staðið klárir að því að til einhverra aðgerða þyrfti að grípa. „Menn gátu ráðstafað sér í tíma svo að það var enginn rekinn, en vissulega er leiðinlegt að grípa til þessa úrræðis.“ Að sögn Jóhanns mun skipið mannað útlendingum að undan- skildum yfirmönnum sem eru íslenskir. Ándvari er 305 tonn og er leigður út til ársloka 1998 og lét úr höfn sl. laugardagskvöld. „Þetta eru um tvö hundruð veiðidagar," sagði Jóhann að lokum Fræðst um hvíldartímaákvæði EES í síðustu viku var haldið námskeið í Vestmannaeyjum á vegum VSI um túlkun kjarasamninga, vinnutíma- og hvíldartímaákvæði samkvæmt EES samningi og nýjungar í kjarasamningagerð. Námskeiðið var ætlað fyrir stjóm- endur fyrirtækja, verkstjóra og þeim sem annast launaútreikning og stóð yfir í einn dag. Rúmlega 20 manns sóttu námskeiðið. Ragnar Ámason, lögfræðingur hjá VSI, sem stjómaði námskeiðinu, segir að mjög margar spumingar hafi vaknað hjá fólki og þá einkum spumingar er vörðuðu vinnu- og hvfldartímaákvæði samkvæmt reglum ESB sem íslendingar gerðust aðilar að á síðasta ári. „Þegar mikil vinna er í fyrirtækjum og iangur vinnutími, reynir á þetta, en eitt ákvæði þessa samnings kveður á um 11 klst. hvíld hjá starfsfólki á sólarhring í stað 10 klst. í eldri samningum hér á landi.“ Ragnar segir að heimilt sé að stytta þennati hvfldartíma niður í allt að 8 klst. á sólarhring beri brýna nauðsyn til og myndist þá frítökuréttur hjá starfsfólki. „Á síðasta ári var samið um þennan frítökurétt í almennum kjarasamningum, en lftið hefur reynt á hann fyrr en nú á loðnuvertíðinni." Ragnar var mjög ánægður með aðsóknina að námskeiðinu og segir það Ijóst að sveiflukenndur vinnutími í Eyjum kalli á margar spumingar sem leysa þurfi úr. Góð aósókn var að námskeiðinu. Síðastliðinn miðvikudag var veitingastaðurinn Turninn inn- siglaður af embætti sýslumanns. Jón Óskar Þórhallsson skrif- stofustjóri hjá sýslumanni segir að þetta sé ekkert stórmál og að rekstraraðili Tumsins sé að vinna í því að ganga frá málinu. „Lokunin er vegna smáhnökra á lögbundn- um skilum á vörslusköttum, sem em virðisaukaskattur og stað- greiðsla opinberra gjalda af launþegum,“ segir Jón Oskar FRÉTTIR Utgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig I lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og I Flugteríunni á Reykjavikurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.