Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Qupperneq 16
16
Fréttir
Fimmtudagur21. maí 1998
Það eru líka gardínur á lögreglus
-segir Sigrún Sigmarsdóttir, húsmóðir og fjögurra bama móðir sem hefur ráðið sig í lög
TILBÚIN í SLAGINN. Sigrún, sem hér er ásamt Tryggua Kr. Úlafssyni lögreglufuiltrúa, komin í lögreglubúninginn
Sigrún Sigmarsdóttir hefur
verið ráðin til sumarafleysinga í
lögregluliði Vestmannaeyja.
Það sóttu sex manns um þrjár
stöður sem auglýstar voru og
stóðst Sigrún inntökukröfur
með ágætum. Það verða því
tvær konur í lögreglu Vest-
mannaeyja sem koma til með að
halda uppi lögum og reglum í
sumar, ásamt auðvitað þeim
körlum sem eru í liðinu. Sigrún
er fædd í Reykjavík en hefur
húið í Eyjum frá því hún var
átján ára. Fréttir fengu Sigrúnu
í spjall um væntanlegt staif lífið
og tilveruna. Hún tók því
ljúfmannlega, eins og hennar er
vandi.
Fékk áhuga sem lítil stelpa
Sigrún segir að það hati alltaf blundað
í henni áhugi á lögreglustörfum, eða
frá því hún var lítil stelpa. Hún hafi
búið í Sæviðarsundi rétt við Klepps-
veginn í Reykjavík sent er mikil
umferðargata og ntjög algengt að
árekstrar yrðu þar. „Eg fylgdist
rosalega vel með þegar lögreglan var
að mæla á vettvangi og fékk stundum
að prófa „græjumar.“ Svo er ég
töluvert forvitin að eðlisfari og
sírenuvæl í lögreglubílum vakti alltaf
forvitni. Þetta var eitthvað spennandi.
Núna er ég Ifka mjög spennt og
áhugasöm að takast á við þetta nýja
starf og hlakka mikið til. Þetta er
eiginlega fyrsta alvörustarfið sem ég
gegni. Ég hef unnið á ýmsum stöðum
og er nú að vinna hlutavinnu á Mána-
bar og vona að ég geti haldið áfram að
vinna þar þó að ég fari í lögregluna"
Er enginn kvíði samt eða óöryggi sem
læðist að þér varðandi starfið?
„Nei, nei. Þetta er fínt fólk sem er
að vinna í lögreglunni og svo er önnur
kona sem er að vinna þar. Þannig að
ég kvfði engu. Við verðum þama tveir
kvenskörungar. En það eru aldrei
hafðir eingöngu nýliðar á vakt. Það er
alltaf einhver reynslumeiri sem er á
vaktinni líka. Hins vegar er þetta ekki
spurning um að vera alltaf í einhverri
spennu. Það er miklu meira starf sem
unnið er innan lögreglunnar. Til
dæmis alls konar forvarnarstarf. Ég
hefði aldrei sótt um starfið ef ég væri
eitthvað smeyk við það.“
Sigrún segir að hún fari á námskeið
í Lögregluskólanum þann 27. maí.
Hún segir að það standi í tjóra daga og
hún hlakki til að fara á það. „Hún
segist ekki vita mikið hvað kennt
verði. Svo hef ég mikinn áhuga á
sálarfræði, en það er kennd einhver
sálarfræði og mannleg samskipti í
skólanum. Menn sem fara í lögregl-
una verða að vera sæntilega skýrir í
kollinum. Reyndar hefur fólk verið
svolítið hissa á því að ég skyldi hafa
sótt um og ég hef verið spurð að þvf í
hvort ég kunni á sjúkrabörumar og
svo framvegis, en ég held að það sé nú
meira í gríni.“
Eiginmanninum fannst lietta
hálfasnalegt fyrst
Hvemig líst ntanninum þínum á þessa
ákvörðun þína?
„Honum þótti þetta hálf asnalegt
fyrst. En nú er hann farinn að grobba
sig svolítið af þessu. Hann kallar mig
stundum offtcer Sigrún, sem er ósköp
krúttlegt hjá honum. Ég vona samt að
ég verði ekki kölluð þetta í
framtíðinrú. Mér finnst alveg nóg að
vera kölluð Sigrún hans Hæa. Ef ég
segi Sigrún Sigmars veit engin hver ég
er. Þetta er svona í Vestmannaeyjum.
Fólk fær alltaf einhver viðurnefni.“
Sigrún segir að það hafí verið mikil
viðbrigði að koma til Eyja frá
Reykjavík. Sérstaklega vegna þess
hversu samféjagið var smátt og
einangrað. „Ég er til dæmis alltaf
sjóveik og get ekki tekið Herjólf og
svo em flugsamgöngur líka svo háðar
veðri. Ég sagði baraguð minn góður
hvert er ég komin. Eg þekkti heldur
enga, nema kannski fólkið í næsta húsi
svo þetta var áfall fyrir átján ára stelpu
og engin mamma. Þetta var erfitt
fyrstu tvö árin. Hins vegar ef það er
þoka og Herjólfur kemst ekki vegna
veðurs, þá líður mér ekki vel. Þá
fínnst mér ég vera innilokuð. Ég vil
hafa möguleika á því að geta farið til
Reykjavíkur þegar mig langar til. Mér
finnst ég ekki vera örugg nema ég viti
af flugvél uppi á velli og að flugleiðin
sé opin.“
Ápjóðhátíðsem
lögreglukona
Hvers vegna að leggja þetta allt á sig?
„Nú maðurinn ntinn er úr Eyjum og
hann hafði svo góða vinnu. Það var
fyrst og fremst vinnan sem var til þess
að ég lét mig hafa þetta og þetta skiptir
máli enn þann dag í dag, en auðvitað
var maður líka ástfanginn. Ég kynnt-
ist manninum mínum í Reykjavík og
við fórum saman á Þjóðhátíð 1984 og
þá hugsaði ég með mér að ég vildi
ekki sleppa því aftur. í dag get ég hins
vegar alveg sleppt Þjóðhátíð. Þetta er
orðin svo mikill drykkjuskapur og
slagsntál. Þetta var miklu tjölskyldu-
vænna og meira fyrir bömin áður fyrr.
Núna verð ég hins vegar að vinna á
þjóðhátíð sem lögreglukona og þá
kynnist maður henni frá allt öðru
sjónarhomi."
Hefurðu ekki allt of mikið á þinni
könnu. Hvemig kemstu yfir þetta?
„Það má vel vera. En ég hef sagt
það líka að ég eigi einn góðan eigin-
mann. Hann fær sitt sumarfrí og hann
segist ætla að verða húsmóðir í fríinu.
Svo eru strákarnir mínir orðnir stórir
og ég hef góða barnapípu ef svo ber
undir. Ég er svo aktíf og þarf að gera
svo margt í einu, án þess þó að ég telji
mig ómissandi. Ég get ekki setið
lengi. Ég verð alltaf að vera að gera
eitthvað og á mér fullt af áhugamál-
um. Ég er til að mynda í hinum fræga
saumklúbbi Hraðar hendur sent er
mjög virkur félagsskapur. Við höfum
farið í sumarbústaðaferðir, út að
borða, erum með fjölskyldudag, grill-
hátíð og svo tölum við mjög mikið, en
saumum lítið. Þetta er nánast eins og
stjómmálaflokkur eða frímúrararegla,
en allt sem sagt er innan klúbbsins er
algert trúnaðarmál. Svo hefég mikinn
áhuga á stangveiði, en áhuginn á henni
kemur frá pabba sem er mikill
laxveiðimaður. Ég fór mjög oft með
honum þegar ég var lítil í laxveiði.
Einu sinni þurfti hann að stökkva á
eftir mér út í Svartá. Ég lá á
bakkanum og ætlaði að segja honum
hvenær laxarnir bitu á hjá honurn.
Svo allt f einu sá hann á eftir mér niður
ána. Svo þegar hann dró mig upp
spurði hann hvað ég hefði nú séð. Þá
„Officer Sigrún í faömí fjölskyldunnar.
sagðist ég hafa séð marga hvali. Hins
vegar er aðaláhugamálið fjölskyldan
og ég hef engar áhyggjur af því að
þetta gangi ekki upp. Við reynum að
skipta með okkur verkum eftir bestu
getu.“
Frekar sjalfstæð kona
Sigrún segir að stundum hafi hvarflað
að sér.að breyta til, en þá vaknar
spumingin um það hvort að það sé
nokkuð betra hinu megin við sundið.
„Hins vegar fer ég mjög oft til
Reykjavíkur og sérstaklega gerði ég
það fyrstu árin. En þegar bömunum
fór að fjölga fækkaði ferðunum. En
þetta vandist að vera ekki alltaf hjá
mömmu. Ég er frekar sjálfstæð kona
og vil lifa lífinu svolítið sjálf. For-
eldrar mínir koma líka til Éyja þegar
þau geta, þó þau hafi mikið að gera í
fyrirtækinu.'1
Sigrún segir að fyrirtæki foreldra
hennar hafi verið stór hluti af lífinu,
vegna þess að það hafi mótað eitt aðal
áhugamál hennar sent eru gardínur.
„Þau reka fyrirtækið S. Armann
Magnússon sem tlytur inn gardínur.
Þannig að ég er eiginlega fædd inn í
gardínuheildverslun og alin upp að
miklu leyti innan um gardínur.
Gardínur em þess vegna eitt mitt aðal-
áhugamál. Stundum rúnta ég um
bæinn og skoða gardínur. Svo hringi
ég kannski í mömmu og segi henni af
einhverjum fallegunt uppsetningum
eða Ijótum gardínum sem ég hef séð á
ferð ntinni. Annars hefur mig alltaf
langað til þess að setja upp búð héma.
Búð sem er alveg sérstök, nefnilega
gardínubúð. Reyndar eru þrjár gard-
ínubúðir hér í Eyjunt og það er
kannski ekki markaður fyrir þá fjórðu.
Hins vegar kemur kannski að því að
ég set upp mína gardínubúð méð
saumaskap og tilheyrandi."
Víl ekki sjá rúllugardínur
En rúllugardínur?
,,Ég vil ekki sjá rúllugardínur." segir
Sigrún full hneykslunar. „Það er ekki
það sama rúllugardínur og gardínur.
Einhvern tíma var ég nteð rúllu-
gardínu fyrir eldhúsglugga hjá mér
vegna þess að hann var svo ntjór og
breiður, en það stóð ekki lengi. Ég er
líka mjög dugleg við að skipta urn
gardínur hjá mér. Svo eru
tískusveiflur í gardínum eins og öðm.
Núna eru þungar gardínur rnikið í
tísku og munstur frá Indlandi."
Sigrún segir að það geti verið mjög
dýrt að vera svona mikill
gardínupælari, en hún láti það ekki
aftra sér. „Ég pæli aldrei í verði á
neinu. Ef mig langar í eitthvað þá
kaupi ég það. Ég er ekkert að flakka á
milU búða og bera saman verð. Ég
kaupi bara á fyrsta stað sent ég kent á.
Þetta er kannski líka einn helsti gallinn
sem ég hef. Ég get verið of bráðlát
stundum.“
Eru ekki bara rimlar á
lögreglustöðinni?
Hvenúg gardínur em á löggustöðinni?
„Ég veit það ekki. Ég hef bara ekki
velt því fyrir mér. En ég held að það
séu engar gardínur. Alla vega síðast
þegar ég fór vom engar. Em ekki bara
rimlar þarna. Ég á kannski eftir að
setja upp gardínur á stöðinni."
Sigrún hefur staðið í mikilli baráttu
vegna yngsta sonar síns, Bjarka
Steins. Hann fæddist með axlar-
klemmu, sem er taugalömun. „Málið
er núna fyrir óháðri nefnd sem er að
meta málið og ég á von á greinargerð
frá nefndinni á næstu dögurn. Þetta
hefur tekið rúmlega eitt ár í kerfinu.
Það þarf að berjast fyrir öllu.
Tryggingastofnun hefur sagt í bréfi til
mín að þetta sé bótaskylt, en mér
finnst ekki rétt að tjá mig meira um
þetta mál á meðan ekki er komin
endanlega niðurstaða í málinu. Bjarki
fór í aðgerð fyrir tæpu ári úti í London
og svo aftur í eftirlit eftir sjö vikur.
Það er enginn taugaskurðlæknir hér á
landi sem getur framkvæmt svona
aðgerð. Það er búið að kosta mikla
baráttu að koma honum undir
læknishendur og ég þurfti sjálf að
fylgja þessu máli eftir á öllum stigum
þess. Ég hins vegar keypti mér tölvu
og fór að grúska á Netinu eftir
læknum og fann einn sem reyndar
hafði komið hingað til íslands áður.
Hann sagði mér bara að korna strax
með hann út og við fórum út þann
sautjánda júní í fyrra og hann var svo
skorinn þann átjánda. Núna er ég að
reyna að koma honum aftur í aðgerð
hjá sama lækni. En trúlega þarf hann
að fara í þijár aðgerðir í viðbót.“
Netfíkill
í framhaldi af þessum málum segist
Sigrún vera orðin hálfgerður netfíkill.
„Eg er búin að grúska dálítið í þessu
axlarklemmumáli. Fólk víða um heim
hefur svo verið að lesa það sem ég hef
verið að skrifa og sendir mér
heilmikinn póst. Ég var til dæmis að
leiðbeina manni sem lenti í
mótorhjólaslysi. Hann vill endilega
komast í kynni við þennan lækni sem
skar Bjarka Stein. Þetta er mjög
gaman og er orðið eitt stærsta
áhugamál mitt núna og ég skil ekki
hvers vegna ég var ekki byijuð á þessu
Iriiklu fyrr.“
Sigrún segir að eftir að bróðir
hennar, Jón Páll, dó hafi hún farið að
hugsa um hvort líf væri eftir dauðann.
„Hann dó alveg í blónta lífsins. Ég
hugsa mjög oft til hans og hef fundið
fyrir honum héma. Ég er líka viss um
að hann hjálpar mér heilmikið í