Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 21. maí 1998 Tandoori ýsa & kosningakokteill Rósa Guðjóns- dóttir, sem var sæl- keri síðustu viku, skoraði á systur sfna Sóleyju að taka við. „Takk fyrir, elsku systir. Það hefur vfst ekki farið fram- hjá neinum að kosn- ingar eru um helgina. Ég ætla að koma með uppskrift að fiskrétti sem er upplagður á laugardagskvöldið, svona sem góð undirstaða áður en talningin byrjar. Tandoori ýsa: 500 g ýsa safi úr 1/2 sítrónu salt eftir smekk 1 egg 1 msk. Tandoori Masala Paxo rasp Ýsan er skorin í bita, sítrónusafi kreistur yfir og saltað eftir smekk. Tandoori kryddi er hrært saman við eggið. Veltið ýsubitunum upp úr þeirri blöndu og síðan upp úr raspinu. Látið bíða í 5 mín. áður en steikt er, því þá verður raspið betra. Steikið í 2-3 mín. á hvorri hlið. Með þessu ber ég einungis fram kartöflusalat en auðvitað getur hver og einn ráðið því hvað hann vill hafa með. Kartöflusalat: 12 kaldar kartöflur í litlum bitum 1/2 epli, skorið smátt 1 laukur, skorinn smátt 2 msk. majones 1/2 dós melónujógúrt 1 tsk. sinnep nokkrir sftrónudropar Og fyrir þá sem vilja halda upp á kosningarnar og úrslitin, hver svo sem þau verða, þá ætla ég að gefa uppskrift að góðum kokteil. Kosningakokteill: I hluti Kahlua 1 hluti vodka 4 msk. rjómaís 1/2 dl rjómi Sóley Guðjónsdóttir er sælkeri vikunnar. kanill á hnífsoddi Þeytið þetta allt saman í blandara. Setjið ísmola í glas og hellið blöndunni yfir. Þessi uppskrift er fyrir einn. Ég ætla að skora á Dröfn Gísla- dóttur að taka við í næstu viku. Hún fer örugglega létt með það eins og annað sem hún tekur sér fyrir hendur. LIMIST VIB SKJAHN Samkór Vestmannaeyja varmeð tónteika í gærkvöldi en vortónteikar eruárlegirhjákómum. Einn kóríétaga í Samkómum er Ólafur Týr Guðjónsson, kennari við Framhaidsskótann. Hann er sömuleiðis mikill áhugamaður um örnefni í Vestmannaeyjum, vinnurað samantekt á þeim og hélt I vetur námskeið um það efni. Hanner Eyjamaður vikunnarað þessu sinni. Fullt nafn: Ólafur Týr Guðjónsson. Fæðingardagur og ár? 25. september 1963. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? KvænturJóhönnu Alfreðsdóttur og á með henni tvo syni, Bjart Tý og Ólaf Frey. Auk þess á ég 12 ára gamla dóttur, Evu, sem búsett er í Reykjavík. Menntun og starf? Ég er kennari að mennt og starfa á veturna í FIV. í sumar verð ég spjallari hjá Óla Jóns. Laun? Þau eru eins og guðsgjöf, maður þakkar fyrir hverja krónu. Helsti galli? Ég er helvítis frekja. Svo er ég hryllilega gleyminn. Helsti kostur? Ég gef þessa frá mér. Uppáhaldsmatur? Éghefgamanaf eldamennsku og borða fiest það sem boðið er. Svín er gott, kínverskur matur almennt mög góður og mér þykir fýll albragð. Versti matur? Skata er ekki fyrir mig og ekki súrmatur heldur. Ég vil fá matinn nýjan! Uppáhaldsdrykkur? Rauðvín, þar sem það á við, annars vatn og mjólk. Uppáhaldstónlist? Ég vil helst geta sungið með því sem er í útvarpinu. Mér finnst Björk frábær á Gling Gló diskinum. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Allt úteyjastúss á vel við mig og mér líður afskaplega vel úti í Suðurey. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Ég er ekki sá duglegasti með ryksuguna, afþurrkunarklútana og annað þess háttar. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Segja Jóhönnu frá því. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Eg vel Davíð. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég ber mikla virðingu fyrir öllum þeim sem skara fram úr, í hvaða íþrótt sem er. Jordan, Jón Arnar, Prinsinn, Venni o.sfrv. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Ég er í Akóges, Samkór Vestmannaeyja, Veiðifélagi Suðureyjar og fluttist úr Tý yfir í ÍBV við sameiningu. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ef sjónvarp er í gangi þarsem ég er nálægur, þá límist ég við skjáinn, hvað sem í boði er. Þetta er hryllilegt, trúlega sjúklegt en svona er það nú samt. Uppáhaldsbók? Mér þykir mjög vænt um Sjálfstætt fólk og flestar aðrar bækur Laxness. Hvereru helstu áhugamál þín? Úteyjar og örnefni, söngurog spil. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og almenna kurteisi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki, blaður og ókurteisi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Brandurinn er fallegur og útsýnið úr Suðurey er engu líkt. Þá heillaði Austurríki mig upp úrskónum. Hve lengi ert þú búinn að vera í Samkórnum? Frá því að hann var endurvakinn. Hvað er svona ánægjulegt við að syngja í kór? Þegar allt smellur saman og er vel gert þá kemur yfir mann sérstök ánægjutilfinning og maður verður svo stoltur yfir því að vera hluti af hljómnum. Svo eru bassastrákarnir einstaklega Ijúfur og skemmtilegur hópur. Eru einhver stórvirki á dagskránni hjá kórnum? Það er stórvirki að koma öllu þessu fólki saman einu sinni í viku, fæstir með tónlistarmenntun að einhverju gagni en allir með brennandi áhuga. Hvað dettur þér i hug þegar þú heyrir þessi orð? -Örnefni? Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. -Samkórinn? Væntanlegt teiti í sólskála Halldórs stórtenórs. -Bára Gríms? Þolinmæði, óheyrilega mikil þolinmæði. Eitthvað að lokum? Takkfyrirmig. Jón G. Valgeirsson hdl Ólafur Björnsson hdl Sigurður Jónsson hdl Sigurður Sigurjónss. hdl FASTEIGNASALA STRANDVEGI4S ZESTMANNAEYJUM SÍMI4S1-2978 57, 1h, th. Mjög góð 3,herb. 86,3m2 íbúð ásamt 23,4m2 bílskúr. íbúðin er flísalögð og með parket á gólfum. Sér geymsla í kjallara ásamt þvottahúsi og hjólageymslu í sameign. Sér leikherbergi í kjallara.Verð: 5.200.000 Áshamar 61 1h.fm. Ágætis 2 herbergja 66,1 m2 íbúð ásamt 23,4m2 bílskúr. Búið að setja vegg hjá eldhúsi og stofu.þannig að íbúðin er ekki eins opin. Sér geymsla í kjallara ásamt þvottahúsi og hjólageymslu í sameign. Verð: 3.600.000 Birkihlíð 19. Mjög gott 286m2 einbýlishús ásamt 42m2 bílskúr. Þar af er 62,3 m2 viðbygging við kjallarann sem er hægt að nota í margvíslegan iðnað. Arinn í stofu. Stórskemmtilegur garður með skjólpalli. Flottur staður. Verð: 9.500.000 Fjólugata 21. Mjög gott 226,3m2 með innbyggðum bílskúr. 3-4 herbergi. Góð gólfefni. Flott kamína í stofu. Nýjar lagnir, nýlegt þak, búið að klæða húsið að utan. Malbikuð innkeyrsla. Meiriháttar útsýni. Ath. lækkaðverð: 9.000.000 7 nh. Góð 2-3 herbergja 65m2 Gott eldhús. Ágætis gólfefni. lálað. Stutt i alla þjónustu. Smáar Barnavagn Til sölu er grár Silver Cross barnavagn með bátalaginu, lítur sæmilega út. Selst á aðeins kr. 5000. Upplýsingar í síma 481 3177 Hátalarar til sölu Til sölu eru 150w hátalarar. Seljast á 9990 kr. Uppl. í síma 481 2578 Au pair - Spánn Au pair óskast í Alicante í eitt ár frá miðjum ágúst. Ekki yngri en I8 ára. Upplýsingar í síma 481 2342 (Dóra)eða 003496-5263011 (Heiðrún). Hringið fyrir I. júní. Barngóð stelpa óskast til að gæta fjögurra ára tvíbura, aðra hverja helgi og einstaka kvöld. Á sama stað er til sölu Simo barnakerra, ungbarnarúm, Maxi Cosý bílstóll og Bauer línuskautar nr. 43, lítið notaðir. Upplýsingar í síma 481 2903. íbúð óskast i Reykjavík, tveggja til þriggja herbergja. Helst sem nææst Háskólanum. Upplýsingar gefa Svenni og Thelma í síma 561 6908 íbúð óskast og hús til leigu Þriggja til fjögurra herbergja íbúð óskast til leigu frá og með I. júní. Á sama stað er til leigu einbýlishús með bílskúr, í hjarta bæjarins, frá I júní. Upplýsingar í síma 481 2699. Húsgögn óskast Óska eftir hornsófa og hillusamstæðu. Gefins eða ódýrt. Upplýsingar í síma 481 3472 Teikna og smíða: Sólstofur. útihurdir, l|.... T glugga, utanhúss- klæðningar, þakviðgerðir og mótauppsláttur. Agúst Hreggviðsson Simi: 481-2170 Trésmíðaverkst: Miðstræti 23 481 2176 GSM: 897 7529 HITACHI Birgir Stefánsson Ingibjörg Jónsdóttir OskarJósúason Markús Orri Sigga Lára Sigurhanna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.