Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 2. apríl 1998 Sigríður Jóna Kristinsdóttir, ekkja Guðna, með fjölskyldu sinni á minníngartónleikunum. F.u. Ágúst Birgisson og Jóhanna dóttir hennar, Sigríður Jóna, Kristinn sonur hennar og Guðfinna Eggertsdóttir kona hans og Guðni flgnar sonur heirra. Velheppnaðír minningartón- leikar um Guðna Hermausen Kuartett Ólafs Stolzenwald litaði salinn bláan og hljómaði tregaf ullur jassinn umhlusUr. Síðastliðinn laugardag voru haldnir minningartónleikar í Akóges um Guðna Hermansen, sem hefði orðið sjötugur þann dag, 28. niars. Tónleikarnir voru ágætlega sóttir og góð stemmning í salnum. Það var kvartett Ólafs Stolzenwald sem litaði salinn bláan og hljómaði tregafullur jassinn um hlustir, eins og þeim einum er lagið. Þeir sem skipa kvartettinn eru Ólafur Stolzenwald á bassa, Óskar Guðjónsson á saxófón, Jakob Ólsen á gítar og Kári Ámason á trommur. Allir eru þeir frábærir hljóðfæraleikarar og hmndu ópujamir listilega úr hljóðfæmm þeirra. Ólafur og Óskar hafa spilað áður saman í Eyjum, en Jakob og Kári hafa ekki komið áður til Eyja. Reyndar voru tónleikarnir dálítið litaðir bláa litnum og ekki að ósekju. Guðni var mikill frumkvöðull lista í Vestmannaeyjum og lést langt um aldur fram en hann hefði orðið sjötugur þennan dag. Það voru vinir Guðna undir forystu Listvinafélags Vestmannaeyja sem stóðu að tónleikunum. Ólafur Stolzenwald þekkir ágætlega til í Eyjum og hefur spilað hér áður, en oftast hefur hann verið með tríó og er skemmst að minnast Daga lita og tóna um hvíta- sunnuna. Þess má og geta að faðir Ólafs og Guðni Hemiansen vom góðir vinir. ^ Kvartettinn byggði dagskrána upp á klassískum jassballöðum, sem létu frábærlega í eyrum. Verk á efnisskránni voru meðal annars eftir Charlie Parker og Miles Davis, auk yngri meistara eins og Wyne Shorter sem var í hljómsveitinni Weather Report á sínum tíma en lék einnig með Miles Davis, og verk eftir gítar- leikarann Seofield. En áferð tón- leikana var samt tregafull og lituð söknuði og harmi. Eftirminnilegustu ópusarnir voru samt Footprint eftir Shorter og Billies Bounce eftir Parker. Eins ólíkir og þeir eru, þar sem Shorter elst upp í bræðingi og rokkáhrifum, en Parker í hörðum Chicago stíl be-boparans. Miles Davis stendur þó alltaf fyrir sínu og rann Ijúflega í hlustir með saxófónleik Óskars. Kvartettinn var vel samstilltur og fengu einstakir hljóðfæraleikarar að njóta sín í sólóum og gerður góður rómur að. Heimsókn þessara tónlistar- manna til Eyja var góð og þakkarvert framtak allra sem að tónleikunum stóðu að gefa áheyrendum hlutdeild í þeim máttuga sköpunarkrafti sem býr íjassinum. Benedikt Gestsson. D-7 tekur Þátt í músíkdlraunum Hljómsveitin D-7 mun halda upp á fastalandið í dag til þess að taka þátt í músíktilraunum Tónabæjar. Hljómsveitin er eins árs gömul og hefur lagt metnað sinn í að rífa upp tónlistarlífið í Eyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin tekur þátt í þessari keppni og ætla þeir að gera sitt besta. Þeir munu flytja þrjú frumsamin lög í keppninni, en hins vegar syngja þeir á ensku. Þeir segja að það sé kannski viss ókostur, en þannig vilji þeir hafa það og við það situr. Hljómsveitin spilar melódískt rokk að eigin sögn sem þeir semja saman, bæði lög og texta. „Það kemur kannski einn með hugmynd og svo leggjum við allir í púkkið,“ segir Ástþór bassaleikari. En kostar ekki eitthvað að taka þátt í þessu ævintýri? „Jú þetta kostar formúu. Alveg helling," segja þeir. „En við höfum fengið góðan styrk frá Islandsbanka, Herjólfi og bænum. og án þeirra stuðnings ættum við erfitt með að taka þátt í keppninni nú. Þessir aðilar hafa trú á okkur og telja okkur vera að gera góða hluti. Við gætum ekki tekið þátt í þessu ef utanað komandi aðstoð kæmi ekki til. Við erum þakklátir fyrir stuðninginn og vonumst til að geta skilað góðu verki til baka til íslandsbanka, Herjólfs og Vestmanna-eyjabæjar." Hljómsveitin er skipuð Magna Frey Ingasyni á trommur. Gunnari Geir Waage á gítar, Olafi Kristni Guð- ntundssyni söngvara, Árna Gunnars- syni á gítar og Ástþóri Ágústssyni á bassa. SOS,égeraðfara gífta mig Þessi Vestmannaeyjasnót, Iris Róbertsdóttir stóð í einu horni KA síðdegis á föstudaginn og lék af listfengi á blokkflautu. Þegar nánar var að gáð var þetta hluti af gæsagjörningi, því daginn eftir ætlaði hún að giftast sínum heitt- elskaða Eysteini Gunnarssyni. Góður rómur var gerður að spilamennsku hennar og lét fólk smáaura af hendi rakna til að styrkja hana í því að elska væntanlegan maka sinn, virða og vera honum undirgefin. Á spjaldi neðan við nótnastandinn stóð nefnilega: SOS! Eg er að fara að gifta mig. Sigurgeir Jónsson skrifar udegi Af könnunum í sfðustu Fréttum var gerð grein fyrir skoð- anakönnun, sem unnin var fyrir blaðið, vegna komandi kosninga í vor. Spurt var annars vegar hvaða flokk eða lista viðkomandi myndi kjósa og hins vegar hvern menn vildu sjá sem næsta bæjarstjóra. Skrifari var einn þeirra 600 sem lentu í þessu úrtaki og var beðinn að svara áðurnefndum spumingum. Satt best að segja kom skrifara það nokkuð á óvart hve margir voru búnir að gera upp hug sinn í þessum málum. Aðeins 2,9% aðspurðra vom ekki búin að gera upp hug sinn og í þeim hópi er skrifari. Þegar könnunin var gerð var enginn listi kominn fram, enginn sem vissi hverjir yrðu í framboði á hvaða lista og enginn sem vissi hve margir listamir yrðu. Satt best að segja átti skrifari von á að minnsta kosti 30% sem ekki væru búin að gera upp við sig hver valkosturinn yrði. En aldeilis ekki. Vestmanna- eyingum virðist nákvæmlega sama hverjir skipa framboðslistana ef tæp þrjú prósent eru undan- skilin. Skrifari hefur um það lúmskan grun að þetta 600 manna úrtak hafi valist svo sérkenni- lega að þessu sinni að liist hafí á annaðhvort gallharða og gegnbláa íhaldsmenn og svo algera hliðstæðu af hinum vængnum. Þama hafi orðið fyrir svörum fólk sem hefur gegnum tíðina kosið sinn flokk, sama hveijir skipa sæti á listanum. Nú þessa dagana eru listarnir að koma fram í dagsljósið. V-listafólk birti sinn lista um síðustu helgi og væntanlega líður ekki á löngu áður en sjáifstæðismenn koma með sinn lista. Þá hlýtur Georg Þór að fara að gjöra kunnugt hvort hann ætlar fram eða ekki. En öll sú vinna, sern bæði V-Iistafólk hefur lagt í að klambra saman lista og svo sú vinna sem D-listafólk stendur í þessa dagana, virðist með öllu óþörf. Kjósendur eru greinilega búnir að gera upp hug sinn og er hjartanlega sama hverjir skipa þessa lista. Samkvæmt könnuninni ætla 45,8% að krossa við D, 36% við V, Georg Þór fengi 1,3%, 7,6% ætla ekki að mæta á kjörstað, 6,4% skila auðu og 2,9% era að hugsa málið. Það er því greinilegt að kosningabaráttan mun snúast um að telja þessum tæpu þremur prósentum hughvarf, þar á meðal skrifara. Annað sem skrifara kom einnig á óvart í þessari könnun var hve ráðandi meirihluti virðist sterkur. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 55% ætla að kjósa hann áfram en 43,5% vildu breyta yfir í vinstri stjóm. Af þessu virðist mega ráða að Vestmannaeyingar séu bara þokkalega ánægðir með ástandið í dag. Svör við seinni spumingunni komu skrifara aftur á móti ekkert á óvart. Hann undraði ekkert á því að frændi hans skyldi fá þar afgerandi svör. Enda hefur hvergi komið fram að aðrir ætli sér að setjast í stólinn hans, enginn sem lýst hefur yfir áhuga á starfí bæjarstjóra. Líklega kæmu svipaðar niðurstöður fram ef spurt væri núna hvem menn vildu liafa sem forseta Islands eða hvem menn vildu hafa sem skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum. Áreiðan- lega fengju þeir nafnar, Ólafur Ragnar og Ólafur Hreinn. vænan meirihluta þeirna sem spurðir væra, einfaldlega vegna þess að bæði hafa þeir staðið sig ágætlega í starfi og ekki vitað að aðrir ásælist þeirra sæti. I sömu skoðanakönnun var einnig spurt um álit fólks á þjónustu íslandsbanka og Heijólfs. Þær spumingar vora Fréttum með öllu óviðkomandi, þau tvö fyrirtæki hafa væntanlega staðið straum af kostnaði vegna þeirra spuminga en algengt er að nokkrir aðilar slái saman í skoðanakannanir af þessu tagi. Það er álit skrifara að þessi skoðanakönnun hafi verið aðeins of snemma á ferðinni. E.t.v. fáum við aðra skoðanakönnun þegar styttist í kosningar og allir listar verða komnir á hreint. Þá kynni niðurstaðan að verða önnur þó svo að skrifari efist um það, miðað við hve fólk virðist nú þegar vera orðið ákveðið. En skrifari getur samt ekki stillt sig um að benda öllum aðilum á að taka skoðanakannanir með hæfilegum fyrirvara. Sá danski Islandsvinur, Uffe Elleman, er enn að þurrka tár vegna þess að kosningar í Danmörku fóra allt öðravísi en skoðanakannanir sögðu til um. Og skrifari vill ekki til þess hugsa ef sú yrði raunin á með allt hans frændfólk í Sjálfstæðisflokknum að þar yrði uppi grátur og gnístran tanna að loknum kosningum, þvert ofan í allar skoðanakannanir. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.