Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 21. maí 1998 ÍBllvill álmörk Fundur var haldinn í íþrótta- og æskulýðsráði 13. maí síðastliðinn. Þar lá meðál annars fyrir erindi frá ÍB V - íþróttafélagi þar sem óskað er eftir útskiptingu á járnmörkum á fþróttavöllum bæjarins og að álmörk verði sett upp í staðinn. Jafnframt kemur fram í erindinu hugmynd um að staðsetja jám- mörkin á opnum svæðum og að komið verði upp svo kölluðum sparkvöllum. en mörkin fest kyrfilega niður. Þá er einnig óskað eftir heimild til kaupa á stórum ál- mörkum á Hásteinsvöll. Kostnaður er áætlaður 750 þúsund kr. Sam- þykkt var að verða við erindinu. enda verði gert ráð fyrir kaupunum í endurskoðaðri fjárhagsáætlun Framboðskynningí Útvarpi Suðurlandi Framboðskynning á listunum sem boðnir eru fram til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, verður á Útvarpi Suðurlandi fimmtudaginn 21. maí frá kl. 13-16. Röð listanna verður sú að V-listi Vestmannaeyjalistans verður í spjalli við stjómanda þáttarins Eftir hádegi kl. 14.00 og D-listi Sjálfstæðisflokks kl. 15.00. Áður verður rabbað við Eyjamenn um kosningamar og spiluð létt Eyjatónlist. TvöÞhf.fenguverkið Tvö Þ hf höfðu betur í útboði vegna framkvæmda við nýbyggingu Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. en tvö fyrirtæki buðu í verkið. Hitt fyrirtækið var Steini og Olli hf. Páll Pálsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins segir að miklar breytingar hafi þó orðið á vegna þessara framkvæmda. „Það er búið að skera þessar hugmyndir niður. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 60 milljónir, en nú höfum við lækkað þessa upphæð niður í 45 milljónir." Páll segir ástæðu þessa niður- skurðar meðal annars vera vegna kjaramála sjómanna og lagasetn- inga í kjölfar þeirra. „Þess vegna létum við endurskoða áætlanir og teikningar okkar vegna þessara framkvæmda. Viðhöfumminnkað bygginguna um I00m2, eða úr 800m2 í 700m2. Ætlunin er hins vegar að koma húsinu upp. en við munurn fresta innréttingum á efri hæð og líklega verður beðið eitthvað með frágang f kringum bygginguna.“ Dýralækni tll Eyja Nú fer að líða að kosningadegi og hef ég eina fróma ósk lfam að færa, en hún er sú að til Eyjanna verði ráðinn dýralæknir með fast aðsetur hér. Við erum nokkuð stór hópur sem höldum dýr og þetta er ófremdarástand að þurfa alltaf að fara upp á fastalandið eftir þjón- ustu, þar sem það er líka erfitt að fá að ferðast s'em skyldi með dýrin síii. Það er líka kominn tími til að viðurkenna okkur. Við erum ekki öll eins og væntum ekki öll hins sama af lífinu, en það er nú fjölbreytileikinn sem gefur lífinu gildi. Höfum ekki allar götur einstefnu. Með vinsemd og virðingu. Stefanía Jónasdóttir Ráðning sóknarprests í uppnámi[ sóknarnefnd ákvað að auglýsa stöðuna aftur: Umsókn mín er í biðstöðu -segir Skúli Siguröur Olafsson sem var eini umsækjandinn Séra Skúli Sigurður Ólafsson prestur á ísafirði sem sótt hefur um starf sóknarprests í Ofanleitisprestakalli í Vestmannaeyjum, segir að umsókn hans um embættið sé í biðstöðu eins og er. Hann segist hafa sent inn umsókn í krafti þeirrarfullvissu að niðurstöður umsóknar eiginkonu hans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur um embætti sýslumanns í Eyjum fengju farsælan endi. Mynd: Bæjarins besta á Isafirði. Séra Skúli Sigurður Ólafsson prestur á Isafirði sem sótt hefur um starf sóknarprests í Ofanleitis- prestakalli í Vestmannaeyjum, segir að umsókn hans um embættið sé í biðstöðu eins og er. Hann segist hafa sent inn umsókn í krafti þeirrar fullvissu að niðurstöður umsóknar eiginkonu hans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur um emb- ætti sýslumanns í Eyjum fengi farsælan endi. Það hafi hins vegar dregist lengur en hann hafi grunað í fyrstu að dómsmálaráðherra skipaði í það starf. I gær ákvað sóknarnefnd að auglýsa stöðuna aftur þannig að enn geta liðið nokkrar vikur áður en í ljós kemur hver tekur við. „Þetta er að verða hið erfiðasta mál,“ segir Skúli Sigurður. „Aðstæð- ur á ísafirði eru mjög góðar og óheppilegt er að flytja héðan nema við fáum bæði embætti í samræmi við það nám og þá reynslu sem við höfum að baki. Ég hef beðið sóknamefndina í Vestmannaeyjum að sýna biðlund, en 16. maí sendi sóknarnefnd biskupi bréf í því skyni að fá umsókninni hnekkt. í framhaldi af því yrði staðan þá trúlega auglýst aftur." Skúli Sigurður segir að þau hjónin hafi verið búin að ákveða að koma til Eyja- þann 19. þessa mánaðar og útskýra mál sín og stöðu. „Sóknar- nefndin hefur hins vegar farið fram á ógildingu umsóknar minnar, þannig að við ákváðum að fresta þessari för okkar.“ Skúli Sigurður segir það leiðinlegt að valda fólki hugarangri í þessari óvissu stöðu. „Ef staðan verður aug- lýst aftur tekur það ferli um fimm vikur. Þá er auðvitað möguleg sú staða að eiginkona mín fái sýslu- mannsembættið, en ég hins vegar ekki prestsembættið, ekki síst ef fleiri umsóknir um það hafa borist í framhaldi af ógildingu umsóknar minnar Þetta gæti orðið flókið mál að leysa. Ég hyggst senda sóknar- nefndarfólki bréf þar sem ég útskýri stöðuna í málinu og hvemig málið horfir við mér og konu minni, til þess að leiðrétta hugsanlegan misskilning um meint óheilindi mín varðandi umsókn mína. Síst af öllu grunaði mig þegar ég sendi inn umsóknina að hún ætti eftir að valda leiðindunt og misskilningi og nú vona ég að hægt verði að gera eins gott úr málinu og auðið er.“ Fádæmarólegheit Síðasta vika var að sögn lögreglu einhver hin rólegasta í manna minnum og helgin sömuleiðis. Alls voru bókanir vikunnar 130 sem er mun minna en verið hefur að undanfömu. Og um helgina voru aðeins 17 bókanir. Eru lögreglu- menn að vonum ánægðir með löghlýðni bæjarbúa. Átia umferðarlagabrot Höfð voru afskipti af sjö öku- mönnunt vegna umferðarlagabrota. Þar var m.a. um að ræða hraðakstur á Illugagötu þar sem ökumaður mældist á 85 km hraða. Eitt umferðaróhapp varð í vikunni og var þar um að ræða þriggja bfia árekstur á gatnamótum Fffilgötu og Vestmannabrautar. Ekki urðu slys á fólki en nokkrar skemmdir á ökutækjunum. Ein tílkynning Aðeins kom ein tilkynning til lögreglu vegna eignaspjalla í vikunni. Var þar um að ræða böm sem brotið höfðu rúðu í véiðar- færageymslu við Hilmisgötu. Hér mun vera um einsdæmi að ræða að einungis eitt slíkt tilvik sé tilkynnt á heilli viku. Er þama urn ánægjulega þróun að ræða og vonandi að framhald verði á. Bjartmaráferð Miðvikudagskvöldið 20. maí verður Bjartmar og hljómsveit með miðnæturtónleika í „Lundanum” í Vestmannaeyjum. Hljómsveitina skipa ásarnt Bjartmari þeir Tómas Tómasson gítarleikari, Friðþjófur Isfeld bassaleikari og James Olsen trommuleikari. Dagskrá þeirra félaga byggist upp á gömlum og nýjum lögum eftir Bjartmar ásamt vel völdum og þekktum rokkurum í bland. Lelðréttlngar í viðtali við bömin á Rauðagerði sem birtist í 16. tbl. Frétta mis- ritaðist föðumafn eins við- mælandans. Gunnars Bjöms. Hann er Þrastarson en ekki Þorkelsson eins og sagði í greininni. Læiðréttist þetta hér með. Sigurður Guðmundsson sem spjallað var við vegna viðtals við Guðjón Pálsson í 19. tbl. vildi koma því á framfæri að að textamir við lögin Vertu sæt við mig og Ungur enn eru eftir Erling Ágústs- son. en ekki Guðjón Pálsson eins og segir í spjallinu. Er beðist vel- virðingar á þessunt mistökum. Framboðsfundur Kl. 20.30 í kvöld. fimmtudags- kvöld, verður framboðsfundur í beinni útsendingu á Fjölsýn. Frá D- lista verða Guðjón Hjörleifssoii, Elsa Valgeirsdóttir og Helgi Bragason og frá V-lista Steinunn Jónatansdóttir, Guðrún Erlings- dóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteriunni á ReykjavíkurflugvelIi. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.