Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. apríl 1998 Fréttir 11 Athyglisverð nýjung í grunnskólunum í Eyjum: Efnt verður til keppni meðal nemenda í stærðfræði í vor -Nokkrar þrautir og leikir fylgja greininni þannig að nú fær öll fjölskyldan tækifæri að reyna sig Mikil umræða hefur verið á undan- förnum mánuðum um kunnáttu eða kunnáttuleysi íslenskra barna og unglinga í stærðfræði. FRÉTTIR munu á næstu vikum, í samvinnu við Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum, reyna að ýta undir aukinn áhuga grunnskólanemenda á greininni með léttum þrautum og talnaleikjum. Stærðfræði er stór þáttur í lífi allra manna, hvort sem menn gera sér grein fyrir því eða ekki. Fonnlegar uppsettar jöfnurem ekki endilega nauðsynlegar til að hægt sé að tala uni stærðfræði. t.d. 3x - 46 = 250. Þetta „dæmi” mætti eins setja fram á þennan hátt; „Ef þú kaupir þrjár mjólkurfemur og borgar með 250 kr þá færð þú 46 kr tii baka. Hvað kostar mjólkurfeman? “ Annað dæmi; „Knattspymuleikur hefst kl 14:00. Ef engar tafir verða á leiknum en 15 mín. teknar í leikhlé, hvenær lýkur þá leiknum?" Auðvitað þarf stærðfræðikunnáttu til að svara þessum spumingum en fæstir „fara alveg í kerfi og klikkast “ ef þeir eru spurðir. Þeir svara bara án þess að hugsa mikið um plús, mínus, margföldun. klukkustundir, mínútur o.s.frv. Það þarf ekki einu sinni að gefa upp tölumar sem unnið er með, sbr. leiktíma í knattspymuleik. Þetta „vita” menn! I byrjun maí ætlar Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum að halda stærðfræðikeppni fyrir 8., 9., og 10. bekki grunnskólanna. Þar verður megináherslan lögð á þrautalausnir og almenna rökhugsun. I mörgum tilfellum er hægt að hafa sömu spurningamar fyrir alla aldurshópa. Keppnin fer fram í húsnæði skólans, keppendum að kostnaðarlausu. Hér verða að lokum látnar fylgja þrjár stærðfræðiþrautir sem lesendur geta spreytt sig á. Ekki fylgir þeim ákveðin bekkjarskipting því þær má ieggja fyrir hvem sem er. Lausnir þeirra koma síðan í næsta tölublaði FRÉTTA og verða þá e.t.v. aðrar þrautir lagðar fyrir lesendur. Dæmi 1: Ef raða á tölustöfunum 1.2, 3,4 og Þorgerður Jóhannsdóttir, efstimaðurá V-lista: Vil hafa áhrif á hað samfélag sem ég bý í Þorgerður Jóhannsdóttir, sem skipar efsta sæti Vestmanna- eyjalistans, hefur ekki áður komið nálægt bæjarmálapólitíkinni en hún er alvön félagsmálamann- eskja. Hefur hún m.a. verið formaður Starfsmannafélags Vest- mannaevjabæjar í tæp 15 ár. Hún segir ástæðuna fyrir því að hún ákvað að gefa kost á sér í bæjarstjórn vera ósköp einfalda; hún vilji hafa áhrif á það samfélag sem hún býr í og eins sé þetta mjög ögrandi og skemmtilegt verkefni. Afskipti Þorgerðar af félagsmálum ná allt til ársins 1984 en í júlí það ár tók hún við formennsku í Starfs- mannafélaginu. Auk þess að sitja í starfskjaranefnd. starfsmatsnefnd. stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. fyrir STAVEY hefur hún síðustu 11 ár verið í við- ræðunefnd bæjarstarfsmannafélaga sem eru í Samfloti í samningum við viðkomandi bæjarstjórnir og fjár- málaráðuneytið fyrir hönd heilbrigð- isstofnana og framhaldsskóla á landsbyggðinni. Hún er fulltrúi BSRB í húsnæðisnefnd bæjarins, Svæðisstjóm Suðurlands um atvinnumál og í útbreiðslunefnd BSRB-tíðinda. Auk þess hefur hún verið varamaður í félagsmálaráði bæjarins í tvö ár og er nú að láta af störfum sem forseti Sinawik. „Þetta er mjög ögrandi verkefni," segir Þorgerður þegar hún er spurð um ástæðu þess að hún gefur nú kost á sér í bæjarstjóm. ,,Ég vil hafa áhrif á það samfélag sem ég bý í og mannlífið þar, ekki bara horfa á. Ég hef unnið samkvæmt þessari sannfæringu minni í tæp 20 hjá stéttarfélagi og nú er stefnan tekin á bæjarstjóm.“ Þorgerður segist vera mjög ánægð með það fólk sem valdist á V-listann. -Einkum verðum við að ná til unya fólksíns liví tiað tiarf að vera fýsilegur kostur fyrir bað að koma heím að uámi loknu, segir Þorgerður. „Þetta er mjög frambærilegt fólk og það er tilhlökkunarefni að fá tækifæri til að starfa með því og stýra starfmu." Málefnavinna Vestmannaeyja- listans er nú í fullum gangi og á Þor- gerður von á að því starfi Ijúki fljótlega. „Það er á mörgu að taka en upp úr stendur að bærinn hefur ekki hugað nóg að atvinnulífi og almennu mannlífi í bænum. Það er mjög gott mál að stofna útgerðarfélag en því verður að fylgja eftir. Það er ekki nóg að sprikla fyrir kosningar. í Vest- mannaeyjum þarf að vera næg atvinna fyrir alla og fólk verður að geta lifað af þeim launum sem það fær fyrir vinnu sína.“ Þegar Þorgerður er spurð um stefnu Vestmannaeyjalistans vísar hún í samþykktir Bæjarmálafé- lagsins. Þar segir að félagið byggi á breiðum grunni jafnaðarstefnu og félagshyggju. „Með þessa stefnu að leiðarljósi teljum við að hægt verði að snúa vöm í sókn fyrir Vest- mannaeyjar. Við höfum þurft að horfa upp á verulega fækkun í bænum undanfarin misseri. Astæð- umar fyrir þessari þróun eru eflaust margar en með því að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið og gera Vestmannaeyjar að manneskjulegri bæ teljum við að hægt verði að laða til okkar fleira fólk. Einkum verðum við að ná til unga fólksins því það þarf að vera fýsilegur kostur fyrir það að koma heim að námi loknu. Við höfum misst allt of mikið af fólki sem vildi hvergi annars staðr búa.,“ sagði Þorgerður Jóhannsdóttir að lokum. Hvert er hlutfall litla femingsins af þeim stóra á myndinni ? Dæmi 3: Hvað er hornið stórt á milli litla vísis og stóra vísis þegar klukkan er 7:30? Svo er bara að setjast niður og sjá hver úr fjölskyldunni verður fljótastur að leysa þrautirnar. Eins og áður hefur komið frarn verða svörin birt í næsta tölublaði og þá bætast við nýjar þrautir sem tilvalið verður að glíma við unt páskana. Eimskip veitir unglingastarfi ÍBV veglegan styrk: Styrkurinn veittur vegna framúr- skarndiárangurs 5 á strikin þannig að ein tala fari á hvert strik. Hver verður lægsta mögulega summa talnanna ? _____+____= Dæmi 2: F.v. Jóhann Kr. Ragnarson afgreiðslustjóri Eimskips í Vestmanna- eyjum, Guðmundur Þorbjörnson, forstöðumaður sölu í millilanda- flutningum, sem afhenti styrkinn, Jóhann Pétursson formaður hand- knattleiksdeildar ÍBV, Aðalsteinn Sigurjónsson framkvæmdastjóri ÍBV, Þór Vilhjálmsson formaður ÍBV, sem veitti styrknum viðtöku, Gunnar Bjarnason, deildarstjóri flutnings, bókana og vörustýringar og Guðjón Rögnvaldsson. Á fímmtudaginn í síðustu viku veitti Eimskipafélag Islands unglingastarfi Iþróttabandalags Vestmannaeyja veglegan styrk. Styrkurinn er veittur í viður- kcnningarskyni fyrir framúrskar- andi starf og árangur IBV á íþróttasviðinu. Það var Guðmundur Þorbjömsson sem afhenti Þór Vilhjálmssyni for- manni IBV styrkinn við athöfn á Hertoganum. Guðmundur sagði meðal annars í stuttu ávarpi við afhendinguna að það vekti aðdáun hve Vestmannaeyingar hafi hvað eftir annað alið upp íþróttamenn og -hópa á lands- og jafnvel heimsmælikvarða. Nefndi liann afburða árangur knattspymuliðs ÍBV á síðasta ári því til staðfestingar sem byggði fyrst og fremst á sterkum kjama heimamanna. Guðmundur sagði að þessi góði árangur byggði á öflugu unglingastarfi og að Eimskip vildi með þessum styrk sýna stuðning sinn við unglingastarfið í verki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.